Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. april 1976.
WÐVILIINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviijans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Kitstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprcnt h.f.
HIN GLEYMDU MÁL, EÐA TVÖFALT SIÐGÆÐI
Árin 1973-74 kom til mikillar hungurs-
neyðar i tveim stórum héruðum Eþiópiu,
100 þúsundir manna biðu bana. Þessi vá-
legu tiðindi ýttu undir pólitiska ókyrrð i
landinu og Haile Selassie keisari var
hrakinn frá völdum. Þá kom i ljós, að
stjórnvöld þar i landi höfðu vitað fyrir-
fram, að von var á hungursneyð, en falið
skýrslur þar að lútandi og ekkert aðhafst,
Það mátti ekki spyrjast að stjórn hins
aldna keisara réði ekki við eigin vanda-
mál.
Kannski var ekki við öðru að búast af
miðaldastjórn Haile Selassies. En það
sem verra er: sendiráð erlendra rikja i
Addis Ababa og alþjóðlegar þróunar- og
hjálparstofnanir þar i borg, vissu einnig
að von var á hungursneyð. Og eins og einn
af starfsmönnum bandarisku Carnegie-
stofnunarinnar hefur skýrt frá nýlega, þá
tóku þessir aðilar fullan þátt i þvi að fela
þennan sannleika bæði fyrir lands-
mönnum og svo umheimi. Vegna þess að
hvorki sendiráðin (nefnd eru til m.a. hið
bandariska, kinverska, sænska, vestur-
þýska) né heldur alþjóðlegu stofnanirnar
vildu „spilla samstarfsgrundvelli sinum”
við keisarastjórnina. Afléiðingin var sú,
sem fyrr segir, að a.m.k. hundrað
þúsundir manna fórust — en talið er að
tekist hefði að bjarga lifi þriggja af
hverjum fjórum, ef að hjálparstarf hefði
byrjað timanlega.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mjög
mörgum um þá skipulögu þögn og af-
skiptaleysi sem breidd eru yfir harmleik
og ranglæti. Ef að enginn meiriháttar
aðili hefur beinna hagsmuna að gæta, þá
er mikil hætta á að svo fari sem hér var
lýst. Enginn erlendur aðili hafði beinan
hag af þvi að koma i bobba keisara
Eþiópiu, sem m.a. hélt á þvi trompi gagn-
vart vesturlöndum að vera höfðingi ein-
hverrar elstu kirkju i heimi.
Annað frægt dæmi má taka af kúrdum.
Að visu verður ekki sagt, að um hlutskipti
þeirra hafi rikt slik þögn sem um að-
farandi hungursneyð i Eþiópiu. En hvorki
meðan á siðustu atlögu þeirra i jafnréttis-
baráttu i írak stóð, né heldur eftir ósigur
þeirra, hafa þeir notið nokkurs stuðnings,
málsvarnar semum hefur munað. Stjórn-
völd i Bagdad, sem kúrdar hafa átt i höggi
við, voru hér áður hliðholl vesturveldum,
en nú eiga þau góð samskipti við Sovét-
rikin. En sama hvort er: i hvorugu til-
vikinu hefur neinum áhrifasterkum aðila
þótt ástæða til þess að taka upp mál kúrda
og fylgja þeim eftir i alvöru. Setja það á
dagskrá, að þeim sé tryggður sjálf-
ákvörðunarréttur eins og mörgum þjóðum
öðrum. Að visu hafa allskonar aðilar
daðrað við kúrda. En þar hefur aldrei
nein alvara verið á bak við, enda eru hinir
arabisku andstæðingar þeirra margfalt
öflugri i heimstaflinu. Siðast var það
Iranskeisari sem þóttist vera þeim hlið-
hollur — en einnig hann sveik kúrda um
leið og hann sá sér hag að þvi.
Flest hefur meira vægi i slikum málum
en það sem islensk blöð skrifa um þau. Þó
skulu menn ekki afskrifa með öllu
þýðingu þeirra skrifa: islendingar eiga
aðild að Sameinuðu þjóðunum og mörgum
alþjóðlegum stofnunum og gætu tekið upp
ýmisleg „gleymd” mál ef þeir vildu hafa
manndóm til þess. Að þvi er kúrda varðar
'hefur reyndin orðið sú, að Þjóðviljinn
hefur jafnan skrifað um baráttu þeirra af
mikilli samúð, og ekki látið það neinu
skipta, hvort foringjar þeirra hafa leitað
aðstoðar i Moskvu, Tel Aviv, Teheran eða
Washington: þjóð sem á i slikum erfið-
leikum sem þeir getur ekki valið sér
bandamenn, hún tekur þá sem fást. Það
hefur og gerst, að Morgunblaðið hefur ný-
lega skrifað með samúð um kúrda i Irak i
leiðara og lagt til að islendingar taki upp
andóf á alþjóðlegum vettvangi gegn þvi að
kúrdar séu nauðugir fluttir burt af landi
sinu og annað gert til að uppræta þjóðerni
þeirra. Blaðið segir réttilega, að „tvöfalt
siðgæði” sé óhollt, það sé t.d. ekki hægt að
fordæma kynþáttakúgun i Suður-Afriku en
hunsa það sem fram fer i írak.
