Þjóðviljinn - 21.03.1976, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Qupperneq 17
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Breskur kvenlæknir í fangelsi í Chile: Ég dáðist að kærleiksþoli þeirra ogmannhjálp Fyrir skemmstu vakti heimsathygli mál bresks kvenlækniS/ sem starfað hafði í Chile. Konan/ Sheila Cassidy, hafði verið hand- tekin fyrir að hlynna að særðum andófsmanni og var pyntuð grimmilega til að hún fengist til að gefa lögreglunni upplýsingar um málið. Eftir þetta var hún sett i fangelsi. Hér fer á eftir hluti af lýsingu hennará dvölinni í kvenna- deild Tres Alamos fang- elsis, á samföngum hennar sem hún virðir mikils fyrir hugprýði þeirra og göfug- mennsku. t kvennadeildinni i Tres Alamos eru 15 herbergi, sem hvert um sig eru 2,5x2,8 metrar að stærð. 1 hverju herbergi eru tvær þriggja hæða trékojur, dýnulausar. Fletin eru svo nálæg hvert öðru að það er ekki hægt að sitja upprétt i þeim að degi til. Inn á milli herbergjanna er húsa- garður, 14x10 metrar á stærð. Þegar ég var þarna voru þar 120 fangar, sem þýðir, að 30 þeirra höfðu ekkert fleti og að rétt rúmlega einn fermetri kom i hlut hvers fanga.... Margir i Santiago hafa aldrei heyrt um Tres Alamos getið vegna þess, að fjölskyldur sem eiga syni eða dætur sem eru póli- tiskir fangar, tala ekki um það við ókunna — reyndar tala fjöl- skyldur þessar aldrei við ókunn- uga yfir höfuð. En eftir þvi sen; pólitiskum föngum fjölgar og meira en hundrað eru teknir i viku hverri, fjölgar og þeim sem af þessu vita. Allir eiga sér vini og enginn er alveg ósnortinn þegar dóttir nágrannans eða hjúkrunar- konan af sama gangi hverfur. En jafnvel þótt fólk viti, hvað er að gerast, þá er það hrætt við að tala — það vill ekki að sonur þess hverfi eða þá dóttir. Þær yfirgáfu þægindi Stúlkurnar i Tres Alamos voru ekki reiðar ungar konur — þær höfðu af fúsum vilja kosið að yfir- gefa það þægilega lif sem konur af þeirra stétt njóta og valið i staðinn hættur, erfiði og strit. Þær léfu stjórnast af ást á þjóð sinni og landi, þær lifðu fyrir mál- stað sinn og þær voru reiðubúnar að láta lifið fyrir hann. Ef ég væri að þvi spurð hvað það var i fari kvennanna i Tres Alamos sem mest áhrif hafði á mig þá hefði ég svarað þvi til, að það hefði verið ást þeirra á Chile og kærleiksþel þeirrar hverrar til annarrar. Hér var ekki um að ræða milda til- finningu heldur ást sem hafði borið þær yfir tvö ár i ,,la clande- stinidad” (hinni pólitisku neðan- jarðarhreyfingu), yfir pyntingar, sársauka og einmanaleika, og nú bar hún þær yfir fangelsisvist þeirra, sem gat lokið á morgun með dauða eða frelsi eða gat dregist i tuttugu ár enn. Þá kom alltaf einhver Þetta kærleiksþel leiddi til þess að þær hugsuðu meira um sam- fanga sina og fjölskyldur en sjálf- ar sig. Ég varð þessa mjög var, þvi jafnan þegar ég reyndi að vera ein eftir þvi sem unnt var til þess að hugsa eða biðjast fyrir, þá kom alltaf einhver til min, áhyggjufull yfir þvi að ég væri eitthvað miður min. Fötum og klæðum var deilt með gleði þótt af litlu væri að taka, pakkar voru út- Þær höfðu kosið að segja skilið við þægilegt lif sinnar stéttar og valið hættur og erfiðleika... búnir (meö hlutum sem konurnar bjuggu til) handa fjölskyldum fanga, sem áttu við neyð að búa.... Að sjálfsögðu sögðu þrengslin og vont fæði til sin, margir sjúkl- ingar þjáðust stöðugt af hörguls- sjúkdómum og tannskemmdir voru furðumiklar. Margir fangar höfðu misst allt að fimm tönnum á ári, vegna þess að ekki var gert Framhald á bls. 22 A viku voru um hundrað manns til viðbótar handteknir... 60 wött 4 vídda stereó Nóatúni Klapparstíg 26 Sími 23800 Sími 19800 ÖLL SAMSTÆÐAN VERÐ: 129.980.- FETI FRAMAR Tœknilegar upplýsingar Magnari 6—IC, 33 transistorar 22 dióður, 60 wött. Útvarp: Örbylgja: t(FM) 88-108 megarið Langbylgja: 150-300 kilórið Miðbyígja: 520-1605 kilórið Stuttbylgja: 6-18 megarið Segulband Hraði: 4,75 cm/s Tiðnisvörun venjulegrar kasettu (snældu) er 40-8000 rið. Tiðnisvörun Cr 02 kasettu er 40-12.0000 rið. Tónflökt og -blakt (wovv & flutter) betra en 0.3% RMS Timi hraðspólunnar á 60 min. spólu er 105 sek. Upptökukerfi: AC bias, 4 rása stereo Afþurrkunarkerfi: AC afþurrkun Plötuspilari: Full stærð, allir hraðar, sjálfvirkur eða handstyrður. Nákvæm þvngdarstilling á þu nga nálar á plötu. Mótskautun miðflóttans sem tryggir lítið slit á nál og piötuin ásamt fullkominni upptöku. Magnetiskur tónhaus. Hátalarar: Bassahátalari 20 cm af koniskri gerð. Mið- og hátiðnihátalari 7.7 cm af kóniskri gerð. Tiðnisvið: 40-20.000 rið Aukahlutir: Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar Ein Cr 02 kasetta FM loftnet Stuttbylgju loftnetsvir Tæki til hreinsunar á tónhausum segul- bands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.