Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. mars 1976 ÞJÓOVILJINN — SÍÐA 3 Tíöindi úr verstöðvum Maraþonfundur i borgarstjórn um fjárhagsáætlun Y estmannaey j ar Undrandi á stœrð ýsunnar Þorsteinn Ingólfsson I Vest- mannaeyjum gaf blaðamanni Þjóðviljans þær upplýsingar að á vertiðinni I ár væru 56 bátar, um helmingur á trolli og helmingur á netum. Þar hafa verið stanslausar ógæftir, en aflast allvel þegar gefur. i mars hefur verið mjög stirð tið. Aflinn fram til 15. mars var 4741 tonn en var á sama tima I fyrra 5778 tonn. Flestir bátanna hafa verið á heimaslóðum en netabátarnir þó austur i bugtum og taka þá 2 lagnir. Aflahæsti báturinn 15. mars var Surtsey með 258 tonn og næstur Þórunn Sveinsdóttir með 245 tonn. Þorsteinn sagðist vita litið um stærð fisksins en gat þess þó aö menn væru undrandi á þvi að ýsan virðist stærri nú en undan- farin ár og eins virðist þorskur- inn yfirleitt vera vænn. —GFr Grindavík Bullandi ótið Að sögn Daniels Ilaraldssonar vigtarmanns i Grmdavik eru ósköp léleg aflabrögð þar eins og i fyrra. BuIIandi ótið hefur verið f mars. Á fimmtudag lönd- uðu 44 bátar 364 tonnum og var það gamall fiskur, 5 nátta. A miövikudag lönduðu 36 bátar 376 tonnum af fjögurra nátta fiski. Heildaraflinn 15. mars var 2945 tonn en var á sama tima i fyrra 3572 tonn. A fimmtudag var aflinn orðinn um 3700 tonn. Aflahæsti báturinn, sem landar i Grindavik, er Jóhannes Gísla- son með 243 tonn, en næstur kemur Þorsteinn Gislason með 180tonn. Sandafellið hefur verið fyrir vestan og ekki landað i Grindavik en það mun vera litið eitt hærra en Jóhannes Gunnar. Bátarnir hafa verið á veiðum frá Eykjanesi og út á Selvogs- vita og ennfremur út á Tá, sem kallað er, syðst á Selvogsbanka. Daniel sagði að fiskurinn sem fengist væri vænn þorskur. Ufsabland væri i þeim bátum sem mest hefðu aflað að und- anförnu. Þórkatla landaði mest á fimmtudageða 22tonnum ogá miðvikudag 45 tonnum en þar væri ufsi 2/3 aflans en lágt verð fæst fyrir hann. —GFr. Sandgerði Allgóður en leiðindaveðurlag Þjóðviljinn hafði samband við Jón Júliusson vigtarmann i Sandgerði. Hann sagði að þar hefðu verið allgóð aflabrögð siðan verkfalli lauk en alltaf hálfgert leiöindaveður. A fimmtudag komu 20 bátar inn og lönduðu 308 tonnum svo að dæmi séu nefnd, en yfirleitt landa milli 25 og 32 bátar. Allir netabátarnir nema einn eru á grunnslóðum. Hann er á netum út af Breiðafirði. Aflinn frá áramótum til 15. mars er 2933 tonn i 590 sjó- ferðum en á sama tima i fyrra var hann 2727 tonn i 479 sjó- ferðum. Aflahæstur núna er Berþór meö 370 lestir til 15 Þorlákshöfn Frekar tregt mars., en nú er hann kominn með 424 lestir. Aðspurður um stærð fisksins sagði Jón, að hann væri ekki stór, en þolanlegur. Smáfiska- dráp væri ekki afgerandi rriikið en alltaf eitthvað. Nóg atvinna er i Sandgerði. —GFr Gestur ögmundarson vigtar- inaður I Þorlákshöfn tjáði blaöamanni Þjóöviljans að hann myndi bara ekkiaðra eins ótið I vetur og allur þorri báta með lágan afla. Heildarbolfiskaflinn var 15. mars 3596 tonn en var á sama tima i fyrra 4356 tonn. Afla- hæstur er Friðrik Sigurðsson með 407 tonn en aflahæsti bátur- inn i fyrra var með 384 tonn á sama tima. Það eru 26 bátar frá Þorláks- höfn sem landa þar reglulega og að auki bátar frá Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að