Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 9
S StÐA — ÞJ6ÐV1LJ1NN Laugardagur 20. mars 1976 Laugardagur 20. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 i mmmmmmmmmmmmtm Er loðnuvertíðin á enda að þessu sinni? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér um þessar mundir, enda standa málin þannig að heildaraflinn i ár er meira en 100 þúsund tonnum minni en var á sama tima i fyrra,og allir geta séð hvaða afleiðingar það getur haft, ef svo fer sem margir halda að vertiðinni ljúki i næstu viku. Þeir eru þó til og það ekki neinir viðvaningar i loðnuveiðum, sem halda þvi fram að vertiðin sé alls ekki búin, mikið magn af loðnu sé i sjónum umhverfis landið, einkum fyrir vestan og norðan og sú loðna eigi eftir að hnappa sig í torfur. Hins vegar virðist ljóst að ekki sé von á fleiri göngum austan að og fyrir sunnan land, þann möguleika munu flestir búnir að afskrifa. Ofan á alla þessa óvissu bætist svo að fádæma ógæftir hafa hamlað veiðum á vertiðinni og það svo að reyndustu skipstjórar segjast vart muna annað eins,enda koma lægðirnar eins og á færibandi vest- an aðog yfir landið og svo hefur verið nú um 2ja til 3ja vikna skeið. En hvað um það, við fórum niður að Reykjavikurhöfn i gær, þar sem mjög margir loðnubátar lágu inni vegna óveðurs á miðunum,og tókum tvo kunna skipstjóra tali, þá Eggert Gislason skipstjóra á Gisla Arna og Hjörvar Valdemars- son á Berki NK, en báðir þessir menn eru með kunnustu aflamönnum okkar um þessar mundir. Trúi því ekki að þessi loðnu- vertíð sé búin — sagði Eggert Gísiason skipstjóri á Gísla Árna RE — Ég trúi þvi ekki að þessi loðnuvertið sé búin. Sú loðna sem við höfum verið að veiða siðustu vikuna hér úti i Faxa- flóa er að visu alveg komin að þvi að hrygna en það er oftast hægt að veiða nokkurt magn eft- ir að hún hefur hrygnt, það drepst ekki nærri öll loðnan strax, þannig að eitthvað meira ætti að vera hægt að veiöa úr þessari torfu. Hún var i gær al- veg komin upp i landsteina, við vorum að veiða hana uppundir Þormóðsskeri á mjög grunnu vatni og slæmum botni, slikt er hættuspil meðsvo djúpar nætur, sagði Eggert Gislason, skip- stjóri á aflaskipinu Gisla Arna, sem lá með 470 tonn af loðnu i Reykjavikurhöfn i gærmorgun og beið löndunar. — Það liggur ekkert á, það er komin bræla og ekki veiðiveður, sagði Eggert, en greinilega var honum ekki rótt frekar en fleiri loðnuskipaskipstjórum i ótið- inni. Það var grannt hlustað eft- Eggert Gislason skipstjóri. ir þvi i talstöðinni hvort nokkurt skip hefði fundið loðnu, en svo var ekki. — Maður veit ekki hvað er að marka þessar fréttir um að loðnan hefði fundist i Reykja- fjarðarál og fyrir norðan, maður vonar að þetta sé rétt. Það er enginn vafi á þvi að það er nóg loðnumagn i sjónum, það er bara að finna hana. Og svo auðvitað þessar dæmalausu ógæftir. Maður á bara varla orð yfir hvernig þetta hefur verið. Fyrst verkfallið sem auðvitað dró úr veiði og siðan ógæftirnar. Það er ekki ein báran stök i þessu. — Hvað eruð þið komnir með mikið á þessari vertið? — Rúm 7 þúsund tonn. Ann- ars er ég að byrja aftur núna eftir nokkurt hlé, við erum tveir skipstjórar á Gisla Árna. — Er nauðsynlegt að hafa tvo skipstjóra á svona skipi? — Það held ég, auk þess er maður að verða gamall og þreyttur og heldur þetta ekki eins út og áður. — Veistu hvað þið gerið þegar loðnuvertið lýkur? — Nei, það er ekkert ákveðið. Við förum bara á þær veiðar sem best gefa þegar þar að kemur. — En er ekki skipið fyrst og fremst nótaskip? — Jú, að visu en við getum einnig stundað linuveiöar, troll og jafnvel netaveiði, þótt hún sé kannski óheppilegust fyrir okkur. Við höfum stundum farið á linu og troll og það gæti allt eins gerst i vor; maður veit það ekki fyrr en þar að kemur. — Hvað með spærlings- eða kolmunnaveiðar? — J á, það er nú stóra spurningin. Það vantar ekki að þetta er afbragðs matur, til að mynda kolmunninnÞað má gera úr honum dýrindis rétti, en hann er vandmeðfarinn og það verður að finna einhverja leið til að geyma hann þannig að hægt sé að nýta hann til manneldis. Sem stendur virðist enginn markað- ur vera fyrir kolmunna og til bræðslu fæst svo litið verð fyrir hann að það borgar sig ekki að. stunda veiðarnar. En varðandi veiðar á kolmunna og spærlingi skulum við ekki gleyma þvi, að það eru ekki mörg ár siðan að við fórum að veiða loðnu i einhverjum mæli. Hér fyrrum var hún aðeins veidd i beitu, það hvarflaði ekki að nokkrum manni að fara að veiða hana i einhverjum mæli. Kannski liður ekki langur timi þar til við för- um að stunda spærlings- eða kolmunnaveiðar i svipuðum mæli og loðnuna nú. Það