Þjóðviljinn - 12.03.1976, Page 9
Föstudagur 12. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
— Ég kom ekkert nálægt
undirbúningi að stofnun ASt, en
um haustið 1916 var fyrsta þing
sambandsins haldiö og það sat
ég. Það kom þannig til, að Þor-
leifur Gunnarsson og Gisli Guð-
mundsson, höfðu unnið fyrir
hönd Bókbindarafélagsins i
undirbúningsnefnd að stofnun
sambandsins, en um sumarið
þurfti Þorleifur að fara utan og
ég kom inn i þetta sem vara-
maður hans.
Það ér hinn kunni verkalýðs-
leiðtogi, Guðgeir Jónsson bók-
bindari, sem við erum að tala
við, en hann hefur á þeim 60 ár-
um, sem liðin eru siðan ASl var
stofnað, unnið mikið að verka-
lýðsmálum, bæði sem formaður
Bókbindarafélagsins um
margra ára bil og einnig var
hann eitt sinn forseti ASl. Guð-
geir er enn við bókbindarastörf-
in þótt kominn sé hátt á áttræð-
isaldur.
— Þú manst árin áður en ASl
var stofnað. Telur þú að eitt-
hvað sérstakt hafi gerst á þeim
árum sem varð þess valdandi að
menn réðust i að stofna Alþýðu-
samband Islands?
— Þetta voru býsna mikil
átaka ár. Ég lauk bókbindara-
námi 1913 og fór þá i verka-
mannavinnu og mér eru minnis-
stæð átökin sem áttu sér stað
það ár við hafnargerðina i
Reykjavik. Þá gerðu verka-
menn verkfall, til að fá kaup-
hækkun úr 30 aurum á timann i
35 aura. Þá var unnið frá 6 á
morgnana til 18 á kvöldin, alltaf
fyrirsama kaup og enginn mat-
ar- eða kaffitimi. Þarna unnu
verkamenn sigur, einn sinn
fyrsta og áhrifamesta i sögu
verkalýðsmála. Þau átök sem
áttu sér stað á árunum eftir
þetta urðu auðvitað til að
þjappa mönnum saman og þeir
sem i forystu stóðu skildu best
nauðsyn þess að stofna lands-
samtök verkafólks. Það þurfti
að stofna fleiri verkalýðsfélög
og mynda heildarstefnu i verka-
lýðsbaráttunni. Þetta varð svo
til þess að menn réðust i að
stofna ASl.
— Manstu vel eftir þessu
fyrsta þingi sambandsins?
— Það var nú ekki merkilegt
þing. Setið var við eitt langborð
i Bárubúð, það þætti ekki fjöl-
mennt ASl-þing i dag. Nú, þeir
sem höfðu verið kosnir i stjórn
sambandsins um vorið, gáfu
skýrslu um það sem gerst hafði
frá stofnfundinum, nema Jónas
frá Hriflu, sem kjörinn hafði
verið ritari sambandsins, enda
vann hann að stofnun þess með
Ottó N. Þorlákssyni og fleirum.
Jónas tók aldrei við þessu starfi,
enda var hann þá farinn að
vinna að stofnun Framsóknar-
flokksins. Ottó hafði verið kjör-
inn fyrsti forseti ASl og það
mæddi þvi auðvitað mest á hon-
um þetta fyrsta þing. Jón Bald-
vinsson var kjörinn forseti ASl
þarna á haustþinginu og þvi
starfi gegndi hann meðan hann
lifði, en þá fór það saman að
vera forseti ASl og Alþýðu-
flokksins, þetta var á þeim ár-
um eitt og hið sama.
— Starfið fyrstu árin fór að
mestu i að stofna ný verkalýðs-
félög og eins að hjálpa þeim
með samningsgerðir. Þó svo að
samningar hafi ekki verið eins
flóknir þá og nú, voru verka-
menn vankunnandi á þessum
sviðum. Alþýðusambandiö átti
ekkert fé né húsnæði á þessum
fyrstu árum. Ég man að til að
byrja með voru fundir sam-
bandsins haldnir að Laugavegi
4, i bakherbergi inn af fornbóka-
verslun sem þar var.
