Þjóðviljinn - 12.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1976, Blaðsíða 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976 tJJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. MARKMIÐIÐ ER: ALÞÝÐUVÖLD Á ÍSLANDI í dag eru 60 ár liðin siðan Alþýðusam- band Islands var stofnað, heildarsamtök verkafólks á Islandi. í upphafi var Al- þýðusambandið hvort tveggja i senn, faglegt heildarsamband verkalýðsfélag- anna og jafnframt stjórnmálasamtök al- þýðunnar. Fagleg og pólitisk barátta tvinnaðist saman i einni heild. Brautryðjendur verkalýðshreyfingar- innar á íslandi skyldu vel þá staðreynd, að fagleg barátta án skýrra pólitiskra mark- miða getur aldrei borið nema mjög tak- markaðan árangur. Þess vegna litu þeir á það sem sitt höfuðverkefni að vekja alþýðu landsins til pólitiskrar vitundar um rétt sinn og þann mátt, sem i einhuga samtökum býr. Það var krafan um alþýðuvöld á Islandi, sem brautryðjendur verkalýðshreyfing- arinnar settu á oddinn allt frá upphafi. Það mark var sett að gerbreyta rikjandi þjóðfélagsháttum, leggja að velli stétta- þjóðfélagið með sinni taumlausu mis- skiptingu auðs og valda, en reisa i staðinn jafnréttisþjóðfélag sósialismans, jafnaðarstef nunnar. Það arðránsskipulag, sem tryggði fáum auð en öllum f jöldanum fátækt og þröngan kost, skyldi brotið á bak aftur, þrældóms- oki óhóflegs vinnutima skyldi létt af hin- um stritandi fjölda, en hverjum vinnandi manni tryggð mannsæmandi kjör fyrir hóflegan vinnutima, og aðstaða til menningar- og félagslifs i fristundum. Boðskapur verkalýðshreyfingarinnar um rétt hins vinnandi manns og mátt samtakanna fór rauðum eldi um hugina fyrir 60 árum, og kveikti bjartar vonir i mörgu fátæklegu hreysi. Þær vonir hafa aldrei slokknað siðan, þótt stundum hafi blásið á móti. Menn hópuðust inn i raðirnar, hver við annars hlið, sumir hikandi i fyrstu, aðrir albúnir i fremstu viglinur. Undir merkj- um fánans rauða var liði fylkt til baráttu. Að sjálfsögðu var verkalýðshreyfingin á íslandi af alþjóðlegri rót og boðskapurinn um einingu öreiga allra landa reisti margan mann til nýrrar vonar hér sem annars staðar. Engu að siður var islensk verkalýðs- hreyfing frá upphafi i fararbroddi sjálf- stæðisbaráttu okkar þjóðar og svo hefur löngum verið siðan. Á þvi mun og best fara á ókomnum árum, að bæði al- þjóðahyggja verkalýðsins og þjóðleg reisn móti störf islenskrar verkalýðshreyfing- ar. Aðeins samtvinnún þessara þátta beggja er gæfuvegur. Skipuleg stjórnmálasamtök islenskra sósialista eru jafngömul heildarsamtök- um islensks verkafólks og hvorutveggja voru fyrstu árin ein skipulagsleg heild. Hér skulu ekki að þessu sinni hafðar uppi deilur um það, hvaða stjórnmálasamtök sem nú starfa á íslandi, séu verðugur arftaki Alþýðuflokksins, eins og hann var á fyrstu árunum fyrir og eftir 1920. Hitt er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt að Alþýðubandalagið, pólitiskur fulltrúí hins róttækari arms verkalýðshreyfingarinnar, er nú langtum öflugra en nokkur önnur stjórnmálasam- tök eða flokksbrot hér á landi, sem eiga sér rætur i verkalýðshreyfingunni. Þvi fer þó fjarri, að pólitiskur styrkur verkalýðshreyfingarinnar sé viðunandi. í þeim efnum er brýn þörf á