Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 21

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Side 21
Sunnudagur 21. mars 1976 ÞJÖÐVILJINN — StÐA 21 Sköpun vatnanna i vatnsfræði gerum viö undanteknmgu og bvrjum á efri endanum. — Vatnsberarnir TJAKNIRNAR Fyrsta dáleiöslan — Litiu bjánar! Það er ekki liægt að kalla öll fjöll llelgafell og allar ár Laxár! Áfengi og kyngeta Viðvarandi neysla áfengis gerir menn getulausa. Oft hafa komið fram fullyrðingar i þessum stil, en fyrst nú hefur þetta verið sannað með tilraunum. Hópur bandariskra lækna hafði i 11 ár unnið að rannsóknum á áhrifum áfengis á mannslikamann. beir létu 5 karlmenn drekka einn litra af viski á dag 4 vikur samfleytt. Áfengið fengu þeir i smáum skömmtum á 3ja stunda fresti, blandað i ávaxtasafa. bannig var fyrir það girt að fimmmenning- arnir yrðu nokkru sinni ölvaðir. Samt lét árangurinn ekki á sér standa: Lifrin gaf frá sér allt að 5- falt magn ákveðins hvata sem sundrar karlmennskuhormón- inum testeron. Læknarnir full- yrða að menn þurfi ekki að vera drykkjusjúklingar til að þessi áhrif komi i ljós. Ekkert hundalíf í tukthúsinu Niels Kjær-Larsen heitir einn sérdeilis frómur dani á fertugs- aldri sem aldrei sést öðru visi en með hundinn sinn i bandi, hann Löve ( = 1 jön). Einu sinni i fyrra ætlaði hann að stiga upp i strætis- vagn sem ekki væri i frásögur færandi ef hann hefði ekki gleymt að festa tauminn við hálsbandið á Löve. Hundkvikindið hafðr nefni- lega verið að gera þarfir sinar og kom nú hlaupandi á eftir hús- bónda sinum og tróð sér inn um vagndyrnar. Vagnstjóranum þótti þetta óboðinn gestur og ýtti hvutta út áður en haiin lokaði dyr- unum og bjóst til að aka af stað. En þá var Niels nóg boðið og rak vagnstjóranum rokna löðrung i launaskyni fyrir þann sem úti fyrir ýlfraði. Or þessu varð náttúrlega dóms- mál og endirinn varð sá að hr. Kjær-Larsen var dæmdur i 20 daga varðhald. I janúar i vetur kom svo fyrir- skipun frá yfirvöldunum að söku- dólgurinn ætti að gefa sig fram i ákveðnu fangelsi á ákveðnum degi. Niels Kjær-Larsen gerði það og hafði Löve með sér. Minnstu munaði að hann kæmist i sams- konar kast við verðina og áður við vagnstjórann, en þó tók steininn úr þegar Niels krafðist þess að fá að hafa Löve með sér inn i afplánunarklefann. 1 Danmörku eru það lög að varðhaldsdómar fyrir minni- háttar afbrot skulú afplánaðir með gagnkvæmu samkomulagi yfirvalda og sökudólgs. Svo varð einnig að vera i þessu tilviki. Nema hér var um það að ræða að Niels vildi ekki sitja refsinguna af sér nema með hundi sinum, en fangelsisstjórinn sagði að það skyldi aldrei yfir sig ganga að fangelsa saklausan hund. Orla Möller dómsmála- ráðherrra skar úr deilunni með þvi að fresta tyftuninni þangað til Löve væri dauður. bað upplýstist nefnilega að Löve væri orðinn 12 vetra, svo að allar likur væru til að hr. Kjær-Larsen lifði sinn kæra vin. ADOLF J. PETERSEN: W VÍSNAMÁL VÍSAN GEYMIR VALINN SJÓÐ Angantýr Jónsson frá Mar- landi á Skaga hugsar hlýtt til æskustöðvanna, er hann kveður: Ennþá vakir einhver þrá innst i hugans linum, alltaf finn ég ylinn frá æskustöðvum minum. bar var allt til ununar út við bláan sæinn, man ég grænu grundirnar og gamla sveitabæinn. Benedikt Einarsson, f. 1852, bóndi á Hálsi i Eyjafirði, veit hvert þræðirnir liggja: Heimþrá manna er heiðin greið, huldir liggja þræðir anda hans, er leiða leið ljúft á Sigurhæðir. og hin myndræna útsýn er hröð á ferðinni: Fjallavindur fleyið knýr fjör og yndi glæðist. Ein