Þjóðviljinn - 04.03.1976, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. febrúar 1976
Fimmtudagur 26. febrúar 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9
ÁSGRÍMUR
JÓNSSON
ALDAR-
MINNING
Frá Hafnarfiröi
Löngum er ársins 1904 minnst
sem merks áfanga i sögu
landsins. Þá stigur fyrsti islend-
ingurinn i innlendan ráöherrastól
og þjóðin öðlast þar meö heima-
stjórn. A fleira má þó minnast.
Um svipað leyti og Hannes Haf-
stein fetaði sin fyrstu ráðherra-
spor, bar að Islandi með stuttu
bili tvo unga menn, fyrsta
islenska arkitektinn og fyrsta
islenska listmálarann. ísland
var lika að eignast heimastjórn i
listum. Tæplega var þetta til-
viljun. Arangur sleitulausrar
baráttufyrir fullveðja þjóðlifi var
að koma i ljós. Islendingar taka
að finna til getu sinnar á öllum
sviðum, þeir voru að öðlast sjálfs-
traust. Ekki fór hjá þvi, að mynd-
listin yrði meö i leik, heft list-
þörfin var að brjótast fram með
aukinni hagsæld. Sá sem i
fyllingu timans hóf hiö fallna
merki á loft, sá sem fyrstur fann
á sér veðrabrigðin, var bónda-
sonur austan úr Flóa, Asgrimur
Jónsson, frumherji og faðir
islenskrar nútimamálaralistar.
Það var mikið lán.
Auðvitað var ekki sjálfgefið
mál að upphaf islenskrar nútima-
listar yrði með þeim glæsibrag
sem raun bar vitni. Aö visu var
hugur i þjóðinni, augu hennar
voru bernskufersk i þennan tima
og forvitin, hún ætlaði sér
áreiðanlega mikinnhlut. Til þess
þurfti hún áræðna og dugmikla
menn, en framar öllu gáfaða og
skapsterka, sem ekki létu lág-
kúruna rugla sig i riminu. Lán
islenskrar myndlistar i endur-
nýjun lifdaga sinna var m.a.
fólgið i þvi að frumkvöðlar
hennar bjuggu i ríkum mæli yfir
þessum egiinleikum. Þeir léöu
aldrei öðru eyra en hinni itrustu
listrænu kröfu. Asgrimur Jónsson
var þar fremstur i flokki. Mér er
einmitt minnistæðust alvaran i
fari Asgrims, skapfestan, en ekki
sisthendur hans. Þær voru likt og
fjörmiklir hestar sem hann gat
tæpast hamið. „Margvislegt
útsýni opnaðist” þessum sterk-
legu en flugnæmu höndum. 1
fylgd með listinni, alvörunni og
skapfestunni drógu þær huluna af
augum þjóðarinnar, með þeim
opnaði Asgrimur henni nýjar
viddir landsins. En framar öllu
hleypti hann birtunni inn. Ég held
að hinn sikviki veðurhjúpur og
ljósiö sem um hann leikur hafi
verið Asgrimi ástsælast viðfangs-
efni. Með léttum áslætti birtir
hann okkur ísland i nýju ljósi.
Að hætti manna með skaplyndi
Ásgrims varlistferill hans jöfn og
þung sókn, frá festu til frelsis,
laus við útúrdúra og sérvisku.
Afangaskil má þó greina. Heklu-
myndin stóra frá 1909,. eitt til-
komumesta verk i Islenskri list,
markar fyrstu sóknarlotu. 1 þeirri
mynd er hann fullburða,
fullveðja. Þegar timar liða losar
Asgrimur smátt og smátt um hin
föstu tök. Klassisk viðhorf vikja
fyrir nýlist. Breytileiki birtunnar
hið ytra samfara innri nauðsyn
krefjast nýrra vinnubragða,
léttari og ljósari lita. t vitund
Asgrims býr ennig minningin af
kynnum hans af ljóslitamálurum
impressionismans. Allt þetta
gerjast með honum um skeiö uns
það brýst út af fullum krafti i
vetrarmyndum er hann gerði i
námunda Hafnarfjarðar um og
eftir 1929. Þarna var þá annar
áfangi. Sá þriðji og seinasti á og
kveiku sina að þakka snertingum
við heimslistina. Asgrimur varð
að leita sér lækninga erlendis árið
1938. Af þvi tilefni gafst honum
tækifæri til að endurnýja kynni
sin við frönsku impressionistana.