nýrri þrótt- mikilli og markvissri sókn. Alþýðuvöld á íslandi var markið sem brautryðjendurnir settu fyrir 60 árum. Enn er það mark alltof fjarri. Hér skal sérstök áhersla á það lögð, að nú sem fyrr dugar fagleg kjarabarátta skammt ein sér. Það er hið pólitiska for- ræði sem mestum úrslitum ræður, eins og bestu menn verkalýðshreyfingarinnar hafa frá þvi fyrsta bent á. Vaskleg framganga i verkföllum og annarri faglegri kjarabaráttu er góð og nauðsynleg, en gangi menn siðan á kjör- stað skömmu siðar og feli pólitiskum fulltrúum auðstéttarinnar að fara með völdin i landinu, þá hefur verið til litils barist, eins og dæmin sanna. Engin félagsmálahreyfing hefur átt stærri þátt en verkalýðshreyfingin i margvislegri framfarasókn okkar aldar, svo hér sem i öðrum löndum. Samt skulu menn minnast þess,að iveröldinni fer bilið áfram breikkandi milli rikra og snauðra, og meirihluti mannkyns býr við hörmu- legan skort, meðan takmarkalaus sóun auðæfa á sér stað við hliðina. Það er lika þvi miður svo á okkar landi, að þótt dag- laun verkamanna séu nú hærri en fyrir 60 árum og kjörin hafi batnað á svo margan hátt, þá er ekki þar með sagt að svo mjög hafi dregið úr misskiptingu þjóðarauðs og þjóðartekna. Við blasir hins vegar að sá fengur, sem til skipta kemur hefur vaxið stórlega, ekki sist fyrir framfarasókn verkalýðshreyfingarinnar og banda- manna hennar. Verkalýðshreyfing, sem ætlar sér að vera ópólitisk fær aldrei þrifist með blóma Slik verkalýðshreyfing verður stéttarand- stæðingnum auðunnin bráð með beinum eða óbeinum hætti. Verkalýðshreyfing án sósialiskra mark- miða er engin. verkalýðshreyfing. Sósialiskur flokkur án tengsla við verka- lýðshreyfingu er aðeins gerfiblóm. Það eru hugsjónirnar um jafnréttisþjóð- félag sósialismans, sem frá upphafi hafa gefið verkalýðshreyfingunni byr undir vængi, gefið baráttunni lif og lit. Til að duga i baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar dugar ekki að nefna sig kommúnista, sósialdemókrata eða öðrum fögrum nöfnum. Stjórnmálaarmur verka- lýðshreyfingarinnar verður á hverjum tima umfram allt að kunna að varast tvennt, annars vegar það að missa sjónar á veruleikanum i kringum sig og daga uppi sem sértrúarsöfnuður, hins vegar hitt að láta sér nægja hlutverk hins litil- þæga vinnumanns á góðbúi auðstéttarinn- ar og gleyma byltingunni. Þjóðviljinn sendir Alþýðusambandi Is- lands baráttukveðjur. Markmiðið er eitt: —Alþýðuvöld á íslandi. Látum ekki önnur 60 ár liða uns þvi er náð. k Dagblöð í vanda t Dagblaðinu i fyrradag fagn- ar Jónas Kristjánsson, ritstjóri, Oðinn í lamasessi Þaö sýnir sig að betra er að hafa fyrirhyggju varöandi efl- ingu landhelgisgæslunnar. Litl- ar horfur eru á þvi að takast megi að fá lánaðan hraðbát i skyndingu, nú þegar út i þorska- striðiðer komið. Það hefði veriö mun auðveldara ef hlustað hefði verið á rök gæslumanna fyrir nauðsyn hraðbátanna fyrr. Rekstur Landhelgisgæslunn- ar kostar mikla peninga og ný- lega var frá þvi skýrt að kostn- aður hjá henni væri kominn langt fram úr fjárhagsáætlun. Um leið og stjórnmálamenn eru sammála um að efla þurfi gæsluna, þurfa þeir lika að vera ábyrgir orða sinna, og standa vel á fjárútvegun til gæslustarf- anna. Fyrirhyggjuleysið