Þjóðviljinn - 21.03.1976, Síða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976
Þetta verk er eftir ókunnan höfund, mjög einfalt og ffngert i hugsun.
Listamaöurinn hefur gengiö inn á teiginn og týnt upp blómin þannig aö
eftir verður einföld lina i grasinu. Þetta er ágætt dæmi um verk sem
ekki er varanlegt, gerir engum mein.
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
List og
landslag
„Listamaður, sem er að mála
landslag er ofurseldur lög-
málum náttúrunnar eins og
náttúrufræðingar, efnafræðingar
og liffræðingar hafa uppgötvað
þau. En það sem hann útmálar i
iist sinni er þó ekki náttúran óháð
honum sjálfum. Það er landslag
séð í gegnum hans eigin tilfinn-
ingu, hans eigin reynslu. Hann er
ekki bara hluti af móttökutæki til
að skrásetja efnisheiminn. Hann
kérndum
„líf
Kerndum,
Kotlendí/
LANDVERND
er lika manneskja, sem tilheyrir
ákveðnum tima, ákveðinni stétt,
ákveðinni þjóð. Hann á sina skap-
höfn og sinn persónuleika. Og allt
þetta hefur áhrif á það hvernig
hann skoðar, finnur og túlkar
landslagið. Allt til samans
myndar þetta veruleika, sem inn-
ber meira en samanlögö tré,
kletta og ský, meira en allt það
sem mælt verður og vegið. Sá
veruleiki ákvarðast að nokkru
leyti af einstaklingsbundnum og
félagslegum viðhorfum lista-
mannsins. Heill veruleiki er
samansafn allra afstæðna milli
vitundar og verundar, ekki bara i
fortið heldur lika i framtið, ekki
bara atvik, heldur lika innri
reynsla, draumar, hugboð, til-
finningar, hugarórar. Listaverk
tengir veruleika og hugmynda-
flug.” (Ernst Fischer: Um list-
þörfina. MM 1973).
2.
Að vorlagi fyrir tveimur árum
siðan, þá sást til mannaferða i
» " " ...................... ......
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opift frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæft
Robert Smithson: Spirall (I Great Salt Lake, Utah, USA). Aöur en framkvæmdir hófust var gerö verk-
lýsing og nákvæmar teikningar. Slöan komu á staöinn grjótflutningabilar og jaröýtur sem færöu efniö
til núverandi myndar. Þetta er dæmi um varanlegt listaverk, einfalt og fallegt I senn.
Michael Heizer: Dreifing. Ljósmyndin sýnir greinilega áhrif abstrakt-
stefnunnar, rétthyrningarnir eru i innbyröis samræmi og setja fagur-
fræöilegan svip á landslagiö.
Michael Heizer: Merkiö (i Massacre Creek Lake). Vettvangurinn er
uppþornaö stööuvatn, listamaöurinn hefur troöiö gljúpan jaröveginn og
myndaö frjálslega línu i iandslagiö.
fjörunni fyrir neðan Korpúifs-
staði. Þar gekk um sanda rauð-
hærður náungi meö skóflu í hendi
og athygli vakti meðal fugla him-
insins: fyrst gróf hann grunna
holu, steig tvö eða þrjú spor
áfram i átt til sjávar og gróf aðra
holu, sandinn úr henni lét hann i
fyrri holuna. Þannig hélt hann
áfram um stund. Það bullaði i
skónum. Það gáraði um hnén. En
áfram hélt listamaðurinn verkinu
og fjarlægðist landið. Hver er
þessi undarlegi maður, hvað á
þessi fyrirgangur að þýða, spurðu
menn. Sá sem hér var aö verki
heitir tvar Valgarðsson og fram-
kvæmd hans flokkast undir yfir-
skrift þessarar greinar: List og
landslag.
Ekki verður séð á prenti hver
fyrstur gerði rósir i jarðveginn,
né heldur liggur á lausu yfirlit um
þróun þessarar listgreinar enda
næstum vist að frá örófi alda hafi
menn párað i sandinn og haft i
frammi aðrar kúnstir. Hér verður
þvi ekki rakinn neinn þráður á
breiðum grundvelli, myndirnar
tala vel fyrir sinu máli, en þeim
til viðbótar skal sagt frá manni
einum sem hefur gerst stórtækur
á þessu sviði, og heitir Dennis
Oppenheim. Hugmyndir sinar út-
færir hann á viðáttumiklum
svæðum, kornökrum, hveitispild-
um, skiðabrekkum o.s.frv.
Bændur hafa fúslega léð honum
nokkra hektara til sáningar og
upptekju, þar sem hin listræna
tiifinning ræður ferðinni, fagur-
fræðileg form og hlutföll. Þessi
nýstárlega úrvinnsla hugmynd-
anna og umfang verksins hefur
sjálfsagt verið bændum
Pennsylvaniufylkis i Bandarikj-
unum nokkurt umræðuefni, sumir
hafa hneykslast og hrist hausinn,
aðrir kannski haft lúmskt gaman
af. Túlkun Oppenheims á venju-
legu umhverfi þessara bænda,
hún hefur orkað á þá framandi og
gengið á snið við hefðina, þvi
landið er fyrst og fremst jarð-
vegur fæðunnar eða skoðast frá
sjónarhóli túristans.
En þótt framúrst. menn i listum
hafi notast við stórvirk tæki,
grjótflutningabila og jarðýtur, til
að ná þeim áhrifum sem hug-
myndir þeirra krefjast, þá eru
þeir enn fleiri sem nægir lágmark
efnis: moldarlúka, sanddreif,
yfirborð sjávar. Náttúran er þá
baksvið einhvers aiíerlis, um-
hverfi hins viða og teygjanlega i
tilverunni. Listaverkið er þá að-
eins augnabliksmynd, varanlegt
á ljósmynd eða kvikmynd, það
máist út i vindum og regni. Verk
sem eru fyrirferðarmikil og
standast timans tönn, þau verða
þess vegna að vera gerð af
útsjónarsemi og listrænum skiln-
ingi, falla vel að landinu. Eins og
fyrr hefur verið skrifað, þá eru
listamenn oftast búnir þeim
kostum sem gerir verk þeirra
sannfærandi, einföld og sláandi,
þeir hafa rika samkennd með
náttúrunni, þeir leitast við að
bæta við listsjóðinn, skapa eitt-
hvað óvænt sem leitt gæti til nýs
skilnings og frumlegrar tján-
ingar. Sá listamaður sem á ein-
hvern hátt vikkar skilning fólks-
ins og bendir þvi á nýjar lausnir,
sá listamaður ber með sér frjó-
framtiðarinnar.
HEIMILDIR
Ernst Fischer: Um listþörfina.
MM 1973
Grégorre Miiller: The new
avantgarde. Pall Mall Press,
London.
Germano Celant: Art Povera.
Studio Vista, London, 1969.