Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 24
Föstudagur 12. marz 1976 1 nágrenni viO þennan landsfræga skúr verúur efnt til mótmæiastöúu á morgun. Stúdentaróðs- kosningar: Vinstri menn sigruðu Vinstri menn i háskólanum unnu enn einn kosningasigur i gær þegar kosið var til helm- ings Stúdentaráðs til tveggja ára og um annan fulltrúa stúd- enta i Háskólaráði. Fengu vinstri menn 854 at- kvæði eða 54,7%, en hægri menn fengu 706 atkvæði eða 45,3%. Kosningaþátttaka var 1621 af 2784 skráðum stúd- entum i H.t. eða 58,2%, sem er heldur minni kjörsókn en i fyrra, en þá kusu 1558 af 2549 skráðum stúdentum eða um 61%. Þá sigruðu vinstri menn með 848 atkvæðum gegn 671, svo útkoman i ár er svipuð og i fyrra, sem teljast má þokka- leg útkoma miðað við þann hræðsluáróður sem hægri menn hafa rekið gegn vinstri stúdentum vegna lánastefnu þeirra. Engin ástæða er þó til að fagna þessum úrslitum um of, þvi ætla hefði mátt að reynsla sú sem nú hefur fengist af óstjórn hægri aflanna við rekstur þjóðarbúsins, og þau kreppu- og samdráttarvið- brögð, sem komið hafa illa við námsmenn (öðrum fremur e.t.v.), að það hefði átt að opna augu þeirra betur en þessi úrslit sýna fyrir raun- verulega eðli ihaldsstúdenta Vöku. En reynslan hefur þvi miður sýnt, að þegar hægri stjórn fer með völdin i þjóð- félaginu og kreppueinkenni fara að gera vart við sig, er sem allur vindur sé úr há- skólastúdentum og hægri öflin eiga þá greiðan aðgang að hjörtum margra auðtrúa sálna. ráa Herstöðvaandstæðingar efna til Mótmælastöðu við Keflavíkurflugvöll Á morgun, laugardag munu herstöðvaandstæð- ingar efna til mótmæla- stöðu við hlið Keflavíkur- flugvallar. Hefst hún ár- degis og stendur til kl. 16 en þá hefst fundur í sam- komuhúsinu Stapa þar sem flutt verða ávörp, skáld lesa upp og tónlistarfólk kemur fram. Það var hópur herstöðvaand- stæðinga á Suðurnesjum sem átti frumkvæðið að aðgerðum þess- um. Hafa þeir samið dreifibréf og eru helstu vigorð þess: Island úr Nató — herinn burt. Gegn rán- yrkju. Enga samninga. Herskipin út fyrir 200 milurnar. Miðstöð aðgerðanna verður i Ungmennafélagshúsinu i Kefla- vik og þaðan verður lagt upp i þær. Eru þeir sem vilja taka þátt i aðgerðum þessum beðnir að gefa sig fram þar á morgun. Eins má hringja þangað i sima 92-2062. Aðgerðir hefjast árdegis ó morgun og þeim lýkur með baráttufundi í Stapa kl. 16 Hér i Reykjavik er einnig unnið að skipulagningu aðgerðanna og geta þeir sem búa á höfuðborgar- svæðinu og hafa hug á að taka þátt i aðgerðunum leitað allra upplýsinga um þær að Skóla- vörðustig 45 (Hábæ) efstu hæð eða i sima 1-79-66. Ariðandi er að menn láti skipuleggjendur vita af sér áður en þeir halda af stað suð- ur eftir. Fyrir billausa skal tekið fram að rútuferð verður til Kefla- vikur frá BSÍ kl. 8 i fyrramálið en auk þess ganga sérleyfisbilar frá sama stað kl. 9.30, 13.30 og 15.30. Þá eru menn hvattir til að fjöl- menna á fundinn i Stapa kl. 16. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá dagskránni en vitað er um þátttöku nokkurra skálda, Arnar Bjarnasonar trúbadúrs, söngsveitarinnar Þokkabótar, triósins Við þrjú o.fl. Ræðumenn verða bæði heimamenn af Suður- nesjum og menn af höfuðborgar- svæbinu. Nánar verður greint frá að- gerðunum og dagskrá fundarins i Þjóðviljanum á morgun. —ÞH wðvhhnn Samkvœmt tillögunum eigum við að láta 90.000 tonn meðan útlendingar veiða 100.000 tonn af þorski Niðurskurður okkar afla 33% útlendinga aðeins 10-15% Slíkar tillögur eru fráleitar, segir Lúðvík Jósepsson Þetta eru fráleitar tiliögur aú minu viti, sagúi Lúúvik Jóseps- son, fyrrverandi sjávarútvegs- ráúherra, þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á álitsgerú till- iögunefndar um stjórnun fisk- veiúa, scm skýrt er frá á forsiðu Þjóúviljans I dag. Þar sem tillögurnar hafa ekki veriú birtar i heild, þá vil ég aú visu aúeins ræúa þann hiuta þeirra, sem fréttir eru komnar fram um. Ljóst er, að tillögurn- ar gera ráú fyrir þvi, að þorsk- afli islendinga verði á þessu ári skorinn niúur um 33% úr tæp- lega 270.000 tonnum I 180.000 tonn, en hins vegar er gert ráð fyrir þvi að samanlagúur þorsk- afii aipiarra þjóúa hér viú land minnki aðeins um 10—15% úr náiægt 