Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 3
Miövikudagur 17. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hailgrimur Jakobsson. Hallgrímur Jakobsson látinn Rœtt við Gils Guðmundsson alþingismann um landsþing Sósíalíska vinstri flokksins Hinn nýi stjórnmálaflokkur norskra vinstrimanna, Sósialiski vinstriflokkurinn (Sosialistisk Venstreparti), hélt flokksþing sitt dagana 20.—22. febr. sl. Gils Guðmundsson, alþingismaður, sat þingið sem gestur af hálfu Al- þýðubandalagsins i boði Sósial- iska vinstriflokksins. Þjóðviljinn hafði tal af Gils af þessu tilefni og fer viðtalið hér á eftir: Frá vinstri: Berge Furre, formaður Sósialiska vinstriflokksins, Berit As, varaformaöur og Reidar T. Larsen, formaður þingflokksins. Alger samstaða með íslend- í fiskveiðideilunni í gær andaðist I Reykjavik Hallgrimur Jakobsson, kennari 67 ára . að aidri. Hallgrimur var fæddur á Húsavik 23. júli 1908. Hann var lengi tónlistarkennari við Austurbæjarskólann i Reykja- vik. Hallgrims verður minnst hér i blaðinu siðar. Aöstand- endum hans vottar Þjóðviljinn samúð. mgum — Þetta þing er sögulegt að þvi leyti að það er fyrsta reglulega landsþing Sósialiska vinstri- flokksins, sagði Gils, — þar sem setu áttu á þvi einungis kjörnir fulltrúar flokksins, en ekki eins og áður á undirbúningsráðstefnum fulltrúar valdir af hinum ýmsu fiokkum og flokksbrotum, sem voru að leita að formi fyrir sam- einingu. — Þar var um fern samtök að ræða? — Já, Sósialiska þjóðarflokk- inn, Kommúnistaflokk Noregs, vir.strisósialdemókrata og sam- tök óflokksbundinna vinstri- manna. Sameining þessara aðila, sem hófst fyrst og fremst með samstöðu þeirra I baráttunni gegn aðild Noregs að Efnahags- bandalagi Evrópu, hefur ekki gengið árekstralaust, og sætti þar mestum tiðindum að meirihluti fulltrúa á flokksþingi Kommún- istaflokksins siðastliðið haust felldi tillögu um að leysa flokkinn upp, eins og að hafði verið stefnt um alla þessa fjóra vinstriflokka og hópa. Endanlega gengiö frá stofnun flokksins — Hvað er hið helsta af þvi, sem á þinginu gerðist? — Á þvi var endanlega gengið frá flokksstofnun og samþykkt með nær öllum atkvæðum að eftir fyrsta mai nk. geti enginn félags- maður i Sósialiska vinstriflokkn- um verið i öðrum stjórnmála- samtökum. Þetta ákvæði virðist ekki valda erfiðleikum nema i sambandi við félagsmenn i Kommúnistaflokknum. Telja kunnugir að um það bil helmingur félagsmanna i þeim flokki sé orð- inn aðili að Sósialiska vinstri- flokknum, en helmingurinn standi fyrir utan með fiokksheit- ið. Það virðist sem sé svo, að það liggi ljóst fyrir að Kommúnista- flokkur Noregs klofni til helminga og að þeir flokksmenn, sem ekki gangi i Sósialiska vinstriflokkinn, muni áfram halda Kommúnista- flokknum við sem sérstökum flokki. — Hver voru helstu mál þings- ins að öðru leyti? — Skipulagsmál flokksins voru að sjálfsögðu mjög ofarlega á baugi á þinginu, sem sótt var af um 250 kjörnum fulltrúum. En auk þess var mikið rætt um leiðir til þess að bægja frá norskri al- þýðu verstu afleiðingum auð- valdskreppunnar og með hvaða hætti norskir sósialistar ættu að snúast við þeirri staðreynd, að Noregur er að verða oliuveldi. t beinum og óbeinum tengslum við þetta höfuðviðfangsefni var svo rætt mikið um „ökopolitikk”, hvernig sé hægt að koma i veg fyrir að þær auðlindir, sem ekki endurnýja sig sjálfar, verði að engu gerðar. t þvi sambandi var töluvert rætt um fiskveiðimál og auðlindalögsögu. Sósialiski vinstriflokkurinn hefur, sem kunnugt er, barist fyrir tafar- lausri og einhliða útfærslu við Noreg, fyrst i 50 milur, en nú i 200 milur. t þessu máli, sem er mikið hitamál i Noregi, hefur þessi flokkur algera samstöðu með is- lendingum, en hefur átt mjög undir högg að sækja, þar sem bæði sósialdemókratar og borg- aralegir flokkar hafa rekið allt aðra hafréttarpólitik i reynd, eins og kunnugt er. Mál málanna í Norður-Noregi — Nýtur útfærsla mikils fylgis hjá almenningi? — Það sögðu mér fulltrúar frá Norður-Noregi, að allt frá Þránd- heimi og norður úr sé krafan um útfærslu mál málanna hjá öllum þorra manna. Og ég varð þess mjög greinilega var á þessu þingi hversu málstaður islendinga i fiskveiðideilunni við breta átti miklum og eindregnum stuðningi að fagna. Fulltrúar á þinginu, og þó einkum fulltrúar frá Norður- Noregi, töldu að islendingar hefðu ekki aðeins verið að berjast fyrir sinum rétti og sinum hagsmun- um, heldur einnig