Þjóðviljinn - 20.03.1976, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Qupperneq 7
Laugardagur 20. mars 1976 |>JÓÐV1LJ1NN — SÍOA 7 SVERRIR HÓLMARSSON SKRIFAR LEIKHÚSPISTIL Úr Gréta og grái fiskurinn. gangi er hins vegar boðið upp á nýjung, sem fólgin er i þvi að lýsa sviðið með útfjólubláu ljósi en mála brúður og leiktjöld með lit- um sem verða sjálflysandi i sliku ljósi, en stjórnendur eru svart- klæddir og sjást þvi ekki. Með þessari tækni sýnir hópurinn nú leikritið „Gréta og grái fiskur- inn”, sem unnið er upp úr sam- nefndri barnabók sem margir kannast við. Þorbjörg Höskulds- dóttir, sem oftast hefur unnið með hópnum að leikmyndagerð, hefur gert hina fegurstu fiska og neðan- sjávarmyndir og þegar þetta fer allt á dillandi hreyfingu undir tónlistinni hans Atla Heimis skapast veruleg stemning. Þetta er áreiðanlega vandmeðfarin tækni en hér hefur tekist vel og smekklega til. Leikbrúðulandshópurinn hefur unnið gott starf við fremur erfið skilyrði og er ánægjulegt hversu mjög hann hefur lagt sig eftir þvi að auka sifellt við brúðutækni sina. I Meistara Jakob er t.d. beitt einum fjórum mismunandi tegundum leikbrúða, ef mér tald- ist rétt til. Það sem helst hefur háð hópnum er skortur á verulega góðum textum, en það er vist hægara sagt en gert að bæta úr þvi. Listdans Þjóðleikhúsið hefur rekið ballettskóla um alllangt skeið, en það er ekki nema á alsiöustu ár- um aö þar hefur starfaö fastur dansflokkur. Hefur hann haldið nokkrar sýningar og nú síðast á þremur dansatriöum, tveimur i klassiskum ballettstfl og einum i nýtískulegra formi. A hina tvo klassisku þætti, Dauðann og stúlkuna og Þyrnirósu, skal ég engan dóm fella, þar sem ballett af þessu tagi er mér næsta fram- andi listgrein, en hygg þó aö þau skilyrði sem þarf til að þessi geysikröfuhraða listgrein nái verulegum þroska séu tæpast fyr- ir hendi á íslandi. Þriðji þátturinn, Or borgarlif- inu eftir Unni Guðjónsdóttur, var hugþekkur og fallegur. Hann lýsir lifi venjulegrar fjölskyldu, ástir takast, dóttir fæðist, dóttir vex úr grasi og veröur sjálfstæð, faðir fer að heiman og leggst i fylliri og kvennafar, dóttir og móðir verða vinir, faðir vill koma heim aftur, dóttir og móðir vilja ekki sjá hann. Góður endir það. Allt var þetta túlkað mjög einfalt og stil- hreint, litið um dansspor dans- sporanna vegna, og greinilega undir áhrifum frá látbragösleik. Oftminnti sýningin mig sterklega á tékkneska Fialka-flokkinn sem hér var á ferð fyrr i vetur. Þáttur- inn var i heild skemmtilegur, fyndinn og fjörugur, en bauð einnig upp á viðkvæma fegurð, svo sem eins og i fyrstu sporum dótturinnar út i heiminn, en þvi atriöi skilaði Auður Bjarnadóttir af sérstakri prýöi. Sverrir Hólmarsson BRÚÐUR og DANS Þó svo aö það sem kalla mætti „venjulegt” leikhús standi hér með allmiklum blóma er þvi ekki á þann veg farið meö ýmsar hliðargreinar leiklistarinnar, t.d. listdans, brúðuleik, óperu, lát- bragðsleik. Þetta er kannski að vonum — smæð þessa þjóðfélags hlýtur að setja fjölbreytninni nokkrar skoröur. Við sumar þess- ar greinar vildi maöur þó að meiri rækt væri lögð. Það hefur sýnt sig i frábærum undirtektum við Carmen nú i vetur að óperu- flutningur á hljómgrunn hér, stóran áhorfendahóp sem ástæða er til að sinna. A sama hátt á brúðuleikhús ævinlega greiðan aðgang að traustum áhorfenda- skara þar sem eru börnin — eink- um þau yngstu. Leikbrúöuland Brúðuleikhús