Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.03.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. marz 1976 Sunnudagur 14. marz 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍDA 13 iþróttir nýjar í sögunni íþróttamennska einsog hún tíökast nú með öllum sinum regluboðum og föstu skipulagn- ingu er i rauninni mjög nýtt fyrir- brigði. Hvaö iþróttirnar eru ung- ar á tslandi er augljóst hverjum þeim sem rennir huganum aftur til siðustu aldamóta, en iþróttir i nútiðarmerkingu eru reyndar ekki nema nokkrum áratugum eldri i forystulöndum þeirra. Þetta gaman byrjaði i Englandi eftir að iðnbyltingin hafði umbylt öllu þjóðlifinu á siðustu öld. Aður hafði það veriö þannig þegar menn tóku uppá einhverju til að hressa sig andlega og likamlega, þá var það leikur og skemmtun án skipulagsbundinna forma, menn notuðu tækifærið og brutust útúr aga hversdagsins. Afkastaregla og vinnuagi Nú er öldin önnur. Iþrótta- mennska er komin gifurlega langt frá frjálsum leik. Þetta tvennt hefur svo að segja enga snertifleti. Allt er bundið i form þar sem afkastareglan situr i fyrirrúmi, niðurstaðan er mælan- leg og verður i tölum tjáð. Hver grein iþrótta er að jafnaði bundin i þannig formviðjar að iðkun hennar fer fram með svipuðum hætti og vinna i nútima iðjuveri: allt er metið, mælt og vegiö, — og: agi verður að vera! Er ekki augljóstað iþróttaiðkun unglingsins er góður undirbún- ingur undir launavinnu fullorð- insáranna? Heppilegur undirbún- ingur ekki aðeins i þannig merk- ingu að skrokkurinn muni þola stritið betur (það er nú stundum vafasamt!), heldur — og ekki sið- ur — þannig að skilja að andinn beygi sig auðmjúkar undir vinnu- Eru íþróttir menningarþáttur æm gagnrýnin vinstri stefna hefur ekki sinnt sem skyldi? Alltof oft sést vinstri mönnum yfir þá staðreynd að íþróttir eru sú grein menningar eða þáttur sem höfðar til einna flestra. Iþróttahreyf ingin er lif- andi fjöldahreyfing með meiri skírskotun til al- mennings af öllum stigum en nokkur önnur tóm- stundaiðkun hef ur upp á að bjóða. Það skiptir þvi máli hvers eðlis þau félagslegu viðhorf eru sem ráða ríkj- um i íþróttahreyfingunni, — hvert er samfélagslegt eðli íþrótta yfirleitt og hverskonar manngerð mótast í andrúmslofti keppnisíþróttanna. Einnig þurfa menn að velta því fyrir sér í alvöru hvort það sé æskilegt að fólk yfir 25 ára aldri skuli varla sjást nálægt neinni iþróttastarf- semi nema þá sem óvirkir agann. Og verður maðurinn allur þá ekki þeim mun auðsveipari þegn i þvi samfélagi sem auð- magnið stýrir. Svei þvi! Þá er nú Lyftingamaður. Oftar en ekki eru þessi „vöövabúnt” ávöxtur markvissrar þjálfunar. Ella væru þetta einungis vörpulcgir menn, ekki afbrigðilegir. Heilbrigð sál I hraustum llkama? áhorfendur, siðari árin reyndar aðallega við sjón- varpstækin sín. Og hvaða afstöðu vilja menn taka til innrásar auðmagnsins í íþróttaheiminn, með aug- lýsingastarfsemi, umboðs- mennsku og gyllandi framboði af íþróttavörum, en þar hefur myndast al- veg sérstakur eftirsóttur markaður. betra að lesa góðar bækur og byggja þannig upp sanna menn- ingu. Veruleikafirrð vinstri manna Ýmsar kenningar eru uppi i þessa átt, en þeim er það sameig- inlegt að vera til þess fallnar að fylla róttæka menntamenn óbeit gagnvart iþróttum, — hversu margir lita þeir ekki niður á iþróttirnar og iðkendur þeirra? En hvað er þetta annaö en veruleikafirrð? Menn eru að af- sala sér snertingu við veigamik- inn hluta þjóðlifsins. Hroki