Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. mars 1976
Miövikudagur 17. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9
I
INDÍÁNAR
ESKIMÓAR
I
ÉR
Frá eskimóum i Kanada.
„Jafnvel þótt við fengjum ekki
allt, sem við vildum, erum við
reiðubúnir til þess að snúa aftur
til samfélaga okkar og verja þar
samninginn.”
Svo mælti þreytulegri raust
Charlie Watt, forseti samtaka
eskimóa i kanadiska fylkinu
Quebec, The Northern Quebec
Iniut Association, seint um
kvöldið ellefta nóvember 1975.
Watt hafði þá, ásamt með leið-
toga kri( Cree)-indiána, uridir-
ritað mikilsháttar samning við
rikisstjórnir Kanada og Quebec.
Sá samningur felur i sér að eski-
móar þessir og indiánar fá meiri
eða minni yfirráð yfir 1.025.000
ferkilómetrum lands. Þar með er
lokið margra ára baráttu og
leiðin opnuð til að halda áfram við
byggingu hins tröllaukna James
Bay-raforkuvers, sem kallað
hefur verið „framkvæmd aldar-
innar” i Quebec. En var
samningurinn jafngóður fyrir
indiánana og eskimóana, sem
„siðan á morgni timans” hafa
íifið á þvi geysiviða svæði, sem
nú er norðurhluti Quebec?
Indiánarir á þessu svæði eru nú
um 6.500 og eskimóarnir um 4.500.
Eftir nokkra daga, eða þann
ellefta mars, verður ljóst hvort
Charlie Watt hefur tekist að sann-
færa eskimóa svæðisins um að
samningur þessi sé þeim i hag.
Staðfesti þeir samninginn, er bar-
áttunni um veiöilendurnar við
James Bay endanlega lokið.
Samfélög indiánanna þarna hafa
þegar staðfest samninginn. Þeir
voru þegar búnir að þvi áður en
höfðingi þeirra undirritaði hann.
Hinsvegar mótmæltu ibúar eski-
móabyggðarinnar Povungnituk
samningnum rétt áður en hann
var undirritaður, með þvi fororði
að Charlie Watt og The Northern
Quebec Iniut Association hefðu
engan rétt til að semja um rétt-
indi þeirra án þess fyrst að semja
við ibúa byggðarinnar sjálfa. Viö
þetta kom hik á menn, og eftir
skyndifund um málið i fylkis-
stjórn Quebec var ákveðið að gefa
eskimóunum fjögurra mánaða
frest til að ákveða hvort þeir stað-
festu samninginn eða höfnuðu
honum. Fylkisstjórnin var ekkert
ýkja hrifinn af að gefa frestinn,
en ýmsir aðilar, ekki sist rikis-
stjórn Kanada sjálf, lögðu
áherslu á að eskimóarnir fengju
hann. Yfirvöldin töldu sér mikil-
vægt að eftir á væri ekki hægt að
gagnrýna samninginn á þeim for-
sendum, að samþykkt hans hefði
verið knúin fram með klækjum
eða bolabrögðum.
Dómur Maloufs
Hin langa barátta indiána og
eskimóa i Quebec fyrir lands-
svæðum þeim, er þeir byggja,
hefur skipst i tvo meginkafla.
Framan af harðneitaði stjórnin i
Quebec þvi einfaldlega, að þeír
innfæddu hefðu nokkurn
samningsrétt. En i undirrétti i
Quebec felldi Albert Malouf
dómari þann dóm að James Bay-
framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar
uns úskurður fengist um réttindi
hinna upprunalegu ibúa landsins.
Fyrirtækið sem stendur að
framkvæmdunum, James Bay
Corparation, sem er á vegum
Quebecstjórnar, fékk að visu
hrundið dóminum fljótlega, en
hann hafði þó þau áhrif að stjórn-
in neyddist til að viðurkenna að
hér væri um að ræöa vandamál,
sem yrði að leysa. Robert
Bourassa, forsætisráðherra Que-
bec, greip þá.til þess ráðs að
bjóða þeim rúmlega 10.000
fá eignarrétt á 1,5%
landsvæða sinna
indiánum og eskimóum, sem á
svæðinu búa, um 150 miljónir
dollara i skiptum fyrir réttindi
þeirra.
