Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. mars 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍDA 13 Sjónvarp í kvöld Hvurn fjandann vilt þú upp á dekk? (Jr myndinni Uppreisnin á Caine, Humphrey Bogart t.h. Uppreisn til sjós Uppreisnin á Caine (The Caine Mutiny) nefnist banda- risk biómynd frá árinu 1954, sem sjónvarpið býður upp á eftir læknavitleysuna i kvöld. Aðalhlutverk eru i höndum Ilumphrey Bogart, José Ferrer, Frcd McMurray og Van Johnson. Það er að visu engin trygging fyrir þvi að mynd sé góð, að Humphrey Bogart leiki i henni, en hann þótti allavega á sinum tima nokkuð góður leikari, en leikur einatt nokkuð hrottalega karaktera, sem gætu verið ókei inn við beinið, slikar persónur geta þegar til lengdar lætur verið nokkuð þreytandi, en hver veit nema striðsárakynslóðin geti i kvöld glatt sig við sælar endurminningar sokkabandsár- anna, þegar mynd þessi var sýnd hér i bió Efnisþráðurinn er ekki til- takanlega merkilegur. Nýr skipstjóri er ráðinn á tundur- spilli og einhverjir úr áhöfninni halda að hann sé geggjaður, þegar hann reynir að koma á aga um borð. Það er þvi gerð uppreisn gegn honum og er hætt við að áhorfendur fái að sjá ófáa pústra fljúga manna i millum áður en yfir lýkur. En mér er spurn: Þreytast menn ekki bráðum á þessari glassúr- upp á laugardag eftir laug- ameriku sem sjónvarpið býður ardag? ráa Barnaefni í sjónvarpi Pollýanna hœttir Framhaldsþættirnir um hana Pollyönnu, sem sjónvarpiö hef- ur undanfarið sýnt kl. hálfsjö á laugardögum, hafa notið nokk- urra vinsælda meðal barna og unglinga, en sjötti og siðasti þátturinn er á dagskrá f dag. Þessi hnellna litla stúlka virð- isthafa lag á þvi að koma öllum i betra skap i kringum sig, þar með talið sjónvarpsáhorfend- um, en nokkuð eru þættir þessir væmnir fyrir smekk undirrit- aðs, þótt varla skemmi það börnin. Væmnin virðist þvi miður vera eins konar álög á barna- og unglingaefni sjónvarps og er Robinson-fjöl- skyldan enn eitt dæmi um það, þótt enginn nefndra þátta kom- Pollýanna vill gera alla glaða. ist i hálfkvist við hrossaelii- heimilisþáttinn, sem var.svo væmin að hann lak niður sjón- svarpsskerminn. ráa útvarp 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45. Gunnvör Braga heldur áfram að lesa söguna „Krumma bolakálf” eftir Rut Magnúsdóttur (6). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúkl- inga kl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30. Iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. islcn/.kt mál Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðuríregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurningin um framhald lifsins Sigvaldi Hjálmars- son flytur erindi. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steins Hannessonar. 20.45 Þjóð I spéspegli: Eng- lendingar Ævar R. Kvaran leikari flytúr þýðingu sina á bókaköílum eftir Georg Mikes (áður útv. sumarið 1969). Einnig sungin brezk þjóðlög. 21.30 „Moldá”, kafli úr tón- verki eftir Bedrich Smetana Filharmoniusveit Berlinar leikur, Herbert von Karajan stj. 21.45 i Ljótalandi Pétur Gunnarsson les úr óprentuðu handriti sinu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (29). 22.25 (Jtvarpsdans á vorjafn- dægri — nálægt góulokum. Fyrir miðnætti leika ein- vörðungu islenzkar hljóm- sveitir gamla og nýja dansa af hljómplötum — en er- lendar eftir það (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. # sjónvarp 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni F'elixson. 