Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Nýtt fagnaöarerindi:
„I LOVE
MONEY”
Prédikarinn Ike; postuli hinnar sælu neyslu
Ég elska peninga. Með
þessari trúarjátningu
hefur þ eldökkur
prédikari i Banda-
rikjunum safnað um sig
miljónum áhangenda og
miljónum dollara.
Þessi nýi trúarleiötogi heitir
Frederick J. Eikerenkoetter II,
en er jafnan kallaöur „Ike”.
Hann klæöist fötum úr dýrindis-
efnum. A fingrum og handleggj-
um berhann digra gullbauga meö
gimsteinum. Frammi fyrir
mannfjöldanum sem hlýöir á.boö-
skap hans situr Ike gjarnan i
silkifóöruöum hægindastól og
stendur aöeins upp til aö blessa
söfnuöinn. Hann er á fimmtugs-
aldri, i þokkalegum holdum,
húöin karmellubrún og snyrtingin
eins og hjá rikustu kvikmynda-
stjörnum.
Mammon er vor herra
Fagnaöarerindi þessa
prédikara er ekki beinlinis aö
finna I bibliunni þvi aö hann
segir: Mammon er vor herra.
Hann er vor guö og þú skalt ekki
aöra guöi hafa en hann.
Þessi fagnaöarboöskapur Ikes
hefur þegar dregiö 2,5 miljónir
bandarikjamanna i söfnuö hans.
Kenning hans er sú aö himna-
riki sé á jöröu hér og birtist I sæt-
legri bandariskri neysluparadis.
Til þess aö njóta paradisarvistar
þurfi menn aöeins dollaraseöla og
Vekur hrifningu
meöal millistéttar-
blökkufólks
í Bandaríkjunum
þá öölist menn ef þeir aöeins fylgi
blessunaráætlun kennifööurins.
Blessun peninganna
Þessi spámaöur peningatrúar-
innar lýsir þvl gjarnan fyrir fjöl-
mennum söfnuöi sinum hvernig
trúin og ekkert annaö en trúin
hefur fært honum 14
Rolls-Royce-bfla,tvö skrauthýsi i
New York, tvær sumarhallir i
Kaliforniu, dýrustu hótel heims,
rikulegustu matarrétti og blóm-
vendi á hverjum degi. Og hinir
trúuöu lifa I voninni um inngöngu
i þessa paradls ef þeir fylgi fór-
dæmi Ikes I einu og öllu.
Hluti af trúrækninni eru
peningagreiöslur til Ikes. New
York Times segir aö greiöslur.
þessar hafi gert Ike aö margmil-
jónera. Söfnuöur hans eöa trú-
félag nefnist „United Christian
Evangelistic Association”, og til
aöalstööva þess I Brookline i
Massachusetts koma daglega allt
aö 25 þúsund bréf. 1 hverju bréfi
ÍSLENSK LJÓÐ
f NORSKU
er hiö sælurika hjálparmeöal:
peningar, aldrei minna en
dollaraseöill, en oft hundruö eöa
þúsundir dollara.
Þessar tekjur Ikes eru taldar
nema um 6,5 miljónum dollara
(rúml. miljaröur isl. króna) á ári.
Féö notar hann á margvislegan
hátt I anda fagnaöarboöskapar-
ins. Hann rekur t.d. 1770 útvarps-'
stöövar til aö útbreiöa kenning-
una. Um öll Bandarikin er
sjónvarpaö prédikunum hans
sem kostar æriö fé. Ike hefur
vottorö um aö hann hafi sótt
prédikaranámskeiö; aöra mennt-
un hefur hann ekki. Hann leigir
gjarnan stór Iþróttahús og ráö-
.stefnusali til prédikanahalds.
Hann messar stundum i Madison
Square Garden I New Yorit þar
sem 20 þúsund manns hafa sæti.
