Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 5
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
af ertendum vettvangi
Kommúnistar eiga mikil itök meöai verkamanna.
Mörgu hefur verið lofaö, en við fátt staöiö. Þorp I Andaiúsfu.
Franco Spánareinvaldur setti
ekki upp silkihanska þegar hann
hafði sigrað lýðveldissinna 1939.
A næstu fjórum árum eftir
borgarastriðið féllu tæplega 200
þúsundir andstæðinga hans
fyrir byssukúlum aftökusveita
eða þá i fangelsum. Það var ekki
nema von að andstaða gegn hon-
um ætti erfijtt uppdráttar. En
siðustu árin sem Franco lifði var
ljóst, að eitthvað þurfti að slaka
til ef að takast átti að bjarga ein-
hverju af arfi hans yfir i þann
tima sem við tæki að honum
dauðum. Enda mætti stjórnin
þrýstingi bæði frá andófsöflum
heima fyrir og frá öðrum rikjum :
tii dæmis komu EBE-rikin sér
saman um að Spánn væri ekki i
húsum hæfur i Bríissel meðan
stjómarfar Francos stæði.
Litlar breytingar
Þau skref ,,i frjálsræðisátt”
sem stigin voru siðustu misseri
Francos voru mjög hikandi og
misvisandi. Annarsvegar var
málfrelsi nokkuð rýmkað, hins-
vegar var jafnvel hert á ofsókn-
um með aftökum á hendur þeim
sem sýndu stjórninni virkasta
andstöðu. Þessi ruglandi heldur
áfram hjá stjórn Juans Carlos
konungs. Annarsvegar fer opnari
umræða með ýmislegum fyrir-
heitum, hinsvegar er lögreglu
beitt óspart til að berja á verk-
fallsmönnum og böskum nokkrir
hafa týnt lifi fyrir bragðið. Enda
eru mikið til sömu mennirnir i
stjórninni og áður. Arias Navarro
var forsætisráðherra Francos og
er i þvi embætti enn. Þær
breytingar hafa helstar orðið, að
inn i stjórnina koma nokkrir
menn, sem taldir eru til „upp-
lýstra hægrisinna”. Eru þeir um
leið einkar vinsamlegir Banda-
rikjunum og i miklum tengslum
við þau. Hér er einkum átt við
Areilza utanrikisráðherra og
Garrigues dómsmálaráðherra,'
en þessir menn hafa reyndar
báðir verið sendiherrar lands sins
i Washington.
Tvær blokkir
Undanfarin ár höfðu andstöðu-
öflin gegn'Francostjórninni leit-
ast við að fylkja liði til að vera
betur undir nýjar aðstæður búin
að einvaldinum gengnum. Arið
1974 var Lýðræðisráðið (Junta
Democratica) myndað. Innan
þess er kommúnistaflokkurinn
undir forsæti Carillos öflugastur,
en þar er einnig að finna sósilista-
flokkinn PSP (formaður Enrique
Galván), svæðisbundna flokka,
ýmsa menn frjálslynda og jafnvel
hægrimenn. Auk þess eru öflug-
ustu verkalýðssamtök Spánar,
Verkamannanefndirnar, tengdar
Lýðræðisráðinú.
Ari siðar, 1975 mynduðu svo
aðrir flokkar Lýðræðisvettvang-
inn (Plataforma de Convergencia
Democratica). Veigamestu öflin
þar eru gamli sósialistaflokkur-
inn PSOE (sem nýtur stuðnings
ýmissa vesturevrópskra
sósialdemókrataflokka, for-
maður hans er nú Felipe
Spánn:
Sósíalistar og
kommúnistar
Gonzales. og svo kristilegir
demókratar. Sókn til lýðræðis á
Spáni er tengd þvi, hve sterkar
þessar fylkingar eru, hvort þeim
tekst að starfa saman, og svo þvi,
hver hætta þeim er búin af hálfu
falangista og hægrisinna innan
hersins. Samskipti Spánar við
eða þið espið upp önnur öfgaöfi til
hægri. Carillo kvaðst enga trú
hafa á þvi að herinn væri hættu-
legur lýðræðisþróun, hann væri
orðinn þreyttur að þjóna undir
einræðið og vildi losna við pólitisk
afskipti. Auk þess mundi herinn
klofna að dómi Carillos ef farið
Efnahagsbandalagslönd á næst-
unnikoma og mjög inn i myndina.
