Þjóðviljinn - 04.03.1976, Síða 12

Þjóðviljinn - 04.03.1976, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. febrúar 1976 Islenskur sjávarútvegur og úr- rœði Rannsóknarráðs ríkisins Út er komin fyrir nokkru 190 blaðsiöna bók sem unnin hefur verið á vegum og ábyrgð Rann- sóknaráðs rikisins af sjö manna starfshópi og fjallar um þróun sjávarútvegs. í undirfyrirsögn á kápu bókarinnar segir: „Yfirlit yfir stöðu islensks sjávarútvegs og fiskiðnaðar og spá um þróun hans fram til 1980”. Þá segir að hópurinn hafi tekið til starfa i febrúar 1974 en skilað af sér i nóvember 1975. 1 starfshópnum voru eftirtaldir menn: Jónas Blöndal viðskipta- fræðingur, formaður, Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur ritari, Hjalti Einarsson efnaverk- fræðingur, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Gylfi Þórðarson viðskiptafræðingur, Jón Ing- varsson lögfræðingur og Reynir Hugason verkfræðingur frá Rannsóknarráði rikisins. Þá segir: „Auk þess vann Kristján Ragnarsson nokkuð með hópnum i upphafi starfsins”. (Hér er átt við Kristján Ragnarsson formann Landsambands isl. útvegs- manna). Allt eru þetta menn i fullu starfi og sumir i meira en einu starfi. Skýrslan er þvi unnin i hjáverkum. Þá eru þarna ýmiss konar linu- rit. Aflamöguleikar Sá kafli skýrslunnar sem f jallar um fiskveiðarnar er að sjálfsögðu að miklu leyti byggður á hinni svokölluðu svörtu skýrslu Haf- rannsóknarstofnunarinnar, þar sem bæði þorskstofninn og ýsu- stofninn eru taldir ofveiddir. En i stað 230 þús. tonria hámarks afla af þorski á yfirstandandi ári, sem Hafrannsóknarstofnunin telur nauðsyn, þá vill starfshópur þessarar skýrslu fara ennþá neðar eða i 205-210 þús. tonn. Þá er spáð algjöru hruni þorsk- stofnsins árið 1979 ef ekkert verði að gert i þvi að takmarka sóknina i stofninn. Útlitið er málað mjög svart framundan, verði ekki farið að ráðum fiskifræðinga. Þegar kemur að þvi i skýrslunni að meta getu islenska fiskveiðiflotans til veiða þá harma ég að ekki skyldi vera innan starfshópsins reyndur fiskiskipstjóri með staðgóða þekkingu á veiðunum sjálfum, þvi hefði svo farið þá þykir mér liklegt aö aflamöguleikar flotans hefðu verið útreiknaðir á annan hátt en gert er i skýrslunni. Til þess að menn átti sig á hvað ég er að fara þá leyfi ég mér að vitna I skýrsluna sjálfa. A blaðsiðu 102 og 103 þar sem rætt er um afköst bátaflotans 1970 og þau lögð til grundvallar mögu- legum aflaafköstum nú, segir: „Ennfremur var á grundvelli sömu gagna reiknuð út skipting heildarúthaldstima milli ein- stakra veiðiaðferða og hve virk timanotkun einstakra hluta flotans var. Þær niðurstöður, sem þannig fengust voru notaðar til að meta úthald núverandi flota, og siðan tengdar flotastærð i árs- byrjun 1975, og var miðað við skipaskrá Sjómannaalmanaks.” Þá kemur tafla með útfærslu á afla eftir skipastærð, og fyrir neðan hana stendur: Heimild, Fiskifélag Islands. Siðan segir orðrétt: „Forsenda 1 miðar við að meðalafli á úthaldsdag sé hinn sami og reyndin var 1970”. En samkvæmt töflunni er þetta 390.3 þús. tonn sem ársafli. (En 1970 var mjög gott aflaár.) „Forsenda 2 byggist á ákveðnum viðmiðunarafla árið 1970, sem er þannig skilgreindur, að 15% bátanna fengu þann afla eða meira. t Tæknilega ætti þvi bátaflotinn i heild að geta aflað þess magns að meðaltali ef fiskmergð i sjónum er nægileg”. Niöurstaða frá forsendu 2 sýnir svo 563,4 þús. tonn sem ársafla. Ég tel það alveg fráleitt að reikna möguleg aflaafköst báta- flotans á þennan hátt, þvi það getur aldrei staðist I reyndinni. Þrátt fyrir mikinn og góðan tækjabúnað sem auðveldar skipum veiðar á siðari árum þá er staðreyndin sú að bilið á milli aflaskipstjóra og hinna sem ekki er valið það heiti, heldur áfram að vera til, þó báðir vinni með sams konar tækni. Stærð flotans Þaö gengur eins og rauður þráður i gegnum alla skýrsluna að starfshópurinn telur að fisk- skuttogarar við ílotann. Svo aftur sé vitnað i árið 1960 þá teljast bátar yfir 100 br. tonn samtals 12.438 br. tonn, en 1974 er þessi tala komin upp i 42.743 br. tonn. Þarna hefur bátaflotinn stækkað að tonnatölu um 30.305 br. tonn á 14árum.Enégvil benda á að þessi stækkun flotans