Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 4
» /«.o /r , , , I -* .• . n T* >/ ’4 SJÐA — ÞJÓÐVlLJINN Miövikudagur 17. mars 1976 DJOÐMHNN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. KENNING UM RISAVELDIN Menn mega oft heyra vangáveltur i þá veru, að tvö risaveldi hafi skipt heiminum á milli sin i áhrifasvæði og hefti með við- leitni sinni til að halda þessum áhrifum viðleitni smærri rikja til sjálfstæðrar þróunar. Til eru þeir, sem móðgast mjög yfir slikri kenningu og kenna hana við moðhausa. Annarsvegar er það talin goð- gá að likja kapitalisku stórveldi, Banda- rikjunum, við sósialiskt stórveldi, Sovét- rikin. Á öðrum vettvangi er það kennt við guðlast að bera saman lýðræðisriki og einræðisriki. Það er ekki nema rétt. að bessi tvö áhrifasterkustu stórveldi heims eru mjög ólik að gerð og áhrifum. Það er lika rétt að hafa mjög hugann við það, að áhrif þeirra hvors um sig á heimsmálin eru alls ekki föst og óhagganleg staðreynd. Bandariki, sem taka þátt i að kveða niður Hitler og hans lið, njóta allt annars álits en þau Bandariki sem með ýmislegum ljósfæln- um aðferðum styðja . eða koma til valda ómenguðum fasistastjómum eins og hvað eftir annað hefur gerst i Rómönsku Ameriku og viðar. Áhrif Sovétrikjanna eru einnig um margt þverstæðufull, ekki sist fyrir sósialista og aðra vinstrisinna sem vilja gera sér ljósa grein fyrir þýð- ingu lands Októberbyltingarinnar fyrir framgang eigin hugsjóna. Þá geta menn minnt á ómetanlegt framlag sovétmanna til sigurs yfir nasismanum. Á það, að án sovéskrar aðstoðar hefði Kúba ekki fengið staðist afleiðingar efnahagslegs og dipló- matisks refsingastriðs Bandarikjanna. Eða þá áhrifarika aðstoð við baráttu þjóða Indókina gegn bandarisku ofurefli. Á hinn bóginn er það ljóst, að þegar sovéskir herir eru látnir kveða niður hina frægu tilraun tékkóslóvakiskra kommúnista til að sameina sósialiskt efnahagskerfi og málfrelsi og önnur lýð- réttindi, sem evrópumenn vilja illa án vera, þá gerast þar með tiðindi sem hljóta að hafa mjög neikvæð áhrif á alla sósial- iska viðleitni um vestanverða álfuna. Slik verk geta ekki orðið til annars en rýra þá von mannkyns i vanda,sem sósialismi er. Þessum dæmum um tvibent áhrif svo- nefndra risavelda má auðveldlega fylgja fram til þessa misseris. Tökum dæmi af þvi, að nú er ofarlega á dagskrá i nokkrum Evrópulöndum sá möguleiki, að myndað- ar séu samsteypustjórnir með aðild kommúnistaflokka. Það er ljóst að Banda- rikin eru mjög andvig slikri þróun, vegna þess að þau óttast bæði um hernaðarlega hagsmuni Nato og bandariska fjár- festingu i Evrópu. Þvi reyna Ford og Kissinger með tilstyrk hernaðarlegs og efnahaglegs máttar rikis sins að banna vesturevrópurikjum að fara inn á þessa braut. En eins og Maurice Duverger bendir á i Le Monde á dögunum, þá er sú viðleitni að reyna að koma i veg fyrir að vilji kjósenda á Italiu og Frakklandi komi fram með slikum samsteypustjórnum jafngildi þess að hafnað sé meginreglum margra flokka kerfis. Viðleitni sem gæti endað i fasisma. Það er og orðin mjög útbreidd kenning, að hin sovéska forysta væri heldur ekkert hrifin af stjórnarþátttöku franskra eða italskra kommúnista. Vegna þess að slik þróun gæti bæði aukið bilið á milli so- véskra kommúnista og vesturevrópskra og svo vegna þess að þróun vestur- evrópsks sósiálisma gæti losað mjög um sovésk áhrif i Austur-Evrópu. Þótt mörgum kunni að láta það einkennilega i eyrum, þá geta svo ólikar stjórnir sem þær er sitja i Moskvu og Washington sameinast um að telja sér hag að vissri pólitiskri einangrun evrópskra kommúnistaflokka, og að þvi, að flokkar þessir séu jafn þægilegir i garð Moskvu og þeir eitt sinn voru. Ýmisleg óvenjuleg tiðindi gætu orðið i evrópskum stjómmálum á næstu miss- erum. Og þá er eins gott að vinstrisinnar meðal smærri þjóða varist það, að frysta sig i úreltum skoðunum á þvi pólitiska tafli sem háð er. Taka með miklum fyrir- vara þeim