Heimkominn léttirhann enn tökin
og lýsir litina, þeir beinlinis
hvirflast um mynddúkinn I ætt við
fjörið i höndum hans. 1 stuttu
máli, Asgrimur, sem kominn er
hátt á sjötugsaldur, er i list sinni
eins og ungur ákafamaður. 1
sumum Húsafellsmyndanna
seinustu fer hann á kostum.
Segja má, að hér á undan hafi
verið lýst langsniði af list hans.
En þversniðið er einnig þriþætt og
bundið efnisgerö og efnisvali:
meginþátturinn er að sjálfsögðu.
oliumyndirnar þar sem lands-
lagið er svo til einrátt. Annar
þáttur mjög mikilvægur er vatns-
litamyndir hans. i þeim dvelst
hann löngum við að lýsa landi
sinu. Þar bregður þó fyrir öðru
myndefni sem Ásgrimi var alla
tið mjög kært. Ég á við Islenskar
þjóðsögur. Þriðji þátturinn er svo
teikningarnar sem næstum ein-
göngu eru helgaðar þjóðsögum.
Hinn tæri léttleiki vatnslitanna
féll ágætlega að listrænu skap-
lyndi Asgrims, þeir áttu svo vel
viðmyndsýnhans. Sum verkanna
úr þvi efni eru með þvi besta sem
hann hefur gert og þvi besta i
islenskri list. Lengri viðkynn-
ingar þyrfti ég með til að meta
teikningar hans.
1 lifanda lifi ánafnaði Asgrimur
Jónsson islenska rikinu hús sitt
ásamt öllum verkum sinum, sem
i hans eigu voru. Við lát Asgrims,
10. april 1958, kom það i hlut
frændkonu hans frú Bjarnveigar
Bjamasóttur að hlú að safni og
minningu Asgrims. A elliárum
hans hafði hún reyndar verið
honum stoð og stytta og annaðist
hann i sjúkdómslegunni af þeirri
natni og ástriki sem konum
einum er lagið. Engum ofsögum
er af þvi sagt hversu frábærlega
vel' frú Bjarnveig hefur sinnt
safni Asgrims. Með sinum
alkunna dugnaði, snyrtimennsku
ogsmekkvisi hefúr hún komið þvi
i það horf að til fyrirmyndar er.
Auðvitað var það henni ekki nóg,
Með útsjónarsemi, elju og aðstoð
góðra manna, hefur henni tekist á
þeim árum, sem liðin eru frá and-
láti Ásgrims, að láta gera við og
hreinsa allar þær myndir safnsins
sem þess þurftu með og ganga frá
öllum til framtiöarvarðveislu
svo að vart getur betra talist
Nálægt þvi verki hafa ekki aðrir
komið en færustu fagmenn, jafnl
innlendir sem útlendir. Islensk
myndlist stendur i óbættrí
þakkarskyld við þessa höfðing-
lunduðu konu.
Það er vel við hæfi og þakkar.
vert að nú á aidaræfmæli As-
grims Jónssonar skuli efnt tii
sýningar á allri gjöf hans i fyrsta
sinn. Islendingum verður þá
vonandi ljóst hvilikan auð þeir
eiga i list Asgrims. Þakka bei
einnig Reykjavikurborg fyrir
aðstoð við sýningarhaldið og
þeim mönnum er þvi hafa
stjórnað. Það er gott til þess afL
vita að hinn merki listviðburður,
sýning á gjöf Asgrirns Jónssonar
skuli verða einskonar endurnýjun
lifdaga listasalanna á Miklatúni,
likt og list Asgrims var i upphafi.
þessarar aldar.
Höröur Agústsson.
(Jr Mývatnssveit
k, - :;í«>SS»
vV/k • 1
I 1
^ ; !
• \ j
t> 1 1 "V 1
1
Úr Húsafellsskógi
Strútur, stormur I aðsigi
Gainla eldhúsið á Húsafelli
180 nýir
áskrifendur
í febrúar
Askrifendum Þjóðviljans
fjölgaði minna seinni partinn i
febrúar en við höfðum búist við.
