Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 5 Áskorun stuðnings- nefnda við KÚRDA til ríkis- stjórna Islands og Svíþjóðar Kúrdneskt flóttafólk Eins og fyrr hefur veriö frá skýrt í Þjóðvilj- anum, afhentu formenn stuöni ngsnef nda við kúrda á íslandi og í Sví- þjóð/ Erlendur Haraids- son og Olof G. Tandberg, utanríkisráðuneyti islands og sendiráði Sví- þjóðar á islandi þann 4. þ.m. áskorun þess efnis, að ríkisstjórnir íslandsog Svíþjóðar veki máls á högum kúrda í írak á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fer þessi áskorun íslensku og sænsku kúrdanefndanna hér á eftir: Áskorun vegna kúrda í Norður-lrak Með þessari áskorun hvetja islensku og sænsku kúrdanefnd- irnar til þess að ráðstafanir verði gerðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna viðvikj- andi svokölluðu máli kúrda. Eins og vitað er saman- stendur rikið trak af þremur fylkjum úr fyrrverandi stór- veldi ósmana, og voru þau fylki kennd við borgirnar Mosúl, Bagdad og Basra. Svæðið norð- austur af Bagdad er kallað Kúrdistan, og er þar um að ræða þann hluta traks, sem ekki er byggður aröbum, heldur aðallega kúrdum. Rétt fyrir lok fyrri heimsstyrjaldar náðu herir Bretlands landinu á sitt vald. Á friðarráðstefnunni i Sevres 1920 var gerður samn- ingur milli bandamanna og rikis ósmana, þar sem viðurkenndur var réttur kúrda til fullveldis á þvi svæði, þar sem meirihluti ibúanna væri kúrdneskur. Þegar trak varð sjálfstætt og gekk i Þjóðabandalagið 1932, var gert að skilyrði fyrir upp- töku þess i bandalagið að kúrdar i landinu fengju viss réttindi sem þjóð. Samn- ingurinn um þetta var gerður að lið i stjórnarskrá traks. trak gekk i Sameinuðu þjóðirnar 21. desember 1945 og hét þvi þá skilyrðislaust aö hlita reglum Sameinuðu þjóð- anna. Ennfremur átti lrak hlut að yfirlýsingu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 11. desember 1946, þar sem þjóðar- morð er lýst glæpur samkvæmt alþjóðalögum og skuli þvi for- dæmt af öllum hinum sið- menntaða heimi. 1 sátt- málanum um refsingar við þjóðarmorði (sem einróma var samþykktur á allsherjarþingi Sameinguðu þjóðanna 9. desember 1949) er þjóðarmorð skilgreint með eftirfarandi orðum: ,,Að fremja athafnir i þeim tilgangi að eyðileggja, algerlega eða að nokkru leyti, þjóðernislega, kynþáttarlega eða trúarlega heild sem slika.” Islensku og sænsku kúrda- nefndirnar eru sannfærðar um að miðað við ofanskráða skil- greiningu er tilraun til þjóðar- morðs staðreynd, hvað viðkemur kúrdum i Norður- trak, og leyfa sér þvi að fara fram á eftirfarandi: Að fastanefndir Islands og Sviþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum fái fyrirmæli um að hafa frumkvæði að þvi, að Sameinuðu þjóðirnar sendi nefnd til þess að komast að raun um, hverjar séu nú hinar raun- verulegu kringumstæður kúrda i Norður-lrak. Ennfremur leggjum við fram þá kröfu að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna taki kjör og kringumstæður fólks af kúrd- nesku þjóðerni i Norður-lrak til meðferðar og að þess sé æskt af Mannréttindanefndinni að hún gefi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skýrslu um það, sem hún kemst að raun um. Fram til þessa hefur alþjóð- legum hjálparstofnunum, svo sem Alþjóðlega Rauða kross- inum og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem og öðrum hjálp- arstofnunum, verið bannaður aðgangurað Norður-lrak. Það á einnig við um allar stofnanir á vegum flóttamannanna sjálfra, svo og þær stofnanir er vilja hafa samráð við innlendar