einfölduðu hugmyndum sem forystumenn risaveldanna vilja halda að fólki um það, hvað sé hollt og hvað óhollt lýðræði eða sósialisma. —áb Varðskip af Asheville-gerð Dularfulli Bensinn Þessi glæsivagn frá Ræsi h.f. og Benz er i eigu Björns Hallgrimssonar, forstjóra, og lokaði hann ásamt öðrum bílum aðalhliðinu að Keflavikurflug- velli sl. laugardag. A.m.k. verð- ur ekki annað ráöiö af mynd- inni. Margt er Geir Hallgrims- syni mótdrægt þessa dagana, og margir snúast frá sinni gömlu NATó-trú. Það er þó alveg með ólikindum, þegar náin skyld- menni eru farin að nota vöru- merki ættarinnar i mótmælaað- gerðum gegn hernum. Eða var erindið annað? Botninn í Bandaríkjunum Það er á margra vitorði að sú ákvörðun, sem Ólafur Jóhannesson tók meðan for- sætisráðherra var erlendis aö tala vel um NATÓ, þess efnis, að biðja bandarikjastjórn um lán á hraðbát af Ashville gerð, kom sjálfstæðisforystunni i opna skjöldu. Hún setti hana i þann óvænta vanda að þurfa að koma Bandarikjastjórn i vanda. Ekki siður sú yfirlýsing dóms- málaráðherrans, að yrðu bandarikjamenn ekki við ósk- inni, mætti leita á náðir sovét- manna. Úr þessu varð þref og vegna fýlu sjálfstæðismanna tafðist það nokkra daga aö beiðnin kæmist úr utanrikis- ráðuneytinu og á vit Banda- rikjastjórnar. Þaðan hefur ekk- ert svar borist og Ólaf er farið að lengja eftir þvi, samanber viðtal i blaðinu i gær, Morgun- blaðið hefur. alltaf sjálfu sér likt, tekið ómakið af bandarisk- um stjórnvöldum. Fyrst með þvi að birta útleggingu á þvi að ákvæöi I Washingtonsamkomu- laginu um aðstoð viö eflingu landhelgisgæslunnar næði að- eins til björgunarstarfa, og svo nú á sunnudaginn var með þvi aö fá fréttastofuna Associated Press til þess aö staðfesta að Ashville hraðbátarnir henti ekki islenskum aðstæðum. Skipherr- ar á varðskipum okkar hafa þó lýst þvi yfir að þau muni henta. Þeir treysta sér til að koma þeim heilum hildar til, og heil- um hildi frá. Þeirra sjómennsku hefur hingað til veriö treyst bet- ur af islenskum almenningi en stýrimennsku Matthiasar og Styrmis i iandhelgismálum. Morgunblaðið er ætið samt við sig. Þaö er segin saga að þegar á reynir kemur i ljós, að botninn er vestur I Bandarikj- unum. Varað við „Cia- strengjum” Um helgina komst klippari þessa þáttar að þvi að það eru ekki bara Þjóðviljinn og flokks- skrifstofá Framsóknarflokksins sem hafa áhyggjur af umsvifum bandarisku leyniþjónustunnar CIA. 011 mál i kringum leyni- þjónustur eru i eðli sinu mjög dularfull, þótí oft komist upp um strákinn Tuma seint og sið- ar meir. Það er þvi i fullu sam- ræmi við þessa dulúö aö nöfnum er sleppt I þessari frásögn. Fjölmiðlastarfsmaður sem starfar fyrir erlenda fréttastofu sem „strengur”, eins og það er kallað, las i sima fyrir undirrit- aðan bréf frá stofunni. Það var stilaö til hans sérstaklega og greinilega mátti ráða af textan- um aö ekki var um almenna að- vörun að ræða, heldur miöaðist hún við Islenskar aðstæður. ,,ls- lenski strengurinn” var i bréf- inu stranglega varaður við þvi að hafa nokkur samskipti við CIA eða dularfullar persónur sem hugsanlega gætu veriö tengdar þeim félagsskap. Allt slikt samneyti væri stranglega bannað og sömuleiöis aö þiggja nokkuð af kumpánum CIA. í framhjáhlaupi er svo minnt á það að varlegast sé að hafa sem minnst samskipti við rikis- stjórnir annarra þjóða nema beinlinis fréttaleg. En þessari alþjóðlegu fréttastofu þótti semsagt ástæða til þess að vara hinn „islenska streng” sinn við hættunni af þvi að lenda I neti CIA. Slikar stofnanir vilja ekki liggja undir ámæli fyrir það að þeirra „strengir” séu lika „strengir” CIA. Og þær vita jafnlangt nefi sinu og það með, að litla Island er einnig á áhrifa- svæði þessarar afskiptasömu leyniþjónustu. Nú er það ekki lengur kommúnistahættan sem ógnar trúverðugheitum Is- lenskra fréttamanna I augum alþjóðlegra fréttastofnana, heldur CIA-hættan. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.