Þjóðviljinn - 17.03.1976, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. mars 197« ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
Framlengja varð
tvisvar sinnum
í viðureign KR og ÍS og stúdentarnir höfðu það í lokin
Leikdagar
í 8 liöa
úrslitum
EB lands-
Evrópuknattspyrnusam-
bandið, UEFA, hefur ákveðið
leikdagana I 8-liöa úrslitum
EB landsliða. 24. april fara
eftirfarandi leikir fram: Júgú-
slavía — Wales i Zagreb
Tékkósl.—Sovétrikin I Bratisl.
Spánn—V-Þýskal. i Madrid
25. april
Holiand—Beigia i llotterdam
Siðari umfcrðin fer svo fram
22. mai
Wales—Júgósl. i Cardiff
Sovétr. — Tékkósl. i Kiev
V-Þýskal. — Spánn i Miinch.
Belgia — HoIIand i Brussel
A-sveit
SR vann
skíðaboð-
gönguna
Reykjavikurmeistaramót i 3
x 10 km. skiðaboögöngu var
haldið við Skiðaskálann i
Hveradölum, laugardaginn 13.
mars. kl. 2.30 e.h. Veður var
mismunandi, um tima mikil
ofan hrið og fennti i slóðina en
veðrið batnaði eftir þvi sem leið
á gönguna, frostlaust var og
mikið til logn. Göngustjóri var
Skarphéðinn Guðmundsson og
brautarstjóri Haraldur Páls-
son. Gengnir voru 5 km.
hringir i sömu braut og var
rásmark og endamark á sama
stað, rétt neðan við lyftuhúsið.
Fjórar sveitir mættu til leiks,
2 sveitir frá Skiðaféiagi
Reykjavikur, 1 sveit frá
Skiöadeild Hrannar og gesta-
sveit frá ísafirði.
Úrslituröu þessi: Meistaratit-
illinn 1976 féll i skaut A.sveitar
Skiöafélags Reykjavikur, i
henni voru:
Páll Guðbjörnsson,
Matthias Sveinsson
Ingólfur Jónsson
Timi sveitarinnar var 141.38
min.
Nr. 2 var Skiðadeild Hrannar,
i henni voru:
Sigurður Sigurðsson
Hermann Guðbjörnsson
Jóhann Jakobsson
Timi sveitarinnar var 143.11
min.
Nr. 3 var B. sveit Skiðafélags
Reykjavikur, i henni voru.
, Dúi Sigurjónsson
Sveinn Guðmundsson
Freysteinn Björgvinsson
Timi sveitarinnar var 155.11
min.
Gestasveitin lauk ekki keppni.
Verðlaunaafhending fór
fram að keppni lokinni og var i
fyrsta skipti tekinn i notkun
hinn nýi verðlaunapallur
Skiðafélags Reykjavikur.
Hann varð heldur betur langur
leikur KR(a) og tS i annarri um-
ferð bikarkeppninnar I körfu. Eft-
ir venjulegan leiktima var staðan
jöfn, 81—81, þannig að framlengja
þurfti leikinn og eftir framleng-
inguna var staðan enn jöfn 94-94,
önnur framlenging og þá fékkst
loks úr þvi skorið hvort liðið
kæmist áfram i undanúrslitin.
Endirinn varð sá, að KR-ingar
' skoruðu 99 stig, stúdentar 104. t
hálfleik var staðan einnig jöfn 37
stig gegn 37 stigum.
Stúdentar mega þakka Guðna
Kolbeinssyni fyrir sigur i leikn-
um, þvi þegar máttarstólpar liðs-
ins, Bjarni Gunnar, Jón Héðins-
son og Ingi Stefánsson, sem allir
áttu góðan leik voru komnir útaf
með 5 villur, var það Guðni sem
var aðalmaðurinn I öllu hjá þeim.
Hann var allsstaðar á vellinum,
fiskaði boltann, hirti fráköst og
skoraði 8 af þeim 10 stigum sem
lið hans skoraði i seinni fram-
lengingunni. Félagar hans þökk-
uðu honum vel fyrir, tolleruðu
hann og flaug hann hátt i loft upp.
Bestu menn i liði KR voru að
vanda Bjarni Jóhannesson, Birg-
ir Guðbjörnsson og Kolbeinn
Pálsson ásamt Trukknum, en
þeir fóru allir af leikvelli með 5
villur nema Bjarni. Gunnar
Jóakimsson kom inná seint i
seinni -hálfleik og á þeim stutta
tima og i framlengingunum var
hann mjög drjúgur. Furðulegt að
hann skuli ekki hafa verið settur
fyrr inná.
Stigin hjá KR(a) skoruðu:
Trukkur 29, Kolbeinn 16 Birgir 13,
Bjarni og Árni Guðmundsson 12
hvor, Gunnar 8, Eirikur
Jóhannesson 6, Gisli Gislason 2 og
Asgeir Hallgrimsson 1 stig.
Hjá 1S: Bjarni Gunnar 36,
Guðni og Jón B. Indriðason 18
hvor, Ingi 16, Steinn Sveinsson 10,
Þorleifur Björnsson, Albert
Guðmundsson og Þórður Óskars-
son 2 stig hver.
G.Jóh.
Steinn Sveinsson skorar eina af körfum sinum, og Árni Guðmundsson
kemur engum vörnum við.