vantar ekki magnið af þessum fiski hér i kringum landið. — Eru menn ánægðir með loðnuverðið i ár? — Hvenæreru menn ánægðir; ekl:i frekar nú en oftast áður. Og þar með kvöddum við þennan fræga aflamann Eggert Gislason.en báðum hann i leið- inni að kikja út um glugga i brúnni, svo hægt væri að ná góðri mynd: — Blessaður vertu ekki að taka af mér mynd, sérðu ekki að ég er ótilhafður, nývaknaður maður, það á aldrei að taka myndir af fólki nývökn- uðu, sagði Eggert og hló við, en við tókum ekki mark á þessum orðum og smelltum af einni mynd sem sýnist ekki svo afleit. — S.dór. Ógæftirnar eru að gera útaf við mann — sagði Hjörvar Valdemarsson, skipstjóri á Berki NK — Þetta veðurlag er alveg með eindæmum og ég fæ ekki betur séð en að þessar ógæftir séu alveg að gera útaf við mann á loðnuver- tiðinni. Þetta er fjórði dagurinn i þessari viku sem að eru 12 vind- stig á Stórhöfða og ég man varla eftir öðru eins, sagði Hjörvar Valdemarsson, skipstjóri á afla- skipinu Berki frá Neskaupstað, er við hittum hann í gær þar sem skip hans lá inni Reykjavikurhöfn með litil 100 tonn af loðnu innan- borðs. — Við urðum að koma inn vegna veðurs, það var engin leið að athafna sig neitt þarna, sem loðnan var,auk þess sem við átt- um mjög erfitt um vik að eiga við hana, hún var á svo grunnu vatni, 25 föðmum eða svo, og maður tekur ekki þá áhættu, sem fylgir þvi að kasta svo djúpri nót sem við erum með á svo grunnu vatni, auk þess sem botn þarna er m jög hraunóttur. — Óttastu að þessi loðnuvertið sé að verða búin? — Það er engin leið að spá neinu um það, fiskifræðingarnir geta það ekki einu sinni. Þessi loðnu- torfa sem skipin hafa verið að veiða úr hér úti Flóanum er alveg komin að þvi að hrygna nú, það verður sjálfsagt hægt að veiða úr henni fáeina daga enn, ef gefur, þvi þótt hún sé búin að hrygna, kemur alltaf eitthvað af henni upp aftur áður en hún drepst, en það verða ekki nema nokkrir dagar enn sem veiðanlegt verður úr þessari torfu. Siðan veit maður ekkert hvað verður. Það er verið að tala um að loðna sé hér og þar fyrirvestan eða norðan.en maður hefur ekki fengið neinar nákvæmar upplýsingar enn. Við vitum að hún getur komið fyrir- varalaust, þannig að það er of snemmt að spá nokkru. — Hvað eruð þið komnir með mikið magn á vertiðinni? — Það er vist 8500 tonn, það er ekki neitt, blessaður vertu. Við fengum 12.500 tonn á vertiðinni i fyrra og ég hygg að við náum þvi ekki héðan af. Ef gæftir hefðu veriðeins og i meðal-ári hefði það kánnski tekist. — Veistu hvað tekur við hjá ykkur þegar loðnuvertið lýkur? — Nei, ég hef ekki hugmynd um það enn, það er allt óráðið. Við fórum á kolmunnaveiðar i fyrra: hvort það verður gert i ár veit ég ekki. Það fer allt eftir hvaða verð fæstfyrir hann. Manni finnst það •alveg furðulegt að það er alltaf verið að tala um að nauðsynlegt sé að veiða aðrar fisktegundir en þær sem veiddar hafa verið und- anfarin ár, en samt er ekkert gert tii að styrkja einhver skip til slikra tilraunaveiða. Það er ekki nóg að segja að veiða þurfi meira af spærling og kolmunna ef svo ekkert verð fæst fyrir þennan fisk og enginn markaður er til fyrir afurðirnar. — Er ekki Börkur smiðaður eingöngu til nótaveiða? — Nei, við getum einnig veitt i flottroll og höfum gert það, en nótaveiðin er heppilegust fyrir hann. — Hvað er áhöfnin fjölmenn? — Það eru 15 menn um borð. Að visu erum við tveir skip- Það er kalsamt að standa i netabætniiigii i roki og rigningu á út- iiiáiiuðiim niður á bryggju. Þessi netagerðamaðiir var að huga ,ð nót eins loðniiskipsiiis sem lá i Reykjavik i gær stjórarnir, skiptumst á að vera með skipið, ég var með skipið i byrjun vertiðar en tók svo fri og er að taka við aftur nú. Eins eru þrir vélstjórar og þvi alltaf einn i frii. Nú, og svo geta aðrir skip- verjar tekið sér fri af og til, og aðrir koma þá á meðan og leysa þá af. — Er nauðsynlegt að skipstjór- ar séu tveir á loðnuskipunum? —• Það held ég. Að vera skip- stjóri á svona skipi er afar slit- andi starf. Vökur og aftur vökur, sérstakléga ef litið veiðist. Þá er alltaf verið að leita og það starf lendir að sjálfsögðu á skip- stjóranum. Enda er það svo að tveir skipstjórar eru á flestum stærri nótaskipunum. Þvi má einnig bæta við að yfir sumarið og haustið, þá koma menn að heita má aldrei heim til sin, til að mynda menn á skipunum sem fara á Norðursjóinn. — Eru menn ánægir meö loðnu- verðið? — Nei, biddu fyrir þér, það vantar mikið á, fyrir nú utan það að spyrja má, hvenær eru menn ánægðir? En það verð sem verið hefur i vetur er alltof lágt, sagði Hjörvar að lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.