Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 2S
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Nýr leikur
Stöðugt eru krakkar og
unglingar að finna upp á
einhverju skemmtilegu.
Stundum eru þetta leikir
sem gleymast strax, en
svo getur farið að smellin
hugmynd geri það sem
kallað er,„að slá í gegn"
og f ari eins og eldur í sinu
í hverfinu, skólanum og
jafvel víðar. Undanfarið
hefur máttsjá krakkana í
Austurbæjarskólanum í
spennandi leik sem þau
kalla MORÐINGJANN.
Lausn á
krossgátu
Sigrún Blöndal,
Hal lormsstað, Suður-
Múlasýslu, sendi hárrétta
ráðningu á síðustu kross-
gátu.
Lárétt: 1 hendur, 6. akur,
7. nótt, 9. tún, 11. át, 13
rakra
Lóðrétt: 1. hatt, 2. ek, 3.
nunna, 4, dró 5. rotta, 8.
tár, 10. úr, 12. á.
Finnst ykkur gaman að
krossgátunum? Viljið þið
fá krossgátu í hverju
blaði? Finnst ykkur að
lausn á krossgátunni ætti
að birtast i næstu Kompu
eða til dæmis í miðviku-
dagsblaðinu? Skrifið og
segið ykkar álit.
1.
Hérna er hópur 12 ára
krakka tilbúinn að byrja
leikinn. Þau heita, talið
f rá vinstri: Sigrún,
Marínó, Inga Rún, Guð-
björg, Elín, Hulda, Sig-
riður Margrét Á, Anna,
María, Þórgunnur og
Margrét B.
Kompan: Hvar lærðuð
þið þennan leik?
öll: Margrét B. kenndi
okkur hann.
Kompan: Hvar lærði
Margrét leikinn?
Margrét B: Bróðir
minn bjó hann til. Hann
var með hóp af félögum
sínum í útilegu í tjaldi og
þau voru úti i indíjána-
leik, en svo fór að rigna
og þau þurf tu að vera inni
í tjaldi, og þá þurftu þau
að finna upp á einhverju
til að stytta sér stundir.
Einhver var með spil og
þau sátu öll í hring. Einn
strákurinn fékk reyk í
augað og deplaði því. Þá
spurði ein stelpan: ,,Ertu
að blikka mig?" ,,Nei, ég
er að drepa þig!" sagði
hann. Þannig varð leikur-
inn til.
2.
Þátttakendur sitja í
hring. Allir fá eitt spil.
Það er ákveðið fyrir
fram að t.d. spaðagosinn
er morðinginn. Sá sem
fær hann lætur það ekki
sjást á sér, en situr um
færi að „blikka" ein-
hvern án þess aðrir sjái.
Sá sem blikkar er dauður.
3.
Ef eihver annar sér
hann blikka getur sá
ákært morðingjann, en þá
þarf annar (vitni) að
staðfesta kæruna, leggur
þá ákærði spilið upp og ef
það er spaðagosinn og
ágiskunin rétt er hann
búinn að tapa. Annars
getur hann haldið áfram
að drepa og kannski unnið
leikinn.
SAGAN AF
KOLLU
Ása litla fór með
mömmu sinni og pabba
upp í sveit til afa og
ömmu. Þegar hún kom í
sveitina sá hún litinn
heimalning. Þegar hún sá
hann varð hún strax hrif-
in af honum. Ása litla
fékk að leika sér við
heimalninginn. Afi spurði
Ásu hvort hún vildi skira
hann. Ása var fljót að
segja: „Já."
Þessi heimalningur var
kollóttur. Ása skírði hann
KOLLU. Þegar Ása var
að fara heim sagði afi að
hún mætti eiga litla
heimalninginn. Ása varð
himinlifandi og hljóp upp
<0/
I
! '
ifeli
i fangið á honum og
kyssti hann rembings-
koss.
Helena G. Gunnarsdóttir,
Holtsgötu 20.
Haf narf irði.
Meira af Jóni Oddi
og Jóni Bjarna
Kæra Kompa!
Ég þakka þér kærlega
fyrir bókina Meira af
Jóni Oddi og Jóni Bjarna,
en ég fékk fyrsta bindi í
jólag jöf,
kær kveðja,
Guðrún Hálfdánardóttir,
9 ára,
Freyvangi 17, Hellu,
Rang.
Það er gaman að fá verðlaunagetraunirnar að
svona bréf. Guðrún litla híin fékk bókina senda
var svo duglega að ráða f<"á Kompunni.