Þjóðviljinn - 21.03.1976, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976
Merk skáldsaga frá þriðja heiminum
Aö
berjast
fyrir
málstað
V.S. Naipaul frá Trinidad er
höfundur skáldsögunnar „Skæru-
liðar”.
Ahugi á pólitiskum og efna-
hagslegum vandamálum þriðja
heimsins hefur til þessa ekki haft
veruleg áhrif i þá átt, að efla
áhuga á menningu og bókmennt-
um þeirra þjóða sem þennan
heim byggja.
Ef til vill hafa menn séð magn-
aða dansa frá Senegal, rekist á
einkennileg kvæði frá Kenya eða
frásögn eftir Amos Tutuola, sem
mig minnir aö komi frá Nigeriu,
fulla með galdur og annarleg
þjóðsagnaminni. Eða kannski
hefurðu rekist á litið safn afriskra
málshátta og spakmæla og ein-
hversstaðar situr eftir setning
eins og þessi: „Ekki skaltu
skamma krókódilinn fyrr en þú
ert kominn yfir fljótið”.
Það er með öðrum orðum lik-
legt, að kynni manna hér og nú af
menningu þriðja heimsins hafi
verið tilviljunarkennd og einkum
bundin við eitthvað sem manni
finnst fáséð og undarlegt, frekar
en það komi manni beinlinis við.
Skæruliöar
Það er þvi kannski ekki úr vegi
að kynna að nokkru nýlega skáld-
sögu eftir einn nafntogaðasta
skáldsagnahöfund sem nú er uppi
i þriðja heiminum, V.S. Naipaul
frá Trinidad i Vestur-Indium.
Margir telja hann með merkustu
höfundum samtiðarinnar. Skáld-
saga sú sem hér verður litillega
sagt frá heitir Guerillas, Skæru-
liðar. Þessi bók er annarsvegar
mögnuð lýsing á vesturindisku
samfélagi i upplausn, þar sem
allt getur gerst. í annan stað er
reynt að gera grein fyrir þvi
margvislega fólki sem hrærist i
vonum um byltingu i sliku sam-
félagi — og þá er ekki hvað sist
vikið að þeim sem koma frá hvit-
um og rikum samfélögum til að
taka þátt i hinum tvisýna leik,
sumir fullir af sektarkennd, aðrir
af þörf fyrir sjálfshafningu hinir
þriðju af bernskri bjartsýni.
Bókin snýstum afstöðu fjögurra
aðalpersóna til hins æsilega
breytingaskeiðs sem þéttbýlar og
kynblendnar sykureyjar Vestur-
India lifa nú um stundir. Þær eru
James Ahmed, foringi „Svarts
valds”. Hvitur byltingarsinni,
Peter Roche, ensk stúlka Jane að
nafni og þeldökkur pólitikus,
Meredith að nafni.
Aðalpersónur
James Ahmed er fæddur i Vest-
ur-Indium, en hefur dvalið um
skeið á Englandi. Þar höfðu
nokkrir vinstrisinnaðir mennta-
menn tekið hann að sér. Sumpart
vegna vonbrigða yfir þvi, að þeim
tækist aldrei að breyta kenningu i
veruleika, sumpart af frumstæð-
um veikleika fyrir mönnum sem
duga kunnu til athafna, sumpart
af sektartilfinningu gagnvart
þriðja heiminum sem ættland
þeirra hefur arðrænt, nota þeir
James Ahmed sér til uppbótar og
hressingar. James Ahmed er i
raun frekar barnalegur og ósjálf-
stæður, en hinir róttæku vinir
hans gera úr honum áruprýtt
byltingartákn. Ahmed er kominn
aftur fil Vestur-India og er leið-
togi alþýðukommúnu, sem hefur
sett sér það markmið að fram-
kvæma „byltingu sem byggir á
moldinni”. Það tekst ekki, það
reynist ekki grundvöllur fyrir
þessa byltingu.
Jane er ensk, kynfrelsuð og allt
það. Henni fannst það fólk, sem
hún umgekkst i Englandi óhæft til
að gera nokkuð, þrúgað af hugs-
unum um kreppu og hnignun hins
gamla heims, en ófært um að taka
i raun á sig ábyrgð af nokkrum
sköpuðum hlut. Starfandi við út-
gáfufyrirtæki eitt hittir hún Peter
Roche, og finnst hann vera
einmitt hinn virki maður, sá sem
fær einhverju áorkað „doerV.