— Siðan smá jókst starfið.
Það var til að mynda eitt af þvi
fyrsta sem ASl réðst i svona af
stærri gráðunni, að leigja
skildi ekki gildi þess að vera i
verkalýðsfélagi, ekki allir að
minnsta kosti. Ég man eftir
einum manni sem ég heyrði
hæla sér af þvi að hafa aldrei
unnið fyrir lægra kaupi en
Dagsbrúnarmenn, en vera þó
ekki i félaginu. Svona var nú
hugsunarhátturinn hjá mörgum
á þeim árum. Og það merkilega
við þetta allt var að það fór alls
ekki eftir þvi hvar menn töldu
sig standai pólitik, hvernig gekk
að fá þá inn i verkalýðsfélögin,
margir skildu bara alls ekki
gagnsemi verkalýðsfélaganna.
Sum félögin voru svo veik á
þessum árum að þau fengu Jón
Baldvinsson, forseta ASl, til að
gera fyrir sig samninga um
kaup og kjör, þau treystu sér
ekki til þess sjálf.
— Þú nefndir áðan þegar
kaupið hækkaði úr 30 aurum i 35
aura á timann. Hvernig var það
á þessum árum, gátu menn lifað
af þessu kaupi ef næg atvinna
var?
— Já, miðað við þær kröfur
sem gerðar voru i þá daga.
Menn gerðu ekki kröfur til
annars en að hafa i sig og á.
Hærra var ekki hugsaö á þeim
árum og þessu náðu þeir sem
voru svo heppnir að hafa næga
vinnu. En hún var stopul atvinn-
an á þessum árum, og þvi var
fátæktin viða óskapleg. Ég man
eftir þvi á fyrri strlðsárunum
þegar umdæmisstúkan númer
eitt gekkst fyrir matargjöfum
til fátækra niðri i gamla Gúttó,
að tveir bræður sem ég kann-
LANGBORÐ
í BÁRUBÚД
bakari i Fischerssundi þar sem
átti að baka brauð og selja ódýr-
ara fyrir alþýðuheimilin. Þetta
kostaði auðvitað peninga og
tóku þá helstu forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar það
til bragðs að skrifa uppá vixil,
þeir voru vist milli 10 og 20 sem
á hann skrifuðu nafn sitt. Þeir
reyndu svo að selja hann i Is-
landsbanka en var synjað og þvi
borið við þetta væri engin
ábyrgð, þeir ættu ekki neitt og
þetta varð til þess að Jón Bald-
vinsson neitaði alltaf að vera á
vixli þar, þeirkeyptu hann svo i
Landsbankanum og bakariið
komst á, en rekstur þess gekk
illa. Þetta var að mig minnir
haustið 1917. Arið eftir var svo
farið i að leigja bakariið að
Laugavegi 62 sem siðan varð
Alþýðubrauðgerðin, eftirað það
hafði verið keypt. Ég nefni þetta
nú svona sem dæmi um að
verkalýðsforystan var ekki hátt
skrifuð á þessum árum hjá
ráðamönnum.
Svo gerðist það aftur 1918
þegar samningarnir stóðu yfir
milli islendinga og dana að ASl
gerði samþykkt i þvi máli um
gagnkvæman rétt dana og
islendinga i báðum löndunum.