gagn- vart áhugamálum almennings kemur hinum hrokafullu fremur i koll en hinum. Látum nú hugsjónafulla kenn- ingasmiði háskólanna lönd og leið, og vikjum ögn að pólitiskum og ópólitiskum fjöldahreyfingum. Hvernig lita fjöldaflokkar hinnar sósialisku hreyfingar á iþróttirn- ar? Hvað gera verkalýðsfélögin i iþróttamálum, þessi breiðu hags- munasamtök hins vinnandi fjölda? Ekki geta þau leyft sér það sama og vinstri villingar há- skólanna að umgangast iþróttirn- ar með upphöfnu kæruleysi, köldu afskiptaleysi? Uppdráttarsýki ung- mennafélaganna Við skulum fyrir það fyrsta gera okkur ljóst að iþróttastarf- semi fer yfirleitt ekki fram nema innan vébanda einstakra iþrótta- félaga, sem ekki hafa annað á starfsskrá sinni en iðkun iþrótt- anna. Undantekning eru islensku ungmennafélögin, en var ekki sú undantekning sterkari i fortiðinni en hún er i nútiðinni? Ungmenna- félögin hafa nefnilega ekki haslað sér völl i bæjunum svo nokkru nemi, og með breyttri búsetu i landinu ná þau þvi til æ minni hluta þjóðarinnar. I annan stað virðist svo sem iþróttaiökun hafi að miklu leyti skilist frá öðru starfi ungmennafélaganna og starfsemi þeirra að þessu leyti dragi mjög dám af þvi sem tiðk- ast i „hreinum" iþróttafélögum. Það verður þvi haft fýrir satt að sú tenging iþrótta og þjóðmálaá- huga sem ungmennafélögin stóðu að á fyrstu áratugum aldarinnar, sé nú tæpast lengur til i starfi þeirra. íþróttafélög og pólitík Fyrsta ávirðing iþróttafélag- anna er semsé sú að þau einangra iðkun iþrótta frá annarri uppeld- is-, tómstunda-, menningar- og þjóðmálastarfsemi. Þetta tengist áreiðanlega hinum ströngu reglu- boðum iþróttamennskunnar sem félögin leggja alla áhersiu á að halda og efla. Þessar aðstæður gera tómstundir þeirra unglinga, sem iþróttafélögin soga að sér, einhæfari en þær þyrftu að vera. Þetta leggst svo býsna þungt á tvo eiginleika sem blunda i eðli allra manna: frumleika og frum- kvæði. t orði kveðnu eru iþróttir hlut- lausar i stjórnmálum. lþróttafé- lögin gera þetta að hálfgerðu trú- aratriði. Þegar bent er á einstök dæmi um það að iþróttafélögin standi frammi fyrir ákveðnu póli- tisku vali, er venjulega reynt að visa þvi á bug með reglunni: sannur iþróttamaður hugsar bara um iþrótt sina og keppir við hvern sem er, hvaðan sem hann er. Vissulega hefur áminnst regla á- kveðið pólitiskt gildi þegar her- foringjastjórnin i Chile sendir iþróttamenn sina, tennisleikara eða aðra, til þátttöku i kappleikj- um eriendis. Hefur ekki stundum þurft þrýsting frá vinstri sinnum og frjálslyndu fólki til að knýja forystumenn iþróttahreyfingar- innar til afstöðu i heimspólitisk- um málum: maður hunsar fasist- iska valdaræningja eða skal hundur heita sjálfurj Sættir menn við kerfið Innan allra venjulegra Iþrótta- félaga fer semsé fram stórkost- lega umfangsmikil uppeldisstarf- semi að þvi marki að svipta ung- linga allri pólitiskri vitund. Þetta sættir þá uppreisnargjörnu við þjóöfélagið einsog það er. tþrótt- irnar sjálfar eru sagðar efla með fólki þá eiginleika sem eru póli- tiskt hlutlausir: viljastyrk, bar- áttuþrek og aga. Að þessu sé keppt, i þessum tilgangi séu sett met á met ofan. Lærðu að stjórna sjálfum þér og vertu ekki að hugsa um þjóðfélagið, þá verður lif þitt farsælt! Hverjum kemur það vel að upp- vaxandi æskulýður nái ekki átt- um i samfélaginu? Vitanlega auðvaldinu og forsjármönnum þess. t þessu ljósi skoðað er það ugglaust engin tilviljun að ráð- andi menn i æ fleiri iþróttafélög- um