Hún fylgir honum eftir til Vestur-
India, sem hún telur eitt af þeim
svæðum þar sem ný samfélags-
skipan gæti til orðið. En eftir
nokkra hrið skilur hún eiginleika
bæði Roches og Vestur-India og
þokast smám saman yfir i hlut-
verk áhorfanda atburða. En
vegna ófullnægrar þarfar sinnar
fyrir athöfn og kraft lætur hún
heillast af James Ahmed og það
verður henni afdrifarikt.
Fordjörfun
málstaöar
Peter Roche er maður athafn-
ar. Hann er hvitur suðurafriku-
maður, en hefur verið rekinn úr
landi fyrir byltingarstarfsemi.
Hann er kominn til Vestur-India
vegna þeirrar innbornu þarfar
sinnar að gera gagn, vinna
ákveðið verk sem hann getur haft
yfirsýn yfir. Hann kastar sér öll-
um út i baráttuna, samsamar sig
þeim málstað sem hann telur sinn
— án þess að hugsa málið til enda,
setja það i stærra samhengi. Ef
hann gerði það, segir hann, þá
mundi hann aldrei aðhafast neitt.
Roche verður fórnarlamb þess
sem Naipaul kallar á öðrum stað
„the corruption of causes”: Hon-'
bækur
um finnst hann svo flæktur i
málstað sinn, að hann hvorki get-
ur né vill draga sig i hlé — jafnvel
þegar öllum (og honum sjálfum)
verður ljóst, að málstaðurinn er
„spilltur” og að hann verður að
gleyma svo og svo miklu af
sannleikanum til að geta haldið
áfram. Sá málstaður sem hann
heldur sig gera gagn með að
þjóna er kommúna James
Ahmeds, en hann hefur vegna
stöðu sinnar hjá enska firmanu
Stablich möguleika á að styrkja
kommúnu þessa með fé. Hann
vonast einnig til þess að geta
(m.a. með mútum) beint tortim-
andi kröftum inn á jákvæðari
brautir.
Ástæðan fyrir þvi, að ensk
fyrirtæki (og bandarisk einnig)
styrkja „hreyfingu” Ahmeds með
peningum er sú, að þau halda að
hann sé leiðtogi byltingarafla á
eynni og hafi tök á að stýra
ringulreiðinni sem þar rikir.
„Þeir eru neyddir til að styðja
mig, Sablich og hinir, segir
Ahmed. Þvi ef að illa fer fyrir
mér þá, hmmm...... Ég er sá
eini sem stend á milli þeirra og
byltingarinnar, og þetta vita þeir.
Þessvegna er ég sá eini sem þeir
eru hræddir við”.
Til hvers
var þetta?
Það er hinn þeldökki vestur-
indiski stjórnmálamaður Mere-
dith sem tekur Roche til bæna i
Framhald á bls. 22
DAUÐASYNDIRNAR SJÖ:
DRAMBIÐ
Sænska blaðið Dagens
nyheter birti ekki alls f yr-
ir löngu greinaflokk um
dauðasyndirnar sjö. Hér
fer á eftir greinin um
drambið, höfundur henn-
ar er Karl Erik Lagerlöf.
5fr
Með endurreisnartimanum
reis voldug bylgja drambsemi.
Menn héldu sig vita betur en
guðs orð og héldu þvi fram, að
jörðin væri hnöttótt. Einn góðan
veðurdag gáfu menn staðgengli
Krists á jörðunni langt nef og
hlógu að bannfæringu hans.
Klaustur voru rænd og stofnuð
þjóðriki, en i þeim voru biskup-
ar skyldaðir til að hlýða fyrst og
fremst kónginum. Vart mátti i
Evrópu finna drambsamari
menn en Kópernikus, Lúter og
Hinrik áttunda.
Þessir menn voru hylltir,
beint eða óbeint. Og um leið var
auðmýktin lofuð eins og ávallt i
kristnum ddmi. Rétt eins og
hlýðnin. Lúter útskýrði að guð
hefði skipað höföingjana til að
stjórna fólkinu. Drambið var
sem fyrr dauðasynd. Og sem
fyrr var drambið einnig mikil
dyggö — meðal furstanna. Það
var álit Macchiavellis, furst-
anna sjálfra og margra þeirra
sem lifðu á furstum og drambi
þeirra.
