Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. mars 1976 Myndlistarnemendur fá sér kaffisopa I undirbúningi aö basarnum. Þau eru talin frá vinstri: Haukur Haraldsson, Guörún Siguröardóttir, Bergljút Ingvarsdóttir (aftar), Jenný Guömundsdóttir, Bergdis Guönadóttir, Þuriður Una og Guðrún Auöunsdóttir. (Myndir: GFr) •æmw Inga Sigriður og Guðrún Auöunsdóttir i dyragættinni hjá gamla Bernhöft bakara Skilningur er nú óðum að glæðast á þvi aö halda lifandi tengsium við fortiðina með þvi að varöveita hús og húsa- samstæður frá gamalli tið. Nú um nokkurra ára skeið hefur staðið yfir barátta um svo- kallaða Bernhöftstorfu en hún er eina heillega húsaröðin i Reykjavik frá fyrri hluta 19. aldar. Fiestir virðast vera komnir á þá skoöun að þessi hús eigi aö fá aö standa áfram. Líf er að kvikna í Bernhöfts- torfunni Samt stendur ennþá formleg samþykkt um byggingu stjórnarráðs á þessum stað. Þaö skal tekið fram að mjög margir ráðamenn hallast gegn þessari samþykkt. t nóvember sl. hófust viðræöur milli Torfu- samtakanna og fjármála- ráöuneytisins og fékkst þá ieyfi til aö þrifa ibúðarhús Bernhöfts gamla bakara og hita það upp. Núna um helgina stendur yfir kökubasar myndlistarnema í þessu húsi og gefst almenningi þar tækifæri til að lita húsiö að innan þó aö aðeins bráða- birgðaviðgerö hafi farið fram. Kaffi og Bernhöftsbollur á basarnum Blaðamaður Þjóðviljans leit inn til myndlistarnemanna þar sem þeir voru i óðaönn að undir- búa basarinn á fimmtudaginn. Þeir eru á 3ja ári i námi i Mynd- listar- og handiðaskólanum og eru að safna fé til námsferðar um páskana. Þá er ætlunin að fara til Hollands til að skoða listasöfn. Á basarnum er á boð- stólum margs konar handa- vinna nemenda, keramik og grafik. Auk þess eru seldir happdrættismiðar með 37 málverk i vinning, flest eftir þekkta listamenn sem hafa gefið þau til happdrættisins. Þá er selt kaffi og Bernhöftsbollur. Basarinn er opinn i dag, laugar- dag, frá 10-7 og á sunnudaginn ef eitthvað verður eftir að selja og aðsókn er sæmileg. Hér er kjörið tækifæri fyrir fólk að næla sér i eigulega handunna vöru og listaverk, fá sér kaffi- scpa i hryssingnum og lita inn i eitt hinna umdeildu húsa Torfunnar. Ást a gömlum húsum Krakkarnir sögðust hafa byrjað að ryðja þetta hús i 17 stiga frosti i desember. Draslið var svo mikið i húsinu að það kostaði óhemjuvinnu að koma þvi út og hreinsa húsið. Margir unnu að þessari hreinsun og einn daginn tók t.d. leik- Haukur Haraldsson og Inga Sigriður Ragnarsdóttir festa upp grafikmyndir sem eru til sölu. Margs konar handunnin vara er á boðstólum flokkurinn INÚK til hendinni vegna ástar á gömlum húsum eins og Brynja Benediktsdóttir orðaði það við blaðið. Þegar veggfóður var rifið af veggjum komu i ljós 8 lög hvert yfir öðru og hvert öðru fallegra. Málning hf. i Kópavogi gaf málningu á veggina og ennfremur var gef- inn renningur á gólf og fjár- málaráðuney tiö annaðist bráðabirgðahitalögn. Vióræður við fjármálaráðuneytið Þjóðviljinn hafði samband við Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt úr Torfusamtökunum og sagði hún að mikil sjálfboðaliðavinna hefði verið unnin við að þrifa þetta hús. Hún sagði að i næstu viku hæfust á ný