daglega landa milli 30 og 40 bátar og á eftirað fara fjölgandi. Allflestir eru á netum en örfáir á trolli. Mestur hluti aflans nú er stór þorskur, en var ufsi fyrir verk- fall. Gestur sagði að smáfiska- dráp þekktist ekki. Hér væri um að ræða svokallaðan vertiðar- þorsk. Bátarnir þurfa að sækja langt, alla leið austur fyrir Eyj- ar. —GFr ísafjörður: Gœftir Hans Haraldsson skrifstofu- stjóri Norðurtangans á isafirði gaf Þjóðviljanum þær upplýs- ingar, að afli togaranna væri góður og væru þeir nú búnir að fá um 800 tonn frá áramótum hver.Lítið féll úr hjá þcim vegna verkfalls. Þá hefur einnig yf- irleitt verið gott hjá linubátum hamla en steinbitur væri vaxaudi hluti af aflamagni þeirra. Gæftir liafa verið það góðar að ckki hamlaði sjósókn. Þó hefur verið rysjótt veður á köflum. Frá þvi að verkfalli lauk hefur verið stanslaus vinna i landi jafnt á laugardögum og sunnu- ekki dögum sem aðra daga. Mein- ingin væri að gefa fri i Norður- tanganum nú á sunnudag til að fólk geti blásið mæðinni. Hans sagði að stærð fisksins væri mjög breytileg. Um daginn kom togarinn Guðbjartur með 95 tonn og aflinn hefði skipst þannig að 95% þorsksins lenti i Gengið að hugmyndum minnihlutans Síðasti borgarstjórnarfundur, sem hófst á fimmtudagseftirmið- dag klukkan fimm stóð til klukk- an sex á föstudagsmorgun. A fundinum fór fram siðariumræða um fjárhagsáætlun borgarinnar. Báru fulltrúar minnihlutans fram nokkrar eftiislegar breytingartil- lögur, og var flestum þeirra hafn- að af meirihlutanum, nokkrar samþykktar með breytingum og tvær tillögur samþykktar um- yrðalaust. önnur tillagan, sem óbreytt náði fram að ganga var frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins um ýtarlega könnun á þvi hvort hagkvæmt sé að breyta reiknisári borgarsjóðs þannig, að það hefjist 1. mars, það er eftír að alþingi hefurfariðhöndum um fjárlög rikisins, en ekki i desem- ber eins og nú er. Þá- fluttu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins tillögu þess efnis, að vegna slæmrar reynslu af nýtingufjár til byggingar dag- vistunarstofnana skyldi Félags- málaráð sjálft fá veitta upphæð til þessa verks til ráðstöfunar, i stað þess að þurfa að sjúga það út úr borgarsjóði með þeim árangri á síðastaáritd. aðekki tókst að ná þaðan þvi fé, sem veitt hafði verið á fjárhagsáætlun og skakkar þar miljónum. Sjálfstæðismenn fluttu breyt- ingartillögu við þessa tillögu Alþýðubandalagsins, og fólst i henni viöurkenning á að ástandið hefði ekki verið nógu gott, en sjálfdæmi vildu þeir þó ekki selja Félagamálaráði. Frá var visað tillögu frá fram- sóknarmönnum um brúargerð yfir Elliðaár, en mikið brúar- gerðaræði virðist hafa gripið um sig með framsóknarmönnum. Tillögu frá fulltrúa Alþýðuflokks- ins um athugun á að koma upp heilsugæslustöð i Seljahverfi var visað frá á þeirri forsendu að ver- ið væri að athuga með heilsu- gæslu fyrir breiðhyltinga hvort eð væri. Borgarfulltrúar allra minni- hlutaflokkanna fluttu sjö breyt- ingartillögur sameiginlega. Fjallaði ein um að heildarúttekt verði gerð á borgarkerfinu með það fyrir augum að auka sparnað i rekstri borgarinnar, sem áætlað er að kosti hvorki meira né minna en 6 miljarða á þessu ári. Að sjálfsögðu visuðu sjálfstæðis- menn þessari tillögu frá, og hefur þótt sem ráðdeild þeirra við borgarreksturinn væri slik, að ekki mætti betur gera. Þá var visað frá tillögu til tekjuöflunar fyrir borgarsjóð, sem í því var fólgin að verð á kvöldsöluleyfum i borginni hækki úr 8 þúsund krónum, sem ákveðið var 1964 i 100 þúsund krónur nú og beitt þeirri röksemd, að ekki væri rétt að sækja svo að einum hópi kaupmanna, en þó var þeim hug- myndum ekki á lofti haldið, að stærsta flokki. 