Þjóðviljinn - 21.03.1976, Síða 22

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Síða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. mars 1976 STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS ▲ Um þjóðarbúskapinn Stjórnunarfélagið hefur ákveðið að gangast fyrir nýju námskeiði sem hlotið hefur nafnið „Um þjóðarbúskapinn”. Námskeiöiö stendur yfir mánudaginn 5. apríl til föstudagsins 9. aprll kl. 15.00—18.30 dag hvern. Tilgangur námskeiösins er aö kynna ýmis þjóöhagfræðihugtök sem oft er gerið i opinberri umræðu. Ætlast er til, að þátttakendur geti, að námskeiöinu loknu, hagnýtt sér betur en áöur ýmsar upplýsingar, sem eru birtar um þjóðar- búskapinn. Þá er vænst, að námskeiðið auðveldi þátttakendum að meta umræð- ur um efnahagsmál. Fjallað verður um helstu hugtök og stærðir þjóðhagsreikninga og -áætlana svo sem þjðarframleiðslu, þjóðarút- gjöld og utanrikisviðskipti. Dæmi verða tekin úr hagtölum llðandi stundar og slöustu ára. Ennfremur verður drepiö á skýrslur um afkomu atvinnuvega og ríkisbúskapar. Þá verður gripið á áhrifum efnahagsað- gerða, svo sem I fjármálum, peninga- málum, gengismálum og launa- og verðlagsmálum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim, sem hafa áhuga á þjóðmálum. Leiðbeinendur eru: Jón Sigurðsson, hagrann- sóknarstjóri, ólafur Daviðsson, hagfræðingur og Hallgrimur Snorrason, hagfræðingur. A Bókavörður Starf forstöðumanns Bæjarbókasafns Kópavogskaupstaðar er laust til umsókn- ar. Laun skv. 25. launaflokki. Umsóknar- frestur til 21. april. Upplýsingar gefa: Bókafulitrúi rikisins simi 25000 Formaður bókasafnsstjórnar simi 42725 og undirritaður í sima 41570 Kópavogi 18. mars 1976 Bæjarritarinn i Kópavogi. Kinnig getiö þér haft samband viö söluaðila okkar i Heykjavik: IÐNVAL Holholti 4. Simar 83105—83354. Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Húsbyggjendur Einangrunarplast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með stuttum- fyrirvara. Afhending á byggingarstaö. IIAGKVÆMT VEKÐ. G KEIOSI.USKI I.M .Vl.AK Borgarplast hf. Rorgarnesi sinii: »3-7370 Kvöldsími »3-7355. Aö berjast Framhald af bls 8. veigamiklum kafla eftir að James Ahmed hefur gjörsamlega misst stjórn á atburðum i skæru- liðaáhlaupi. Hann bendir Roche á, að með athöfnum sinum hafi siðarnefndur aðeins verið að fullnægja eigin þörf fyrir siðferði- lega uppreisn. Eyjan, stjórnmálamenn hennar og ibúar hefðu verið betur sett ef hann hafði hvergi nærri komið. Mere- dith hafnar með allri vinsemd á ytra borði framlagi Roches, og bendir á ábyrgð þá, sem hann og svo Evrópa ber á þeirri ringulreið sem rikir i Vestur-Indium. Og hann fordæmir með enn sterkari orðum James Ahmed sem hann telur gervivarning Vestur- Evrópu. Sökinni er m.ö.o. ann- arsvegar snúið á hendur þvi ný- lenduskipulagi sem skildi eftir sig ótalóleystvandamál,hinsvegar á hendur þeirra afla sem ætluðu að „leiðrétta” málin úr fjarska og sköpuðu tákniö James Ahmed til að fá með honum útrás fyrir eigin vonbrigði. Persönurnar eru I umhverfi, sem að þvi er hvita menn varðar, mótast af ótta við áður fjötruð öfl sem eru að losna úr viðjum, vit- und um að fyrri gildi og mat eru aö molna i sundur. Meðal þel- dökkra ibúa rikir óvissa og flótti annarsvegar til ýmiskonar dular- fullra sértrúarsafnaða, hinsveg- ar til skæruliðahópa, sem enn magna ótta og óvissu meöal hinna hvitu. Hitinn, rakinn, reggamúsikin, sivaxandi sjálfs- traust lágstetta, flóttahugleiðing- ar hins hvita minnihluta, áhlaup borgarskæruliðanna, trúarat- hafnir blökkumannanna — allt tengist þetta saman i magnaða, litsterka mynd. Einn gagn- rýnandi segir sem svo: „Yfir- burðatök Naipauls á skáldsög- unni, nákvæmni i meðferð máls- ins, siðgæðisvitund hans, hæfni hans til frumlegra persónulýs- inga og sköpunar seiðsterks and- rúmslofts — aldrei hefur þetta komið fram með kraftmeiri hætti en hér”. A.B. tók saman. Kvenlæknir Framhald af 17. slðu. við skemmdar tennur heldur voru þær dregnar úr. Og það kemur að þvi að eitt skarð i viðbót er betra en stöðug tannpina. ollu var skipt jafnt Fæðið sem fangelsið útbýtir er einkum brauð og súpa, einu eggjahvituefnin fást úr baunum sem