Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 6

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976 RAGNAR ARNALDS ÚTTEKT á störfum Fra m kvæmdastofn u na r I lögum um Framkvæmda- stofnun rikisins (hér á eftir nefnd FKSR) sem sett voru haustið 1971, fólust ýmis nýmæli, sem telja má til framfara i isl. stjórn- kerfi. Aður en ég sný mér að þvi aðalmarkmiöi þessarar greinar, að gera nokkra úttekt á störfum FKSR, verö ég fyrst að minnast hér á nokkur athyglisverð forms- atriði i fyrrnefndum lögum. 1 fyrsta lagi var stofnuninni gert að skyldu að birta opinber- lega á hverju ári skrá um allar Lánveitingar úr Byggðasjóöi og Framkvæmdasjóði, og hefur það siöan verið gert. Væri sannarlega betur,aðhið sama gilti um aörar Iánastofnanir. 1 öðru lagi var rikisstjórninni gert að skyldu, að gefa Alþingi árlega skýrslu um starfsemi stofnunarinnar. 1 þriðja lagi var ákveðið, að framkvæmdastjóra stofnunar- innar mætti leysa frá störfum meö aðeins mánaðar fyrirvara. Nú gildirsú regla um helstu rikis- stofnanir,aðforstjórar þeirra eru skipaðir ævilangt. Fram- kvæmdastofnunin er að sjálf- sögöu eitt helsta,'verkfæri rikis- valdsins i efnahags- og atvinnu- málum, og þar sem stjómar- stefnan hlýtur að vera breyting- um háð, er mjög nauðsynlegt, að hver ný rikisstjórn geti skipt um stjórnendur stofnunarinnar tafarlaust og sett þangað fram- kvæmdastjóra, sem hún treystir. Hið sama ætti raunar að gilda um æðstu yfirmenn ýmissa annarra rikisstofnanna, en hvergi er þetta jafn nauðsynlegt og I FKSR. Nú- verandi rikisstjórn var lika fljót að hagnýta sér þessa heimild i lögunum — svo sem vera ber. þarna væri sjálfur heims- kommúnisminn á ferð holdi klæddur, og þvi til samræmis voru framkvæmdastjórarnir ne&idir komissarar. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn komst svo aftur i stjóm, var ekki að undra, að I stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar væri ákvæöi um endurskoðun lag- anna um FKSR. En siðan er liðið eitt og hálft ár, og ekkert bólar á niðurstöðunni. Gætnari menn innan Sjálfstæðis- flokksins virðast telja óráð að láta gömui og yfirborðsleg slag- orö frá þeim tima, þegar flokkur- inn var i stjórnarandstöðu, ráða skoðun innan stjórnarflokkanna, að taka yrði fjárfestingarmál landsmanna fastari tökum I þvi skyni, að einbeita kröftum og fjármunum þjóöarinnar að þeim verkefnum, sem hafa þyrftu for- gang. Þess vegna var ákveðið að hefja áætlunargerði miklu rikari mæli en áður hafði verið hér á landi, einmitt til þess að geta rað- að nauðsynlegum framkvæmdum isamræmi við þarfirnar, og jafn- framt var Framkvæmdasjóður, sem annast hefur úthlutun láns- fjár til fjárfestingasjóðanna, tek- inn úr vörslu Seðlabankans og settur undir stjórn FKSR, enda nauðsynlegt að koma i veg fyrir, þróunarmál yrði að taka miklu fastari tökum en áður. Aður heyrðu byggðaáætlanir undir Efnahagsstofnun en lánveitingar til byggðamála undir Atvinnu- jöfnunarsjóð, og var það sjálfsögð og mikilvæg hagræðing að sam- eina þessa starfsemi ieinni stofn- un, um leið og fjármagn til þess- ara mála var verulega