Aögangur er ókeypis, en frjáls
samskot fastur liöur. Ike lýsir
yfir þvi aö sjálfur hafi hann aö-
eins 40 þúsund dollara I árslaun
(tæpar 9miljónir króna) auk þess
sem hann hafi 1000 dollara i vasa-
peninga á viku.
Fyrir skömmu hélt hann sam-
komu fyrir 12 þúsund manns i
Cobo Hall I Detroit þar sem at-
vinnuleysi er nú hvaö mest i
Bandarikjunum. Um salinn lét
hann bera stórar hvitar plastfötur
meö grænum slaufum. I
nrédikuninni lét hann þess getiö
aö hann vildi ekki heyra glamriö I
smámynt I fötunum, slikt gerÖi
sig taugaóstyrkan i guösþjónust-
unni. Ekkert minna en seöla ætti
aö láta i föturnar.
Andakt og
látbragðsleikur
TÍMARITI
Þjóöviljanum hefur borist
nýjasta hefti norska timaritsins
Dikt og datt en undirtitill þess er
„timarit fyrir nýjar bókmennt-
ir”. 1 þessu hefti er uppistaöan
ljóð frá átta norrænum mái-
svæðum, þám. isiandi, og
greinargeröir um hvað er aö
gerast I bókmenntum þeirra.
Ritstjórar Dikt og datt eru
norðmaðurinn Torstein Hilt og
Jón Sveinbjörn Jónsson sem
eins og nafniö bendir til er is-
lendingur. Ritiö fékkst lengi i
bókabúð Máls og menningar og
væntanlega berst þetta hefti
þangað. í þvi eru ljóð og greinar
frá Finnlandi, Sviþjóð, Noregi,
Danmörku, lálandi, Færeyjum,
Grænlandi og héruöum sama.
Höfuðáhersla er lögð á að kynna
unga höfunda og skýra frá við-
fangsefnum þeirra.
Islendingar fá heilar fimm
siður i heftinu sem er i stóru
broti. Þar má finna ljóð eftir
Pjetur Hafstein Lárusson, Ingi-
björgu Haraldsdóttur, Geirlaug
Magnússon, Pétur Gunnarsson,
Olaf Hauk Simonarson, Hrafn
Gunnlaugsson, Dag Sigurðar-
son, Einar Ólafsson, Böðvar
Guömundsson, Sigurð Pálsson
og Vilborgu Dagbjartsdóttur.
Einnig ritar Ólafur Haukur
grein sem nefnist öldugangur i
islenskri ljóðagerð, ritstjórar
ræða við Ólaf og rita stutta
stemmningsgrein frá Reykjavik
og sagt er frá útgáfu Lostafulla
lystræningjans.
Ljóðin eru vitaskuld birt á
norsku og eiga ritstjórarnir
tveir heiðurinn af þýöingunum.
— ÞH
Ike er sagður halda óskiptri at-
hygli kirkjugesta meöan á guös-
þjónustu stendur, en hún varir I
hálfa þriðju klukkustund hjá hon-
um. Mikla ánægju og trúar-
hrifningu vekur það aö hann hef-
ur ööru hverju andakt i miöri
ræöu og þylur fagnaöarerindiö:
„Ég elska peninga”. Þetta mælir,
hann af tilfinningu hjartans og,
dregur mjög seiminn á sér-í
hljóðunum: „I loooooooove
mooooooooooooooooooney y yy y ”!
Um leið og hann þylur þetta læturl
hann sem hann fari höndum um
þykkan seölabunka sem hann
siöan þefar af meö sýnilegri vel-
þóknun og sælustunum. Söfnuöur-
inn heillast, þaö er sem heilagur
reykelsisilmur peninganna fari
um salinn, fólkiö kemst i snert-
ingu viö anda peninganna og leik-
ur kúnstirnar eftir meistaranum.
