Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 24
Fólkið i Firði. F.v. Einar bóndi óskarsson, Kristin Þorsteinsdóttir húsfreyja og Óskar Þórðarson
hreppsstjóri
Æðarvarp er með helstu Gamlir bátar í landi Skálmarnesmúla, tákn eyöi Múlatafla á Skálmarnesi.
hlunnindum margra jarða i leggingar i Múlahreppi.
Múlasveit.
MÚLAHREPPUR
í BARÐASTRANDARSÝSLU í EYÐI
Hreppamörk Múlasveitar eru Skiptiá i Kjálkafiröi og Deild vestanvert viö Kollafjörö.
UOtNIUINN
Sunnudagur 14. marz 1976
Múlasveit í A-Barða-
strandarsýslu fór í eyði í
haust og er þriðja sveitin
á Vestf jörðum sem eyðist
með öllu. Hinar eru
Sléttuhreppur og Grunna-
víkurhreppur i N-isa-
fjarðarsýslu eða Horn-
strandir eins og þeir eru
kallaðir í daglegu máli.
Eyðing Múlasveitar hófst
i seinni heimsstyrjöldinni
þegar bretavinnan laðaði
menn burtu. Þó komst
ekki skriðurá fyrr en um
fS
1960. Frá þeim tíma hefur
einn bærinn af öðrum
farið í eyði, og varð sú
þróun fullkomnuð sl.
haust þegar fólk f luttist á
brott frá þremur síðustu
bæjunum, Ingunnarstöð-
um, Múla og Firði. Þó er
þetta fólk ekki enn fulh
ráðið, á ennþá lögheimili
fyrir vestan og mun fara
þangað með fyrstu ferð í
vor. Erfitt mun þó verða
að hefja búskap af full-
um krafti á ný vegna
einangrunar, fámennis
og annarra vandræða.
I Barðstrendingabók er eftir-
farandi lýsing á Múlahreppi:
„Sveitin er öll hrjóstrug og
grýtt á mælikvarða þeirra, sem
vanir eru grasflæmum láglend-
ishéraðanna. Kalla má, að
hvergi sé samfelld engi, nema
helst á Skálmarnesi. öll ræktun
er ákaflega erfið og seinunnin.
Og margar engjar spillast nær
þvi árlega af möl og sandi, sem
óstýrilátir fjallalækirbera niður
brattar hliðarnar i leysingum á
vorin og i stórrigningum, sem
eru tiðum i austanátt á haustin.
Helstu landkostir eru: Kjarn-
gott sauðland og eyjarnar,
vegna æðarvarps og töðufalls.”
fjögur nes og smádali sem
ganga upp frá þremur fjörðum.
I innsveitinni er snjóþungt en
léttara út á nesjunum. Á Skálm-
arnesi og Svinanesi eru bestu
jarðirnar. bar eru allmikil
hiunnindi.
Að austanverðu við sveitina
er Gufudalssveit, þar sem
margir bæir eru komnir i eyði,
en að vestanverðu er Barða-
strandarhreppur þar sem byggð
stendur enn með blóma. Austur-
mörkin eru i gili, sem Deild
kallast, vestanvert við Kolla-
fjörð, en vesturtakmörkin um
Skiptiá i Kjálkafirði.
1 Barðstrendingabók, sem
gefin var út árið 1942, stendur
þetta skrifað um ibúa Múla-
sveitar:
„Ibúar þessarar fámennu og
afskekktu sveitar hafa hingað
til geymt i háttum sinum og
máli hið islenskasta i islenskri
þjóðarsál: Gestrisni, trúrækni,
drengskap og dug ásamt áhuga
á sögu og bókmenntum þjóðar-
innar, og ekki mun fegri né
hreinni islenska hljóma af ann-
arra vörum meðal alþýðu.”
Blaðamaður Þjóðviljans brá
undir sig betri fætinum og heim-
sótti tvær af þeim fjölskyldum
sem hurfu seinastar úr Múla-
sveit nú i haust. Það er fólkið úr
Firði á Skálmarnesi og Skálm-
arnesmúla.
Óskar Þórðarson hreppstjóri i
Firði býr nú i Eyjabyggðinni i
Grindavik ásamt konu sinni,
Kristinu Þorsteinsdóttur. Þau
eiga 7 börn og er það yngsta 15
ára. Hin siðari ár bjó Einar,
sonur þeirra, i félagi við föður
sinn.