skammtaðar eru einu sinni i viku. Engir ávextir, ekkert græn- meti, engin egg, enginn fiskur, enginn ostur — og svo um það bil ferþumlungur af kjöti einu sinni i viku. Fjölskyldur fanganna koma einu sinni i viku með vikubirgðir af ávöxtum, grænmeti og niður- soðnum fiski. Allt er lagt i einn sjóð og hópur stúlkna skipuleggur matseðil vikunnar fyrir alla, og þær konur sem sjúkar eru eða óléttar fá aukaskammt. Það er dálitið erfitt að venjast þessu kerfi, sem er einmitt það sama og lýst er i Postulasögunni, og ég skammast min fyrir það hve erfitt ég átti með að afhenda i sameiginlegan sjóð ávexti og súkkulaði sem fékk frá breska konsúlnum og vinum minum. En ég skyldi fljótt nauðsyn þessarar samhjálpar, þegar ég gerði mér Pípulagnir Nýlagnir. brevtingar, liitavtMtutengingar. Simi :{(i929 (milli kl. l- og I og eítir kl. 7 á kvöldin). Áskriftasíminn er17505 ÞJÓÐVILJINN grein fyrir þvi, að nokkrir fang- anna fengu engar heimsóknir, eða þá að fjölskyldur þeirra voru of fátækar til að geta sent þeim eitt eöa neitt. Þessir fangar hefðu dáið úr næringarskorti ef að fæð- unni hefði ekki verið skipt jafnt. 20 — 40 ára dómar Allar konurnar i Tres Alamos sátu þar inni án þess að ákæra hefði verið borin fram gegn þeim. Margar þeirra höfðu fengið vega- bréfsáritun til að fara úr landi, en stjórnin vill ekki að þær komist á brott frá Chile — liklega vegna þess, að hún vill ekki, að þær geti sagt frá pyntingum sem þær hafa sætt, eða þá vegna „andspyrnu- hreyfingar utan frá”. Þaö er hægt að halda fólki inni um óákveðinn tima i krafti „umsáturslaga”, og þeir sem ákærðir eru eða dæmdir eru engu betur settir. Um allt Chiie eru fangelsin full af fólki sem hafa hlotið 20-40 ára dóm og þeir sem látnir eru lausir skv. lögum eru oft handteknir um leið aftur (eins og ég) af leynilögregl- unni DINA, og þeim er haidið inni með tilvisun til „umsáturs- ástands”. En þaö kom fyrir mig 1 lok greinar sinnar segir Sheila Cassidy, að hún telji það óliklegt að Chilestjórn hætti við pyntingar á föngum. Samt telur hún aö við- leitni Rauða krossins og Amnesty International og mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóöanna til að létta hlutskipti fanganna hafi borið nokkurn árangur. Jafnvel þótt hún taki það einnig fram, að mikiðaf fötum og matvælum sem sen't er til fanganna komist aldrei alla leið. Sheila Cassidy hafði nokkrar áhyggjur af þvi að hún hafðiheyrtorðróm um það, þegar henni var að lokum sleppt vegna mótmæla breskra stjórnvalda, að i bigerð væri að setja á svið „flóttatilraun” frá Tres Alamos. Siðan átti að nota tækifærið til að skjóta „við tilraun til flótta” þá fanga sem stjórnvöldin vildu hels.t losna við. Að lokum segir hún: „Þetta er mikil furðusaga, ótrúleg mundu menn segja, en ég hefði aldrei trúað þvi að bresk kona yrði pyntuð i Chile — þar til að ég sjálf var pyntuð. (áb tók saman eftir Guardian) Verkfallið Framhald af bls. 2. hvatningu frá einstökum félögum og einstaklingum viða að, en i verkfallinu og samningum stóðu þær einar og unnu með samheldni og styrk sinn áfangasigur og þarf enginn eftir þetta að efast um, að þær munu halda áfram á sömu braut og ná öllu sinu næst. Bjarnfriður Leósdóttir varaform. verklýðsfélagsins segir i grein i Þjóðviljanum 18. mars um baráttu kvennanna ma.: „Nei, styrkurinn i þessu verkfalli, hann var hjá konunum sjálfum, þær ætluðu að leiðrétta sin mál sjálfar, og þó að það hafi ekki tekist að öllu leyti i þetta skipti, munu þær halda áfram, þær eru fullkomlega vaknaðar og ég hygg að atvinnurekendur á Akranesi munihugsa sig um tvis- var áður en þeir beita upp- sögnum á konurnar, eins og þeir hafa gert fram að þessu. ....