Samkomulag um
meginatriði
Samtök indiána og eskimóa
visuðu tilboðinu á bug, en vorið
1974 hófst nýr þáttur i sögu máls-
ins, og i nóvember 1974 náðist
samkomulag um meginatriði.
Indiánar og eskimóar höfðu alltáf
haldið fast við það sjónarmið að
land þeirra væri ekki til sölu. Á
þeim grundvelli kom ekki til
greina að þeir tækju tilboði Bou-
rassa. Þeir fengu þessa kröfu
samþykkta i samningnum um
meginatriðin. 1 honum var út frá
þvi gengið að landssvæði þvi, sem
einkum var deilt um, yrði skipt i
þrennt eftir réttindum indiána og
eskimóa til þess. 1 fyrsta lagi
voru landskikar, sem indiánar og
eskimóar skyldu hafa öll yfirráð
yfir. 1 öðru lagi svæði, sem þeir
hefðu einkarétt til að veiða á. 1
þriðja lagi svæði, þar sem þeir
skyldu hafa einkarétt á að veiða
vissar dýrategundir, enda þótt
allir hefðu að ööru leyti aðgang að
svæðunum. Ennfremur skyldu
indiánar og eskimóar fá fébætur
og hönd i bagga með i stjórn þess-
ara landshluta. Samþykkt var
einnig að draga James Bay-fram-
kvæmdirnar saman á nokkrum
svæðum, þar sem liklegt var að
þær yllu mestum truflunum á lífi
indiána og eskimóa.
Dómsvaldið gegn
þeim innfæddu
Hinsvegar vantaði enn mikið á
að samkomulag hefði náðst um,
hve mikið land indiánar og eski-
móar skyldu fá til afnota i fyrr-
greindan hátt og hversu mikið
fjármagn þeir skyldu fá i bætur.
Um það náðist ekki samkomulag
fyrr en i nóvember s.l.
Við upphaf samningaumleitan-
anna höfðu menn komist að sam-
komulagium, að indiánar og eski-
móar skyldu ekki höfða mál gegn
stjórnarvöldum eða James Bay
Corporation, meðan á samninga-
umleitunum stæði. En áður en
þetta samkomulag hafði náðst,
hafði James Bay Corporation
áfrýjað dómi Maloufs. Það leiddi
fljótlega til þess að dómi Maloufs
var hnekkt. Það þýddi að hægt
var að halda áfram framkvæmd-
um við raforkuverið, hvað sem
indiánar og eskimóar sögðu. En
það tók yfirréttinn, sem hnekkti
dómi Maloufs, ár að koma sér
niður á dóm um aðalatriði máls-
ins, réttindi þeirra innfæddu. Og
þegar sá dómur var að lokum
felldur, var hann orðinn heldur á
eftir timanum. Viku eftir að
samningsaðilar höfðu náð sam-
komulagi um meginatriðin og
yfirvöldin höfðu þar með viður-
kennt, að indiánar og eskimóar
væru ekki réttindalausir með
öllu, komst téður yfirréttur, sem
fimm dómarar áttu sæti i, að
þeirri niðurstöðu að réttur þeirra
innfæddu væri svo litill að þeir
ættu ekki kröfu á skaðabótum
eða öðru sliku. Dómararnir bentu
á, að vegna orkukreppunnar yrði
Quebec að tryggja sér rafmagn,
og út frá þvi dæmdu þeir að ekki
væri hægt að taka tillit til indián-
anna og eskimóanna.
Harðar umræður
Það varð öllum óhugnanlega
ljóst að rétturinn hafði gert sig
að pólitisku tæki i þágu hagsmuna
fylkisstjórnarinnar. Dómurinn
kom að visu of seint til að stjórnin
gæti snúiö sig út úr samningnum
■i Paint Hills"
JAMES^
East m a n • j
Great Whale
r Fort Georgej
I
Rubert's Houset
Nemiscau Post
.A
: > ; -v> %'
- , k f’:
Matagami
• Amos
• Val d’Or
iChibougamau
J
~ Chapais
Waswanipi
‘ í
Mistassmi Post
CATEGORY I
CATEGORY II
CATEGORY III
Kortið sýnir hvernig þau landsvæði liggja, sem kri-indiánar skulu fá
mciri eða minni réttindi tii samkvæmt nýgerðum samningi við fylkis-
stjórn Quebec. Svörtu svæðin verða eign indíánanna, þau dökkgráu
þeim einum helguð til vciða, cn á þeim ljósgráu fá þeir aðeins tak-
mörkuð veiðiréttindi. Lönd eskimóanna eru norðar I fylkinu.