Þetta olli óskapar deilum innan
sambandsins, sem varð til þess
að Bókbindarafélagið sagði sig
úr ASl og HtP samþykkti mót-
mæli gegn þessari samþykkt
ASl. Ég var formaður Bók-
bindarafélagsins þá og mér
likaði þessi ákvörðun meiri-
hluta stjórnar, að segja sig úr
ASl, svo illa að ég sagði af mér
formennsku. Já, það var stund-
um heitt i kolunum á þessum
árum. Bókbindarafélagið var
svo lagt niður aftur 1922 og ekki
endurreist fyrr en 1934 og þess
vegna kom ég ekkert nálægt
störfum ASl á þessum árum, og
get þvi litið sagt þér frá þvi sem
þar gerðist nema náttúrlega
eins og hver annar áhorfandi úr
fjarlægð. Auðvitað fylgdist
maður með, en ekki eins náið og
áður.
— Annars hef ég vist gleymt
að segja þér frá þvi að verka-
menn buðu fram lista við bæjar-
stjórnarkosn. 1916 og komu
þremur frambjóðendunum
að af 5 sem kjörnir voru. Þá
voru ekki allir bæjarfulltrúarnir
kosnir i einu eins og siðar varð.
Það hrukku margir við þegar
þessi úrslit voru kunn, og þetta
varð til þess að gömlu flokk-
arnir, sem voru klofnir þversum
og langsum, tóku að athuga sinn
gang og sameinast.
— Eitt af þvi sem veikti bæði
verkalýðsfélögin og ASl fyrstu
árin var hve margir neituðu að
ganga i verkalýðsfélögin: fólkið
aðist við urðu alltaf að fara sitt
hvorn daginn, þeir áttu ekki
nema ein föt sem þeir urðu að
nota saman. Þetta þykir eflaust
lygilegt i dag, en þetta er
heilagur sannleikur.
— Ef við að lokum minnumst
aðeins á forsetatið þina hjá
ASl?
— Æ. eigum við ekki að
sleppa þvi. Ég hef áður sagt frá
þvi i viðtali og þetta var ekkert
merkilegt. Ég var kosinn forseti
ASl 1940 til 1942 og það er ekki til
þess að hafa orð á þvi. Eina
gamansögu get ég þó sagt þér
frá þessum tima. Oddur sterki
af Skaganum safnaði fé á
þessum árum. Fór til þeirra
sem hann hélt að væru efnaðir
og bað um fé. Hann hafði aldrei
talað við mig þótt hann mætti
mér á götu, enda sjálfsagt talið
mig bláfátækan bókbindara
sem ekki væri vert að vera að
heimta fé af. En daginn eftir að
ég var kosinn forseti ASl stopp-
aði hann mig á götu og bað mig
um framlag. Hann hélt að þar
sem ég væri orðinn forseti ASl,
hlyti ég að vera orðinn efnaður
maður: annað kæmi ekki til
greina. —S.dór
Flytja olíumöl
rræð Akraborg
uppá Akranes
Fyrirhugað er að leggja oliu-
malarslitlag á margar götur á
Akrancsi næsta sumar og eru
flutningar á oliumölinni þegar
hafnir frá Reykjavlk og uppá
Akranes. Vörubilastöðin á Akra-
nesi bauð i þetta verk, en það er
að flytja 2500 tonn af oiiumöl upp-
eftir og fékk hún verkið.
Vörubifreiðastjórarnir fara nú
öðru visi að en áður, þeir aka ekki
lengur fyrir Hvalfjörð, heldur
flytja bila sina suður með Akra-
borginni, sækja mölina og fara
aftur með Akraborginni uppeftir.
Við hittum Sigvalda Gunnars-
son vörubifreiðarstjóra niður við
Akraborg, þar sem hann var að
fara með bil sinn um borð. Sagði
hann að það margborgaði sig að
flytja bilana með Akraborginni i
stað þess að aka fyrir Hvalfjörð.
Hann sagði ennfremur að mjög
litið hefði verið að gera hjá vöru-
bifreiðastjórum á Akranesi i vet-
ur og kæmi þetta verk sér þvi
mjög vel fyrir bifreiðastjórana.
—S.dór
Vörubifreið hlaðin oliumöl á leið
um borð i Akraborg I gær (Ljósrn.
S.dór)