Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976
DIÓÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóöviijans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagshlaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Biaðaprent h.f.
HVAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ GERA?
Morgunblaðið fer um það allmörgum
orðum rétt enn einu sinni á fimmtudag,
hve aumleg stjórnarandstaðan sé. Hún
hafi ekkert marktækt fram að leggja i
þeim málaflokkum sem mestu skipta;,,af-
staða hennar einkennist af neikvæðu
nöldri og viðleitni til að kljúfa þjóðina i
striðandi hópa”. Enda sé hún sjálf marg-
klofin og sjálfri sér sundurþykk.
Tal af þessu tagi, um pólitiskt ráðleysi
andstæðinga, er eins algengt og rigningin.
Og i þessu dæmi er reyndar hægur vandi
að snúa við skeytinu og segja við Morgun-
blaðið með almannarómi þessara mán-
aða: Reyndar mistókst vinstri stjórninni
ýmislegt i sinni stjórnsýslu. Stjórn Geirs
Hallgrimssonar kemst hinsvegar hjá
„mistökum” vegna þess að hún stjórnar
alls ekki.
Hitt skiptir svo meira máli, að stjórnar-
andstaðan og stuðningsmenn hennar leggi
alvarlega stund á sjálfsgagnrýni, jafn-
framt þvi að sérlega ófarsælli stjórn
eru engin grið gefin. Og byrji hver á sjálf-
um sér. Sifellt er verið að spyrja stjórnar-
andstöðuflokka og stuðningsmenn þeirra:
hvað mynduð þið gera ef þið mættuð ráða?
Og vissulega eru gefin svör. En almenn-
ingi finnst einatt sem þau svör séu mjög
losaralega tengd innbyrðis. Að þau séu
fyrstu viðbrögð við tiltekinni uppákomu,
tilteknum aðstæðum frekar en liður i
vandlega upp byggðri heildarstefnu. Sé
þetta misskilningur, þá vantar a.m.k. eitt-
hvað upp á að talsmenn stjórnarandstöðu
komi hugmyndum sinum á framfæri i að-
gengileguformi. Allavega erþaðljóst, að
hafi stjórnarandstaða ekki á hverjum
tima upp á að bjóða heillega stefnu, þar
sem fléttað er saman lágmarkskröfum og
langtima stefnumiðum, þá kemur hún sér
i mikinn vanda. Hún á erfiðara með að
bregðast við stjórnarskiptum og stjórnar-
þátttöku. Hún getur með vanrækslusynd-
um i stefnumótun stuðlað að hugmynda-
legri ringulreið og pólitiskri deyfð meðal
þjóðar, sem verður æ þreyttari á þvi, að
islenskt þjóðfélag sé rekið með tólf mán-
aða vixlum, kannski sex mánaða vixlum.
Við siðustu forsetakosningar i Frakk-
landi fékk vinstrisamsteypa sú sem studdi
Francois Mitterand tæpan helming at-
kvæða, sigur hennar var innan seilingar.
Þessi árangur var að verulegu leyti þvi að
þakka, að fornir fjendur i verklýðs-
hreyfingunni höfðu tekið höndum saman
og efldust við það að sóknarmætti og
sjálfstrausti. En mjög mikill hluti þessa
árangurs var einmitt þvi að þakka, að
vinstrisamsteypan hafði gert ýtarlega og
vel útfærða áætlun, þar sem samþætt voru
þjóðnýtingaráform, umbætur i félagsmál-
um, breytingar á launakerfum. Að þessu
var svo vel staðið, að út kemur valkostur,
sem allir hljóta að taka alvarlega, vinir
sem andstæðingar. Lausir endar voru fá-
ir. Það var meira að segja rætt um ráð-
stafanir til að koma i veg fyrir þann
skæruhernað sem auðvaldið á tiltölulega
auðvelt að reka gegn vinstristjórn með
skipulögðum fjárflótta.
Á þetta er minnt vegna þess, að það er
mikil nauðsyn fyrir islenska vinstrisinna
að kynna sér skynsamleg fordæmi og
fyrirmyndir — er þar með að sjálfsögðu
ekki dregið úr þýðingu þess að menn séu
næmir fyrir þeim sérstöku aðstæðum sem
hér rikja. Og á þessa hluti er einnig drep-
ið i sambandi við það, að sem betur fer eru
nokkrar tilhneigingar uppi i þá átt að
bæta vopnabúr verklýðshreyfingar og
vinstrisinna. Hér skal visað til þess sam-
ráðs sem forystumenn úr verklýðshreyf-
ingu og stjórnarandstöðuflokkum höfðu
um tillögusmiði fyrir ASl fyrir siðustu
samningahrið. Það var einnig ánægjulegt
að heyra það á fulltrúaráðsfundi Alþýðu-
bandalags i Reykjavik, hve mikinn skiln-
ing menn höfðu á nauðsyn þess að islensk-
ir sósialistar hafi á takteinum skýr svör,
nákvæm og raunsæisleg við helstu
spurningum þjóðar i vanda.
