Þjóðviljinn - 12.03.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976
Stundum hefur sólin skinið
á himni og jörðu, en hann átti öll
ráð. Hann átti ráð á þvi hvurt
fólkið gat fengið að éta eða ekki.
Svo tapaði hann. Ég vorkenni
það. En allir sjá, bæði nú og fyrr,
að það var lifsnauðsyn að laga
það sem gilti. brælahald og
niðingsskap átti ekki að liða
lengur i þvi þjóðfélagi sem var i
framför. bað er min skoðun. En
svona var það. Þeir sem barátt-
una háðu höfðu ekki nema hita og
þunga dagsins. bað var venja.
Við vöktum um nætur ef skip væri
komið, til þess að komast ofan
eftir i von um að fá vinnu. Við
sem vorum fyrstir á bryggjuna
vorum látnir fara heim. bað var
ekkerttekið tillit til þess. Kambs-
bræður áttu mikinn þátt i að
stofna kaupfélagið, þvi að þeir
voru menn sem kunnu ekki við að
láta kúga sig.
Kambsbræður?
Faðir þeirra kom hingað frá
Hornafirði. Hann hét Einar
Sigurðsson, afarmenni mikið.
Hans synir voru Sigurður, Guð'
finnur, Helgi, Einar, Benedikt,
Sveinn og Lúðvik. Svo átti hann
tvær dætur. Þeir stóðu ákaflega
framarlega i verkalýðsmálum
voru stéttvisir menn. Benedikt
var hörkukarl. Hann var geysi-
lega þrekinn og Ólafur Jóhannes-
son, atvinnurekandinn, sagði að
hann mundi borga honum tveggja
manna kaup. Það var 45 tonna
kútter hérna og Benedikt tók
segliðniðuraf gaflinum, bómunni
og mastursböndunum, rúllaði þvi
upp, flutti það einn i land á bát og
bar það upp i seglahús en það
munu hafa verið 2-300 metrar.
Það var venjulegt að láta 3 menn
undir seglið. Hann bar það einn,
braut það i tvennt og slengdi þvi á
öxlina. Þetta er satt, enda var
fs*ðir hans gifurlegt heljarmenni.
Hvað er til marks um það?
Það var sver járnkarl sem var
hafður til að rifa upp grjót. Hann
hlykkbeygði hann i átaki. Ég get
sagt þér að þegar þeir unnu
saman að fjósbyggingu nokkurri
Einar Sigurðsson, Oddur
Magnússon, Ingimundur Arnason
og Jón Þorsteinsson þá er engu
við að likja. bað voru ógurleg af-
köst. Ég var með þeim.en það var
eins og gestafluga það sem ég
var. Þeir voru eins og jötnar.
Geturðu sagt mér frá fleiri
verkalýðsfrömuðum?
Sighvatur Arnason, tengda-
sonur Einars á Kambi, var einn.
Hann var faðir Björgvins á Isa-
firði.
Sigurjón Jónsson var annar.
Hann var stuttur maður og digur,
þrekmaður og kjarkmaður með
afbrigðum. Hann lét sér ekkert
fyrir brjósti brenna. Eitt sinn,
eftirað togari ólafs Jóhannesson-
ar kom, var hann kominn með
góðan afla og allir flykkjast ofan
eftir. Þá liggur þar fyrir að allir
• skuli fá vinnu nema Sigurjón
Jónsson. bá fór ég og fleiri,
þessir verri menn, til Benedikts
Einarssonar og sögðum að þetta
væri nú ranglátt. Og hann féllst á
það og sagði:
,,Þið skuluð koma inn með
mér.”
Svo við fórum heim til Ólafs, og
Benedikt sagði honum að ef
Sigurjón fái ekki vinnu þá verði
ekki skipað upp úr togaranum.
Nú, þá kom hann Ólafur og tók i
mig og ýtti mér aftur að
tröppunum.
„Ólafur, ég vil nú fá að standa á
fótunum, ég ræðst ekki á neinn”
segi ég.
Jæja, þá lögðum við lika að
honum að það væri ósanngjarnt
að fara svona með Sigurjón.
Faðir hans væri karlægur, móðir
hans vesalingur og systir hans
sjúklingur. Og hann væri eina
fyrirvinnan. Það hafði engin
áhrif. Og þá þykknaði i Benedikt
þvi að hann var skapmaður.
„Komið þið, við verjum það
eins og við getum”, sagði hann.
Nú kom það á daginn að ekkert
var unnið fyrr en kom sendiboði
ofan á bryggju og sagði að
Sigurjón mætti fá vinnu i þetta
skipti. Þá var allt laust.
Sigurjón var settur hjá þegar
kostur var á, bæði hann, Jenni
Jónsson, Július og Hermann
Kristjánssynir og ég ásamt ein
hverjum fleiri.
Eru einhver verkföll þér sér-
staklega minnisstæð?
Já, kolaverkfallið (áramótin
1929/1930) og isverkfallið (jan.