hjálparstofnanir um hagsmuna- mál flóttamanna. Þar eð við teljum að fólk af kúrdnesku þjóðerni sé nú i mik- ílli útrýmingarhættu, leggja hinar tvær nefndir okkar áherslu á mikilvægi þess að ofannefnd athugunarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna fái eins fljótt og mögulegt er umboð til þess að fara til Norður-traks, i þeim tilgangi að framkvæma hlutlæga rannsókn á raunveru- legum kjörum og kringum- stæðum kúrdnesks fólks i landinu. Reykjavik 4. mars 1976 Erlcndur Haraldsson f.h. islensku kúrda- nefndarinnar. Olof G. Tandberg f.h. sænsku kúrdanefndarinnar. Erlendur Haraldsson og Olof G. Tandbcrg. út af Jerúsalem: Heitt í kolum helgum stað NKW YOIIK, JERÚSALEM 19/3 — Nokkur múhameðsk liki ósk- urðu þess i dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kæini saman A'ið fyrstu hentugleika til þess að ræða ástandið á vestur-. bakka Jórdanár. Mikil ólga er nú i Jerúsalem út af þvi hvort bæði múhameðstrúarmenn og gyðing- ar skuli hafa rétt (il að hiðjast l'yrir við AI-Aksa-moskuna þar i borg eða múhameðstrúarmenn ein'ir. Moska þessi, sem er hin þriðja helgasta i múhameðskum dómi, er byggð á grunni musteris gvðinga, sem rómverjar brutu árið 70 c.Kr. Staðurinn er þvi gvðingum helgur, en þar eö moskan stendur þar nú, telja múhameðingar það helgispjöll að þeir fái að hiðjast þar fvrir. ísraelskur dómstóll úrskurðaði nýverið að gyðingum skyldi heimilt að biðjast þarna fyrir, en rikisstjórnin sem óttast ókyrrð af þeim sökum, hefur áfrýjað dómn- um til hæstaréttar og mælst til þess við gyðinga að þeir biðjist fyrir við grátmúrinn sem er þar skammt frá, i staöinn. Þúsund.ir araba söfnuðust saman i dag i Jerúsalemt og viðar i landinu og mótmæltu bæði ofannefndum ðómi og hernámi tsraels á vesturbakkahéruðunum. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN. AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa á Svæfingar- og gjörgæzludeild spital- ans. Annar frá 1. júni n.k. og hinn frá 1. júli n.k. og er ætlast til að þeir starfi i eitt ár. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspital- anna fyrir 10. mai n.k. IIJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til starfa á LYFLÆKNINGADEILD (3-B), BARNASPÍTALA HRINGS- INS og HJÚKRUNARDEILDINA við Hátún, svo og til afleysinga á aðrar deildir. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. KLEPPSSPÍTALINN. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Og SJÚKRALIÐAR óskast til starfa hið fyrsta á Vifilsstaðadeildina. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til starfa á næturvaktir á Flóka- deild. Upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 38160. Reykjavik, 19. marz 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 BYGGUNG — Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 27. mars kl. 1 e.h. i Félags- heimili Kópavogs. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin LESENDAKÖNNUN Siðastliðinn sunnudag birti Þjóðviljinn á blað- siðu 11 (14. mars) lesendakönnun. Þessi könn- un verður ekki birt aftur i sama formi, þar eð endurtekning mundi gera okkur ókleift að finna út lesendafjölda á hvert eintak blaðsins. Við leggjum áherslu á mikilvægi þess að sem allra flestir fylli út spurningalistann og sendi okkur sem allra fyrst. Athugið að á listanum kemur á engan hátt i ljós krafa um að ,,húsráð- andi” eða kaupandi fylli listann út. Vinsam- lega merkið umslagið þannig: ,, Lesendakönnun” Þjóðviljinn Skólavörðustig 19 Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.