Þjóðviljinn - 04.03.1976, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. mars 1976.
„Hann hengir flipann eins
og gamall útigangshestur”
Einu sinni var þaö aöaismerki yfir-
manna breska flotans aö vera heiöurs-
menn i strföi. Þaö er nú liöin tfö eins og
islendingar hafa fengiö aö kynnast.
„Kokteildrcngirnir” á sumum freigát-
anna, sem veriö hafa á islandsmiöum
að undanförnu, eru stórhættulegir
sjálfum sér og öörum, þegar þeir geta
ekki iengur staöiö á móti brýningum
togaramanna um aö beita varðskipin
höröu. Þeir gera sig einnig hlægilega I
augum allra nema þeirra, sem enn
bera rómantiska viröingu fyrir breska
fiotanum, þegar þeir reyna aö telja al-
heimi trú um aö það séu fslensku varö-
skipin sem stöðugt sigli á bresku bryn-
drekana. Stærðarmunurinn einn vitn-
ar nægilega gegn þeim, og ekki bætir
það úr skák, aö herskipin hljóta nú
helst stefnisskaöa i ásiglingunum.
Hvernig sem bretar reyna að reyta
æruna af islensku varöskipsmönnun-
um trúir þvi enginn, aö þeir séu slíkir
angurgapar á sjó, aö þeir slengi siðum
varöskipanna i stefni herskipanna,
sterkasta og hættulegasta hluta
þeirra, ef þeir ætluöu aö sigla þau niö-
ur.
Myndirnar tók Steinar Clausen af
viöureign Varnlouths og Baldurs
laugardaginn 28. fyrra mánaðar. Úr-
slit hennar uröu heldur snautleg fyrir
bretann. Eftir ásiglinguna „hengdi
hann flipann eins og gamall útigangs-
hestur,” að þvi er Höskuldur Skarp-
héöinsson, skipherra segir.
Baldur nálgaöist togarahóp á
Vopnafjarðargrunni um hálf-eitt-leyt-
iö á laugardag og þegar hann átti eftir
um sex milur i togarana hófst einvfgi
milli Yarmouths og hans, þar sem
varðskipið reyndi aö nálgast enn frek-
ar, en herskipiö aö varna þvi. Yar-
mouth geröi fjölda ásiglingartilrauna
bæöi frá bakboröa og stjórnborða. Ein
þeirra heppnaðist aö lokum, en ekki
var hætt viö svo búiö, heldur haldið
áfram ásiglingartilraunum, þar til
skemmdirnar á stefninu uppgötvuö-
ust. Yarmouth er nú komin til Bret-
lands og veröur fróölegt að fylgjast
með þvf hvernig foringjanum gengur
að sannfæra breskan almenning um aö
Baldur hafi siglt á freigátuna.
Þess skal getið aö Landhelgisgæslan
á kvikmynd tekna úr lofti af þessari
ásiglingu og sannar hún enn betur en
meöfylgjandi myndir hrottaskap bret-
ans og beina tilraun freigátunnar til
þess að sigla varðskipið niöur.
Yarmouth undirbýr næstu ásiglingartilraun.
fc ,v’ /
■ |>; ’ ^
Yarmouth geysist fram meðskut Baldurs. Bacchante
i baksýn.
Freigátan dregst aftur meö hliö Baldurs,
F
Frcigátan rennir fram meö bakboröshliö Baldurs.
Og svo leggur freigátan hart I stjór.
Hér sést afstaða skipanna. Augljóst er aö Baldur hef-
ur reynt aö beygja frá og foröa árekstri,en áreksturs-
stefna freigátunnar leynir sér ckki.
Varöskipiö beygir frá I stjór.
Yarmouth nálgast óöfluga undir 30 gráöu horni aftan
við þvert skip. Areksturinn er óumflýjanlegur og
varðskipið kastast til.
Og hér „hengir freigátann flipann”. Skemmdir uröu
ekki miklar umfram þaö sem fyrir var á Baldri, þvl
aö Yarmouth hitti skipið aftan viö þilfarshúsiö, nær
þvi á sama staö og freigátan Diomcde sigldi á þaö
fyrir rúmum hálfum mánuöi.
Myndasyrpa af ásiglingu
Yarmouths á
Baldur sl. laugardag