Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 12

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976 r ' ' — Eftir að hafa gengið i gegn- um menntaskóla og háskóla, þá liki ég lifi atvinnuskákmannsins við stanslausan próflestur og próf. Við getum sagt að mótin sjálf séu prófin, en timinn á milli móta upplestrarfriið, þar sem nota verður hverja stund til að búa sig sem best undir prófið sjálft, sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, er við heimsóttum hann fyrir nokkru og báðum hann segja okkur dálitið frá lifi at- vinnuskákmannsins og fleiru við- komandi skák. — Nú ert þú búinn að vera at- vinnumaður i skák i rúm tvö ár, hvernig hefur þér likað starfið? — Nú, þetta er eins og hver önn- ur atvinna sem menn ganga að. Ég hef verið spurður hvort þetta sé ekki þreytandi, og hef þá gjarnan svarað með annarri spurningu, er ekki i rauninni öll vinna þreytandi? Eg vissi nokk- urnveginn alveg hvað ég var að fara úti og mig langaði til að reyna þetta. — Var þetta algjörlega þin hug- mynd að gerast atvinnumaður eða varstu hvattur til þess af öðr- um? — Það má segja að hvoru- tveggja hafi komið til. Ýmsir að- ilar hvöttu mig til að fara úti at- vinnumennskuna og ég var ekki mótfallinn þvi að reyna. En ég lagði á það rika áherslu að ég hefði tryggan fjárhagslegan bak- grunn, svo að ég gæti helgað mig skákinni eingöngu og þyrfti ekki að dreifa kröftum minum i aðrar áttir til að sjá fjölskyldu minni fjárhagslega borgið. Fyrir þessu var séð og i þessi tvö ár, sem ég hef verið atvinnumaður hefur allt gengið vel og ég hef getað gefið mig óskiptan að skákinni. Nú hef- ur þvi miður orðið á þessu breyt- ing, sem gerir mér illkleift aö ná þvi marki, sem ég hef sett mér. Eins og ég sagði áðan hef ég lagt allt kapp á að ná upp fyrri styrk- leika, eftir að hafa teflt sára litið i 10 ár, og það segir sig sjálft, að slikt er ekki hægt nema með þvi móti að geta helgað sig skákinni eingöngu, þ.e.a.s. vinna og aftur vinna. A hitt er svo að lita að ég hef ekki alltof mörg ár uppá að hlaupa, skákmenn endast ekki til eilifðar. — Hvað lá beinast fyrir þig að gera, eftir að- þú hafðir tekið þessa ákvörðun að gerast at- vinnumaður? — Það höfðu liðiö um það bil 10 ár, sem ég hafði litið sem ekkert teflt og á þeim tima hafði auðvit- aö fjölmargt nýtt komið fram, sem ég þurfti að kynna mér og stúdera. Þetta bil varð ég að brúa og átta mig á þvi hvað hafði kom- iðfram, hvað hefði breyst, sem ég yrði að komast til botns i, þannig að þetta var ekkert nema lær- dómur til að byrja með. — Hafðir þú dregist mikið aft- urúr þegar til kom? — Já, ekki bara á þessu sviði, heldur einnig i fingraleikfiminni, ef svo má komast að orði, maður var lengur að átta sig á hlutunum, ekki eins fljótur að hugsa o.s.frv. Þannig að það var eiginlega á tveimur sviðum sem ég þurfti að taka mér tak, bæði að tefla til að fá keppnistilfinninguna aftur og eins á fræðisviðinu. Eg tók það fram þá strax að menn mættu ekki búast við neinu stóru af mér fyrsta kastið, en ég held nú að þetta sé allt að koma. — Nú er þetta eins og hver önn- ur vinna og það mikil vinna, hvernig skipuleggur þú þinn vinnudag, ertu mættur að skák- borðinu snemma á morgnana? — Ég reyni það oftast, en það er nú kannski ekkert erfiðara en að vera sinn eigin herra. Ég skipu- legg þetta ekki úti ystu æsar. Hinsvegar hef ég tekið þannig á málunum að taka eitthvað ákveð- ið viðfangsefni fyrir og ljúka þvi. Ég set mér ekki fyrir ákveðinn timafjölda á dag, ég get verið að langt fram á kvöld, ef þvi er aö skipta. En vinna er þetta og ekk- ert annað og það þýðir ekkert að slaka á, slikt hefnir sin fljótt. Skákþjálfarar — Maður hefur stundum heyrt að skákmenn hafi sérstaka þjálf- ara, til að mynda þeir sovésku, hvert er þeirra hlutverk? — Sovétmenn