Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. marz 1976
Spurningum svaraö um
reynslu og framtíð
verkalýðshreyfingarinnar?
Hefur tekist
að breyta
þjóðfélaginu?
Hver eru
brýnustu
verkefnin?
Bretar
setja
varla
Arni Þórmóðsson Neskaupstað:
„Eflum innviði verka
lýðshreyfingarinnar”
i hvaöa mæli hefur islenskri
verkalýðshreyfingu tekist að
breyta islensku þjóðféiagi?
Engin félagsmálahreyfing á
íslandi hefur átt jafn mikinn þátt
i mótun islensks nútima-
þjóðfélags og verklýðshreyfingin.
Þó fer þvi fjarri að islenskt
þjóðfélag sé i dag eins og verk-
lýðshreyfingin helst kysi og bar
átta hennar fyrir breyttu og
bættu þjóðfélagi varir áfram.
Verklýðshreyfingin hefur barist
fyrir og fengið framgengt alhliða
þjóðfélagsumbótum, til að mynda
almannatryggingar og lögin um
verkamannabústaði svo eitt-
hvað sé nefnt. auk hinnar beinu
kjarabaráttu.
Áhrifa verklýðshreyfirigarinn-
ar gætir hvarvetna i þjóðfélaginu,
og erfitt er að gera sér i hugalund
hvernig það væri, ef hennar hefði
ekki notið við.
Hvaða verkefni telur þú brýnast
að verkalýðshreyfingin snúi sér
að á næstu árum?
Brýnasta verkefnið er að efla
innviði hreyfingarinnar. Það
verður best gert með þvi að gera
stórátak i fræðslu- og menningar-
málum og efla fjárhag félaganna.
Efla þarf málgagn verklýðs-
hreyfingarinnar „Vinnuna”,
þannig að hún nái til allra félags-
manna verkalýðsfélaganna.
Framtiðarstyrkur verklýðshreyf-
ingarinnar liggur i þvi hvernig
Arni Þormóðsson
högum sinum og hreyfingarinnar
er varið. Þekkingin gefur það af
sér sem verkalýðshreyfingin
hefur mesta þörf fyrir — sam-
heldni og baráttuvilja.
Ragnar G. Ingólfsson, Dagsbrún:
Og farið
hefur fé betra
Ég er ungur Dagsbrúnarmaður
og styðst þvi meira við það sem
ég hef lesið og heyrt en séð og
reynt.
Verkalýðshreyfingin er vafa-
laust ein voldugasta félagsmála-
hreyfing sem risið hefur á tslandi
Stéttavitundin
skiptir mestu
Framhald af bls. 7.
áttunni fyrir fullnægjandi náms-
lánum og þar með jafnrétti þjóð-
félagsþegnanna til náms
óháð efnahag. Til þess að náms
menn geti ætlast til slikrar sam
stöðu verða þeir að sýna sig
hennar verðir, með þvi að berjast
gegn þvi, að þröngir skammtima-
hagsmunir atvinnurekenda ráði
við skipulag menntunar, heldur
verði tekið mið af framtiðarþörf-
um þjóðfélagsins eða m.ö.o. þörf-
um verkalýðsstéttarinnar.
Á stórafmæli islenskra alþýðu-
samtaka er stund til að gleðjast
yfir unnum sigrum. En þá er
jafnframt timi til endurmats og
uppgjörs við fyrri mistök og til að j
horfa fram á veginn til stærri
ávinninga og fullnaðarsigurs.
fyrr og siðar, En visirinn var
ósköp veikur. Fáein félög hér og
þar um landið, sem börðust fyrir
lifi sinu. Jafnvel það var erfitt og
kostaði fórnir að fá að vera til og
öðlast rétt til að semja um kaup
sitt og kjör. Hærra var markið
ekki sett i byrjun og var þó ærið.
Þessara brauttyðjenda minnist
ég með dýpri virðingu en flestra
annarra, og hafa þó margir vel
gert.
Árið 1916 var ASl stofnað. Eftir
það ganga öll verkalýðsfélög i
landinu i eitt allsherjarsamband
og öðlast við það gifurlegt vald,
bæði faglegt og pólitiskt. Og nú
stóð ekki á sýnilegum og áþreifa-
legum breytingum i þjóðfélaginu
fyrir áhrif frá verkalýðshreyf-
ingunni. Ég minni á vökulögin,
breytingar á fátækralögunum,
lög um verkamannabústaði, lög
um almannatryggingar. Allt voru
þetta baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar. Stundum hefur
hreyfingin knúið fram loforð um
lagasetningu i verkföllum. Þar
má nefna orlofslögin 1942, lög um
atvinnuleysistryggingasjóð 1955,
byggingarframkvæmdir i Breið-
holti 1965 og nú siðast stórfelldar
breytingar á lifeyrissjóðakerfinu.