4% i miliistærð og 1% var smáfiskur. Meöal- skiptaverð i þessum túr var 63.65 kr. Hans sagði að svo væru menn að segja að hátt verð fengist fyrir aflann með þvi að sigla með hann. En þetta hefði nú að visu verið sérstakt. —GFr hækka beri þá gjöld á öðrum kaupsýslumönnum til samræmis, heldur var tillögunni einfaldlega visað frá. Þá var flutt tillaga um bygg- ingu 450 ibúða á árunum 1977 — 1982 til þess bæði að skapa at- vinnu fyrir þá, sem við bygg- ingariðnað vinna svo og til þess að leysa húsnæðisvanda ungs fólks, sem er að hefja búskap, húsnæðisvanda efnalítils fólks og húsnæðisvanda eldra fólks, sem býr i of stóru og óhentugu húsnæði og vill gjarnan minnka við sig. Þeirri rökfimi var beitt, að ef til- laga þessi yrði samþykkt mundi draga úr byggingu verkamanna- bústaða, og tillagan felld þar með. Enn fluttu borgarfulltrúar minnihlutans tillögu um kaup á tveimur skuttogurum til atvinnu- aukningar i borginni. Tillagan hljóðaði upp á kaup á togurum af minni gerð. Einnig fólst i tillög- unni ákvörðun um smiði nýs full- komins frystihúss á vegum BÚR i Bakkaskemmu. Var þessari tillögu ekki gjörsamlega hafnað, heldur var henni visað til út- gerðarráðs, þar sem hún sjálf- sagt fær svefninn sinn. Tillaga var flutt um það, að borgarstjórn kæmi upp vinnu- stöðum fyrir öryrkja, svo og áskorun til borgarfyrirtækja um að þau hafi jafnan tiltekinn fjölda öryrkja i vinnu. Siðari liður tillög- unnar var samþykktur óbreyttur, en flutt var breytingartillaga við fyrri hlutann á þann veg, að borg- in komi upp sérstakri vinnumiðl- un fyrir fólk með skerta vinnu- getu. Þannig breytt var þessi til- laga samþykkt, og er þar vissu- lega nokkrum árangri náð. Þau undur gerðust svo, að borgarstjórn samþykkti með 15 samhljóða atkvæðum tillögu frá minnihlutanum um, að borgar- stjórn styrki Félag einstæðra foreldra við húsakaup. Loks fluttu borgarfulltrúar minnihlutans tillögu um, að tekin yrði upp viðræða við ábúanda Nesjavalla um að draga verulega úr sauðfjárbúskap á jörðinni vegna ofbeitar. Meirihlutinn gekk þá fram fyrir skjöldu og bætti um betur, flutti breytingartillögu þess efnis, að sauðfjárbúskapur skyldi með öllu aflagður að Nesjavöllum en þess i staðtekið þar til við skógrækt. Frá umræðum um fjárhags- áætlunina verður nánar skýrt i blöðum eftir helgina. —úþ. • • Oll gögn hafa enn ekki borist Hœstarétti Það mun dragast fram i næstu viku. að Hæstiréttur úrskurði i kærumáli gæsluvarðhaldsfang- anna þriggja sem inni sitja vegna Geirfinnsmálsins. Nokkuð er siðan sakadómur sendi sin gögn. sem eru á annað hundrað bls.. til Hæstaréttar, en i gær höfðu ekki borist þangað greinargerðir og athugasemdir allra réttargæslu- manna fanganna. Þær ættu hins vegar að liggja fyrir strax eftir helgina. og ætti þá fljótlega að vera hægt að kveða upp úrskurð i málinu. —erl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.