Þjóðviljinn - 04.03.1976, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 04.03.1976, Qupperneq 13
Fimintudagur 4. mars 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Fastur í sígarettusjálfsala Sagt frá danska rithöf- undinum Leif Panduro Panduro viö ritvélina sem hann hamrar á eins og vitlaus maöur viö ritstörf. Selma (I samnefndu sjónvarpsleikriti) skálar vib besta vin og golf- félaga eiginmannsins I veislunni þar sem uppljóstrun á framhjá- haldssambandi þeirra dettur út úr Jettu systur Selmu. A sunnudaginn var flutti Út- varpiö fyrsta þátt framhalds- leikritsins, Upp á kant viö kerf- ið, sem gert er eftir skáldsög- unni Rend mig i traditionerne eftir danska rithöfundinn Leif Panduro. Þar sem þessi skáld- saga er þaö verk Panduros, sem fyrst verka hans ávann höfundi sinum frægö og hylli, og i tilefni af flutningi islenska Rikisút- varpsins á leikgerö Olle Lans- berg, gáfum viö i siöustu viku þaö loforö um frekari kynningu á fyrirbærinu Leif Panduro, sem nú skal efnt. Panduro fæddist á Friðriks- bergi i Kaupmannahöfn 18. april 1923. Nafnið Panduro kemur úr móðurættinni. Það er spánskt og fluttist með langalangafa Leifs til Danmerkur, þegar ná- ungi sá kom þar fyrst með herj- um Napóleons. Hann lærði aldrei dönsku, átti i sifelldum erjum og eignaðist 12-13 börn. Panduro heldur þvi fram að faðir hans hafi heitið Petersen og hafi einasta litið á hann rétt sisnöggvast eftir að hann fædd- ist, en siðan hlaupið sina leið hið bráðasta. Þeir náðu aftur sam- an 14-15 árum seinna og hittust nokkrar vikur á ári i 3-4 ár. Faðirinn var gangandi aifræði- orðabók og nokkuð sérkennileg- ur. Ættgeng klikkun Móðir Pandurós var kennslu- kona og bjó hann hjá henni þar til hann var eins og hálfs árs. Þá var hún lögð inn vegna geðklofa. Panduro segir að annar hvor liður móðurættarinnar hafi ver- iö óvenju venjulegt fólk og ann- ar hvor hafi veriö brjálaður. Hann hefur lika látið þau orð falla að ekki sé til sá vitlausra- spitali i allri Danmörku, að ekki sitji þar einhver Panduro. Til sex ára aldurs var Panduro i fóstri á litlu einka- barnaheimili, sem frú Thora Konstantin Hansen veitti for- stöðu. Hefur hann látiö mjög vel af þeirri manneskju, enda þótt hann segi gjarnan frá „ömur- legri bernsku” sinni. Þegar Leif var sex ára kom mamma hans heim aftur, en fljótt sótti aftur i sama horf með hana, svo hún stóð ekki lengi við. Þá upphófst mikill bolta- leikur milli ættingja drengsins, þar sem boltanum, Leif Panduro, var kastað sitt á hvað milli frændanna. Ellefu ára gamall fór hann á heimavistar- skóla i Birkeröd, þar sem hann lauk gagnfræðaprófi 1939. I læri hjá skransala Nú þurfti Leif Panduro að velja sér starf og fyrst i stað hugðist hann leggja fyrir sig blaðamennsku, en ekki varð af þvi að sinni. I staðinn var hann i hálft ár i læri hjá skransala og kom að auki við i apótekaraiðn. Siðan hóf .hann að lesa til inn- tökuprófs við hinar og þessar lærdómsstofnanir, þar til hann álpaðist inn i Tannlæknaháskól- ann að dæmi einhvers vinar sins. Meðan á þessu stóð hafði skollið á strið og Danmörk var hernumin. Þá braut Panduro eitthvað af sér og varð að flýja til Sviþjóðar i sex vikur. Kalda desembernótt árið 1943 reri hann aftur til baka yfir Eyrar- sund, til þess eins að komast að þvi að enginn hafði saknað hans, og kærastan hans hafði hlaupist á brott með öðrum. t kringum frelsun Danmerkur var Panduro tekinn i lið frelsis- hermanna hjá súkkulaðiverk- smiðju Galle & Jessen i Kaup- mannahöfn. 