Þvi miður er það svo, að umhyggjan
fyrir rétti kúrda mun hafa verið i
lágmarki i þvi góða blaði hér áður, þegar
kúrdar áttu i höggi við stjórnvöld i Bagdady
sem hliðholl voru Vesturveldum. Og i ann-
an stað má minna á það, að mál kúrda er
eitt af þvi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengi haft möguleika á að taka upp — á
vettvangi Nató. Þar hafa islenskir ráð-
herrar og diplómatar setið við hlið tyrkja,
og i Tyrklandi eru jafnvel enn fleiri
kúrdar en i írak. Og hlutskipti þeirra hef-
ur verið enn verra en þar ,-svo slæmt, að
þeir fá ekki einu sinni að heita kúrdar,
heldur hafa þeir lengst af orðið að ganga
undir nafninu fjallatyrkir.
En tyrkir munu hafa svo merkilega
hernaðarlega stöðu I heiminum sem einn
helsti eldflaugapallur Nató, að enginn
mun fást til að móðga þá með annarri eins
ókurteisi og þeirri að minnast á kúrda
þeirra. Herforingjastjórn jafnt sem þing-
ræðisstjórn i Ankara mun eiga auðvelt
með að kveða niður ellar slikar raddir.
Rett eins og tyrkjum tókst með einföldum
diplómatiskum ráðum að koma i veg fyrir
að i skýrslu og skilgreiningu Sameinuðu
þjóðanna á þvi, hvað þjóðarmorð er, væri
minnst einu orði á hin svivirðilegu morð á
hálfri annarri miljón armena i Tyrklandi
fyrir réttum sextiu árum. — áb.
Merk tíðindi í myndlistum: -
Verk Hans
Richters
Atriöi úr „Drcams That Money Can Buy”, súrrealiskri kvikmynd sem
hlaut alþjóöleg verölaun á kvikmyndahátiö I Feneyjum 1947.
Hnnd (Da.la) 1817
Hönd (Dada) frá 1917
Hin fræga súrrealiska kvik-
mynd „Dreams that Money Can
Buy” (Draumar sem veröa
keyptir fyrir peninga) eftir Hans
Richter, veröur sýnd þriöju-
daginn 6. april i bókasafni
Menningarstofnunar Banda-
rikjanna kl. 9 e.h. Kvikmynda-
sýningin er i tengslum við
sýningu á verkum Richters sem
stcndur yfir hjá Menningarstofn-
uninni til 23. april.
Myndin var gerð árið 1944 i
samvinnu við marga ágæta
frömuði framsækir.nar listar,
sem flestir voru flóttamenn frá
Evrópu. Má þar til nefna Max
Ernst. Marcel Duchamp, Man
Ray, Fernand Leger og
Alexander Calder. Tónlistin er
eftir Darius Milhaud, John Cage
og David Diamond.
1 sýningarskrá segir Frank
Ponzi, sem hefur mikið unnið að
þvi að af þessari sýningu gæti
orðið, að almennt sé viður
kennt hið mikla framlag Hans
Richters til nútimalistar. Sem
listamaður, myndhöggvari, kvik-
myndastjóri, rithöfundur, sögu-
ritari og kennari hafi hann verið
sterkt afl um mótun listrænna
strauma okkar tima.
Hans Richter var einn af frum-
herjum Dadahreyfingarinnar
sem hófst i Zíirich árið 1916.
Hann sá áhrif þessarar
hreyfingar breiðast út um Evrópu
og skjótast yfir hafið til Banda-
rikjanna og siðan breyttist
hreyfingin i þá sérstæðu vit-
undarkönnun sem nefnd hefur
verið súrrealismi. Þrjátiu árum
siðar sá hann margt af þvi sem
hann og félagar hans voru að gera
fyrir sextiu árum koma aftur á
dagskrá — ekki sist i New York
—undir merkinu Ný-Dada, eða þá
popplist, conceptualli t, nýtt
raunsæi og svo framvegis. Hann
hefurskrifað mjögliflega bók um
þessa byltingarsinnuðu hreyfingu
„Dada, listog antilist”, sem allir
taka mið af sem fást við sögu nú-
timalistar.
A sýningu þeirri sem nú
stendur yfir eru verk frá 58 ára
‘•'mabili. Elst er blekteikning i
anda Dada frá 1917 og yngst er
flokkur ætinga frá 1975. Þær
nefnast „Vibra” og eru það
siðasta sem listamaðurinn gerði
og eru I fyrsta sinn sýndar á
þessari sýningu.
Um kvikmyndagerð Richters
segir Ponzi á þá leið, að Richter
hafi allt frá þvi hann gerði fyrstu
abstraktkvikmynd sina 1921 orðið
forystumaður i notkun kvik-
myndar sem nýs og frumlegs list-
forms. Hver ný kynslóð kvik-
myndagerðarmanna hefur viður-
kennt af vaxandi fúsleika þýðingu
hans sem framsækins nýjunga-
manns i kvikmyndagerð. Margt i
hinni nýju afstöðu og fersku sýn i
kvikmyndagerð samtimans hefur
notið góðs af brautryðjandastarfi
Hans Richters.
„Draugar fyrir morgunverö” (1927) — Richter er sjálfur annar frá
vinstri og tónskáldiö Hindemith lengst til hægri.