Þjóðviljinn - 21.03.1976, Page 24

Þjóðviljinn - 21.03.1976, Page 24
/ AÐ GAGNI? sjónarmiði að ég tel ávinning nemenda að núverandi námsmati mjög hæpinn, einkum vegna þess að hve miklu leyti er um saman- burðarmat, niðurröðun nemenda að ræða. Foreldrar og kennarar Það er sagt, og með réttu, að foreldrareigi heimtingu á að vita hverju fram vindur i skólunum, einkum i grunnskóla. En ég held að það mat á nemendum sem skólinn matreiðir komi foreldrum i raun að mjög litlu haldi. Ef að barn þeirra kemur heim t.d. með einkunnina sjö, þá er þar með lit- ið annað vitað en það, hvernig staða barnsinser i bekknum. Ein- kunnin segir næsta litið um það, hvaða markmið voru lögð til grundvallar einkunninni. Og for- eldrar átta sig heldur ekki á þvi, að einkunnin sjö þýðir ekki það sama i tveim skólum, og ekki það sama i tveim mismunandi náms- greinum. En þurfa þá ekki kennarar á einkunnum að halda, ekki sist til að vita hvar þeir sjálfir standa, hvort þeir þurfi að breyta um kennsluaðferðir, námsefni? Auð- vitað er það æskilegt að námsmat sé notað til slikrar endurskoðun- ar. En raunin er þvi miður sú, að það er miklu nærtækara fyrir kennara að kenna öðrum þáttum um lélegan árangur en einmitt sinum eigin kennsluháttum. Það er svo miklu auðveldara að skjóta sér á bak við hefðbundnar hug- myndir um heimsku og greind nemenda, iélegan aga á heimili eða i samfélagi o.s.frv. Við skul- um heldur ekki gleyma þvi i þessu samhengi, að oft er i raun ákveðið fyrirfram hver meðalút- koma verði. Tii dæmis i sam- ræmdum prófum. Menn verða furðu naskir á það að semja mátulega þung próf og fá nokk- gera miklu meira af þvi að meta sjálft starf skólans, en draga úr vægi þess að skoða lokaárangur nemenda. Við höfum hagað okkur svipað og gert er i verksmiðju — i mati á framleiðni er aö þvi spurt hve margir og góðir bilar komi út úr sliku fyrirtæki á klukkustund. En ég lit ekki á skólann sem slíka maskinu, ég vil heidur meta hvernig fólki liður innan hans og þá leita sérstaklega að þeim þátt- um, sem hamla alhliða þroska nemenda. Öskmynd { Þvi ætti að stefna frá þvi að meta alla nemendur með sömu aðferðum, sama prófi, fráaðferð- um sem byggja á þvi að öllum hæfi jafnt, eitt og hið sama. Miklu heldur þurfum við að meta náms- tækifærihvers nemanda i skólan- um. Og þetta gerir þá ráð fyrir þvi, að skólar séu opnari og siður staðlaðir en nú. Bæði þvi, að Jói fái að glima við annað en Siggi, við það sem næst fer áhuga- og þroskastigi hvors um sig og svo þvi, að litill skóli fái að vera öðru- visi en stór, skóli á Ströndum fái að vera öðruvisi en skóli i Hafnarr firði. Það er auðvitað ljóst, að þetta er hægara sagt en gert. Fái nem- endur og skólar að þróast miklu meir eftir eigin forsendum, þá v.erður það út i hött að reyna að beita á þá einu og sama mælitæki. Enda eru þær hugmyndir sem ég er að reifa einskonar óskmynd af ástandi, sem kannski tæki hálfa eða heila öld að koma á. Ég er alls ekki að tala um að leggja niður allt námsmat. Spurt er að þvi, i hvaða átt beri að stefna. Mér finnst að nú þegar mætti stefna að þvi, að námsmat verði meira i formi persónulegrar umsagnar, sem byggði á sam- komulagi kennara. Við getum lika hugsað okkur að nemandinn taki þátt i að meta sjálfan sig, ár- angur sinn, með kennurum sinum — rétt eins og hann taki þátt i að velja sér verkefni. Vissulega er á þessum brautum mikil hætta á huglægni — en við skulum muna að huglægni er einnig mjög á kreiki i þeim aöferðum sem nú eru notaðar. Fyrst er að ákveða, hvaðþað er sem maður ætlar að meta, siðan að velja aðferðina. Og reyna þá að velja skástu, hlut- lægustu aðferðina sem völ er á — en óttast ekki heldur að velja ó- venjulega, litt viðurkennda að- ferð, sé ekki á annarri betri völ. Ég veit að það er þungur róður að koma á breytingum i þessa átt. Þjóðfélagið allt byggir á saman- burðarviðmiðun, allir hafa alist upp við hana. Það væri slæmt ef öllum breytingum væri neitað, en jafnvitlaust ef ráðamenn ætluðu að skipa fyrir um snarlega alls- herjarbreytingu á þvi námsmati sem við nú þekkjum. Menn verða að fá að reka sig á — rétt eins og nemendur verða að fá aö gera sin mistök sjálfir, ef þeir velja sér námsbraut sem er litt við þeirra hæfi. _áb KOMA PRÓF ólafur Proppé: Próf eru litið ann- að en niðurröðun (Ljósm. S.dór). urnveginn gefna flokkun á nem- endum. Meðal annars með þvi að byggja á eldri prófum. Góöir og slæmir Skólayfirvöld eru fjórði aðili þessa máls. Þau hafa talið sig þurfa á hinu hefðbundna