6. mai fékk hann byssukúlu i magann, vegna voðaskots og varð að gangast undir uppskurð, sem heppnaðist það vel, að hann útskrifaðist þremur vikum seinna af sjúkra- husinu, þvi sem næst jafngóður. Panduro segist hafa skemmt sér við að rifja upp þekkingu sina á liffærafræði, á meðan hann fylgdist með uppskurðin- um i loftspeglinum, en hann var deyfður með mænustungu. Tannlækningar A fimmta tugnum las Pan- duro einhver reiðinnar býsn af fagurbókmenntum og leikritum og gegndi margvislegustu störf- um á meðan hann vann fyrir sér við nám. Með fimm ára tann- læknisnám að baki útskrifaðist hann árið 1947 og giftist starfs- bróður sinum ári seinna. Eftir það fluttu þau til Sviþjóðar þar sem hann var tannlæknir i Borás. Þaðan var flutt til Glad- saxe i Danmörku og þar fór Panduro á hausinn með sina fyrstu stofu. Þá var fariö aftur til Sviþjóðar og unnið þar i fimm ár á Skáni, en siðan var sett upp stofa i Esbjerg og hún sett á hausinn. Uppfullur af hugmynd- um um söguefni visaði Panduro frá hverjum sjúklingnum af öðrum, þar til þeir fóru að hafa vit fyrir sér sjálfir og fóru ann- að. En skólabörnin i Esbjerg höfðu á árunum 1956-62 yfir- máta skemmtilegan tannlækni. Siðan 1962 hefur Panduro búið i Dragör. Hann var um nokkurra ára skeið aðstoðarkennari við Tannlæknaháskólann þar, jafn- framt ritstörfum, en hætti þvi og gefur sig nú eingöngu að rit- smiðum. Fastur í sjálfsala Leif Panduro sló i gegn árið 1958 með sögunni Rend mig i traditionerne.sem á islensku er kölluð Upp á kant við kerfið. Áð- ur hafði komið út eftir hann sag- an Æi, gulltönnin min.sem lika nýtur mikilla vinsælda, vegna fyndinnar lýsingar aðalsögu- hetjunnar, tannlæknis i smábae, á hégómlegum smáborgurum, sem heimsóttu hann á stofuna. Upp á kant við kerfiðsegir frá Davið 17 ára strák, sem hleypur eins og hann eigi lifið að leysa undan óleysanlegum vandamál- um pyndaður af kvöl og gleði æskusinnar. Otvarpshlustendur kynntust Davið fyrst á sunnu- daginn var þar sem hann gat sig hvergi hrært, þegar lögreglu- þjónn kom að honum, vegna þess að bindiö hans stóð fast i sigarettusjálfsala. Þessi byrjun er dæmigerð fyrir lif Daviðs og ritstil Panduros. Stilvopni hans er beint gegn þvi hefðbundna i lifi okkar allra og hans sjálfs. Ekkert er heilagt, gagnrýni hans á brenglað verðmætamat velferðarsamfélagsins er óvæg- in, og hið óvænta er jafn hvers- dagslegt og sjálfsagt i sögum hans og hversdagsleikinn getur verið óvæntur lesandanum, þegar Panduro hefur opnað augu hans. Davið er eiginlega ekki i með- vitaðri uppreisn gegn samfélag- inu. Hann skilur einfaldlega ekki hvers vegna i andskotanum allt er svo djöfull gott þegar all- ir segja að það sé gott. Hann ef- ast um gildi þeirra verðmæta, sem honum er kennt að virða, en hann vanvirðir þau ekki þeirra sjálfra vegna. Sama má segja um Panduro. 1 mörgum verkum sinum, sem siöar hafa komið út, hefur hann fjallað um lif meðalmannsins i borgara- legu samfélagi. Hann efast, en gagnrýnir ekki beint það verð- mætamat sem viðgengst i lifi fólks. Hvers virði er t.d. hjóna- bandið, þegar framhjáhald er helsti kostur þess? Hvers virði eru eignir, völd, kunningjar og metorð, þegar ekkert af þessu getur komið i veg fyrir nagandi einmanaleika manneskjunnar? Hvers virði er hamingjan ef hún færir öðrum óhamingju? Bitið i fótinn Upp á kant við kerfiö er út- spekúlerað verk, þar sem lesandinn veröur fljótt var þekkingar höfundarins á sálar- striði æskuáranna, en þó er það sem meira er, að höfundurinn virðist lika búa yfir þekkingu á orðtækjum og málfari þess aldurshóps, sem aðalpersónan Davið tilheyrir, enda þótt höfundurinn sé sjálfur tvöfalt eldri þegar bókin er skrifuð. Það hefur löngum verið eitt af sérkennum Panduros að leggja rækt við málfar sögupersóna sinna. þannig að þær verði sjálf- um sér samkvæmari hver svo sem uppruni þeirra eða aldur er. Upphafsatriði sögunnar um Davið, þegar hann festist i sigar- ettusjálfsalanum, er um leiö lokaatriði ákveðins skeiðs i lifi hans, og þegar bróðir hans kem- ur að sækja hann á lögreglu- stöðina, eftir að hann er tekinn fastur, bitur Davið hann i fótinn. Eftir það er honum komið fyrir á taugahæli, og þar er hann staddur i sögunni, en litið er til baka til þeirra erfiðleika, sem um siðir enduðu meö sjálfsala- æfintýrinu. Með þessari bók var brotið blað i sögu danskra bókmennta. Hér var fram komið nútima- verk, absúrd