18.30 Pollyanna Breskur myndaflokkur, gerður eftir sögu Eleanor H. Porter. Lokaþáttur. Efni 5. þáttar: Jimmy fær fast starf sem garðyrkjumaður Pendle- tons, en konurnar í kven- fölaginu treysta sér ekki til að útvega honum sama- stað. Pendleton er aft- ur kominn á fætur. Hann býður Pollýönnu að koma og búa hjá sér, og hann viður- kennir fyrir henni að hann hafi elskaö móður hennar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.35 Iiagskrá og auglýsingar 20.35 Krossgáta V Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra sem heima sitja. Loka- þáttur. Kynnir Edda Þórarinsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason, 21.05 Læknir til sjós Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.30 Uppreisnin á Caine (The Caine Mutiny) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, José Ferrer, Fred McMurray og Van Johnson. Nýr skipstjóri tekur við stjórn tundur- spillisins Came. Hann tekur aðstjórna meðharðri hendi. en áhöfnin er óvön ströng- um aga. Sá kvittur kemst á kreik, að skipstjórinn sé ekki með réttu ráði og ófær um að stjórna, og þvi gripur áhöfnin til sinna ráða. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok Útvarp í kvöld Þjóð í spéspegli I kvöld kl. 20.45 verður endur- tekinn lestur Ævars Kvaran leikara á bókarköflum eftir George Mikes, sem fjalla. um hið skoplega i fari ensku þjóðar- innar. Þessi lestur var áður á dag- skrá sumarið 1969, en ekki er vanþörf á að rifja hann upp núna, meðan á þorskastriðinu stendur, þvi litið skemmtiefni hefur fylgt frásögnum af þvi, en við megum til að gera greinar- mun á stórveldapólitik eng- lendinga og ensku þjóðinni, sem er allt annar handleggur og ólikt hugnanlegri. í Ljótalandi Pétur Gunnarsson skáld ætlar i kvöld kl. 21.45 að leyfa úlvarpshlustendum að heyra brot úr óprentaðri sögu eftir hann, sem nefnist: í Ljótalandi. Beta gengur nokkuð langt i þessu .Afram Bretland', finnst þér ekki? Útvarp á morgun Pyndingar í Uruguay og fleira Annað kvöld kl. 20.30 mun Jón öskar rithöfundur lesa i útvarpi þýðingu sina á bréfi frá föður manns sem pyndaður var til dauða i Uruguay. Uruguay skipar sama sess meðal landa heimsins i dag og Chile, að þvi leyti að þar situr að völdum einhver sú blóðþyrst- asta og harðsvirðasta einræðis- stjórn, sem sögur fara af. Þar rikir nú einvaldurinn Juan Maria Bordaberry með fulltingi öflugs herliðs og einkalögreglu. 27. júni 1973 leysti Bordaberry upp þjóðþing Uruguay með að- stoð hersins, og bannaði jafn- framt alla starfsemi vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka i landinu. Verkalýðsþingi lands- ins var lika bannað að koma saman og komið var á viðtækri ritskoðun á öllu lesefni, sem prentað er i landinu. Jafnframt hófust pólitiskar ofsóknir á hendur öllum þeim, sem grunaðir eru um vinstri sinnaðar skoðanir og voru þeir hnepptir i fangelsi hvar sem til þeirra náðist. Hroðalegar Ivsingar fara af fangelsum i Uruguay. pyndingum og illum Jóii Oskar, rithöfundur aðbúnaði fanga þar, en talið er að ekkert land hafi hlutfallslega jafnmarga pólitiska fanga og Uruguav: Kona á Spáni Gumiar Giimiai'sson. blaða- maður. mun seinna i útvarps- dagskránni annað kvöld lesa frumsamda smásögu. sem hann nefnir ..Kona á Spáni". Gunnar er lesendum Þjóðviljans að góðu kunnur sem blaöamaður. en margir kannast jafnframt við skáldsögu hans „Beta gengur laus", sem út kom i hitteðfyrra og þótti lofa góðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.