Þjóðviljinn - 12.03.1976, Qupperneq 21
Föstudagur 12. marí 1976 ÞJÓÐVlLJlNIÍ — SÍÖA il
Áraum
Alþýðusambandi íslands
allra heilla i
tilefni
af
60 ára
afmælinu
FRAMTÍÐINNI
Hvernig verða kjör okkar næstu árin?
Megum vió vænta bættrar afkomu?
Það verður þvi aóeins aó íslenskur
iðnaður eflist til muna.
Við gegnum veigamiklu hlutverki í
þróun hans. -
Iónaðarbankinn
Kaupfélag
Bor^irðinga
Bwgamesi
Verkamannafélagið
Vaka
Siglufirði
sendir
Alþýðusambandi íslands
bestu kveðjur og árnaðaróskir> á
60 ára afmælinu
og þakkar þvi hálfrar aldar
forystustarf
i hags munamálum vinnandi fólks.
Sjónvarp í kvöld:
Athyglis-
verð
finnsk
mynd
Athyglisverö finnsk kvik-
mynd verður á dagskrá i sjón-
varpi i kvöld kl. 22.00.
Þar er fjallað um klassiskt
vandamál, sem er röskun sú á
lifi og högum gamals fólks, sem
verður, þegar það verður að
fara á elliheimili, oft gegn vilja
sinum. Margir virðast halda, að
hægt sé að leysa öll þau vanda-
mál sem ellinni eru samfara
með þvi einu að koma gömlu
fólki inn á elliheimili til
geymslu, og allt of fáir hugsa út
i það, hvilikt átak það hlýtur að
vera þessu fólki, að fóta sig i
nýju umhverfi, innan um bláó-
kunnugt fólk. Slikt reynist ungu
fólki oft ofraun, en hvað þá um
fólk sem orðið er eldra og ein-
þykkara?
Höfundur myndarinnar sem
sýnd verður i kvöld er Kylliki
Mantyla, en leikstjóri er Edvin
Laine. Hún fjallar um gömlu
konuna OPRI, sem varð að flýja
frá átthögum sinum i striðinu og
setjast að á nýjum stað, þar sem
hún unir sér vel þar til rifa þarf
kofa hennar vegna vegagerðar.
Henni er þá komið fyrir á elli-
heimili, þar sem henni likar
vistin illa til að byrja meö.
Kvikmynd þessi var gerð árið
1954.
Bréf frá
dum
Um
Paul McCartney
Tveir ungir aðdáendur bitils-
ins Paul McCartney hafa sent
okkur athugasenid við skrif um
hann á þessari siðu, sem vert er
að birta, þótt enn verði þybbast
við að trúa nokkru góðu á strák-
inn. Það má koma fram i
þessu sambandi, að Paul átti sér
einu sinni kærustu sem heitir
Jane Ashton, en hann skildi við
hana, eftir að bitlarnir höfðu
náð heimsfrægð og gekk seinna i
sitt fyrsta hjónaband með Lindu
Eastman. ráa
Þann 21. feth s.l. sáum við i
Þjóðviljanum grein um Paul
McCartney. Þessi grein olli okk-
ur miklum vonbrigðum, þvi það
var alls ekki rétt sem skrifað
var um Paul. Við ætlum þvi að
fræða þig betur um Paul.
Hann hefur bara verið giftur
einu sinni og það var árið 1969
og þá giftist hann Lindu Mc-
Cartney, en ekki fyrir 3-4 árum
eins og sagt var. Hann má vera
rikur i friði, þvi hann á það skil-
ið, og hann má segja skál við
millana i friði, það kemur öðr-
um ekkert við.
Hann giftist ekki til fjár. Von-
andi hafið þið fræðst betur um
Paul McCartney, þannig að þið
getið skrifað satt og rétt næst.
Selma Rut Magnúsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Móaflöt 39 & 55, Garðabæ.
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl.7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Vilborg Dagbjarts-
dóttir heldur áfram lestri
sögunnar „Afsakið, ég heiti
Trana” eftir Gunvor
Hákansson (5). Tiikynning-
ar kl. 9.30. Þingfrcttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða.
Spjallað við bændur kl.
10.05. (Jr handraðanum kl.
10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
E in 1 eik ss v ei tir n a r i
Bruxelles og Milanó leika
Konsert i C-dúr fyrir tvær
hljómsveitir eftir Vivaldi;
Angelo Ephrikian stj./John
Wilbraham og St. Martin-in-
the-Fields hljómsveitin
leika Trompetkonsert i D-
dúr eftir Hertel; Neville
Marriner stj./Annie Challan
og Antiqua Musica hljóm-
sveitin leika Hörpukonsert i
C-dúr eftir Eichner; Marcel
Courand stj./Nýja
filharmoniusveitin i
Lundúnum leikur Sinfóniu i
g-moll eftir Johann Christi-
an Bach; Raymond Leppard
stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Hofstaðabræður” eftir eft-
ir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili. Jón R.
Hjálmarsson les (9).
15.00 Miðdegistónleikar. Dani-
el Barenboim og Enska
kammersveitin leika Pianó-
konsert i D-dúr eftir Ludvig
van Beethoven; Barenboim
stjórnar frá pianóinu.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjaii um indiána. Bryndis
Viglundsdóttir heldur
áfram frásögn sinni (4).
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45' Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Guðni
Kolbeinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónas-
son sér um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm-
s veitar tslands i
Háskólabiói kvöldið áður.
Hljómsveitarstjóri:
Karsten Andersen. Einleik-
ari á fiðlu: Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeist-
ari sveitarinnar. a. Sinfónia
nr. 6 i h-moll (Pathetique)
eftir Pjotr Tsjaikovský. b.
Fiðlukonsert eftir Igor
Stravinský. c. „Bakkus og
Ariadne", danssýningar-
tónlist eftir Albert Roussel.
— Jón Múli Árnason kvnnir
tónleikana. —
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis. Kristinn
Björnsson þýddi. Sigurður
A. Magnússon les (3).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (22).
22.25 Leiklistarþáttur.
Umsjón: Sigurður Pálsson.
22.55 Afangar. Tónlistarþáttur
i umsjá Asmundar Jónsson-
ar og Guðná Rúnars
Agnarssonar.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós. Umsjónarmað-
ur Guðjón Einarsson.
21.40 Lautree. Teiknimvnd
byggðá nokkrum verka list-
málarans Toulouse-
Lautrec.
22.00 Opri. Finnsk biómynd
frá árinu 1954. Höfundur
Kyllikki Mantyla. Leikstjóri
Edvin Laine. Opri gamla
varð að flýja frá átthögum
sinum i striðinu og setjast
að á nýjum stað. Þar unir
hún sér vel, uns að þvi
kemur að rifa þarf kofa
hennar vegna vegagerðar.
Hún fær inni á elliheimili og
likar þar ákaflega illa fyrst i
staö. Þýðandi Kristin
Mantyla.
23.15 Dagskrárlok.