Dagens nyheter sendi fréttarit-
ara til Spánar og Paisar fyrir
skömmu til að kanna hug forystu-
mannaþessara afla (Carillo, for-
maður kommúnista, situr enn i
Paris og hefur ekki fengið að fara
heim ennLÞaðsem hérfer á eftir
er að verulegu leyti byggt á þeim
viðtölum.
Ekki espa ólukku
mannsins!
Leiðtogi kristilegra
demókrata, Gimenez, taldi t.d. að
reyndar bæri að stefna sem skjót-
ast að lýðræði, en án þess þó að
setja of mikinn þrýsting á stjórn
Juans Carlosar, þvi annars væri
hætta á þvi, að herinn færi Ut á
göturnar og tæki að hlutast til um
átök þar.
Carillo var á allt öðru máli.
Hann sagöi þetta væri gömul
brella hjá hægrisinnum til að
lama vinstri öflin — að segja sem
svo: farið i guðanna bænum ekki
út á götuna með mótmælaað-
gerðir, þvi þá fer herinn af stað
væri að beita honum gegn vinstri
öflum að ráði.
Útiloka komm-
únista
önnur spurning sem stjórnar-
andstaðan þarf að gera upp við
sig er sú, hvernig hún muni
bregðast við þvi ef arftakar
Francos leyfa slarfsemi póli-
tiskra flokka nema kommúnista-
flokksins.
Gimenez, formaður kristilegra
demókrata svarar þessu á þá leið,
að bæði hans flokkur og sósialist-
ar séu mjög andvigir þvi að lýð-
ræðið komi i „smáskömmtum”
og vilji hafa samstöðu um að
kom múnistaflokkurinn skuli
leyfður eins og aðrir flokkar. Auk
þess væru það mikil söguleg og
pólitisk mistök ef að kommún-
istaflokkurinn væri áfram
bannaður, hann hefði mikil áhrif
meðal verkafólks og ef að hann
yrði að starfa neöanjarðar mundi
það rétt einu sinni enn kljúfa
þjóðina með háskalegum hætti.
Hitt var Giménez ekki vissum.
hvort aö kommúnistar ættu
að vera með I samsteypustjórn,
það færi eftir kjörfylgi. Enefþeir
fengju 15-20% atkvæða væri ljóst
að þeir ættu að vera i stjórn.
Kommúnistaforinginn Carillo
kvaðst vilja taka undir með
Parisarblaðinu Le Monde, sem
hefur skrifað að lögleyfing
kommúnistaflokksins verði próf-
steinn á lýðræðið á Spáni Bæöi
vegna áhrifa hans og vegna þess
rétts, sem flokkurinn hefur, sem
það afl sem hefur lengst og best
barist gegn Francostjórninni.
Auk þess mættu andstæðingar
kommúnista vita, að flokkurinn
mundi styrkjastenn meir en orðið
er, ef honum yrði áfram haldið
neðanjarðar eftir að búið væri að
leyfi aðra flokka.
Samanburöur
viö Portúgal
Andófsöflin hafa ekki miklar
áhyggjur af kaþólsku kirkjunni á
Spáni. Francostjórnin var þegar
fyrir alllöngu farin að telja hana
óáreiðanlega. Hóttækni og gagn-
rýni á þjóðfélagslegt misrétti
hefur breiðst út meðal klerka. Að
þessu leyti er ástandið annað á
Spáni en i Portúgal þar sem
kirkjan ,er enn mikið bólvirki
hægriafla.
Sundrung vinstri afla i Portúgal
hefur reyndar verið’ mikið
áhyggjuefni andófsöflum á Spáni.
En þau hugga sig þá við það
meðal annars, að það sé. ekki
aðeins spænska kirkjan sem sé
ólik þeirri sem i Portúgal starfar.
Herinnsé öðruvisi. Kommúnista-
flokkarnir einnig — þvi kommún-
istaflokkur Carillos sýnist eiga
meira sameiginlegt með sósia-
listaflokki Mario Soares en með
kommúnistaflokki Portúgals.