aukið. Fengin reynsla Ef við litum yfir þessi verkefni, sem FKSR var falið, er rétt að viðurkenna hreinskilnislega, að stofnunin náði ekki tilgangi sinum Hús Framkvæmdastofnunar við Rauðararstig. Þráhyggja Gylfa Þ. Gíslasonar Hér er á þetta minnst, þvi að i þingbyrjun i haust urðu miklar umræður um FKSR i neðri deild Alþingis. A þvi erekki vanþörf að ræða á Alþingi um störf þessarar stofnunar, enda hafa umræöur um lögbundna skýrslu ríkis- stjórnarinnar um FKSR farið fram á seinustu dögum þingsins undanfarna vetur og hefur þvi enginn timi gefist til málefna- legra umræöna. Þvi miður urðu þó þessar umræöur i haust með afbrigðum ófrjóar og innihalds- litlar. Astæðan var sú, að upp- hafsmaður umræðnanna, Gylfi Þ. Gislason, lagði á það aðaláherslu i málatilbúnaöi sinum, að ekki yrði heimilað að leysa fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar frá störfum, þegar ný rikisstjóm tæki við, heldur yrðu þeir skipaðir ævilangt til starfa eins og aðrir æðstu embættismenn rikisins. Jafnvel þótt Gylfi sé þessarar skoðunar, er það óneitanlega nokkuð einkennileg þráhyggja að gera þessa margþvældu áróðurs- lummu að aöalefni málsins. Slikt getur hentað málefnasnauöum heimdellingum, sem hvort eð er eru á móti þessari stofnun og verkefnum hennar, en sæmir tæpast forystumanni i Alþýðu- flokknum, sem átti þrátt fyrir allt að heita meömæltur stofnun FKSR. Þessar yfirborðslegu umræður um FKSR eiga hins vegar rætur sinar að rekja til þess, að þegar lögin um stofnunina voru sam- þykkt á Alþingi, gerðu sjálf- stæðismenn allt sem þeir gátu til að gera stofnunina tortryggilega og setja á hana austrænan svip. Látið var lita svo út, eins og gerðum sinum, en sumir hinna yngri heimta, aö flokkurinn standi viö stóru orðin, hversu vit- laus sem þau voru. Það er fyrst og fremst i þessu gruggi, sem Gylfi Þ. Gislason er að fiska, hann er á atkvæðaveiðum I fylgi Sjálfstæðismanna — eins og fyrri daginn. Hvert er markmiðið? Næst er rétt að hugleiða, hverj- ar voru ástæðurnar fyrir þvi, aö Framkvæmdastofnunin varð til. 1 isl. stjórnkerfi hefur ekki ver- ið gert ráð fyrir sérstöku efna- hagsmálaráðuneyti, og hvorki fjármála eða viðskiptaráðuneyti hafa sérfræðinga i þjónustu sinni, sem fjalla um heildarstjórn efna- hagsmála. 1 tið viðreisnar- stjómarinnar voru ráðgjafar og sérfræðistörf i efnahagsmálum fyrst og fremst unnin i Efnahags- stofnuninni og Seðlabankanum. En þar sem forystulið i báðum þessum stofnunum var óhjá- kvæmilega nokkuð mótað og markað af 12 ára samstjórn Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokksins, var talið sjálfsagt, þegar nýr stjómarmeirihluti kom til sög- unnar 1971, að ráögjafaþjónusta rlkisstjórnarinnar I efnahags- málum yrði endurskipulögð og færðist i nýja miðstöð, Fram- kvæmdastofnunina, en Efnahags- stofnunin yrði lögð niður, svo og Hagráð, sem að visu var litið ann- að en nafnið tómt. 1 öðru lagi var það rikjandi að áætlunargerðin svifi i lausu lofti án tengsla við ráðstöfun framkvæmdafjár. Við gerð frumvarps um FKSR var á timabili áformað, að koma á fót eins konar stofnlánamiðstöð