*
Á nitjándu öld fékk drambið
aftur byr undir báða vængi.
Nietzche boðaði ofurmennið.
Herbert Spencer sleppti lausri
þróunarbjartsýni, sem skundaði
á vit rósrauðrar bjartsýni.
Andrée verkfræðingur flaug til
norðurpólsins i loftbelg án þess
að gera sér grillur út af þvi
hvernig hann ætti að komast
þaðan aftur. Skáldið Viktor
Rydberg hyllti Prómeþeus, sem
bauð guðunum byrginn.
Árið 1879 voru skógarhöggs-
menn i Norrland svo dramb-
samir að þeir gerðu verkfall.
Treffenberg landshöfðingi sendi
gegn þeim hersveitir og fall-
byssubá ta.
Forsprökkunum var refsað.
Hvernig hefði lika farið fyrir
framleiðsluaukningunni og vel-
ferðinni ef að verkamennirnir
hefðu fengið að setja eigin hags-
muni ofar hagsmunum þjóðar-
innar!
En hofmóðurinn hélt áfram að
grasséra i Iaunafólki. Árið 1909
komu þeir meira að segja af
stað stórverkfalli. Og konurnar
risu upp gegn körlum og svarti
kynþátturinn lét i ljós efasemdir
um forræði hins hvita. Black is
beautiful — svart er fallegt. Var
þetta ekki drambíð i hreinrækt-
aðri mynd?
Það leiddi af sjálfu sér, að
drambið var stimplað sem
dauðasynd af þeim, sem hugs-
uðu rétt, sem stýrðu heiminum
og settu dauðasyndirnar á skrá.
Þvi að drambið var ógnun við
yfirvaldið. Maðurinn var alltof
fús til að risa gegn guði og yfir-
völdunum, og yfirvaldið var
skipað af guði og kóngurinn rikti
af guðs náð. Og heimsskipanin
var frá guði komin og var i
mörgum þrepum og á þeim sátu
bæði erkienglar og erkihertog-
ar.
*
Mitt i þeirri menningararf-
leifð sem dæmir drambið
dauðasynd enn sem fyrr, hefur
sú hugsun jafnan lifað og freist-
að manna, að maðurinn geti
ekki átt sér æðra yfirvald en
eigin skynsemi. Þetta var hin
drembiláta meginhugsun i
varnarræðu Sókratesar árið 399
fyrir Krists burð, þegar hann
tæmdi eiturbikarinn til þess að
„svíkja” réttvisina um dauða
sinn. Þetta er einnig grundvall-
arþanki í ritum Jean Pauls
Sartres.
Visindin voru lengi guðfaðir
uppreisnarinnar. Nú um stundir
þurfum við uppreisn sem getur
orðið guðfaðir vfsinda. Nú búum
við við svivirðilega drambsemi
i rikum löndum heims, þar sem
gengið er út frá þvi, aðþeirsem
eigi auðæfi jarðar hafi einnig
rétt til þeirra. Nú um stundir ris
þetta dramb eins og Concorde-
þota liviandi yfir hinn fátæka
heim.
En i Rómönsku Ameriku,
Afriku og Asiu situr annað
dramb i fangelsi og hugsar:
„Hér sit ég og það er mitt hlut-
verk að bjarga heiminum”.
*
Menn ættu að skrapa um allan
heim, af öllum hillum og öllum
glufum, til að ná saman nægi-
lega miklu af drambi af þessari
tegund! Hvernig eigum við að
öðlast nægilegt afl til að takast á
við og steypa hinni traustlegu
heimsskipan, sem hleður upp
brjálsemi undir feldi velferðar-
innar? Ég lýk máli minu með
þvi að vitna i nokkrar linur úr
siðustu ijóðabók Görans
Sonnevis:
Að áliti margra sérfræðinga
mun u.þ.b. miljarður
manna deyja úr hungri
héðan frá og til ársins 2000
Þessu var haidið fram 1969
og nú sjáum viö hungursneyðina
fara scm hægfara stormsvcip
frá vcsturhluta Afriku
um Sahara, Eþiópiu
um Indland...
Við vitum þetta nú og gerum
svo til ckkert
tii að koma i veg fyrir það
Við höldum áfram
snikjudýrsþenslu á
neyslu okkar og framleiðslu
liiiidum áfram
að sötra i okkur
auð og úrræði
sveltandi heims.