um meginatriðin, en engu að
siður spillti hann samningsað-
stöðu þeirra innfæddu. Þeim varð
nú ljóst að dómstólunum gætu
þeir ekki treyst og ættu varla
annars kost en að semja við
stjórnina með þeim skilyrðum
sem hún setti. Þeir gætu að visu
visað máli sinu til hæstarétts
Kanada, en þar myndi mála-
reksturinn taka fimm til tiu ár, og
áður en dómur félli þar, yrði búið
að ljúka við James Bay-fram-
kvæmdirnar.
Frá nóvember 1974 til sama
mánaðar 1975 stóðu yfir umræður
um hvernig samningurinn yrði
endanlega. Þær voru harðar, og
báðir aðilar gerðu sér ljóst að
þessi samningur gæti haft sögu-
lega þýðingu. I fyrsta lagi yrði
þetta fyrsti samningurinn milli
stjórnar fylkisins Quebec og
indiánanna og eskimóanna, sem
þar búa. I öðru lagi — og það er
enn mikilvægara — yrði þetta
fyrsti samningurinn milli yfir-
valda og innfæddra i Kanada á
siðari timum.
Indíánar og eski-
móar búast til
varnar
Stjórnvöldin drógu.enga dul á,
að fleiri samningar myndu fylgja
likir þessum. Hvarvetna i
Kanada norðanverðu eru
indiánar og eskimóar að búast til
átaka við yfirvöld hvitra manna.
Á siðustu tiu árum hefur fundist
mikið af olíu og jarðgasi á nyrstu
svæðum Kanada, með þeim af-
leiðingum að afskipti
„siðmenningarinnar” af þvi
stóraukast. Það á að leggja
þangað norður leiðstur, svo aö
hægt sé að leiða oliuna og gasið,
sem þarna eru undir isnum og
túndrunum, suður til þéttbýlu
svæðanna. Lika á að hefja málm-
nám i norðurhéruðunum og nytja
þar skóga, sem til þessa hafa að
mestu fengið að vera i friði.
Indiánar þeir og eskimóar sem
þarna búa, sjá fram á að þetta
umstang er liklegt til að hafa í för
með sér að menningu þeirra verði
tortimt með öllu, og hafa þeir þvi
hvarvegna tekið til við að skipu-
leggja sig til varnar.
Þrennskonar
landsréttindi
Hin endanlegi samningur hefst
með þvi að slegið er föstu að
indiánar og eskimóar i Quebec
norðanverðu afsali sér öllum rétt-
indum sinum sem þjóðernislegra
hópa. Þar á móti fá þeir ýmis
hlunnindi. Helst þeirra er
ákveðinn réttur til landsvæða,
sem skipt er i þrennt, eftir þeim
hlunnindum, sem indiánum og
eskimóum er áskilið áð hafa af
þeim.
1 fyrsta lagi er land, sem ótvi-
rætt verður eign indiánanna og
eskimóanna, og eiga yfirvöldin að
hafa mjög litla möguleika á að
gera það upptækt, svo fremi lög-
um verði hlýtt. Af þessu landi fá
kri-indiánar um 5.400 ferkiló-
metra og eskimóar um 7.250
ferkilómetra.
I öðru lagi er svo land, þar sem
indiánar og eskimóar hafa einir
rétt til að veiða dýr og fisk. En á
þessum svæðum getur stjórnin
látiö nytja auðlindir að vild. Þó
skal stjórnin i slikum tilfellum
láta nokkuð koma á móti, annað-
hvort fébætur eða önnur hlunn-
'indi, til dæmis ákveðinn nytjarétt
til annarra landssvæða. Af landi i
þessum flokki fá kri-indiánar um
62.500 ferkilómetra og eskimóar
um 80.000 ferkilómetra.
1 þriðja lagi er langstærsta
landsvæðið, sem verður öllum
opið, en indiánar og eskimóar fá
að veiða þar árið um kring og
einkarétt til veiða á loðdýrum.