Um miðjan mánuðinn voru þeir
orðnir um 100, en siðan bættust
70 við. Allsherjarverkfallið og
þó einkum það, að dagbiöðin
komu ekki út i nokkra daga,
háfði þarna sin áhrif.
En nú er áskrifendasöfnunin
að komast i fullan gang á ný.
Alþýðubandalagsfélög viða um
land hafa ákveðið að leggja
henni lið, t.d. á Akureyri, i
Neskaupstað, á Eskifirði, i
Vestmannaeyjum, á Selfossi og
viðar. Kópavogsbúar urðu
reyndar fyrstir til og er áskrif-
endasöfnunin þar nú i fullum
gangi.
Við viljum nú sem fyrr hvetja
Alþýðubandalagsfólk og alla
velunnara Þjóðviljans til þess
að veita okkur stuöning. Hvetjið
vini og kunningja til þess að
gerast áskrifendur að blaðinu
og veitiö afgreiðslu Þjóðviljans
upplýsingar, sem hugsanlega
mega að gagni koma, og siðast
en ekki sist skrifið I blaðið eða
hringið til að koma áhuga-
málum ykkar á framfæri við
ritstjórn.
FTH
Vilborg Sigurðardóttir:
Þeir lægst
launuðu
verða það
áfram
Þjóðviljinn náði sambandi við
Vilborgu Sigurðardóttur for-
mann Verkakvcnnafélagsins
Snótar i Vestmannaeyjum.
Fyrst var hún spurð hvort hún
væri ánægð með nýgerða kjara-
samninga.
Það er náttúrlega seint sem
maður er fyllilega ánæður, og
þessi hækkun sem nú fékkst
fram er auðvitað ekki nógu
mikil. Sérstaklega á þetta við
um þá lægstlaunuðu eins og
konur i fiskiðnaöi, en þaö er lik-
lega sama hvað oft verður reynt
að fá auknar kjarabætur þeim
til handa umfram það sem aðrir
fá. Það gengur ákaflega seint og
þetta fólk verður sjálfsagt lengi
enn miklu launalægra en vera
mætti.
Miðað við allar aðstæður held
ég þó að við getum verið sæmi-
lega ánægð, en sannast sagna
vakti það furðu mina hve at-
vinnurekendur voru tregir að
semja. Það virtist engin áhrif
hafa á þá það verðmætatap sem
varð, t.d. bara með þvi aö láta
loðnuna synda hjá.
Þá verður það að segjast að
þegar kauptryggingin fékkst
fram vegna starfa i fiskvinnslu
var það mjög mikil bót og
nokkur breyting fékkst á
ákvæðum um hana nú. Þannig
verða nú greiddir fjórir fyrstu
atvinnuleysisdagarnir frá
fyrsta mars i stað þriggja áður.
Kauptryggingin hefur alveg
bjargað konum hér i Vest-
mannaeyjum i haust, þar sem
vinna hefur verið fremur stopul.
Hér hafa atvinnureKendur
heldur aldrei beitt uppsögnum
þegar atvinnuleysi hefur komið
til, gagnstætt þvi sem stéttar-
bræður þeirra viða annars
staðar hafa gert. Þannig hefur
það fengist hér fram sem ráð
var fyrir gert er ákvæðin um
kauptryggingu voru upphaflega
sett.
CIA-njósnari gaf
sig fram í Svíþjóö
STOKKHOLMI 3/2 Arthur Opot.
blaöamaður frá Kenya, sem
hefur starfað við sænska út-
varpiö, skýrði frá þvi i dag, að
starfsmaður bandariska sendi-
ráðsins þar i borg, Bruce
Hutchins, hefði ráðið sig i
þjónustu leyniþjónustunnar CIA
fyrir nokkrum mánuðum.
Hutchins hafði þá látið þess
getið, að frænka Opots væri i
fangelsi i Austur-Afriku og sætti
þar pyntingum og lét i það skina
að CIA gæti fengið hana lausa ef
Opot væri fús til samstarfs.
Opot fékk fyrirmæli um að
njósna um samstarfsmenn sina,
m.a. fréttaritara sænska út-
varpsins i Angolu. En hann
ákvað frá upphafi að láta sam-
starfsmenn hins róttæka tima-
rits FIB-Kulturfront fylgjast
með málinu. en það hefur áður
afhjúpað erlenda njósnastarf-
semi i Sviþjóð.