—áb.
Sjálfsgagnrýni á skurðstofum:
Hægt var að
komast hjá
þriðjungi
dauðsfallanna
s
Samtök bandariskra skurð-
lækna hafa látið gera merka
rannsókn á yfirsjónum skurð-
lækna i starfi. Athugun þessi set-
ur með nýjum hætti á dagskrá
spurningar sem lúta að ábyrgð
lækna og eftirliti með frammi-
stöðu þeirra.
Árið 1973 fóru skurðlæknasam-
tökin þess á leit við helstu sjúkra-
hús landsins, að þau héldu
nákvæmt bókhald yfir öll eftir-
köst skurðaðgerða. Enda þótt þvi
væri heitið að farið yrði með allar
upplýsingar sem leyndarmál
lýstu aðeins 95 sjúkrahús af 153
sem á lista voru sig reiðubúin til
að taka á sig slíkt bókhald. Lækn-
ar við 58 sjúkrahús óttuðust að
þessar upplýsingar yrðu ekki
látnar liggja i skúffu og þóttust
sjá fram á heila öldu af málaferl-
um vegna yfirsjóna i læknislist.
Ótti þessi var ekki á rökum
reistur. Samtök skurðlækna voru
ekki að leita að sökudólgum til að
nefna með nafni.-heldur ætluðu
þau að tilreiða i fyrsta sinn i
lækningasögu nákvæmar tölur
um það, hve oft og hvernig eitt-
hvaðfer úrskeiðis á skurðstofum
og i meðferð sjúklinga eftir á.
50% eftirkasta óþörf
Niðurstöður þessarar könnunar
liggja nú fyrir. Samkvæmt henni
hefði verið hægt að koma i veg
fyrir 50% af þeim meira eða
minna háskalegu eftirköstum
sem 1493 sjúklingar urðu fyrir
vegna skurðaðgerða. Könnunin
bendir einnig til þess, að hægt
hefði verið að koma i veg fyrir 85
af 245 dauðsföllum. Flest af þeim
óhöppum sem urðu við mjög
venjulegar aðgerðir (vegna
beinbrota, botnlanga eða gall-
blöðru) mátti skrifa á reikning
skurðlæknanna. Hin óháða
læknanefnd, sem athugaði hvert
tilvik i sjúkrahúsunum 95, gagn-
rýndi starfsbræður sina fyrir lé
legt handverk og ónóga aðhlynn-
íngu við sjúklinga.
Að læra af yfirsjónum
Nefnd voru dæmi um að saum-
ar hefðu opnast eftir magaskurði,
Skurðaðgerð við bandariskan háskólaspitala; við ætluðum að
vita vissu okkar.
sýking hafði komist i sár (22sinn-
um), allmikið var um blæðingar
vegna aðgerða i móðurlifi, lungu
gáfu sig — er þá ekki allt talið af
þvi sem rannsóknarnefndin taldi
að vel hefði mátt sneiða hjá. Þá
var þess einnig getið, að oft hefðu
heimilislæknar sent sjúklingana
of seint á sjúkrahús.
Dr. George Zuidema, einn af
höfundum hinnar sjálfsgagn-
rýnu skýrslu, kemst svo að orði:
„Við viljum ekki útbia eigiö
hreiður, heldur fá starfsbræður
okkar til þess að læra af yfirsjón-
um sinum og draga þar með úr
hættum þeim sem tengdar eru
skurðaðgerðum."
En annarsstaðar?
I frásögn i þýska vikublaðinu
Stern segir um mál þetta, að i
Þýskalandi hafi engar tilraunir
verið gerðar til að fá lækna til að
gera með svo opinskáum hætti út-
tekt á eigín starfshæfni. Það eina
sem nálgast það að vera reglu-
bundin dómfelling um starf
skurðlækna er svonefnd „stund
sannleikans”. Einu sinni i viku
koma læknar á stærri sjúkrahús-
um saman á lokuðum fundi....
Þeir sitja umhverfis liffæri úr
sjúklingum sem látist hafa og
hlýða á sérfróðan starfsbróður
sinn lýsa þvi, hvernig ranglega
var að þvi staðið að glima við
kransæðastiflu i þessu tilviki, að
saumar hefðu bilað i öðru og að
þeir hafi i skeytingarleysi skorið
á gallrás i hinu þriðja.
Þá hefur blaðið spurnir af þvi,
að nokkrir hinna frægustu skurð-
lækna Þýskalands, ræði stundum
um yfirsjónir i starfi við mjög
sérstakar aðstæður. Þeir fari einu
sinni á ári til Parlsar, og meðan
sérstök kvennadagskrá er skipu
lögð fyrir konur þeirra, ræða þeir
sin á milli misheppnaðar skurð-
aðgerðir. Sin á milli kalla þeir
reisur þessar Fauxpas-Club.