Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976 Aðsókn fer minnkandi Þegar blaöamaður ÞjóOviljans fletti febrúarhefti HagtiOinda rak hann augun i aO á árunum 1972-1974 minnkaOi aösóknin aö Listasafni tslands ifr 31.995 áriö 1972 i 25.599 áriö 1973 og á árinu 1974 komu aðeins 16.314 gestir i safnið. Hér er þvi um nær helm- ingsfækkun aö ræöa. Til saman- buröar má geta þess að gesta- fjöldi Þjóöminjasafnsins stóö i staö öll þessi ár en þaö er i sama húsi. Blaðamaður hringdi þvi i Körlu Kristjánsdóttur starfsmann Listasafnsins og spuröi hverju þetta sætti. Hún sagði aö á árinu 1972 hefði veriö óvenju mikib um að vera vegna listahátiðar t.d. hefði verið mjög mikil aðsókn að stórri yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns ólafssonar og þar að auki hefði safnið verið með stóra sýningu I Kjarvalshúsi. Þá sagði hún aö fyrir nokkrum árum hefði Hjörleifur Sigurösson annast list- kynningu i skólum og hefði hann þá skipulagt hópferðir skólanem- enda i Listasafnið. Þegar hann hætti störfum lögðust þessar ferð- ir niður og væru þvi komur skóla- nemenda mun færri en áður. Karla sagði að erlendir gestir væru stór hluti af gestum safnsins og árið 1974 hefði verið slæmt túr- istaár. Þá sagði hún að nú væri aðsókn að glæðast á ný. A siöasta ári voru gestirnir 20.395 að tölu. —GFr. Þeim sem halda sunnudagsblaði Þjóðviljans til haga, skal bent á að á afgreiðslu blaðsins fást öskjur til þess gerðar að geyma blaðið i. Þær kosta kr. 500 stykkið.— Þjóðviljinn. „Gísl” frumsýnd- ur á Akranesi Skagaleikflokkurinn frumsýnir i dag i Bióhöllinni á Akranesi leikritið Gísl eftir Brendan Behan. Leikstjóri er Herdis Þorvaldsdóttir. Aöal hlutverk eru i höndum Halldórs Karlssonar, Þóreyjar Jónsdóttur og Þorsteins Kagnarssonar. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir: Áhafnaskipti fari fram á Seyðisfirði Ætu íiliV ii Kaupí ekki lir« K^hausa.fyhst ÞaJ eþódýeiKðen ok*'~- -• Okkai;. Fi’hnst vií «ttun/Á beÞj'a5* dft-ðn ? 01* A fundi bæjarstjórnar Seyðis- fjarðar, mánudaginn 8. mars 1976 var eftirfarandi tillaga, sam- þykkt samhljóða. 1. Það er alkunna að vér islend- ingar eigum nú i varnarbar- áttu við erlenda stórþjóð, vegna lifshagsmuna vorra. Siðan fiskveiðilögsagan var færð út á siðastiiðnu hausti hafa islensku varöskipin leitað hafnar á Seyðisfirði bæði til sjóprófa og viðgerða eftir á- rekstra, sem breskir dráttar- bátar og herskip hafa valdið og eins vegna slæmra veðurskil- yrða út af austnrlandi. 3. A Seyðisfirði er fullkomin að- staða til hverskonar viðgerða og viðhaldsá umræddum skip- um og telja má vist að hafnar- skilyrði séu hér með því besta á landinu, auk þess er hér stað- sett oliubirgðastöð fyrir aust- firðingafjórðung. 3. A Seyðisfirði situr sýslumaður N-Múlasýslu, hér hafa verið haldin sjópróf vegna sjóskaða ýmisskonar og landhelgis- brota. Vér teljum þvi alls enga þörf fyrir varðskip að sigla til Reykjavikur vegna sjóprófa, það styttir augljóslega út- haldstima skipanna og gefur þar af leiðandi veiðiþjófum aukið svigrúm. 4. Vér viljum vekja sérstaka at- hygli yfirvalda á þeim mögu- leikum sem bjóðast hér á Seyðisfirði til aukinnar þjón- ustu við Landhelgisgæsluna. Vér teljum t.d. engum vafa undirorpið að hagkvæmt mundi reynast að hér ættu sér stað áhafnaskipti á varöskip- um, en flugvél Landhelgis- gæslunnar kæmi þar augljós- lega að góðum notum, hægt væri að fljúga með áhafnir til og frá Egilsstöðum, en þaðan er aðeins um 25 km til Seyðis- fjarðar. Þessi ráðstöfun væri hvorutveggja i senn, til aukins sparnaðar I rekstri varöskip- anna og lengdi hvilartlma varðskipsmanna á heimilum sinum. 5. í framhaldi af framansögðu leggur bæjarráö eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjóm Seyð- isfjarðar. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykki að bjóða Landhelg- isgæslu alla þá aðstöðu og fyrirgreiðslu á Seyðisfirði sem uhnt er að láta i té i þvi augna- miði að auðvelda störf varð- skipsmanna við landhelgis- gæslu á austfjarðarmiðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.