Blaðamanni er tekið ljúflega
og fyrst er spurt hvenær þessi
þróun hófst að hreppurinn fór að
fara i eyði. Feðgarnir, Óskar og
Einar, rifja upp i sameiningu
hvenær einstakir bæir urðu að
eyðibýlum.en frá fornu fari hafa
15 býli verið i sveitinni. Or
þeirri upptalningu kemur eftir-
farandi listi með ártalinu sem
viðkomandi bær fór i eyði:
1944 Kirkjuból vestra
Vattarnes
1953 IHugastaðir
1954 Selsker
1959 Svinanes
1962 Bær
1963 Litlanes
Kirkjuból syðra
1965 Kvigindisfjörður
1968 Skálmardalur
1972 Hamar
1973 Deildará
1975 Ingunnarstaðir
Skálmarnesmúli
Fjörður
Öskar segir að samgönguleysi
hafi valdið miklu um eyðingu
Múlahrepps. Þar eru lokaðir
vegir allan veturinn og eina
sambandið við umheiminn hafi
verið vikulegar ferðir flóabáts-
ins Baldurs til Fjarðar. Þar er
þó engin bryggja til að lenda við
og þurfti þvi að róa með varn-
inginn i iand. Reyndin hefur
verið sú að menn birgðu sig upp
á haustin með t.d. oliu, fóður-
bæti og alla þungavöru.
Rafmagnsleysi telur Óskar
aðra orsök. Bændur hafa þurft
að keyra diselvélar sólarhring-
inn út á veturna og það sé dýrt
nú á dögum.
Þá hafa aukist mjög erfiðleik-
ar með smalamennsku eftir þvi
sem fleiri fluttust á brott. Vel
væri þó hægt að búa úti á
Skálmarnesinu ef hægt væri að
hindra fé i að fara inn i sveitina.
Siðustu 5 jarðirnar, sem i eyði
fóru, eru allar úti á Skálmarnesi
og stærstu og bestu jarðirnar
þar eru Skálmarnesmúli, sem i
daglegu tali er kallaður Múli, og
Fjörður. Þeir feðgar i Firði
höfðu á fjórða hundrað fjár, en
förguðu þvi að mestu i haust. Þó
á Einar fé á fóðrum á Seftjörn i
Barðastrandarhrepp. Samt er
erfitt land til ræktunar i Firði.
Þeir feðgar Segjast hafa nytjað
túnin suður á fjörðunum og þar
af leiðandi geta haft fleira fé.
Hins vegar er Fjörður mesta
hlunnindajörð hreppsins. Þar
eru veiddir 50—70 kópar á ári og
æðarvarp var mjög mikið.en er
orðið miklu minna nú vegna
aukins svartbaks og minks. Nú
fást um 20 kg af æðardúni en
áður allt að 50 kg.
Þau hjón, Óskar og Kristin,
segja að yngra fólkið hafi ílest
farið i burtu úr hreppnum.
Aðeins hafi verið örfáir á hverj-
um bæ a.m.k. á veturna. Þau
segjast ekki geta sagt það fyrr
en fardagar séu liðnir hvort
eyðing Múlahrepps verður
staðreynd. Þau eiga enn bú sitt
með öllum vélakosti fyrir
vestan.
A Borgarheiði 6 i Hveragerði
hittum við að' máli Jón
Finnbogason oddvita Múla-
hrepps og konu hans Þórdisi
Magnúsdóttur ásamt þremur
börnum þeirra hjóna, en þau
eiga fjögur. Orsakir eyðingar
Múlahrepps segja þau vera
strjálbýli, fámenni, stórt land
og lélegar samgöngur. Vegir
’ teppast snemma á hausti og eru
tepptir fram á vor.
Agætar fjárbújarðir eru i
hreppnum,en hefur orðið æ erf-
iðara að smala fyrir þá sem eft-
ir eru. Jón i Múla átti um 200
kindur en fargaði þeim flestum
nú i haust. Þá hafa verið veiddir
um 40—60 kópar á ári og fengist
6—7 kg af æðardún.
Aðspurð um félagslif i sveit-
inni segja þau að það hafi verið
litið og raunar ekkert siðustu
árin. A Vattarnesi var litið sam-
komuhús en það hefur ekkert
verið notað siðustu 30 árin.
Þau segjast hafa vitað það ár-
um saman að hverju stefndi
með eyðingu hreppsins og verið
að smávenjast þvi. Reynslan
eigi hins vegar eftir að sýna
hvort þetta á eftir að vera til
frambúðar.
—GFr.