náms- mati aö halda til að flokka nem- endur i góða, sæmilega, slæma o.s.frv. T.d. til að skipta þeim i bekki eftir getu eins og hér tiðk- aðist um tima. Eða til að ákveða við iok skólastigs, hverjir eigi að halda áfram á framhaldsbraut- um. Þessi not á prófakerfi til flokk- unar eru þvi aðeins réttlætanleg, að maður vilji viðurkenna að flokkunar sé yfirleitt þörf. Ég persónulega efast mjög um þessi not. Vegna þess, að þau tæki sem ■notuð eru við mælinguna eru mjög óviss. Og svo þess að mæld- ir eru aðeins nokkrir þættir af þeim sem ráða möguleikum per- sónu til að tileinka sér vissa þekk- ingu eða hæfni. Til dæmis ræður árangur í samræmdum prófum i islensku, stærðfræði, dönsku og ensku miklu um möguleika á á- framhaldandi námi. Og við skul- um hafa i huga, að þessar grein- ar allar eru meðal þess sem mest afstrakt eru af námsefni. Að visu er nýlega farið að draga úr vægi þessara samræmdu prófa og kemur þar til helminga á móti mat skólans sjálfs á frammistöðu nemenda. En engu að siður tel ég mjög vafasamt og ólýðræðislegt, að skólayfirvöld taki mjög veiga- miklar ákvarðanir um framtið einstaklinga á grundvelli svo ó- vissra þátta. Þvi matið, sem við þekkjum, tekur svo litið tillit til þess hve mismunandi hæfni er spurt eftir til iðnnáms, mennta- skólanáms, fósturnáms o.s.frv. Mér finnst það séu nemendur sjálfir sem eigi að taka ákvörðun um framhald náms, eftir að þeir hafa kynnst hvaða nám er á boð- stólum og hverskonar áhuga það krefst. Metum námstæki- færi En hvað ætti þá að taka við, að hverju er rétt að stefna? Ég setti það i byrjun fram sem markmið, að námsmat hefði þjónustuhlutverki að gegna, að gera skólann að betri skóla fyrir hvern einstakling, sem i honum er. Til þessa þarf að breyta mats- aðferðum og finna nýjar. Og eink- um og sérilagi þarf að taka fleiri þætti i skólastarfi tíl mats. Ég á þá við það, að það þarf að DIOÐVIUINN Sunnudagur 21. mars 1976 Er hægt að meta náms- árangur með skynsamleg- um hætti? Hvers virði eru próf i skólum? Er hægt að meta skólastarf með öðr- um hætti en nú er gert? Allt eru þetta spurningar sem hver og einn þarf að glíma við í lengri eða skemmri tíma. Sem nem- andi/ eða foreldri/ eða þá kennari. Ólafur Proppé hefur um hrið starfað að endurskoðun á náms- matiá vegum skólarannsókna, og verkefni hans til magistersprófs I uppeldissálarfræðum viö Illinoi- háskóla er um sömu efni. 1 eftir- farandi viötali er Ólafur spurður um núverandi ástand og hugsan- legar breytingar á námsmati. Það skal tekið fram, að endur- sögn á samtali þessu er óhjá- kvæmilega nokkuð einfölduð — á kostnað fræðilegrar nákvæmni. Þjónustustörf Ég byggi hugmyndir minar á þvi, sagði ólafur, — að námsmat eigi að vera fyrst af öllu þjónustu- starf. Matiö að veita upplýsingar um það, hverju á helst að breyta. Með það fyrir augum aö skólinn verði betri staöur nemendum til alhliða þroska. Og það kerfi sem við og fjölmargar þjóðir aðrar búum við nú er litt til þessa fallið. Próf og einkunnir eins og við þekkjum eru ekki nema að litlu leyti mæling á þekkingu beinlinis. En dæmi um slfkt „absolut” mat gæti verið próf á lestrarhraða. Prófin eru i reynd fyrst og fremst samanburður á nemendum, og einkunnir lýsa þvi miklu frekar stöðu nemandans i stærri hópi en þvi, hvernig honum hefur gengið að ná ákveðnum markmiðum i námi. Þetta skulum við hafa i huga þegar reynt er að svara þvi, að hvaða gagni námsmat nú komi viðtakendum — þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skóla- yfirvöldum. Misholl vitneskja I prófum ekki sist samræmdum prófum, eins og hér tiðkast á landamærum skólastiga, kemur út normaldreifing sem svo má nefna. A linuriti kemur prófár- angur út sem bunga — flestir eru sitt hvorum megin við meðalár- angur, en þeim fækkar svo til beggja enda. Það er augljóst, og enda stutt rannsóknum, að það kemur sér ekki jafnvel fyrir alla nemendur að vita af stöðu sinni i þessum samanburði. Það getur virkað hvetjandi á þá sem eru efstir eða ofarlega. En þeir sem af margvislegustu ástæðum (þvi námsgreind er mjög afstætt fyrirbæri) lenda i þvi snemma i skólakerfinu að sitja uppi meö lakastar einkunnir, verða fyrir allt öðrum áhrifum af þessu mati. Venjulega lenda þeir i vitahring, halda áfram að vera lakastir, og þegar þeir hafa fengið endur- tekna staðfestingu á þvi i prófum, þá fer svo eftir nokkur ár, að þeir missa trú á sjálfa sig, að þeir fái nokkru áorkað. Það er frá þessu OPPÉ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.