atvinnuveganna meö þvl að færa starfsemi hinna fjölmörgu fjár- festingarsjóða á einn stað og samræma starfsemi þeirra en sameina einhverja þeirra. Af þvi varð þó ekki, og var látið nægja, að sjóður sjóðanna, Fram- kvæmdasjóður, væri settur undir stjórn stofnunarinnar. Einn helsti tilgangur FKSR var að örva uppbyggingu atvinnullfs- ins með ýmis konar stuðningi við nýjungar 1 atvinnullfi og jafnvel með beinni þátttöku i stofnun og rekstri fyrirtækja, ef nauðsyn bæri til. Aö þessu leyti minnti stofnunin mjög á umdeilda stofn- un, sem breska verkamanna- flokksstjórnin hefur sett á fót og nefnist National Enterprice Board. Þessari bresku stofnun er ætlað að stofna ný iðnfyrirtæki, vinná að endurskipulagningu í iðnaði, stuðla að atvinnulýðræði og sjá um stjórn iönfyrirtækja, sem þegar eru i eigu rikisins. Lög þessi, sem sett voru fyrir rúmu ári, hafa sætt hörðum árásum af hálfu ihaldsmanna, en frumvarp- ið var lagt fram af þáverandi iðnaðarmálaráðherra Antony Benn. Frumkvæði rikisins i at- vinnumálum hlýtur að sjálfsögðu oft að koma frá viðkomandi ráðu- neyti, en með þessu ákvæði i lögunum um FKSR var stefnt að þvi,að auka og magna frumkvæði rlkisins i atvinnumálum. Það var sameiginleg skoðun stjórnarflokkanna, að byggða- nema aö takmörkuðu leyti á tveggja og hálfs árs löngum starfstima undir vinstristjórn. Mestum árangri hefur FKSR náð sem byggöaþróunarstofnun. Stofnunin hefur fjallað um vanda- mál fjölmargra staða, sem átt hafa I erfiöleikum af ýmsu tagi og enginn vafi er á þvi, að stóraukið fjármagn til byggöamála, m.a. til skuttogarakaupa, átti mikinn þátt I þeim augljósu umskiptum i atvinnumálum.sem uröu vlða um land I tíð vinstristjórnar. Enginn getur heldur neitaö þvi, að meö tilkomu FKSR var áætlanagerö stóraukin, enda er áætlunarstarfsemin einmitt kjarninn I starfi þessarar stofn- unar, eins og hún var hugsuð. Hinu er þó ekki að leyna, að hæg- ar hefur gengið að byggja upp margþætta áætlunargerðen vonir stóðu til. Það er rétt sem sagt hef- ur verið, að áætlunardeildin hefur verið fjarri þvi að sjá fram úr öll- um þeim verkefnum, sem ætlast hefur verið til, að hún leysti af hendi. Þvi veldur hvoru tveggja, skortur á fjármagni og skortur á sérmenntuðum mönnum. Þó er hér aðeins átt við undirstöðu- áætlanir á sviði einstakra at- vinnugreina og landshluta. Að sjálfsögðu var heiidaráætlun um þróun efnahags- og atvinnulifs, sem hlýtur að byggjast á fjöl- mörgum smærri áætlunarverk- um enn fjær þvi að geta komist á dagskrá. Eitt af mörgúm vandamálum áætlunargerðar er kapphlaupið við timann. Menn vilja vanda verk sin, en áætlunargerðin má þó ekki verða svo þunglamaleg og seinvirk, að niðurstaðan sé rétt að verða úrelt vegna breyttra að- stæðna, þegar loksins kemur til framkvæmdanna. Hins vegar er ekki sanngjarnt að gera lítið úr störfum áætlunar- deildar FKSR. Frystihúsaáætlun- in er dæmi um mjög gott og árangursrikt starf deildarinnar. Reynslan sem fengist hefur af áætlunarstarfi stofnunarinnar er mjög dýrmæt og visar veginn til stærri átaka. StarfsemiFKSR sem ráðgjafa I efnahagsmálum var i lögum