i skyndi útsjón flýr, önnur myndin fæðist. Sr. Einari Friðgeirssyni i Garði i Fjóskadal, f. 1863, finnst vera stutt eftir: Bráðum lægir lifsins hrönn, littu á hann, garminn! Nú er aðeins eftir spönn út á grafarbarminn. Jón Björnsson, f. 1842, bóndi á ögmundarstöðum (vestra), kom út á bæjarhelluna einn vetrarmorgun, skyggndist um og kvað: Ljóma slær á loft og haf Ijósnærð morgunsunna. Blikar hvit, sem blámað traf, bústin jök la-nunna. Halldór Snæhólm frá Sneis i Laxárdal virðist ekki hafa erfitt lifsviðhorf. Hann segir: Allt mitt lif ég átti þrá, eins og villtur fákur. Lengst þvi hef ég lifað á að látast vera strákur. Sr. Jón Sigmundsson i bykkvabæjarklaustri, f. um 1640, varð fjörgamall, d. 1725, kvað um áttrætt: Eftir lifir áttræð mold ein af striði þessu, syngur enn á Svanafold sinum guði messu. Sigurður Ingimundarson Englandsfari, f. um 1615, flut'ti Brynjólfi Sveinssyni biskup fregnina um lát Halldórs sonar hans vorið 1666, i Járnmóðu á Englandi, orti þá: Út er runnin æskan blið, ellin gerir mig þungan, aftur kenuir kærri tið, Kristur gerir mig ungan. bað md hyggja svo að bor- móði Pálssyni i Kópavogi finnist langt á miUi vina þegar hann segir: bó að orni enn við fund ylur handabandi, finnst mér eins og seilst um sund sitt frá hvoru landi. Og ennfremur: Nú er fennt i forna slóð fölnuð minning hinna, oipin gleymsku æskuljóð ástardrauma ininna. Um horfinn heim kveður Sig- urður Pálsson er var birgða- vörður hjá vegagerð rikisins i Reykjavik: Fjallavættin áður ól aldur sinn 1 leyni. Nú sér engin álf i hól eða dverg hjá steini. Nú við annað unir sér ævintýraþráin. Hamrabúinn horfinn er. llulduljósin dáin. Fyrri tima höfundar gerðu mansöngva við rimur þær er þeir kváðu. Svo gerði einnig Brynjólfur Oddssonbókbindari i Reykjavik, á fyrri hluta 19. ald- ar. Dátarimu byrjar hann svo: Margir hafa leitt i ljós ljóð af fornum sögum. Kýs ég heldur kynna hrós kappa nú á dögum. Úr Kópavogi berst visan á vængjum. Lárus Salómonsson fv. lögregluþjónn segir: Visan geymir valinn sjóð, vekur ljós á skari. Hún kann að lýsa heilli þjóð, heilu aldarfari. Ennfremur: Aldrei verða eins og ný upptök fornra glóða. Margur felur eldinn i ösku duldra hlóða. Pétur Sigurðsson var f. i Langeyjum 1871, fluttist til Seyðisfjarðar og stundaði þar skósmiði. Hann var i hópi aust- firskra skálda og hagyrðinga um sina daga, en safnaði ekki fjármunum. Um það kvað hann: fcg er á hausnum hvinandi, hjálp fæst engan veginn. Gapir við mér ginandi gjaldþrot beggja megin. Séra borlákur bórarinsson var f. 1711 á Látrum á Látra- strönd, siðar prestur á Möðru- völlum i Hörgárdal, missti prestskap um skeið vegna barn- eignar, og varð vist ekki sáttur við valdstjórnina, sem þessar visur hans bera með sér: bað sem forðum þótti múr þessu föðurlandi, happaskorðum hallast úr heill þó friður standi. Margs kyns tjón i allri ætt undir krónu dana isafróni háir hætt, hófs er nón á rana. Velflestir sem flytjast burt af æskustöðvum, hugsa siðar heim til þeirra i dulinni þrá eða aug- ijóstri ást til ættarslóða sinna, finnst þeir vera útlagar á sinum dvalarstað. Helgi Valtýsson túlkar þessa tilfinningu i þessari visu: Trauðla raknar ti-yggðaband treyst i raunum minum. Aldrei gleymist Austurland útlaganum sinuni. bað var að likindum regnbog- inn yfir fossi sem Hallgrimur Jónasson kennari sá þegar hann gerði þessa visu: Eins og logi leiki sér létt i togi flauma. gullinn bogi yfir er öldusogi strauma.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.