eru yfirlýstir ihaldsmenn i skoðunum og reynast tilbúnir til að veita ihaldinu brautargengi á opinberum vettvangi. Stundum er einsog þeir noti iþróttahreyfing- una sem stökkpall. Hvar er þá pólitiska hlutleysið? Uppsker hver sem hann sáir? Er eðli iþróttanna slikt að vinstri menn geti ekki annað en sætt sig við þetta ástand? Það er mikið vafamál. Margt er hægt að segja, bæði með og móti. Litum aðeins á keppnisiþrótt- irnar, þetta hvimleiða fyrirbæri sem er svo einfalt að gagnrýna og fordæma, en áreiðanlega ekki jafn auðveltað kveða niður þvi að þær búa yfir sterku aðdráttarafli. Auðskilin rök mæla gegn keppnisiþróttunum: þær leggja áherslu á samkeppnisanda i stað samstöðu og samhjálpar, þær ýta undir óeölilega einstaklings- hyggju og gera menn frábitna fé- lagshyggju. Það verður i augum iðkendanna, keppendanna, að náttúrulögmáli að einn sé framar öðrum, verðlaun og verðleikar haldist i hendur. Ef lagskipting er ófrávikjanleg' regla i iþróttum, hvi skyldi hún ekki vera rikjandi regla i þjóðlifinu að öðru leyti? Varalið löggæslunnar Fleira er i dæminu á hina nei- kvæðu hlið: tþróttirnar verða einskonar uppbót á hina firrtu vinnu mannsins við framleiðslu- störfin. Þar finna menn ekki sjálfa sig, hafa ekki ánægju af störfunum (t.d. við færibandið), vinnan skapar vonbrigði og leiða. Hve gott er þá ekki að geta lagt sig fram við eitthvað sem likist vinnu en er þó utan hennar, og fá þar einhverja þá fyllingu sem vantaði. Og minni hætta á að menn krefjist þeirra breytinga á vinnuferlinu sem gætu þá gefið slika fyllingu. tþróttirnar verða þá að tæki til að veita mönnum út- rás fyrir allt það sem þeir fara á mis við ella. Þær verða einskonar öryggisventill eða eldingarvari. I öllum þessum skilningi eru hinar skipulögðu iþróttir hluti af „hugmyndafræðilegri yfirbygg- ingu” auðvaldsþjóðfélagsins, til þess ætlaðar að halda fólki i skefjum. A svipaðan hátt og skólakerfi, fjölskyldan, fjölmiðl- ar. Þetta sýnist eftilvill dálitið flókið, en þó er ástæða til að staldra hér við og segja: málið er ekki svona einfalt, það eru fleiri fletir á þvi. Sjálfsskynjun hins snauða Hvaða ástæða er til þess fyrir vinstri menn að una þvi að það þrek og sá viljastyrkur sem menn geta áunnið sér við rétta og hæfi- lega iðkun iþrótta komi auðvald- inu einu að gagni? Auðvitað engin — nema þá sökum aumingja- skapar i félagsmálum. Eða þarf sósialisk hreyfing ekki á þvi að halda að fylgismenn hennar séu áræðnir og þolnir? Ég trúi að Maó formaður hafi sagt ýmislegt já- kvætt um iþróttir fyrir fólkið. Minna má á það að iþróttir — einmitt hinar örgustu keppnis- iþróttir — hafa verið liður i þjóð- legri endurvakningu á ýmsum stöðum og timum. Þær hafa kennt minnihlutahópum, t.d. svörtum i Ameriku, að finna til máttar sins. Þegar Múhameð Ali slær and- stæðinga sina i rot, slær örar margt hjartað undir svörtu skinni og skynjar að dagur frelsisins getur verið i nánd. Meö Ali i hópn- um erum við sterk! Iþróttahreyfing verkalýðsins Sú var tiðin að verkalýðshreyf- ingin átti sér sin eigin iþróttafélög i Þýskalandi, á Norðurlöndum og sjálfsagt viðar. tþróttahreyfing verkalýðsins hafði sérstaka stefnuskrá og þar var nú ekki veriðað fara i launkofa með þjóð- félagslegan og pólitiskan tilgang iþróttanna. Þessi hreyfing leið undir lok i fasisma 4. áratugarins og vegna sáttfýsi jafnaðarmanna við kerfið. t stefnuyfirlýsingu Iþrótta- hreyfingar verkalýðsins i Dan- mörkusagði: „Við viljum þroska likamann alhliða