Sósialistinn Pedro Altares segir,
að likur bendi til að pólitiska
flokkakerfið á Spáni verði miklu
likara þvi sem er á ítaliu (mjög
sterkir sósialiskir flokkar) en þvi,
sem er að mótast i Portúgal.
Afstaöa sósíalista
Eins og rakið hefur verið hér i
blaðinu, hafa spænsk blöð birt
svimandi háar tölur um fjölda
þeirra pólitisku samtaka og
flokka sem nú eru til og biða færis
á að láta til sin taka. Fjöldinn
allur kennir sig við bvltingu. sós-
ialisma eða kommúnisma. En
þegar nánar er skoðað eru höfuð-
straumarnir fjórir „upplýstir
hægrisinnar”, kristilegir demó-
kratar, sósialistar og kommún-
istar. Það er einhver stærsta
spurning nú um stundir hvort og
hvernig sósialistum og kommún-
istum tekst að starfa saman.
Hinir „nýju” sósialistar i PSP
hafa ef svo mætti segja alist upp
við hlið kommúnista og hafa við
þá gott samstarf (m.a. i Lýð-
ræðisráðinu sem fyrr var nefnt).
Hinsvegar hafa gamlar væringar
og tortryggni spillt sambúð eldri
sósialistaflokksins, PSOE, og
kommúnista, og ekki er fritt við
að t.d. vesturþýskir sósialistar
reyni að halda lifinu i þeim
glæðum — i anda þeirrar linu sem
Helmut Schmidt kanslari fylgdi á
ráðstefnu sósialdemókrata á
Helsingjaeyri. En með nýjum
mönnumiPSOE hefur andrúms-
loftið batnað. Eða eins og hinn
ungi aðalritari PSOE, Felipe
Gonzales, hefur sagt: „Það er
ekki hægt at fordæma
kommúnistaflokkinn i nafni lýö-
ræðis, þvi að flokkurinn hefur
barist fyrir frelsi i fjörtiu ár”.
Carillo og EBE
Carillo tekur mjög i sama
streng. Hann segir að sambúðin
við PSOE og „Lýðræðisvett-
vanginn” hafi batnað mjög upp á
siðkastið. Hafi kommúnistar
fullan hug á að hafa gott samstarf
við sósialista. enda séu þeir
sannfærðir um að sterkur sósial-
istafiokkur sé nauðsynlegur fyrir
baráttu fyrir lýðræði og siðar sós-
ialisma. Carillo visar á bug hlið-
stæðum við Portúgal. A Spáni
hafi verkalýðsflokkarnir miklu
skyldari afstöðu til mála en sós-
ialistar og kommúnistar i
Portúgal.
Carillo vill að Spánn eigi aðild
aö Efnahagsbandalaginu, og er
liklegt að hann sæti ámæli fyrir
hjá ýmsum þeim samtökum, sem
telja sig standa lengra til vinstri
en hann. Hann skýrir þessa af-
stöðu sina með tilvisun til þess, að
nú um stundir glimi Spánn viö
alla ókosti en njóti engra kosta
þess að tilheyra Evrópumarkaði.
önnur er „villutrú" Carillos —
hún er sú, að hann getur hugsað
sér að sætta sig við bandariskar
herstöðvar á Spáni, a.m.k. þar til
samið hefur verið um niðurskurð
á herafla og herstöðvum um
Evrópu bæði austan- og vestan-
verða. En hann er hinsvegar á
móti tilraunum til að draga Spán
inn i Nató: Spánn á, segir hann,
ekki að tilheyra neinu hernaðar-
bandalagi.
En hvað sem öðru liður: enn
eru leikreglur lýðræðis ekki
virtar á Spáni, enn eru andstöðu-
flokkarnir bannaðir, enn er
þröngt i fangelsum, enn eru for-
réttindi hinna riku óskert, enn
búa milljónir manna við hin aum-
legustu kjör. En það er harla ó-
liklegt að Spánn geti m ikið lengur
verið einskonar „fasisk eyja” i
Evrópu. Hvort er spurt um
mánuði, vikur eða daga?
Arni Bergmann tók sainan