115.000 tonnum á siúasta ári I 100.000 tonn. Ég get ekki annað en lýst undrun minni á þessum tillög- um. Lagt er til að stöðva svo til allar þorskveiðar I 2—4 mánuði á árinu, en hins vegar er samið við vestur-þjóðverja, belga, norðmenn og væntanlega færey- inga um að halda hér uppi veið- um og ekki má gleyma tilboði rikisstjórnarinnar til breta um 65.000 tonna ársafla. Ég vil taka það fram, að ég tel ekki mögulegt að gera mjög rót- tækar ráðstafanir til að draga úr okkar eigin afla, meðan stór- ir erlendir togaraflotar stunda enn veiðar i okkar fiskveiði- landhelgi. Fyrst verður að stöðva þær veiðar. — En hvað um áhrif af þriðj- ungsniðurskurði þorskveiða á atvinnuástandið, og hvernig kemur þetta við einstaka lands- hluta? — Ljóst er að þessar tillögur, ef framkvæmdar verða, munu bitna með miklum þunga á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Niðurskurður er langsamlega mestur á sumar- vertiðinni, en þá hefur útgerð verið í fullum gangi i þessum þremur landshlutum. Hins veg- ar er niðurskurðurinn mun minni i sambandi við aðalvetr- arvertiðina. Fyrir austan, norðan og vest- an er aflinn yfir sumarmánuð- ina nær eingöngu þorskur. Bestu ufsasvæðin er búið að af- henda vestur-þjóðverjum með samningunum við þá, og karfa- veiðar hafa ekki verið stundað- ar frá þessum landshlutum um langt árabil. Hér suðvestanlands lita málin nokkuð öðru visi út. Hér hefur togaraflotinn veitt allmikið af karfa og ufsa, og mikið af báta- flotanum hér snýr sér að hum- arveiðum að lokinni vetrarver- tið. Um slikt er hins vegar ekki að ræða i öðrum landshlutum. — En er ekki rétt, að tillög- urnar geri ráð fyrir 100.000 tonnum af þorski i hlut útlend- inga, eða nokkru meira en nem- ur öllum niðurskurðinum hjá okkur sjálfum? — Jú, það eru forsendurnar, sem nefndin gefur sér, en þess- ar forsendur tel ég fráleitar. A sl. ári veiddu bretar hér um 90.000 tonn af þorski, og þó búið sé að semja við nokkrar aðrar þjóðir um veiðar á slatta af þorski, þá tel ég að áætlun um 100.000 tonna aflamagn útlend- Þrjátíu daga gæsluvarðhald til viðbótar 1 gærmorgun voru þrir þeirra, sem sitja i gæsluvarð- haldi, vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar, úrskurðaðir i þrjátiu daga gæsluvarðhald til viðbótar að kröfu Hallvarðs Einvarðssonar, varasaksókn- ara rikisins. Gæsluvarðhaldsúrskurður fjórða aðilans, sem situr inni vegna rannsóknarinnar, renn- ur ekki út strax en af öllum sólarmerkjum má ráða, að töluvert sé enn eftir af rann- sókn málsins. —gsp Sigur á Stokkseyri Sjómenn á Stokkseyri hafa undirritað samninga, sem eru i meginatriðum eins og heild- arsamningarnir en þó með hærri skiptaprósentu á neta- veiðum. Samningarnir á Stokkseyri voru samþykktir á félagsfundi með 42 samhljóða atkvæðum. Það voru útgerð- armenn heima sem áttu frum- kvæði að þvi að taka málin úr höndum Llú og ganga til móts við sjómenn á Stokkseyri. Ægir klippti Um kl. hálfniu I gærkvöldi klippti varðskipið Ægir á báða togvira breska togarans Ross Khasmer GY 122 frá Grimsby. Atburður þessi átti sér stað 31 milu austur af Hvalbakssvæð- inu, en á þeim slóðum var haugasjór og austsuðaustan 7—8 vindstig I gærkvöldi. Freigátan Galathea F-18 var þarna nærstödd, og fékk ekk- ert að gert, en hún hefur fylgt Ægi eins og skuggi nú um nokkurn tima. Hafa bresku togaraskipstjórarnir jafnan þar til nú hrósað skipherra freigátunnar fyrir að vera verndarstarfi sinu vaxinn. Skipherra á Ægi er Þröstur Sigtryggsson. Lúðvik Jósepsson inga i ár tákni ekki annað en uppgjöf við að verja landhelg- ina. Ég tel engar likur á, að bretar geti stundað hér veiðar nema fram i ágúst, þegar siðari fundi Hafréttarráðstefnunnar lýkur, svo að þar er ekki um að ræða nema 8 mánuði af árinu, og sá timi á ekki að þýða nema 30—50.000 tonn af þorski alls þeim til handa. Tillögurnar tel ég þvi fráleitar og litt hugsaðar, og ég trúi þvi tæplega að sjávarútvegsráð- herra fallist á slikar ráðstafan- ir. Hitt er svo allt annað mál, að við gerum sérstakar ráðstafanir til að koma i veg fyrir smáfiska- dráp með skyndilokun veiði- svæða, með stækkun möskva og þó fyrst og fremst með stór- efldri landhelgisgæslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.