Þaö eru ekki peningarnir semf
eru rót alls ills, segir Ike, heldur
skortur á peningum. Þaö mikil-l
vægasta sem maður geti gert fyr-
ir fátæklingana sé aö fylla ekki
þeirra hóp.
Hinn þögli
meirihluti meðal
blakkra
Ahangendur hans eru heldur
ekki úrhópi fátæklinga. Þeir sem
fylla prédikunarsali hans, er
blökkufólk úr millistéttum sem
varla er hægt að segja aö sé rikt
en það er a.m.k. vel efnum búiö.
Þetta er sá hópur bandariskra
blökkumanna sem sjaldnast hef-
ur verið rætt um. Þetta eru hinir
lúsiönu, nægjusömu og löghlýönu
borgarar þessa kynþáttar, segir
Clayton Riley I New York Times
Þetta f ólk vill trúa þvi aö Ike fylgi
einhver dularkraftur og blessun.
Þaö skrifar honum bréf i tiL
beiðslu sinni og lýsir stuöningi
við sæluboðskap hans. Hann
sendir þeim tveggja sentimetra
bút af rauðu ullarefni. Þetta er
„bænatuskan” sem hefur hinn
ótrúlegasta töframátt.
Mary Lee Learner heitir kona
nokkur sem var á áöurnefndri
samkomu i Detroit. Hún sagöi
blaöamanni aö hún heföi laumað
bænapjötlunni undir sængina hjá
syni sinum sem var forfallinn
heróinneytandi. Hann hafi snar-
hætt I dópinu.fengið sér vinnu og
fariö að leggja fé i banka. Onnur
trúkona,63 ára gömul, lagði tusk
una á brjóst sitt, þaö eina sem
hún hafði. Br jóstkrabbinn
stöövaöist. A sömu lund var
vitnisburður annarra guðs
þjónustugesta. Forhertir at-
vinnumorðingjar höfðu gerst lög-
hlýönir borgarar, brotthlaupnir
eiginmenn komu iörandi til
kvenna og barna eftir að Ike haföi
sent hinum einstæöu mæörum
pjötluna.
Guð er ekki
á himnum
Harvard-háskólinn varö svohri
finn af hinni „jákvæðu hugsun"
Ikes að ráöamenn hans buöu Ike
til fyrirlestrahalds i skólanum
Boöskapur Ikes er einfaldur og á
greiöan aðgang að mörgum:
„Guð er ekki reiður skröggur á
himnum. Guð er þú sjálfur. GuC
er I Detroit, Guö er I þér”. Hanr
klifar ekki á gömlu tuggunni um
að fólk eigi aö öðlast sælu (fá kök
una, „get the pie”) á himni
heldur hér á jörðu og það nú þeg
ar. „Kökuna eigið þaö aö fá héi
og nú”, segir Ike, „og rjómais og
kirsuber með”, bætir hann viö
Blaöamenn spurðu Ike hvaí
hann vildi segja um þá gagnrýn
að hann sinnti I engu málefnum
hinna bágstöddu blökkumanna
Bandarikjunum. Hann sagði aö
eins: „Ekkert”.
Aö morgni
10. mars 1976
í dag hyggja verkamenn
í baskahéruðum spánar
á víðtækar mótmælaaðgerðir
í dag búast svartstakkarnir
til ofbeldis gegn undirokuðum
seinþreyttum til vandræða
í dag stendur verkamaður
i san sebastian ungur að árum
með spegilbrot í hendi og
snyrtir dökka barta
(til vonar og vara ef elskan
skyldi af hendingu sjá hann)
i dag verður ungur verkamaður
troðinn undir af trylltum gæðingi
lögregluvarðstjóra í san sebastian
og öðlast á banastundinni hinsta
skilning á eðli stéttabaráttunnar
í dag geng ég glaður og áhyggjulaus
til vinnu minnar að nýafstöðnu
skammvinnu en afar farsælu
allsherjarverkfalli alþýðusambandsins
Rúnar Ármann Arthursson