Þá hefur það umtalsverða þjóðfé-
lagsbreytingu i för með sér að
samningar verkalýðsfélaga og
atvinnurekenda snúast i siaukn-
um mæli um félagslega hags-
muni, svo sem bættan aðbúnað
á vinnustað, aukið öryggi, lengra
orlof og hverskonar hlunnindi en
ekki kaupgjald eingöngu.
Snúum okkur þá að
hinni spurningunni, þvi sem
brýnast er framundan. 1 fyrsta
lagi má það aldrei henda að
verkalýðshreyfingin sofni á verð-
inum. Það hefur margt áunnist,
en það kostaði mikla baráttu og
þvi megum við aldrei gleyma.
Annars gætum við glatað þvi
aftur, öllu eða að hluta. Ekki
heldur hinu að enn eru til menn
sem ekki geta gleymt þvi að
verkalýðshreyfingin átti aldrei að
verða neitt, það átti að drepa
hana i fæðingunni. Það er ekki
lengra siðan en 1955 að gert var
siðasta stórátakið til að lama
hreyfinguna með valdi og jafnvel
brjóta hana á bak aftur i stóra
verkfallinu það ár. Munið að þá
var verkalýðshreyfingin orðin
stórt og voldugt afl i landinu og
hún er það enn. En hún á lika við
voldugan andstæðing að etja, sem
einskis svifst a.m.k. ekki mál-
svarar hans.
Ég veit að atvinnurekendur eru
misjafnir. Þar eru margir ágætir
og heiðarlegir menn sem við
kunnum að meta, verkamennirn-
ir. En þeim er einstaklega ósýnt
um að velja sér málsvara. Oft
velja þeir hreinræktaða afglapa.
Um það er Morgunblaðið óræk-
astur vottur. Sjálfstæðisflokkur-
inn er flokkur atvinnurekenda.
Hann barðist hatrammri baráttu
gegn öllum umbóta- og mannrétt-
indamálum verkalýðshreyfingar-
innar áður fyrr og fór ekki dult
með. Enn er eðlið óbreytt, þótt
myndin sé önnur. Ég ætla ekki að
gera Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan
fyrir öllu sem stendur i Morgun-
blaðinu, en skylt er skeggið hök-
unni. Morgunblaðið breytti um
bardagaaðferð eftir verkfallið
1955. Hafi þaö áður barist eins og
ljón, uppgötvaði það nú, að það
má lika berjast eins og hýena.
Það hóf upp mikið lýðskrum
með umhyggju fyrir fátækum
verkamönnum. Verkföll kæmu
harðast niður á þeim, og engir
græddu minna á verkföllum en
þeir. Fyrir nú utan allt tjónið sem
af þeim hlytist. Nei, það var hægt
að ná miklu betri árangri án
verkfalla. Svo var leitað að nyt-
sömum sakleysingjum innan
verkalýðsfélaga, þeir látnir læra
þennan söng og fara meðhann inn
á fundi þeirra. Þessir menn eru
ekki komnir inn i hreyfinguna til
að spilla þar fyrir vitandi vits. En
ég held þeir komist að þvi fyrr
eða siðar, að þeir geta ekki þjón-
að tveim herrum,
Ég kem að þvi enn og aftur, að
verkalýðshreyfingin verður að
halda vöku sinni. Og hún verður
að vera sem órofa heild. Hún á
mikið verk fyrir höndum og þá
Ragnar G. Ingólfsson
mega ekki vera neinir brestir i
liði hennar. Hún gerir ekki þær
kröfur til nokkurs manns, að hann
fylgi ákveðnum stjórnmálaflokki.
•En hún verður að ræða af full-
kominni hreinskilni pólitiska og
faglegastöðusina.Menn verða að
gera sér grein fyrir þvi, að ekki er
til nein fagleg hagsmunabarátta
án þess hún sé um leið pólitisk. Þá
kemur i ljós hvort sú pólitik sem
menn hafa samþykkt að vera
skuli pólitik verkalýðshreyfing-
arinnar samrýmist pólitik þess
landsmálaflokks sem þeir hafa
fylgt eða ekki. Hvernig við skuli
brugðist verður að vera einkamál
hvers og eins. En hreinskilnir
verða menn að vera og ófeimnir
við að viðurkenna að svona eru
hlutimir i eðli sinu, hvort sem
þeim likar betur eða verr.
