Þjóðviljinn - 04.04.1976, Page 10
10 SIOA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. aprfl 1976.
Um vikublöð
í Svíþjóö
Engin þjóð les vikublöð af meiri dugnaði en sviar.
Þau blöð sem mest eru lesin keppa öll um hylli hús-
mæðra, nema tvö sem eru „fyrir karlmenn”. Danir
munu koma fast á hæla svia i vikublaðaneyslu, og
þeir eiga að minnsta kosti tvö blaðanna sem mest
eru lesin: Allers og Femina.
Framhjáhald
drottningarmannsins
hhríH
TvanADm
SAPOIÉH
Ett skakande
vittnesmál i SE av ett
offer för den svenska
sakerhetstj ánsten!
cHoaœö>®íl
ÍNSPRUTAl
-DENVIIA
Lárus
Ýmir
Óskarsson
skrifar frá
Stokkhólmi
Feminumáliö
I vetur gerðist undrið, að hin
sænska ritstjórn Feminu vildi
breyta blaðinu. Fólkið var leitt á
að skrifa bara um tiskuföt og
bökunaruppskriftir, og vildi fjalla
um barnaheimilaskort, jafnrétti
kynjanna, vandamál á vinnu-
stöðum og hafði áhuga á að fá
öðruvisi bókmenntir en eldhús-
reyfara á siður blaðsins. Danska
Femina hélt sinu striki og eigend-
urnir brugðust illir við uppvöðslu-
semi sænsku ritstjórnarinnar.
Það er sem sagt Aller fjölskyldan
danska, sem á blaðið og fulltrúar
hennar tjáðu sviunum að hún
hefði engan áhuga á að gefa út
blöð sem fjölluðu um alvarlegri
vandamál en að hjúkrunarkonan
næði ekki ástum læknisins.
Úr þessu varð mikil deila, svo
að nærri lá um tima að blaðið
hætti að koma út. Danirnir sendu
á vettvang eftirlaunaþegann
Gunnar Finck, sem hafði þjónað
fjölskyldunni i áratugi og
vissi hvað hún vildi. Eftirlauna-
þegi þessi átti að koma inn á rit-
sjórnina sem ráðunautur með
ákvörðunarrétt. Eftir nokkurt
málaþref og hótanir um upp-
sagnir fékkst sú málamiðlun að
Gunnar Finck yrði i starfi á rit-
stjórninni einungis með rétt til að
gefa góð ráð. Ritstjórnin kom
máli sinu i höfn mest fyrir að
blaðið hafði ekki selst minna en
áður, eftir breytinguna.
„Við konur”
Þegar Ijóst varð að Femina gat
flotið fjárhagslega með lægra
hlutfalli kökuuppskrifta, fór. út-
gáfufyrirtækið Bonniers, það
stærsta i Sviþjóð, að athuga
sinn gang: kannski hefði unga
kynslóðin gaman af
þjóðféiagslegum vandamálum og
ljóðum. Ef svo væri, þá þyrfti
Bonniers auðvitaö að ná mark-
aðnum. Fyrirtækið setti af stað
undirbúning að nýju blaði: ,,Vi
kvinnor”. En það er ekki bara að
veifa hendi og gefa svo út blað.
Fyrst þarf að kanna rækilega að
fólk vilji svona blað, hvaða fólk
vilji það og siðan nákvæmlega
hvernig þetta fólk vilji helst að
blaðið liti út.
Um það bil ár er siðan farið var
af stað með áætlanir um ,,Vi
kvinnor” og enn er það ekki
komiö a markaðinn. Blaðamenn
hafa starfað allt árið og útbúið til-
raunaeintök, sem siðan voru
eöa þá
viss
þróun til
vinstri
borin undir álit fóks af mis-
munandi „tegundum”.
Bonniersfólkið vill ekki rasa
um ráð fram. Þetta á þegar til
kemur að vera litprentað blað
með mörgum greinum og mikilli
blaðamannahjörð. Fulltrúar
fyrirtækisins segja blaðið þurfa
að seljast i 100 þúsund eintökum
til að tryggja nauðsynlegan
ágóða. Meðal efnisflokka sem
fjallað var um i tilrauna-
blöðunum eru kjarnorkuver og 6-
stunda vinnudagur, hvort tveggja
deilumál stjórnmálamanna i
vetur.
Sænsk dömublöð
Eitt þeirra blaða sem best
blómstra i Sviþjóð er „Svensk
Damtidning”. Það hefur tekið
upp þá stefnu að vera sjálfu sér
nógt um efni, þeas. þýða ekki.