og til fulls jafn- vægis, gagnstætt einhliða þjálfun við eftirsókn eftir metum. Með iðkun iþrótta viljum við gefa unga fólkinu likamlegt þrek svo að það geti barist til sigurs i andlegri, fé- lagslegri og stjórnmálalegri frelsisbaráttu alþýðunnar”. Burt með einokun borgaranna Væri nú ekki nær fyrir stjórn- málaflokka verkalýðsins á okkar dögum að endurvekja þessa gömlu hugmynd um iþróttahreyf- ingu i tengslum við verkalýðsfé- lög og vinstri stefnu i stað þess að setja i stefnuyfirlýsingar mark- litil ákvæði á borð við þetta: „Tryggja ber öllum unglingum tækifæri til likamsþjálfunar með iðkun iþrótta” (dæmi frá Dan- mörku). Reyndar er þetta ekki alveg innihaldslaus klásúla, þvi að slik stefna sættir sig við einok- un hinna borgaralegu iþróttafé- laga á skipulagðri iþrótta- mennsku. Svona eru vinstri menn miklir fangar kerfisins. Það efni sem hér hefur verið borið á borð er sniðið eftir hug- leiðingum sem danskur hnefa- leikari hefur birt á prenti. Hann ersvoáræðinnaðkoma fram með ákveðnar tillögur tii úrbóta, það mætti kannski nefna það drög aö stefnu vinstri manna i iþrótta- málum. Vinstri stefna í íþróttum tþróttir eru fyrst og fremst til að taka þátt i þeim. ekki til að horfa á þær, og er þetta ekki sagt i þeim tilgangi að neita fólki um góða ánægju. Breyta þarf þjálfunaraðferðum þannig að minna sé lagt uppúr fastri reglu en meira gert að þvi að glæða frumkvæði og sjálfstæði. Alltaf þarf að gæta þess að iðkun iþrótta sé skemmtileg og sem leikur væri, og er þá um leið haft i huga að einhver æðsta nautn manna er að ná settu marki. tþróttamaðurinn á alltaf að hafa gagnrýna afstöðu til iþróttar sinnar og þannig sé unnið gegn einhæfni. t hverjum leik er skap- andi þáttur, hann má ekki hverfa i iþróttum heldur. Þegar við keppum i iþróttum skulum við gæta þess að keppnin leiði okkur ekki út i andféiagslegt atferli og aðrar öfgar. iþróttir sem menningar- starfsemi Gera þarf öllum kleift að iðka iþróttir, báðum kynjum jafnt, öll- um aldursflokkum, einnig þeim sem eru yfir hálfþritugu. Al- menningsiþróttir skal setja hærra en kappleiki með völdum hetjum og haga fjárveitingum til iþrótta- starfsemi i samræmi við það. Spyrna ber gegn fjárfestingu auðmagnsins i iþróttúm, hvort sem hún birtist i auglýsingafarg- ani eða i kaupmennsku sem gerir iþróttagreinar að féþúfu sinni. Við hönnun og byggingu iþróttamannvirkja skal þess gætt að iþróttir eru menningarþáttur sem vel á heima með ýmsum öðr- um þáttum menningar. (Má minna á rómversku böðin og allt það sem þar fór fram af tagi iþrótta, leikja, uppbyggingar, hvildar, hressingar að ýmsu öðru ónefndu). Spurning án svars Að lokum má svo velta þvi fyrir sér hvort þessi vinstri markmið náist frekar með stofnun sérfé- laga eða með starfi „rauðra liða" innan núverandi „hvitra” félaga. t þvi sambandi mætti margt segja um skrifræðisstjórn iþróttafélaganna og um það hvernig unglingarnir — alla vega i stóru félögunum — eru afskornir frá þroskandi félagsmálaþátt- töku. Hvernig verður sigrast á skrifræðinu? (Þýtt og endursagt — hj) Fjölbragðaglima minnir meir á kappleiki rómverja en á reglusport englendinga. Knattleikir gefa læri á býsna alhliða hreyfingum. Samspil, flétta, uppbygging leiks og úrvinnsla byggist á fjölþættum hæfileikum, einkum hjá þjálfaranum, og þetta er gagnlegt fyrir væntanlega atvinnuhermenn. iþróttamaöurinn leikur sér. Einnig hann þarf að ,,slappa af” frá iðkun sinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.