Hlutdeild í
sveitastjórnum
Auk þessa fá þeir innfæddu 225
miljónir dollara i reiðufé og
rikisskuldabréfum, og á þetta
fjármagn að greiðast stofnunum,
sem þeir ráða sjálfir. Fyrstu
tuttugu árin má aðeins nota þetta
fé i samráði við stjórnarvöld.
Að lokum tryggir samningurinn
indiánum og eskimóum áhrif á
ýmsum sviðum. Ollu umræddu
landsvæði verður þannig skipt i
sveitarfélög, og er þeim tryggð
þátttaka istjórnum þeirra. Stofn-
að verður sérstakt fyrirtæki, með
þátttöku bæði James Bay-fyrir-
tækisins og þeirra innfæddu, og á
hlutverk þess að vera að tryggja
að iðnvæðingin á svæðinu verði i
framtiðinni aðeins framkvæmd i
samráði við hina upprunalegu
landsmenn. Þetta fyrirtæki á
einnig að koma á fót iðnfyrirtækj-
um þeim innfæddu til góða. Þá er
indiánum og eskimóum áskilin
þróunarhjálp til ýmissa hluta.
Þegar haft er i huga að 1973
vildi Quebec-stjórn yfirhöfuð ekki
heyra á það minnst að þeir inn-
fæddu hefðu nokkurn rétt, má
segja að indiánarnir og eski-
móarnir geti verið nokkuð
ánægðir með árangurinn. Héðan
af verður að minnsta kosti ekki
hægt að semja um land þeirra án
þess að taka tillit til þeirra
sjálfra. Sé á hinn bóginn litið á
samninginn með hliðsjón af þvi,
hvernig kringumstæður voru
áður en framkvæmdirnar miklu
hófustá James Bay-svæðinu 1971,
virðast þetta á hinn bóginn engin
kostakjör fyrir þá innfæddu.
Hlægilega lág
fjárhæð
Af 410.000 íermilna landsvæði
fá þeir eignarrétt á aðeins 1.5%
Framhald á bls. 14.
LEITIN AÐ ORKULINDUM NÆR TIL NYRSTU HÉRAÐA KANADA OG ÓGNAR LEIFUNUM AF MENNINGU FRUMBYGGJA ÞAR
Mestur hlut þess heróins sem fer
á heimsmarkað kemur frá norður
héruðum Thailands, Burma
og Laos.
Það er aðeins mjög lítili
hluti af öllu því heróini
sem framleitt er í heimin-
um sem lögregla og toll-
þjónar koma höndum yfir,
örfá prósent.
Engin leið önnur er til að
stöðva heróínverslunina
HERÓÍNIÐ kemur frá
„Gullna þríhyrningnum”
Það er aðeins mjög lítill hluti af öllu því heróini sem
f ramleitt er i heiminum sem lögregla og tollþjónar koma
höndum yfir, örfá prósent.
Engin leið önnur er til að stöðva heróinverslunina en að
stemma á að ósi — ráðast að bændum þeim sem rækta
valmúa í svonefndum ,gylltum þrihyrning'í Suðaustur-
Asíu. Þá verða menn að fá bændur þessa til að rækta
eitthvað annað, sem ber sig ekki síður en það sem þeir nú
fást við.
en að stemma á að ósi —
ráðast að bændum þeim
sem rækta valmúa i svo-
nefndum „gylltum þrí-
hyrningi" í Suðaustur-
Asíu. Þá verða menn að fá
bændur þessa til að rækta
eitthvað annað, sem ber
sig ekki síður en það sem
þeir nú fást við.
Þelta er sú mynd sem eitur-
lyfjastofnun Sameinuðu þjóðanna
hefur dregið upp. Og S.Þ. reyna
nú að fá bændur þá sem hér voru
nefndir til aö rækta kaffi i staðinn
fyrir ópiumvalmúa.
Likur benda til þess að
500—1000 tonn af hráópiumi komi
á ári hverju frá þessum „gyllta
þrihyrningi”, en þar er átt við
nyrstu héruð Thailands, Burma
og Laos. Og smjúga út á heims-
markað eftir ýmsum leiðum.
Bóndinn fær nokkra tugi þúsunda
króna fyrir eitt kg. af hráópiumi.
En þegar fullunnin vara er komin
á götu i einhverri af stórborgum
Vesturlanda, þá hefur verðið
þúsundfaldast....