Nýliðarnir sterkari
en gömlu mennirnir
Nýliðar Fram i 1. deildinni i
körfu unnu b-lið KR i annarri um-
ferð bikarkeppninnar og eru þeir
þar með komnir i undanúrslit. i
liði KR leika gamlir meistara-
flokks- og landsliðsmenn, en
reynsla þeirra dugði ekki gegn
unguin og sprækum framörum.
KR-ingarnir höfðu forustu allan
fyrri hálfleikinn og meirihluta
þess siðari, en þegar 8 min. voru
eftir kom Guðmundur Hallsteins-
son inná, og dreif hann framar-
ana áfram, skoraði sjálfur 10 stig
og átti þátt i öllu sem framararnir
gerðu gott eftir þetta, og lokatölur
leiksins urðu 61—49, eftir að stað-
an I hálfleik hafði verið 29—26 fyr-
ir KR og þeir náð 8 stiga forskoti
fyrst i siðari hálfleik. Gamli
la ndsliðs m aður inn Gunnar
Gunnarsson bar af i liði KR og
myndi hann sóma sér vel i hvaða
1. deiidar-iiði sem væri.
Stigin fyrir KR (b) skoruðu:
Hilmar Viktorsson 11, Gunnar,
Magnús Þórðarson og Ólafur Fin-
sen 10 hver, Kristinn Stefánsson
4, Guðmundur Pétursson og Sófus
Guðjónsson 2 hvor.
FyrirFram: Helgi Valdemars-
son 20, Guðmundur 10, Héðinn
Valdemarsson 9, Jónas Ketilsson
og Þorvaldur Geirsson 6 hvor,
Þorkell Sigurðsson 4, Hörður
Agústsson, Arngrimur Thorlacius
og Ómar Þráinsson 2 stig hver.
G.Jóh.
Báöir titlarnir blasa
nú við Ármenningum
Allt útlit er nú fyrir að Ármann vinni bæði deild
ina og bikarkeppnina i körfuknattleik. Fátt virðist
geta komið i veg fyrir sigur liðsins i deildinni úr
þessu og i bikarnum eru öll sterkustu liðin úr leik
nema Ármann, þannig að kraftaverk þarf að koma
til ef Ármann á ekki að vinna bikarkeppnina.
Valsarar voru þó ekki langt frá
þvi að sigra bikarmeistara
Ármanns er liðin léku i annari
umferð bikarkeppni KKl. Aðeins
10 stig skildu liðin að, 112-102,
munur sem fékkst strax i fyrri
Sigurvegarar í yngri flokkum
Úrslit fengust i yngri flokkun-
um i körfubolta nú um helgina.
Ekki var siður hart barist hjá
unglingunum heldur en hjá körl-
unum i deildunum.
1 4. flokki sigraði lið Hauka úr
Hafnarfirði og er það i fyrsta
skipti sem félagið hlýtur Islands-
meistaratitil i „alvöru” körfu-
bolta. Tvivegis hefur liöið sigrað i
minni-bolta. Haukarnir töpuðu
ekki leik i mótinu og voru þeir vel
að sigrinum komnir.
Lið Tindastóls frá Sauðárkróki
varð sigurvegari i 3. flokki og
réðust úrslitin á vitaskoti þegar
aðeins 1 sekúnda var eftir af
leiknum.
1 2. flokki kvenna sigraði lið
Harðar frá Patreksfirði lið 1R, en
aðeins þessi tvö lið sendu lið til
keppni i 2. fl.
Lið Laugdæla sigraði siðan i 3.
deild og leika þeir þvi i 2. deild að
ári.
G.Jóh.
hálfleik, aðallega fyrir tilstilli
Jóns Sigurðssonar sem átti stór-
leik. Jór. var aö vanda aðal-
maðurinn hjá Ármanni, skoraði
óvenju mikið og átti ógrynni af
frábærum sendingum. Jimmy
Rogers stóð fyrir sinu, en oft
hefur hann sýnt betri leik. Aðrir
liðinu voru ekki i formi. Pressa
Ármenninga var léleg, og veltu
menn fyrir sé hvort þeir hafi
„fengið hana notaða hjá ein-
hverju liði sem hætt var að rota
hana”.
Þórir Magnússon og Torfi
Magnússon voru drýgstir Vals-
manna, þó svo að Torfi hafi
larið út af með 5 villur snemma
i seinni hálfleik.
Stigin fyrir Val: Þórir 36, Torfi
24, Þröstur Guðmundsson 13,
Hafsteinn Hafsteinsson og Lárus
Hólm 8 hvor, Rikharður Hrafn-
kelsson 7, Sigurður Þórarinsson 4
og Gisli Guðmundsson 2.
Fyrir Ármann: . Jón Sig. 37,
Jimmy 27, Björn Cristinsen 10,
Haraldur Hauksson og Guðsteinn
Ingimarsson 8 hvor, Jon Björg-
vinsson 7. Sigurður Ingólfsson 6.
Guðmundur Sigurðsson 2 og Atli
Arason 2. G.Jóh.
Jón Sigurðsson fvrirliði Armanns
átti stórleik með liði sinu og eygir
hann nú i fyrsta sinn sigur i
tslandsmótinu. — Mvnd: G.
Jóh.