skáldskapur i fyndinni framsetningu. Ung- lingum þótti sem hér hefði einn úr þeirra hópi fengið mál og væri orðinn skrifandi. Svona leið manni sjálfum og svona tal- aði maður. Lifið hafði breyst i bókmenntir og bókmenntirnar voru lifi gæddar. Rúmsins vegna verður stiklað á stóru i frásögn af höfundar- ferli Panduros, enda væri ærið langt mál að gera þeim ósköp- um full skil. Eftir að Upp á kant við kerfið kom út, fylgdu þrjár skáldsögur þar sem höfuðtemað var leit mannsins að sjálfum sér. Þessar bækur eiga það allar sammerkt að sögusviðið er vit- lausraspitali og að aöalper- sónurnar eru i meira lagi upp- teknar af sjálfum sér. Þessar bækur eru Fern frá Panmörku (1963), Mistökin (1964) og Vit- laus maður (1965). 1 siðast- nefndu bókinni er sagt frá bankastjóranum Morner, sem grunaður er um að hafa sprengt i loft upp dómkirkjuna i Kaup- mannahöfn og fleiri merkar byggingar. Eigingirni banka- stjórans og skeytingarleysi i annarra garð kemur vel fram i dagbók Morners þá 28 daga sem bókin lýsir. Það upplýsist hinsvegar ekki hvort Morner er i raun sekur eða hvort á ferð hefur verið horfinn tviburabróð- ir hans. Lesandinn verður sjálf- ur að dæma um hvort handtek- inn hefur verið vitlaus maður eða vitlaus maður. Meira hversdagsraunsæi Eftir þetta hvildi Panduro sig á skáldsögum i 4-5 ár þar til skáldsagan Heimur Paniels kom út (1970). Það þýðir þó ekki aö Panduro hafi legið aðgerðarlaus. Þvert á móti hófst hann nú handa við að skrifa útvarps- og sjónvarps- leikrit af fáheyrðum dugnaði. Hann hafði að visu áður skrifað útvarpsleikritið Sagan af Am- brósiusi.leikrit um slúöur, sem flutt var hér i útvarp 1956, ásamt fleiri leikritum. Fræg- asta útvarpsleikrit hans er þó Lollipop, sem út kom i fyrsta leikritasafni Panduros árið 1966. Það fjallar um meðal- menni nútimans, sem teiknað er upp af röddum, sem lýsa fjöl- miðlum, kaupæði, auglýsinga- brjálæði, samkeppni og stressi. Með vaxandi útbreiðslu sjón- varps á sjöunda tugnum ein- beitti Panduro sér meira að sjónvarpsleikritum, þar sem hann gat þroskað meir og meir stil sinn og tækni við gerð þeirra. Sjónvarpið hefur orðið Panduro kjörinn vettvangur fyrir hversdagsraunsæi hans og um leið aflað honum enn meiri frægðar og frama á rit- höfundarbrautinni. Bein af- Framhald á bls. 14. útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea J. Matthias- dóttir les fyrrihluta italska ævintýrisins „Gattó pabbi” i þýðingu sinni. Tilkynn- ingar kl. 9. 30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lögmilli atriöa. Viðsjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Kristin Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna.Að lesa hús: Magnús Skúlason arki- tekt talar um gildi gamalla húsa og Júliana Gottskálks- dóttir talar um byggingar- lag þeirra. Lesnir verða kaflar úr „Ofvitanum” og „í sálarháska” eftir Þór- berg Þórðarson, svo og Ur minningum Agústs Jóseps- sonar. Jón Múli minnist bemsku sinnar i Grjóta- þorpi. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. TUkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið I vikunni. Harald- ur ólafsson talar um bækur og viöburði liðandi stundar. 19.50 „Angelus Domini”, tón- verk eftir Leif Þórarinsson. Sigriöur EUa Magnúsdóttir og Kammersveit Reykja- vikur flytja; höfundur st jórnar. 20.00 Leikrit: „1 skjóli myrk- urs” eftir Frederick Knott. Þýðandi: Loftur Guðmundsson. LeUcstjóri: Rúrik Haraldsson. Persón- ur og leikendur: Mike, Siguröur Skúlason. Croker, Hákon Waage. Roat, Helgi Skúlason. Susy Henderson, Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Sam Henderson, Flosi Ölafssœi. Aðrir leikendur eru: Lilja Þórisdóttir og Guðjón Ingi Sigurösson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusálma (15) 22.25 Kvöldsagan: „I ver- um”, sjálfsævisaga Theó- dórs Friðrikssonar. Gils Guðmundsson les siðara bindi (27) 22.45 Létt músik á síökvöldi. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.