hefur löngum átt erfitt uppdráttar hérlendis. Um margra ára skeið vann þó Jón E. Guðmundsson merkilegt braut- ryðjendastarf á þessu sviði. Nú siðustu fjögur árin hefur hins vegar verið nokkuð regluleg starfsemi á vegum hóps er kallast Leikbrúðuland og sýnir i húsi Æskulýðsráðs við Frikirkjuveg. Konurnar fjórar sem að Leik- brúðulandi standa, þær Bryndis Gunnarsdóttir, Erna Guðmars- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen hafa sett þar upp allmargar sýningar og unnið markvisst að þvi að þróa leik- brúðutækni sina og auka fjöl- breytni hennar. Burðarásinn i þessum sýningum hefur einatt verið Meistari Jakob með tilheyr- andi ærslum og gauragangi, en alltaf hefur verið annað efni i bland sem hefur höfðað til ann- arra hluta. Hingaö til hefur þar mest verið á ferðinni þjóðsögu- legt efni, nú siðast i vetur þáttur- inn „Jólasveinar einn og átta”, nokkuð greinargóð kynning á fornum siðum og þjóðtrú kring- um jólin. A þeirri sýningu sem nú er i Tveir þættir voru I klassfskum stfl Leikfélag Seltjarnarness sýnir gamanleik Leikfélag Seltjarnarncss var stofnað 13. október 1971. Fyrsti formaður féiagsins var Sigurður Sigmundsson, siðar Jón Jónsson, en núverandi formaður cr Guðjón Jónatansson. Félagið sýndi árið 1972 ein- þáttúngana Jóðlif eftir Odd Björnsson og Sköllóttu söng- konuna eftir Ionesco. Leikstjóri - var Hákon Waage og Ingunn Jensd. Arið 1973 barnaleikritið Gosa eftir Jóhannes Steinsson, Geimfarann eftir Hreiðar Eiriks- son árið 1974, og með það leikrit fór 4 manna leikflokkur til Alandseyja i tilefni 10 ára afmælis sambands finnsk- sænskra áhugaleikara. Leikstjóri við tvö síðasttöldu verkin var Jón Hjartarson, sem jafnframt var kennari á framsagnarnámskeiði. Hefur félagið efnt til 4 fram- sagnarnámskeiða, og notið þar leiðsagnar Péturs Einarssonar, Hákons Waage, Jóns Hjartar- sonar og Ingunnar Jensdóttur. 19. febrúar s.l. kom finnskur leikflokkur frá Braga Dramaten i Helsinki i boði Leikfélags Sel- tjarnarness, og hafði hér 4 sýningar i félagsheimilinu við ágætar undirtektir. Einnig tók félagið á móti og liðsinnti finnska leikflokknum Tilateatteri frá Helsinki árið 1974. Félagið hefur undanfarin 3 ár séð um skemmtiatriði á Seltjarnarnesi 17. júni i samvinnu við Iþróttafélagið Gróttu. Núverandi verkefni félagsins nefnist „Hlauptu af þér hornin” (Come Blow Your Horn) og er eftir bandariska leikritaskáldiö Neil Simon. Höfundurinn hefur samið fjöldann allan af leikritum og sjónvarpsþáttum, og hafá mörg verka hans verið kvik- mynduð. Hefur Simon bæði hlotið Emmy og Tony verðlaunin fyrir verk sin. Hlauptu af þér hornin er gamanleikur i þremur þáttum. Leikstjóri er Helgi Skúlason. en leikmynd gerði Steinþór Sig- urðsson. Leiktjaldasmiði og allan annan undirbúning hafa félags- menn unnið sjálfir, en nokkur fyrirtæki hafa lánað leikmuni og búninga. Leikendur i þessu verki eru: Jóhann Steinsson. Hilmar Oddsson, Jón Jónsson, Jórunn Karlsdóttir, Þórunn Hallsdóttir. Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Guðjón Jónatansson. Leikfélagið hefur mikinn hug á að fara með leikinn til nærliggj- andi byggðarlaga, og vill hafa samvinnu um það við leikfélög staðanna. Frumsýning á gamanleiknum Hlauptu af þér hornin verður i Félagsheimili Seltjarnarness þriðjudaginn 23. mars n.k. og hefst kl. 9 e.h. Næstu sýningar þar á eftir verða á fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.