Fleiri verkefni eru brýn. Átta
stunda vinnudagur með lifvæn-
legum kjörum hefur um langan
tima verið baráttumál verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þá hefur það
verið stefna hennar að ná meiri-
hlutavaldi yfir þeim sjóðum sem
hún telur sig eiga, atvinnuleysis-
tryggingasjóðnum og lifeyris-
sjóðunum. Nái verkalýðshreyf-
ingin raunverulegu valdi yfir
þessu fé, sem hún vissulega á,
getur hún haft úrslitaáhrif um
uppbyggingu atvinnulifs i land-
inu. Atvinnurekendur eiga fyrir-
tækin, en þeir eiga ekki féð sem
þarf til að reka þau, og þaðan af
siður vinnuaflið, sem skapar arð-
inn. Til þessa hafa fyrirtækin ver-
ið rekin fyrir fé sem alþýðan sjálf
á i bönkum landsins.
Þetta eru brýnustu verkefnin
framundan og fleiri ótalin. Þegar
við höfum lokið þeim mun
kannski fara að hylla undir enda-
lok þess skipulags á Islandi sem
sækir völd sin til auðs, oft illa
fenginn. Mun þá margur segja:
Og farið hefur fé betra. Með bar-
áttukveðju til ASl á sextugs-
afmælinu.
Höfum opnað
skrifstofu
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga hefur
opnað skrifstofu að Skólavörðustig 45.
Opið alla daga allan daginn þessa viku.
Simi 17 9 66
Hafið samband við skrifstofuna.
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga
net í sjó
og ge fa engin
tœkifœri
til klippinga
Bresku togararnir setja varla
net i sjó af ótta við klippingar og
eru með fádæmum varir um sig. 1
gær voru þeir þrjátiuogfjórir tals-
ins ásamt ellefu verndar, aðstoð-
ar- eða herskipum og virtist i
þeim ferðahugur. Togararnir
héldu sig á stóru svæði, voru
dreifðir en virtust þó ragir við
veiðarnar.
Talsmaður Landhelgisgæsl-
unnar, Jón Magnússon, vildi ekk-
ert við það kannast að varðskipin
væru lin við klippingarnar þessa
dagana. Sagði að i stað klipping-
anna kæmi ómæld hræðsla bret-
anna, sem ekki mættu heyra á
varðskip minnst án þess að hifa
samstundis.
—gsp
6%
hœkkun
hjá BSRB
BSRB hefur gert bráðabirgða-
samning við fjármálaráðuneytið
um 6% hækkun á launum frá 1.
mars og láglaunabótum i sam-
ræmi við nýgerða samninga við
verkalýðsfélögin. Aðalsamn-
ingurinn rennur út 1. júli n.k. og
er hér um að ræða endur-
skoðunarákvæði á honum sem
BSRB hefur notfært sér.
Samningaviðræður BSRB við
fjármálaráðuneytið halda áfram
og er enn verið að þrefa um
samningsréttarmálin. Kristján
Thorlacius, formaður BSRB,
sagði i samtali við blaðið að þeir i
bandalaginu vildu fá botn i þau
áður en farið væri að tala um
kauphækkanir. Hann sagðist
vænta áframhaldandi viðræðna
en þær gætu Ijrugðist til beggja
vona.
BSRB sagði sig úr kjaradómi i
haust, eins og kunnugt er, og
sagðist Kristján hvorki telja hann
starfhæfan né dómbæran þar sem
engir fulltrúar frá bandalaginu
hafa verið skipaðir i hann.
—GFr.
Klúbbsmálið
einskorðast við
tœp tvö ár
Ekki talin
þörf á
víðtœkari
rannsókn
Kristján Pétursson deildar-
stjóri hefur gagnrýnt opinberlega
með ýtarlegum rökstuðningi
rannsókn Klúbbsmálsins svokall-
aða, sem hann telur i marga staði
mjög ábótavant.
Eitt af atriðunum sem hann
nefnir er það, hve rannsókn á
bókhaldsgögnum Klúbbsins nái
yfir skamman tima, eða aðeins
frá þvi i jan. 1972 til október 1972.
Framhald á bls. 22