varðandi gæsluna kemur fram á ýmsum sviðum. Flugvélakaup hennar hafa tiðum verið gagnrýnd og vélar sem keyptar- hafa verið komið að litlum notum. Breyt- ingarnar sem gerðar voru á Oðni i Danmörku eru annað. Staðrgyndin er sú aö enda óðinn ekki sagöur duga f átökin. þótt skipið sé nú orðið stásslegt að sjá hið ytra, með þyrluþilfar, tvo strompa og útsýnisturn, segja kunnugir að þvi sé ekki treystandi i harða baráttu við breskar freigátur og verndar- skip vegna þess að vélarnar séu úr sér gengnar og sifellt að bila. Það var nefnilega ekki gert við þær úti i Danmörku eins og til stóð. Þær eru sextán ára gamlarog þurfa klössunar með. Landhelgisgæslan hefur ekki haft efni á þvi að láta gera við vélar óðins. En höfum við efni á þvi að hafa eitt varðskipanna hálflamað við gæslustörf? hálfs árs afmæli blaðsins og þykir vel hafa til tekist. Það ber vissulega að viðurkenna að Jónas og Sveinn Eyjólfsson kunna margt fyrir sér i dag- blaðsútgáfu, og Dagblaðið hefur fengið hljómgrunn á lesenda- markaðinum, í forystugrein sinni birtir Jónas upplagstölur dagblað- anna sem prentuð eru i Blaða- prenti, i febrúar. Að hans sögn kom þá Dagblaðið út að meðal- tali i 22.108 eintökum, Visir i 17.715eintökum, Timinn i 17.302 eintökum, Þjóðviljinn i 9.595 eintökum og Alþýðublaðið i 4.900 eintökum. Siðan segir Jónas að Morgunblaðið komi út i 41 þúsund eintökum að eigin sögn. Þessar tölur eru fróðlegar, en þó eru þær varla marktækar, nema að með fylgi tölur um upplagsnýtingu, það er seld ein- tök. En ef allt leikur i lyndi fyrir Dagblaðinu og fasteignakaup blaðsins eru til marks um það en ekki ævintýralegt brask með húseignir þá er það liklega eina blaðið sem af sliku getur státað. Jafnvel Morgunblaðið á nú við tugmiljóna skuldahala að striða á yfirdráttarreikningi i Lands- bankanum, og kostnaðarhækk- anir hafa leikið önnur blöð grátt. Það er jafnvel haft á orði að „Visismafian” hafi þurft að losa sig við eitthvað af fasteign- um sinum til þess að hafa upp i reksturskostnað. Þessi rekstrarvandræði blað- anna hljóta að leiða til þess að á ný verði teknar upp umræður um blaðastyrk. Eins og flestum er kunnugt er alls ekki um slikt að ræða hér á Islandi i dag. Það er frekar að blöðin gefi rikinu með sér heldur en hitt, og þær fáu miljónir, sem stundum eru kallaður blaðastyrkur, en eru i rauninni ekkert annað en smán- argreiðsla upp i þjónustu, deil- ast út til þingflokka eftir stærð þeirra, en ekki ástandinu á blaðamarkaðinum. Styrkur í Svíþjóð en meðgjöf hér Þetta ástand hér er fróðlegt að bera saman við blaðastyrk- inn i Sviþjóð. Þar er hægt að tala um blaðastyrk. Hann mið- ast fyrst og fremst við að styrkja þau blöð sem hafa veika stöðu á blaðamarkaðinum um leið og reynt er aö stuðla að auk- inni hagræðingu og rekstrar- samvinnu. Nú stendur til að hækka hann um 74 miljónir sænskra króna eða upp i 196 miljónir. Þetta samsvaraði þvi, þegar reiknað er með höfðatölu- mismun, að islenska rikið greiddi i styrk til blaða hér 180 til 190 miljónir isl. króna. Nú greiðir rikið um 18 miljónir króna til blaðanna, og er það eins og áður sagði upp i beina jónustu þeirra við hið opinbera. —ekh. G SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.