hafa það lag á, að ef einhversstaðar kemur fram efnilegur skákmaður, þá er reynt að koma honum til góðs skák- þjálfara, sem svo gjarnan fylgist með honum alveg uppúr. Má i þessu sambandi nefna heims- meistarann Karpov, Furman hef- ur verið hans þjálfari i mörg ár. Þessir þjálfarar vinna með skák- mönnum að undirbúningi þeirra fyrir stórmót og einvigi, að rann- sóknum og öðrum undirbúningi. Nú þarf það ekki að vera að þeir séu alltaf með sömu þjálfarana. — Vildir þú hafa svona þjálf- ara? — Það væri áreiöanlega mjög gott. Einkum á þetta þó við með- an menn eru ungir. Við hér á Is- landi höfum orðið að þreifa okkur áfram, i stað þess að geta skipu- lagt okkar vinnu með aðstoð reyndra þjálfara. En þegar menn eru svo komnir uppi ákveðinn styrkleikaflokk verður þjálfarinn að vera mjög góður skákmaður, hann má ekki vera mikið siðri en sá sem hann á að þjálfa, þvi ann- ars getur timinn farið i það hjá skákmanninum að skýra út fyrir þjálfaranum. Þegar maður er að undirbúa sig fyrir sterk mót er auðvitað mikið gagn að þvi að hafa mann, sem hefur mikla kunnáttu, þvi betur sjá augu en auga. — Mér dettur i hug i þessu sam- bandi hvort ekki væri betra þegar þú ert aö fara yfir erlend skák- blöðog fræðibækur að hafa annan mann með þér ef þar kemur fram eitthvað nýtt sem fara þarf yfir? — Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er einstaklingsbund- ið og fyrir mann eins og mig sem hef vanið mig á að vinna alltaf einn, er ég ekki viss um það, nema jú, ef þar væri um sterkan skákmann að ræða, þá, eins og ég sagði áðan væri það mjög gott. — Þegar mót eru framundan hjá þér, feröu þá yfir skákstil þeirra sem verða andstæðingar þinir á mótinu og þegar mótinu er svo lokið, ferðu þá yfir eigin árangur og mótið i heild? — Ég reyni alltaf að undirbúa mig meö þvi að kynna mér sem best andstæðingana, en það er bara ekki alltaf sem maður veit hverjir keppa á mótinu og þegar þannig er ástatt verður maður bara að reyna að nota sér fyrri kynni sin af andstæðingunum. Nú, en varðandi siðari spurning- una, þá fer ég alltaf yfir eigin ár- angur á mótum, svo og mótið i heild, það held ég að sé alveg nauðsynlegt. Næsta mót, sem ég tek þátt i, 4ra manna mótið i Hol- landi, gerir mér kleift að kynna mér nokkuð skákstil andstæðing- anna, þar sem ég vissi með svo löngum fyrirvara hverjir verða þar andstæðingar minir. Fleiri verölaun — Það hefur verið sagt að Fischer hafi með kaupkröfum sinum gert ykkur skákmönnum mikinn greiða, verðlaun á mótum séu nú hærri en þau hafi áður ver- ið, er þetta rétt? — Ekki sem neinu nemur, það er svona eitt og eitt mót með hærri verðlaun en flest mót eru með ósköp svipuð verðlaun og var. Það eina sem hefur breyst eitthvaö að ráði er, að nú eru yfir- leitt veitt fleiri verðlaun, kannski aftur i 7. eða 8. sæti. Og i sumum tilfellum er veitt þóknun bara fyr- ir að vera með, svo er auðvitað ferða- og dvalarkostnaður greiddur i öllum tilfellum. — Þið stórmeistararnir að minnsta kosti, þekkist nú orðið sæmilega vel. Hvernig andrúms- loft rikir á skákmótum þar sem þið erum saman i kannski 2—3 vikur og búið á sama hótelinu þennan tima en eruð að keppa? — Þetta er nú svolitið misjafnt. Yfirleitt er ágætt andrúmsloft á þessum mótum. Það er þó ein- staklingsbundið milli manna, sumir þekkjast betur en aðrir o.s.frv. en i flestum tilfellum, þótt andrúmsloft sé svona vingjarn- legt, þá rikir samt viss spenna. Kunningsskapurinn nær ekki nema að vissu marki meðan á mótinu stendur, það er viss vegg- ur á milli, keppendaspenna, sem ekki er hægt að yfirstiga. Stórmeistarar Rætt viö Friðrik Ólafsson, stórmeistara um líf atvinnuskákmannsins og sitthvaö fleira * S 'i Þetta er eins og að vera alltaf í prófum — Attu einhverja góða vini

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.