1932). 1 þeim voru mestu átökin
og úr hvoru tveggja varð handa-
lögmál. I kolaverkfallinu var
verkfallsbrjótum safnað i nær-
liggjandi hreppum og átökin
sköpuðust við að láta þá fara og
koma ekki sinu fram, en i isverk-
fallinu klofnaði verkalýðsfélagið
og nokkur hluti af félögunum fór
að vinna á móti sjálfum sér.
Segðu mér nánar frá kolaverk-
fallinu
Það var ekki verið að berjast
fyrir gulli og grænum skógum
heldur aðeins fyrir mat og að geta
skýlt nekt sinni. Krafan var að fá
5 aura hækkun. Það gekk ekki og
verkfall var boðað. Þá neitaði at-
vinnurekandinn okkur um kol.
Það var eini eldiviðurinn i pláss-
inu. Þá var enginn kostur að afla
sér bjargar á nokkurn hátt eða
elda ofan i sig. Þeir sem erfiðast
áttu fengu að tina mola i kringum
binginn þvi að kolin voru úti.
Nú var safnað mönnum á
Barðaströnd og Rauðasands-
hreppi og átti ekki að lita við
félögum úr verkalýðsfélaginu.
Þeir voru aðvaraðir fyrst að
skipta sér ekki af þessu.en margir
þeirra önsuðu þvi ekki. Þeir komu
upp að bryggjunni og bóndi
nokkur sem ég vil ekki nefna var
að rifa sig, sérstaklega við mig og
Benedikt. Hann kastaði skó i mig
upp á bryggju en hitti ekki. Þegar
hann var kominn upp á bryggju
og var að rifa kjaft i þvögunni þá
tók Benedikt, þvi að hann var
heljarmenni, i rassgatið á honum
og herðarnar og henti honum i
bátinn. bá espaðist hann um allan
helming.en svo fór að þeir urðu að
fara heim rófubrenndir. Það var
alvara að verja þannig lifsaf-
komu sina, að aðkomufólk fengi
ekki að skipta sér af þessu.
Kröfurnar voru ekki til að hlaða
gullkastala eins og nú gerist. Þær
voru til að geta fengið eitthvað
meir en var, geta bætt garmana á
sér með einhvurjum ráðum. Þær
voru til þess. Á fullum rökum
reistar. En það voru engar sér-
kröfur og engir hótelmenn.
Hvernig leystist verkfallið?
Við skutum á fund og buðum
Ólafi að koma. Hann kom, þvi að
fiskurinn þurfti að komast i burt.
Það var lifsnauðsyn fyrir
reksturinn. Þegar hann kom var
hann sifellt vitnandi i guð. En það
fór svo að Benedikt sagði við
hann:
„Það er best að vera ekk
ert að tala um þetta leng
ur. Þú skalt bara fara heim
og sjóða fiskinn við kolin þin”,
þvi að Ólafur bánnaði öllum kol.
Nú, um kvöldið var samið.
Þá er það isverkfallið.
Aðalvetrarvinnan og lifsbjörgin
var istakan á tjörninni á Vatns-
eyri sem nú er orðin að höfn. Við
vorum að semja fyrir verkalýðs-
félagið og gerðum þá kröfu að
fara úr 90 aurum upp i krónu á
timann. Þá var það einn maður,
Arni Gunnar, sem var fyrsti for-
maður verkalýðsfélagsins, sem
tók verkið að sér i ákvæðisvinnu
og réði menn til sin fyrir 90 aura á
timann.en við vorum að fara fram
á krónu. Árni Gunnar var ná-
frændi Ólafs Jóhannessonar. Svo
klofnaði félagið um þetta og það
var mest kvenfólkið sem fylgdi
honum eins og visan sú arna
lýsir:
Gunnars ekki er fylgi fátt,
fimmtiu pilsavargar.
Hefur enginn hani átt
hænur svona margar.
Við i meirihluta félagsins vökt-
um yfir þessu dag og nótt og velt-
um vögnum út af sporunum. Þá
kom Hannibal að norðan. Hann
var þá orðinn formaður Baldurs.
Og það voru vikutilraunir að
sætta saman félögin aftur. Svo
lánaðist það og eftir það hefur það
ekki klofnað. Hitt má segja um
Arna Gunnar, bæði dauðan og lif-
andi, hann var snyrtimenni á
margan hátt og hann var tryggur
og áreiöanlegur. En það kom
bara þetta i hann að vinna með
frænda sinum. Það var eilifðar
skáldskapur um þettar
'Arni Gunnar aumur var,
undan mátti hopa,
fór i arma Framsóknar
að fá sér hjartadropa.
Geturðu sagt mér frá einherj-
um skcmmtilegum fundi i verka-
lýðsfélaginu?