fyrir lifshags- munamáli norskra fiskimanna og annarra norðmanna, sem eiga framfæri sitt undir sjávarútvegi. Það hitaði mér óneitanlega um hjartarætur, að eftir að ég hafði flutt þingfulltrúum ávarp á minni haltrandi norsku, fékk ég svo góð- ar undirtektir að ég hef aldrei fengið aðrar eins i ræðustóli. Það Framhald á bls. 14. Myndin er úr Þyrnirósuballettinum. A myndinni eru örn Guðmunds- son, Björn Sveinsson, Asmundur Asmundsson og Auður Bjarnadóttir, en hún dansar sóió i Þyrnirósu á laugardagssýningunni. Aukasýning á ballettunum Akveðið hefúr verið að hafa aukasýningu á ballettum þeim, sem frumsýndir voru i Þjóðleik- húsinu i byrjun þessa mánaðar. Sýningin verður á laugardaginn kl. 15 og verður s.k. fjölskyldu- sýning; verð aðgöngumiða verður hið sama og á barna- sýningar. Verð fyrir börn er kr. 450 i sal og á neðri svölum og kr. 250 á efri svölum. Verð fyrir full- orðna er kr. 600 i sal og á neðri svölum og kr. 350 á efri svölum. Hér er um að ræða þrjá ball- etta: Úr borgarlifinu eftir Unni Guðjónsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar; Dauðinn og stúlkan eftir Alexander Bennett við tónlist Schuberts og nokkur atriði úr Þyrnirósu i dansgerð Bennetts við tónlist Tsjaikovskis. Ballettar þessir voru sýndir tvi- vegis á dögunum við mikla hrifn- ingu áhorfenda. 1 sýningunni koma fram fslenski dansflokkur- inn og nemendur úr listdansskóla Þjóðleikhússins. Atta stúlkur eru nú i dans- flokknum og dansa þær allar sóló i sýningunni. Þær eru: Auður Bjarnadóttir, Asdis Magnúsdótt- ir, Guðrún Pálsdóttir, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Helga Bem- hard,IngibjörgPálsdóttir, Nanna ólafsdóttir og Ólafia Bjarnleifs- dóttir. Aðrir sólódansarar i sýningunni eru örn Guðmunds- son og Randver Þorláksson leik- ari, en alls koma um 30 dansarar fram i sýningunni. Nú ríða hetjur úr héraði Islenskar þinghetjur í heimsókn hjá „vinum” okkar í Brussel Þessa dagana eru 4 islenskar þing- og frjálsræðishetjur i heimsókn hjá Jóseppi Luns og öðrum „vinum” islendinga og bandamönnum i aðalstöðvum Nato i Briissel. Ferð þessi mun farin á vegum Samtaka um vestræna samvinnu, en fram- kvæmdastjóri þeirra er hinn góðkunni starfsmaður Nato á Islandi, mannvinurinn mikli Magnús Þórðarson. Þeir sómakæru þingmennsem þiggja hið göfuga boð eru Eggert G. Þorsteinsson sem einu sinni var sjávarútvegsráð- herra við glæsilegan orðstír. Annar i förinn er verkalýðs- leiðtoginn og sá er sumir segja að langi i embætti sjávarút- vegsráðherra, Guðmundur H. Garðarsson. Sækir hann sér væntanlega styrk til að fá þaö embætti til Luns bróður besta. Frarhsókn á að sjálfsögðu einnig menn i förinni. Eru það Gunnlaugur Finnsson og Stefán Valgeirssoij. Leikur grunur á að þeir hafi fært Luns að gjöf heiðurseintak af hinum opnu bréfum dómsmálaráðherra til Þorsteins, svona eins og til að sýna Luns á hverju hann megi eiga von verði hann ekki þægur á næstunni og sú mafia sem á bak við hann stendur. En burtséð frá öllu gamni, er það vitanlega alvarlegur at- buröur, að tólfti hluti islenskra þingmanna leggist svo lágt að þiggja boð þess' bandalags er við islendingar eigum nú i striði við einmitt af þvi að við teljumst þar félagar. Ekki berast spurnir af þvi enn að þeir háfi einu sinni staðið i annan fótinn er þeir lutu Luns, eins og sagt var um einn forföður okkar sem með þvi kvaðst standa á rétti sinum er hann laut hátigninni danakon- ungi i kveðjuskyni. Nei hvorki þessir þingmenn né aðrir kol- legar þeirra, sem eru jafn geð- stórir og hugprúðir, eru til þess „FRJALSRÆÐISHETJURNAR GÓÐU" Eggert Gunnlaugur Guðmundur Stefán liklegir að standa á rétti íslands i Brussel. Sá réttur hefur þar aldrei átt hljómgrunn og fær seint. Herstöðvarnar eru vafa- laust fagrar og kokkteillinn sæt- ur i glösunum hjá Luns, og við eigum ekki þinghetjur til að af- þakka hann. Þess i stað skulum við skála við Luns sem færði okkur „sáttatilboðið góða” frá bretum, en hefur nú lagt niður skittið i leikinni samúð sinni með okkur. Forseti Bandarikjanna, fyrrverandi, John F. Kennedy, skrifaði eitt sinn bók sem nefnd- ist „Hugprúðir menn”. Tók hann þar saman þætti af stjóm- málamönnum sem þorðu að standa og falla með skoðun sinni, og áttu aðdáun hans fyrir vikið. Okkar þinghetjur sem nú eru i Brussel eiga enga skoðun. Við þá eiga orð, Hávamála: „Litilla sanda.^ litilla sæva. litil eru geð guma”. —erl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.