Það getur enginn sigrað verkafólk sem stendur saman, og þetta verkfall á Akranesi hefur tengt okkur konurnar saman: aldrei æðruorð, allar hressar og samtaka þrátt fyrir alla erfið- leika, þvi maðurinn lifir ekki á brauði einu saman: og nú þegar þær ganga aftur til starfa hver á sinum stað, eru þær öruggari og vissari um að þær vilji og muni ráða meiru hér eftir en hingaö til um sin mál.” Þessi orð Bjarnfriðar leiða einmitt að spurningunni hér í upphafi, hvað var verið að verja, um hvað var tekist á? Astæöan til hinnar miklu hörku atvinnurekenda var nefnilega ekki að þeir gætu ekki útaffyrir sig gengið að kröfu kvennanna um uppsögn miðaða við vikulok eða jafnvel afturvirkni. Hörkunni var beitt vegna þess að það átti ekki að gera verkafólk, sist konur, öruggt og visst ummátt samtaka sinna. Atvinnurekendur eru á móti sjálístæðu, lifandi starfi einstakra verklýðsfélaga og enn meira á móti að hver félagi sé virkur og geri sér grein fyrir hverju má fá áorkað með samstöðu og stéttarvitund. Það var þetta sem þeir fundu hjá verkakonum á Akranesi og vildu lemja niður hvað sem það kostaði. Og það var ekki sist þessi réttur til sjálfstæðs starfs hópsins og virkni einstaklingsins, þessi mannréttindi, sem konurnar vörðu með samstöðunni. Fyrir það þökkum við hin. —vh Friðrik Framhald af 12 siðu Margeir Pétursson, sem báðir eru mjög efnilegir og standa sennilega fremst yngri skák- manna okkar. Slikum mönnum verður að skapa verkefni með sterkum mótum hér heima. Ef það er ekki gert staðna menn. Það er alveg staðreynd að þegar menn eru komnir að vissu marki staðna þeir ef þeir ekki komast á sterk mót — Stundum hefur maður heyrt sagt að sumir skákmenn noti ýmsar aðferðir til að taka and- stæðinga sina á taugum meöan á keppni stendur, er það algengt? — Þetta er til. I þessu efni eins og varðandi aðbúnað á keppnis- stað vantar ákveðnar reglur. Það eru engar reglur til um hvernig menn eigi að hegða sér i keppni en þær vantar nauðsynlega. Hitt er svo annað mál að þeir eru fáir sem haga sér þannig að reyna að ergja andstæðinginn. Sumir gera það þó reyndar ósjálfrátt, eins og til að mynda Tal, sem stendur upp eftir að hafa leikið og gengur hringinn i kringum borðið og mænir á skákina. En ég veit að hann meinar ekkert illt með þessu, hann er bara svona spenntur. Þetta var þó meira á- berandi hjá honum meðan hann var yngri. Svo eru þeir til sem gera þetta af ásettu ráði, og það er miklu alvarlegra. Það má spyrja sem svo, er ekki hægt að kvarta til skákstjóra? En hver á að segja til um það hvenær menn mega standa upp og hvenær ekki, þarna vantar ákveðnar reglur um hegðan manna i keppni, eins og ég sagði áðan. Og það er auðvitað FIDE, sem á aðsetja þær, en mér finnst FIDE hafa þróast frá sjálf- um skákmönnunum. Skákmenn hafa orðið litið sem ekkert að segja um það sem gerist hjá FIDE. Það er kannski verið að setja reglur um eitt og annað en það er enginn skákmaður hafður með i ráðum. Það er sem betur fer verið að ráða bót á þessu núna. Það er búið að skipa ráð- gefandi nefnd stórmeistara til að gera tillögur um ýmsar úrbætur. Ég var kosinn i þessa nefnd, á- samt Lombardy, Portisch, Smys- lov og Timman. Við erum ekki enn farnir að halda fund, enda er þetta alveg á byrjunarstigi, en maður bindur vonir við þessa nefnd og störf hennar. Ég vil taka það fram, að dr. Euve, forseti FIDE, setti það á oddinn að þessi nefnd yrði sett á laggirnar og bindur miklar vonir við hana. Það vantar reglur um svo margt, eins og ég nefndi áðan, aðbúnað á keppnisstað, hvernig menn eiga að haga sér o.s.frv. Þetta verður að koma. Nefndin á hinsvegar á hættu að ráðamenn FIDE snúist gegn tillögum nefndarinnar, haldi að það sé verið að taka völdin af sér. Þannig að við verðum senni- lega að vinna sem mest ráðgef- andi fyrst i stað, en þrýsta svo á. Annars á nú alveg eftir að reyna á þetta, þvi eins og ég sagði áðan er nefndin ekki byrjuð að starfa enn- þá. — Þetta viðtal okkar Friðrik er nú orðið æði langt og ég farinn að tefja þig, en að lokum langar mig að spyrja þig aðeins um næsta mót sem þú tekur þátt i, það er 4ra manna mótið i Hollandi, ekki satt? — Jú, það er næsta verkefnið. Vissulega verður gaman að taka þátt i þvi, en það verður erfitt, þetta verða aðeins 6 skákir á mann og maður má ekki misstiga sig i neinni þeirra ef maður á ekki að vera úr leik. En það er gott að vita um alla sina andstæðinga með nokkrum fyrirvara, slikt er til mikilla bóta. Vanalega er það þannig að maður veit ekki hverjir tefla á þeim mótum sem maður er að fara i fyrr en rétt fyrir mót- ið. Já, ég hlakka vissulega til þessa móts. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.