Þjóðviljinn - 12.03.1976, Síða 11
Föstudagur 12. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
fólks utan skipulegra samtaka
verkalýðshreyfinearinnar en hér.
Þessi skipulagslega eining og
almenna þátttaka, sem hér er,
gefur út af fyrir sig geysilegan
styrk, þótt engu að siður sé vissu-
lega mikil þörf á að styrkja og
bæta okkar skipulag og virkja
fleiri til þátttöku i baráttunni.
Verkalýðsh reyfingin
þarf að verða
pólitískt sterkari
En meginvandi verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi er sá,
að hinn pólitiski armur hreyf-
ingarinnar er of veikur. Þess
vegna tapast oft á alþingi það
sem unnist hefur i héraði.
Eigi verkalýðshreyfingin i heild
að geta aukið áhrif sin, og stefnt
markvisst að yfirráðum i
þjóðfélaginu, þá er fyrsta skil-
yrðið miklu sterkari pólitisk
verkalýðshreyfing. En til að
tryggja efnahagslega og menn-
ingarlega hagsmuni verkalýðs-
stéttarinnar, þá dugar ekkert
minna en full þjóðfélagsleg yfir-
ráð, eins og brautryðjendur
verkalýðshreyfingarinnar gerðu
sér flestir skýra grein fyrir.
Ýmislegt i þróun mála nú upp á
siðkastið, t.d. i kringum nýaf-
staðna kjaradeilu, gefur vonir um
nýja tima framundan i þessum
efnum.
I kjaradeilunni lögðu verka-
lýðsflokkarnir að miklu leyti til
hliðar þá þrætubók, sem ég tel um
flest úrelta, en stóðu saman á
drengilegastan hátt að baki fag-
legu hreyfingunni. Ég tel að sú
samstaða, sem náðist i þessari
deilu, sé ekki hvað sist einmitt
þessu að þakka. Að óbreyttum
aðstæðum geri ég að visu ekki ráð
fyrir þvi að til komi á næstunni
bein skipulagsleg tengsl fag-
legrar og pólitiskrar verkalýðs-
hreyfingar, en margvislegt sam-
starfá viðtækum grundvelli. Slikt
samstarf þarf hins vegar ekki
endilega að þýða það, að lögð
verði minni áhersla á alhliða
samstarf fleiri aðila innan fag-
legu hreyfingarinnar, svo hún
geti á hverjum tima sýnt þann
styrk sem best má verða.
Ég er það mikill bjartsýnis-
maður að telja að næstu áratugir
muni færa verkalýðshreyfingunni
völdin i landinu, ef allir gera
skyldu sina og rétt er á málum
haldið. Verkalýðshreyfingin á
ekki að láta sér nægja að vera
einhvers konar annars flokks
aðili i samsteypustjórnum,
heldur stefna á meirihlutayfirráð
eftir þingræðislegum leiðum.
Verkalýðsflokkur
hlýtur að hafa
sósíalísk markmið
að leiðarljósi
— Ert þú sammála þvi að
verkalýðsbaráttan verði að hafa
sósialiskt inntak, — og þá hvers
vegna?
— Verkalýðshreyfingin bæði
hér heima og erlendis hefur frá
upphafi verið af sósialiskum
rótum runnin, og min skoðun er
sú, að faglega baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar og pólitiska
baráttu fyrir þjóðfélagsháttum
sósialismans megi ekki sundur-
skilja eigi vel að fara. Hitt verður
að viðurkenna, eins og ég sagði
áðan, að þrátt fyrir mikinn fag-
legan styrk, þá hefur hér á landi
ekki tekist að vekja hinn stjðrn-
málalega skilning i sama mæli og
viða annars staðar.
Það er þó a.m.k. þolað, ef ekki
beinlinis viðurkennt, sem eðlilegt
að dagleg barátta verkalýðs-
hreyfingarinnar sé liður i barátt-
unni fyrir verkalýðsvöldum og
sósialisma.
Ég vænti þess, að hið sósialiska
inntak baráttunnar muni verða
skýrara á komandi árum og
verkalýðshreyfingin muni rækja
sitt þjóðfélagslega hlutverk af
meiri þrótti en verið hefur um
skeið.
Að tala um verkalýðsflokk eða
flokka án sósialisma er tómt mál.
Hafi slikir flokkar ekki sósialism-
ann og sósiallsk markmið að
leiðarljósi, þá eru þeir eins og
hvert annað rekald, einskis virði
fyrir verkalýðshreyfinguna og
baráttu hennar. —k
Fjórir fræðsluhópar MFA
að taka til starfa
Meðal annars verður f jallað um
sögu verkalýðshreyfingarinnar
Fjórir fræðsluhópar taka til
starfa á vegum Menningar og
fræðslusambands alþýðu i
þessum mánuði. Fyrir áramót
voru einnig starfandi fræðslu-
hópar og var þátttaka mikil i
þeim. Fyrsti hópurinn byrjar nú á
mánudaginn. Það er leikhús-
kynning.Fjallað verður um ýmsa
þætti leiklistar og leikhúss, farið
á leiksýningar og rætt við leik-
stjóra, höfunda o.fl. Þorsteinn
Marelsson hefur umsjón með
þessum starfshópi.
Byrjendanámskeið i ræðu-
flutningi og fundarstörfum hefst
svo þriðjudaginn 23. mars. Farið
verður i nokkur undirstöðuatriði
ræðugerðar og ræðuflutnings
ásamt fundarreglum, auk þess
sem framsögn verður æfð. Leið-
beinendur eru Tryggvi Þór Aðal-
steinsson og Baldvin Halldórsson.
Þá hefst framhaldsnámskeið i
ræðuflutningi og funarstörfum
fimmtudaginn 25. mars og er það
Framhald á bls. 22
Þorsteinn Marelsson Tryggvi Þór Aðalsteinsson Baldvin Halldórsson
Baidur óskarsson
Ólafur R. Einarsson
Alþýðusamband fslands
12. mars 1916 -12. mars 1976
Samvinnuhreyfingin og verka-
lýðsfélögin eru greinar á sama
stofni, almenn samtök með samskon
ar markmið: sjálfstæði og fullan rétt
staklingsins yfir arði vinnu sinnar, hvar sem
hann býr og hvað sem hann stundar. Þessar
hreyfingar hljóta alltaf að eiga samleið: efling
annarrar er endanlega sama og viðgangur beggja.
Þess vegna árna samvinnumenn Alþýðusambandi ís-
lands og íslenskri verkalýðsstétt heilla á 60 ára afmæli þess.
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Auglýsingadeildin