Einkaherir
Það eru litlir „einkaherir” eða
ef til vill ætti beinlinis að kalla þá
bófaflokka, sem berjast um yfir-
ráð yfir framl. uppi i fjöll-
um „þrihyrningsins”. Án þess að
stjórnir viðkomandi rikja geti náð
fullum tökum á fjallaþjóðflokk-
unum á þessum slóðum er vonlit-
ið að hægt sé að stöðva þessa
ræktun og viðskipti. Oft er varan
meðhöndluð i hreinsunarstöðvum
uppi i fjöllum og hefur það
reyndar farið vaxandi að fram-
leiðslan flytjist nær ræktunar-
stað. Siðan er vörunni smyglað til
Kangkok er nú helsla útflutningshöfnin
Stríðiö í
Víetnam
hleypti
framleiðslunni
upp úr öllu
valdi
Bangkok i formi ópiumbasa eða
heróins.
Þaðan fer varan til Hongkong
eða Singapore með flugvélum eða
skipum, og siðan til Vestur-
Evrópu, en þar er Amsterdam
talin helsta miðlunarstöð og
geymslustaður.
Mestur hlut af framleiðslu
„gullna þrihyrningsins” fer til
Vestur-Evrópu, en bandariski
markaðurinn fær sitt heróin aðal-
lega frá Mexikó.
Saigonherforingjar
græddu
Aratuginn sem Bandarikin
háðu styrjöld i Indókina var stað-
an samt önnur. Þá var Saieon
lykilstöð i eiturlyfjaversluninni,
og heróinið hafði vissu hlutverki
aö gegna i bandariskri Indókina-
pólitik, eins og ýmsir sérfræð-
ingar hafa bent á. Háttsettir
herforingjar i Laos, Kambodiu og
Suður-Vietnam sem þjónuðu
hagsmunum Bandarikjanna voru
einatt aðalmennirnir i eiturlyf ja-
versluninni.
Valdabaráttan i forsetahöllinni
i Saigon stóð þvi ekki einungis um
pólitisk mál heldur einnig um
miljónatekjur af heróinverslun.
Bandarikin launuðu suður-
víetnömskum herforingjum holl-
ustu þeirra með þvi að loka aug-
uinmi fyrir hlutverki þeirra i
eiturlyfjaversluninni — enda þótl
sifcllt stærri hluti þess heróins
sem með var höndlað færi til
hinna handarisku hcrmánna i
Victnam og eyðilagði lif fjöl-
margra þeirra.
Það var á þessum tima að
framleiðslan jókst stórlega i
þrihyrningnum, ef til vill tifald-
aðist hún. Einkum framleiðsla á
þvi heróini sem kallast „brúnn
sykur” eða nr. 3. Þetta er nokkuð
óhrein tegund, sem inniheldur
25—28% af hreinu heróini. Meiri
gæðavara er Nr. 4 enda þarf
flóknari tilfæringar til að fram-
leiða hana. Það heróin er hvitt og
inniheldur meira af hreinu heró-
ini. • ' ’
Bangkok eina höfnin
En eftir að Bandarikjamenn
voru hraktir frá Indókina er
Bangkok ein eftir sem meirihátt-
ar útflutningshöfn og stóraukin
framleiðsla á „brúnum sykri" fer
nú á nýja markaði i Vestur-
Evrópu.
Þetta svæði er sem sagt mesta
framleiðslusvæði heróins, þar að
auki er Mexikó með i mvndinni,
og minna magn kemur frá
Afganistan og Pakistan. Sérfræð-
ingar SÞ leggja aftur á móti
áherslu á það, að nú sé valmúi
ræktaöur i Tyrklandi undir
ströngu eftirliti og er sú ræktun
einkum til morfinvinnslu til lækn-
ingaþarfa. Lögleg framleiðsla á
heróini til lækningaþarfa er mjög
litil, nemur um 40 kg á ári.
En hvað um Kina? Alltaf
öðru hvoru skýtur upp kollinum
orðrómur um að kinverjar fram-
leiði eiturlyf og smygli þeim til
annarra landa. En bæði frá sér-
fræðingum Sameinuðu þjóðanna
og frá bandariskum eiturlyfja-
spæjurum fá menn eitt og sama
svar:
— Að þvi er viö best vitum kem-
ur ekkert heróin frá Kina.