bundin við hagrannsóknadeild sem siðar varð að sérstakri stofn- un, Þjóðhagsstofnun. Sú þróun mála var umdeild meðal stuðn- ingsmanna vinstristjórnarinnar, þar sem hún lamaði frumkvæði FKSR I efnahagsmálum og möguleika hennar til að aöstoða stjórnina við framkvæmd efna- hagsstefnu hennar, enda þótt starfsmenn hagrannsóknardeild- ar nytu hins vegar óskipts trausts og álits sem einstaklingar. Afskipti FKSR af stjórn fjár- festingarmála urðu minni en ráð- gert var i lögum um stofnunina. Aætlun Framkvæmdasjóðs um útvegun lánsfjár til annarra stofnlánasjóða hafði að visu tals- vert gildi sem stjórntæki I fjár- festingarmálum, en stofnunin gerði aldrei neina tilraun til að skapa sér heildarmynd af láns- fjármarkaði og fjárfestingar- starfsemi og enn siður var reynt að hafa áhrif á streymi lánsfjár- magns úr bankakerfinu með al- mennum reglum, eins og heimild er til i 12. gr. laganna. Vafalaust voru það mistök, aö FKSR skyldi ekki beitt i rikari mæli en gert var til aö ná betri tökum á þróun efnahagslifsins, bæði til að stemma stigu við óhóf- legri útlánaaukningu banka- kerfisins, sem var nánast stjórn- laus á seinasta ári vinstrist jórnar og hægja á fjárfestingu, sem tal- ist getur þjóöhagslega óaröbær. En þvi miður var ekki nægur skiiningur á nauðsyn þess háttar ráðstafana. Stofnunin sinnti nokkuð þvi hlutverki sinu að örva uppbygg- ingu atvinnulifsins með stuðningi við nýjungar I atvinnullfi og veitti allmargastyrki vegna ýmiss kon- ar tilrauna i atvinnulifi. Þessi þáttur i starfi FKSR hefur þó alls ekki verið ræktur sem skyldi og ég tel, að stofnunin þyrfti að hafa miklu meira frumkvæði i at- vinnulífi en verið hefur. Nokkrar ályktanir Þessi lauslega úttekt á störfum FKSR leiðir tvimælalaust til já- kvæðrar niðurstöðu, stofnunin var I grófum dráttum rétt skipu- lögö og hefur gert mikið gagn. Hins vegar táknar þetta ekki, að breytinga sé ekki þörf I FKSR. Sennilega verðá litlar breyting- ar geröar á stofnuninni meðan núverandi stjórnarflokkar eru við völd, til þess skortir þá samstöðu. En þegar við AB-menn fáum næst tækifæri til áhrifa, sýnist mér einkum koma til greina, að stofnunin verði efld sem byggða- þróunarstofnun og miðstöö áætlunargerðar. Sérhver rikisstjórn þarf að styöjast við ákveðinn kjarna sér- fræðinga, sem fást við mótun efnahagsstefnu i samræmi við þann pólitiska meiri hluta, sem fyrir hendi er. Mér virðist tlmi til kominn að stofna sérstakt efna- hagsmálaráðuneyti, sem tæki þá að nokkru leyti við upphaflegu hlutverki FKSR og starfaði i samvinnu við Þjóðhagsstofnun. Hlutverk FKSR i fjárfestingar- málum yrði þá fremur á sviði beinna framkvæmda en hag- stjórnar og ekki væri fráleitt að FKSR tæki að sér yfirstjórn rikis- fyrirtækja, sem nú eru mörg homrekur i viðkomandi ráöu- neytum. En sérstaklega er ástæða til að^ stuðia að þvi, að áætlunargerðin verði verulega efld og vinna við livert áætlunarverk taki miklu skemmri tiina en verið hefur. Þrátt fyrir allt cr Framkvæmda- stofnunin merkasti visirinn að áætlunarbúskap, sem til er hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.