viðræður við fjármálaráðuneytið um leyfi til að þrifa önnur hús i Torfunni. Aðalatriðið væri að koma á hita i húsin þvi annars væri nær ógjörningur að þrifa þau. Arðbært að gera húsin upp Guðrún sagði að margir aðilar hefðu sýnt áhuga á að koma upp starfsemi i húsunum ef þeir fengju leigusamning til margra ára. Að öðrum kosti gætu þeir ekki lagt fjármuni i viðgerð á þeim. 1 fyrravor var gerð heildarúttekt á Bernhöfts- torfunni og lausleg áætlun um hvað kostar að gera þau sæmi- lega i stand. Sú áætlun hljóðaði upp á 30 miljónir en það eru um 9000 kr. á kúbikmetra eða 3/5 af visitölubyggingarkostnaði. Sagði Guðrún að þetta yrði örugglega ekki óarðbær fram- kvæmd miðað við hversu góður staður þetta er i bænum. Miðað við 5000 króna leigu á fermetra stæði þetta undir kostnaði. Þá sagði Guðrún að bygging'arnar væru samtals um 900 fermetrar að flatarmáli og taldi hæpið að nýtingarhlutfall á nýrri byggingu á þessu svæði yrði betra. Fáir niðurrifs- formælendur Blaðið hafði samband við Aðalstein Richter skipulags- stjóra Reykjavikurborgar og svo var á honum að heyra að fáir væru orðnir formælendur þess að rifa Bernhöftstorfuna. Ef það er staðreynd geta reyk- vikingar óskað sjálfum sér til hamingju og hafist handa um það af fullum krafti að gera við húsin og færa lif I þau. Ekki veitir af að lifga upp gamla miðbæinn þar sem bankar eru orðnir eins og krabbamein sem færist smátt og smátt úr einu húsi i annað. —GFr Landsflokkaglíman verður háð í dag Allir bestu glímumenn landsins meöal keppenda Úrslit um helgina í 1. deild kvenna og í 2. deild karla Um þessa helgi lýkur keppni i mfl. kvenna í handknattleik, en segja má að Fram sé þegar nokkuð öruggt með að sigra i keppninni. Fram mætir KR um helgina og getur vart hjá þvi farið aö Fram vinni þann leik og þar meö er titillinn i höfn. Armann, sem er eina liöið sem getur náð Fram að stigum mætir Vikingi og ætti Armann að vera öruggt með sigur og myndi eins og áður segir, ná Fram að stigum með þvi að sigra Viking ef Fram tapar fyrir KR. Þá ættu úrslit einnig að fást um helgina i 2. deild karla. Akur- eyrarliðin komu suður og leika hér 2 leiki hvort. Þar á meðal mun KA leika gegn KR og fari svo að KR sigri er ÍR þar með komið upp i 1. deild og raunar ef KA tapar 2 stigum af þeim fjórum sem liöiðá möguleika á að hreppa hér syðra um hegina. Landsflokkagliman 1976 fer fram i iþróttahúsi Kennara háskólans i dag og hefst kl. 14. Allir bestu glimumenn landsins verða meðal keppenda, þar á meðal, Pétur Yngvason, glimu- kóngur tslands 1975, bróðir hans Ingi Yngvason, sem vann bikar- glimuna á diigunum svo og Þor- steinn Sigurjónsson, sem sigraði i Skjaldarglimu Armanns vetur. Keppt verður i 6 flokkum og eru skráðir keppendur 29 að tölu. Glimustjóri verður Guðmundur Ágústsson, yfirdómari Gisli Guð- mundsson, en aðrir dómarar Garðar Erlendsson og Yngvi Guðmundsson. i Ekki þarf að efast um að þarna verður um jafna og skemmtilega keppni að ræða og verður gaman að fylgjast með viðureign tviburabræðranna Pétursog Inga Yngvasona, Guðmundar Ólafs- sonar og Þorsteins Sigurjónsson- ar, en þessir fjórir börðust hvað harðast i bikarglimunni á dögun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.