Ég man nú engan skemmtilegri
en þann þegar við lokuðum
hreppsnefndina inni. Hún var bú-
in að lofa að reyna að hafa áhrif á
aukna atvinnu, annaðhvort i
gegnum atvinnurekendur eða þá
að hún réði i það sjálf. bað gekk á
ýmsu og aldrei var hreyft við
neinu. Við sýndum fram á að þeg-
ar engin úrræði væru til að lifa.þá
mundum við heldur slaka til að
einhvurju litlu leyti á timalaun-
unum gegn þvi að fá einhverja at-
vinnu. Við fengum engin svör á
endurtekin bréf. Svo að við
buðum Jónasi Magnússyni odd-
vita bréflega að koma á verka-
lýðsfund með nefndina með sér.
Hún var siðan lokuð inni og fékk
ekki að fara út fyrr en hún fyllti
upp loforðið sem hún var búin að
gefa en ætlaöi að hunsa. Það voru
7 dyraverðir en i hreppsnefndinni
voru 7 menn.
Var hún lengi lokuð inni?
Það var feiknartimi. Fundurinn
var boðaður klukkan 3 en kl. 2 um
nóttina var enginn kominn heim.
Þá sögðu þeir:
„Lofið okkur út.”
-Þaö var neikvætt. Þeir fengu
ekki að fara út fyrir en loforðið
kom. Þá var það sem þeir hlut-
uðust til um að farið var að draga
grjót á sleða ofan úr Urðunum og
búinn til hólmi i tjörninni, sem
varð varphólmi á sinum tima, en
er nú horfinn. Þetta var dálftil bót
þó að sumir væru nú settir hjá.
Bjóstu ekki á Flateyri um
tima?
Ég var eitt ár á Flateyri. Það
gerði sildin. Þá voru einhverjar
stærstu hörmungar hér í atvinnu
málum. Svo hrundi þar lika.
Sildin hætti.
Það hefur verið erfitt að draga
i'rarn lifið þá.
Það var agalegt. Það er mikið
mál. Og ýmsir misstu kjarkinn og
var sundrað. Það var Guðmundur
Jónsson sem átti heima hér. Hann
átti að flytja hreppaflutningi i
Tálknafjörð. Hann langaði svo til
að komast suður að ég vann það
til fyrir hann að fara um dimma
nótt i þreifandi byl norður i
Hvestu og hafði aldrei farið þá
leið fyrr. Upp á Björgunum fór ég
en vissi ekki að vegurinn lá undir.
Þar hef ég séð hættuna mest á
ævinni. Ég hrapaði, stoppaði á
brúninni, klóraði mig svo upp á lif
og dauða upp aftur og fram hjá
þessari hættu. En það hefði
munað að hann kæmist ekki
suður. Hann hefði farið norður.
Ég man eftir mörgu. Ég man
eftir orðalagi Ólafs Jóhannesson-
ar:
,,,Ég get ekki hjálpað honum.”
„Þá getum við það Ólafur, þó að
við séum fátækir”, og við gerðum
það. Það var yfirnáttúrulegt hvað
mikla þrælmennsku var hægt að
sýna þessum tryggu þjónum sem
höfðu verið um margra ára skeið.
Ég man eftir þessu gamla fólki,
Sigriði Magnúsdóttur, Guðrúnu
Dagsdóttur, Sólbjörgu og fleirum,
sem ég gæti nefnt, sem áttu
óheyrilega bágt.
Þá var hreppaflutningurinn i
algleymingi. Svona var nú með-
ferðin. Já, það er rétt sem segir
þar:
Fyrirlitur hún fátækan
fallega dansar kella
Og það er lika fleira um það:
Hvar þú finnur fátækan á
förnum vegi,
gcrðu honum gott, en grættu
hann eigi.
Guð mun launa á efsta degi.
En ég hef enga trú á hans laun-
um. Ég er svo hreinskilinn, ég
játa það. Hvað sem kann að vera
um allan þann mátt, þá finnst
mér hann allur ótrúlegur og öfga
fullur. Ég fer ekkert til Himna-
rikis. Það máttu láta fara hvar
sem er. Ég er svo sannfærður um
það. Það eru blekkingar, óþarfa
blekkingar.
Hvert heldurðu að þú farir þá?
Ég fer i jörðina úr þvi að ég
slapp við sjóinn. Minir nánustu
ættingjar hafa farið i sjóinn, fleiri
en einn. Það er ekki annað. Þetta
er ekki til neins. Við eigum engan
kost á þvi að vera eilifir og ódauð-
legir. Og þess vegna er ekki til
neins að fara með það sem er
ósannanlegt.
Ég kann eina visu sem mér er
dýrmæt. Hún er þannig:
Vinnu og greiða það veist þér
skylt,
varkár, djarfur, glaður,
ef að þú i veröld vilt
verða gæfumaður.
Það hefur oltið á ýmsu. Stund-
um hefur sólin skinið en stundum
myrkrið lokað öllu. Og það er
margt sem maður dylur i poka-
horninu ef maður vildi það láta
fara.
Alhliða
tryggingaþjónusta
Örugg þjónusta
byggö á yfir
55
ára reynslu
Sjóvá tryggt er vel tryggt
SJÓVÁ
Suðurlandsbraut 4 — sími 8 25 00