af bátum yfir 100 br. tonn hún er innifalin i bygg- ingu stórra herpinótaskipa til loðnuveiða og aukin sókn i botn- fiskafla er þvi ekki mikil af völdum þessarar stækkunar. Þessi stækkun bátaflotans, i Of mörg skip? Kvótakerfi? Byggðastefna? veiðiflotinn sé orðinn allt of stór miðaðvið núverandi aðstæður, og jafnvel að hann sé helmingi stærri en hann ætti að vera. Ég leyfi mér að benda á eftirfarandi staðreyndir: Árið 1960 var togarafloti okkar 33.470 br. tonn. En 1974 eru skuttogarar 27.680 br. tonn og siðutogarar 5.961 br. tonn, eða togaraflotinn alls 33.641 br. tonn. Þetta verður að teljast litil aukning á 14 árum, aðeins 171 br. tonn. En á s.l. ári bættust nokkrir tonnatölu færði þjóðarbúinu á land árið 1973, 440,713 tonn af loðnu og 1974 462.020 tonn. An þessarar stækkunar flotans hefðum við sem fiskveiðiþjóð veriö eins og þorskur á þurru landi og ekki getað motað okkur þá möguleika sem i loðnuveiðun- um felast. Ef við svo athugum stærð báta- flotans af stærðinni 100 br. tonn og þar fyrir neðan þá var hann árið 1960 23.335 br. tonn, en árið 1974 er tonnatalan komin niður i 18.539 br. tonn. Þarna hefur orðið minnkun sem nemur 4.796 tonnum á 14 árum. Ég furöa mig mikið á tali starfshópsins um allt of stóran fiskveiðiflota, þegar þessar staðreyndir liggja á borðinu, sem hér hafa verið taldar upp. Að blanda saman of- veiddum þorski og ýsustofnum á tslandsmiðum, eins og Hafrann- sóknarstofnunin telur að sé i dag, við stærð okkar veiðiflota og telja að það kalli helst á minnkun flotans, eins og kemur fram i skýrslu starfshópsins: það er hrein fjarstæða. En álit fiskifræð- inga kallar hins vegar á harðari sókn til að koma erlendum veiði- flotum af okkar fiskimiðum. Og ef svo fer að við verðum að draga úr sókn okkar sjálfra i þorsk og ýsu- stofnana þá kallar það ekki á minni veiðiflota, heldur stærri flota. Þvi sá veiðifloti, sem við eigum nú, hann er of litill til þess að dreifa honum á verðminni fiskistofna, þannig að hægt sé að fullnægja hráefnisþörf þeirra fiskiðjuvera, sem eru starfandi i landinu. íslenskur sjávarútvegur hann verður nú eins og hingað til að vera megin burðarásinn i okkar þjóðarbúskap. Þar þýðir ekki vol eða væl, heldur úrræði þegar kreppir að. Mér þykir það vera sérstakt rannsóknarefni, að starfshópur Rannsóknarráðs rikisins, sem samanstendur af mönnum, sem á einn eða annan hátt eru flestir tengdir sjávarútvegi, skuli komast að þeirri niðurstöðu i skýrslu sinni, að það sem nú þrengi mest að útgerð og fisk- iönaði i landinu sé, að fiskveiði- flotinn sé of stór. En um þetta er ekki að vinnast: þannig er þeirra niðurstaða. Á bis. 113 i skýrslunni er svo- hljóðandi málsgrein sem undir- strikar þetta sjónarmið starfs- hópsins: „Eitt helsta ytra óhagræði i sjávarútvegi nú stafar af fjölda skipa. Og ersvo komiðað varla er athafnasvæði fyrir flotann á hafinu”. Það fer ekki á milli mála fiskimál ^eftir Jóhann J. E. Kúld, að hér á starfshópurinn við islenska veiðiflotann, en um þetta held ég að okkar sjómannastétt sé dómbærari en starfshópurinn, með allri virðingu fyrir þeim ágætu mönnum, sem hópinn skipa. Frumlegar hugmyndir starfshópsins I kaflanum um stjórnun fisk- veiða kennir margra grasa. Þessi kafli hefst á bls. 107, þar sem undirfyrirsögn er „Almenn atriði.” „Til að kanna nánar hug- takið, stjórnun fiskveiða, er rétt að lita aðeins á lifrænt og hagrænt eðli þeirra auðlinda, sem fólgnar eru i fiskstofnunum. Frá náttúr- unnar hendi eru þessar auðlindir þannig gerðar, að þær endur- nýjast. Fræðilega eru þær þvi — ólikar, t.d. jarðefnum — þar sem þær eru til staðar til eilifðar”. Ef það hugtak er skilið mannlegum skilningi, þ.e. óþarft er að ætlast til, að þær hverfi eða eyðist innan þess timaskeiðs, sem hefur ein- hverja efnahagslega þýðingu. Þannig á að vera hægt að nýta þessar auðlindir um fyrirsjáan- lega framtið, sé skynsamlega að nýtingu staðið og ekki gert ráð fyrir slysum, t.d. vegna náttúru- hamfara. Hins vegar eru þessar Framhald á bls. 14. —-Hæ! þaðerum bara viðaftur. Ég gleymdi hönskunum. Sú verður ekki lengi að koma þvi út um ailan bæ. bróður sem fór til Ameriku?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.