Auk þess hafa þeir vikið frá stutt-
um klausum til stærri greina. Nú
um þessar mundir eru að sögn
yfir tuttugu viðtöl og frétta-
greinar i hverju tölublaði. I
sjónvarpsþætti einum á dögunum
var ritstýra Sænska dömublaðs-
ins spurð hvers konar efni blaðið
vildi flytja. Þvi var fljótsvarað: -
„við viljum segja frá kóngafólki
og öðru frægu fólki.” Kona þessi
var einnig spurð, i tilefhi Feminu-
málsins, hvernig sambandið væri
milli eigenda blaðsins og rit-
stjórnarinnar. Hún kvað það hið
besta. Þegar viðtalið var tekið
var trúlofun kóngsins nýlega um
garð gengin, og byrjað var af
kappi að undirbúa vinnu við hina
opinberu heimsókn sama stór-
mennis til Bandarikjanna. Þar
átti raunar að slá tvær flugur i
einu höggi og ná lika viðtali við
lögregluhetjuna Kojak.
Ýmsum hefur verið áhyggju-
efni, að sala vikublaða hefur
heldur farið minnkandi hér i Svi-
þjóð undanfarin misseri. Sænskt
dömublað brást við þvi eins og
áður er sagt með meira frum-
sömdu efni og gaf það góða raun.
Aðrar leiðir hafa lika verið
reyndar. Áhlén & Ákerlunds
Förlag byrjaði nýlega útgáfu
vikuritsins „NU! ” Þetta blað á að
vera svokallað „annað blað” þe.
blaðið er svo ódýrt, að maður
getur með góðri samvisku keypt
það auk sins venjulega vikublaðs.
Fáir blaðamenn vinna allt sitt
efni á ritstjórninni. Mest er tekið
af greinum og myndum annars
staðar frá og litið eitt er fengið
með hjálp simans. Blaðið er auk
þ. ekki litprentað. „Nú” er 3svar
sinnum ódýrara en venjuleg viku-
blöð og kostar 75 krónur
islenskar. Blaðið sker sig ekki úr
hvað efnisval snertir; 1 eintaki
þvi sem ég fékk mér til fróðleiks
er ma. fjallað um; Tennis-
leikarann Björn Borg og kærustu
hans,- hundinn, sem Silvia gaf
kónginum; frægur útvarpsmaður
leysir frá skjóðunni; þessvegna
er ég hjátrúarfullur; fræga fólkið
gefur upplýsingar um eftirlætis
náttúrulækningamatinn sinn;
sagt er frá Anitu Ekberg
karlmanns- og atvinnulausri;
kynnt börn frægra leikara, sem
fetað hafa i fótspor foreldranna?
Gösta ferðast hnattferð áður en
hann verður blindur; um fólk með
gervihjörtu; fráskilin kona nær
sér á strik; þjálfið minnið!;
þegar drottningarmaðurinn af
Hollandi hélt framhjá; danskur
milljónir sem kann hvorki að lesa
né skrifa; léttklæddar stúlkur á
karneval i Rió; og að lokum um
eineggja tvibura, sem hugsa
alveg eins.
Fib-Kulturfront
Eina vikublaðið sem hefur út-
EXTRA
14 underbara
BILDSIDOR
KUNGEN - SILVIA
FÖRSTfl VECKAN
SOM FflST-FOLK
Följ de nyförlovade pé första fisketuren,
törsta ofticiella mlddagen, första shopplngan
Himmi hot tru Attrl mttor Evert Taubot dódi
DET KflNNS Sfl SVflRT
ATT BðRJA IGEN...
Vér nya aarla HÁMT-TOPPEN:
FLAMINGO- siLJES
KVINTETTEN rsdan I dag pá
ii i ■■ ii .————» de tleata platser
HÁHT lottar ut Ingamar Stmnmark*
NYA SKIVA!
................
Fjórtán dásamlegar ntyndasiður af kónginum
og Silviu. Fyrsta vikan sem trúlofað fólk ....011
vikublöðin settu sölumet með trúlofuninni, upp-
lögin stækkuðu um 100 þúsund eintök eða meir á
hverju blaði.
KUNGEN&SlinA
KUKáRUXSSMM!
Stort reportage med massor av unika bilder
frán deras fyra 8r tillsammans.
KARIN MUX BfRATT^ROM
SITTLIVEFrÐtAKES DOD:
— Mina vánnet hjálpte mig över den svára tiden!
RRKHTTE BARD0TS
UVBILDIR!
Hon blir várldens sexigaste pensionarl P
•Nytt: Korsord och Krypto — vinn penningtotterl
•Svensk rmljonár levde som luffare!
•Ny forlossningsmetod: Bestam sjálv nár du vill föda!
•Bara vánnerna kan hjálpa Ingmar Bergman!
Sveriges biHigaste!
cm
Heilaþvottur hjá öryggislögreglunni, sjokk-
myndir af herófnneytendum..Án glæfralegrar
uppsetningar tekur enginn eftir efninú.
„Nu!” er biaða ódýrast: markaðurinn er þaul-
kannaður áður en lagt er af stað.