Þjóðviljinn - 04.04.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Síða 13
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 4. aprfl 1976. Sunnudagur 4. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 12 Þessar loftmyndir sýna vel afstöðu eyjanna; Akurey, Engey, Viöey og Þerney. Og eins og sést veröur ekki mikiö verk aöfylla upp eiöiö milli Akureyjar og lands. Sagt er að innsiglingin til Reykja vikur sé einhver sú fegursta sem farmenn þekkja. og skal það ekki dregið i efa. Það skal hinsvegar fullyrt, að eyjarnar Akurey. Engey og Viðey eiga þar ekki litinn þátt i. Þær Engey og Viðey. eiga sér lang'a og merkilega sögu að baki. En um langt árabil hefur þar litið sem ekkert verið aðhafst um eitt eða neitt. utan það hvað Viðeyjarstofa hefur verið i uppbyggingu eftir áralanga niðurlægingu. Eyjarnar þrjár hafa ekki fyrr en nú nýverið fallið undir lögsögu Reykjavikur. Þær hafa verið i iögsögu Seltjarnar- neshrepps. þar til fyrir skömmu eins og áður segir að lögsögu- skipti urðu á landi á mörkum Reykjavikur og Seltjarnarnes- hrepps og eyjanna þriggja. Þess vegna vaknar nú sú spurning hver verður framtið eyjanna. hvaða hugmyndir eru uppi um notkun þeirra i framtiðinni. Og til þess að fræðast um það fórum við á fund Hilmars ólafssonar forstöðumanns Þróunarstofnunar Reykjavikur. Hilmar sagði að engin áætlun væri enn til um hvað gert yrði við þessar þrjár eyjar i framtiðinni, enda væru þær alveg nýkomnar undirlögsögu Reykjavikurborgar þótt borgin hefði um langan tima átt Akurey Engey og iitinn hluta i Viðey. -Hinu er ekki að leyna, sagði Hilmar, að margar og fjöl- breyttar hugmyndir hafa komið fram. bæði hjá okkur og öörum um framtið eyjanna. Ef við byrjum á Akurey þá hefur komið fram sú hugmynd að gera upp- fyllingu miili hennar og örfirs- eyjar og nýta hana og þann granda sem þar myndaðist undir hafnaraðstöðu. Milli þessara eyja er rif eða grynningar, þannig að ekki verður erfitt að gera þar uppfyllingu og við það myndaðist hin ákjósanlegasta höfn og hafnaraðstaða. En þetta er aðeins hugmynd. Það þarf nefnilega að taka tillit til nokkurra hluta og þar vegur þyngst á metum að fuglalif er mjög mikið og nokkuð fjölskrúðugt i Akurey. Á að eyði- leggja það með þvi að gera þarna höfn? Það er spurning sem menn verða aö svara og menn verða að velja, undan þvi verður ekki komist. -Þá hefur þeirri hugmynd einnig skotið upp að taka Engey einnig undir hafnarsvæðið meö þvi að fylla upp milli Akureyjar og Engeyjar. Það yrði þó mun meira verk en að gera upp- fyllingu úti Akurey, þar sem sjávardýpi er þar mun meira og straumur harðari, þetta er þó framkvæmanlegt og með lang- timaáætlun i huga er þessi hugmynd ekki fráleit. Menn hafa einnig látið sér detta i hug aö nýta Engey sem útivistarsvæði eða eitthvað i þeim dúr en borið saman við Viðey kemur það vart til greina. Það vegur þyngst, að nær útilokað er að gera göngubrú úti eyjuna, sem aftur á móti er mjög auðvelt úti Viðey. Og þá er komið að perlunni Viðey. Hilmar Ólafsson sagði, að mjög margar hugmyndir hefðu komið fram um framtið Viðeyjar, enda gefur hún ótal marga nýtingarmöguleika. Einn hængur er þó á um framtiðarskipulag eyjarinnar, eigendur hennar eru þrir, Reykjavikurborg, rikið og Stephensenarnir og eiga þeir siðasttöldu lang stærstan hluta eyjarinnar. Viðey er 151, Spjallað við Hilmar Ólafsson hjá Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar um hugmyndir sem upp hafa komið hektarar að flatarmáli, þar af á Reykjavikurborg 21 hektara, rikið 11.5 hektara og einkaaðilar 120 hektara. Að minum dómi verður að halda Viðey frá allri hugsanlegri keyrsluumferð, sagði Hilmar Ólafsson. 1 hæsta lagi að göngubrú verði byggð þangað út. Sem dæmi um nýtingu eyjarinnar tframtiðinni má nefna hugmynd um að þar verði byggð ein- býlishús. henni hefur skotið upp, en hefur veriö misjafnlega tekið, sem kannski er ekki óeðlilegt. Þá hefur verið stungið uppá að þarna verði reist útivistarsvæði fyrir al- menning. að byggt verði mennta- setur i Viðey. menntaskóli og há- skóli, að komið verði þar upp safni eða söfnum. svo sem minja- safni i einhverri mynd, sjómin ja- safni eða einhverju þvi um liku. Eyjan býður, eins og ég sagði áðan uppá svo ótal marga nýtingarmöguleika. — Við hjá Þróunarstofnun Reykjavikurborgar höfum alltaf tengt Viðey Olfarsfellssvæðinu og Korpúlfsstaðalandi, en þar verða útbúnar byggingalóðir i fram- tiðinni og telja má vist að hugsan- leg göngubrú úti Viðey, verði þaðan, til að mynda úr Geldinga- nesi. En ég tel vist að þegar gengið verði frá skipulagi Úlfars- fellssvæðisins veröi um leið - gengið frá Iramtiðarskipulagi Viðeyjar. Þá má nefna eina hugmynd enn sem sett hefur verið Iram um framtið Viðey jar, en það er að byggja þar hótel og gera eyjuna að lerðamannastað. Vist er að allar hugmyndir sem komið hafa Iram um nýtingu Viðeyjar verða kannaðar og skoðaðar niður i kjölinn. en hver þeirra verður ofaná er útilokað að segja nokkuð til um á þessu stigi. sagði Ililmar. Fjórða eyjan er svo úti á sundunum, en það er Þerney inni Frá tfmum „Miljónafélagsins” I Viðey; saltfiskbreiösla á stakkstæði. Þessi mynd er einnig frá tfmum „Miljónafélagsins”, þá bjuggu uin 160 manns f Viðey, þarna hefur sjálfsagt verið einhver samkoina. á Kollafirði. Hún er i eigu Reykjavikurborgar en tilheyrir lögsögu Kjalarness og þvi kemur hún með öðrum hætti inni þetta mál og hefur sú hugmynd frekast komið fram um framtið hennar, að tengja hana hafnarsvæði hugsanlegu. enda er aðdýpi við hana mikið. Að íengnum þessum upp- lýsingum hjá Hilmari Ólafssyni er Ijóst að það er fyrst og fremst Viðey sem hugmyndir manna hafa snúist um, enda gefur hún margfalt fleiri nýtingarmögu- leika en hinar evjarnar og manni virðist nokkuð ljóst að Akurey og jafnvel Engey fari undir hafnar- svæði. En þá er það Viðey. Mörgum hefur fundist sú hugmynd fáránleg að reisa þar einbýlishúsahverfi, en sjálfsagt er þrýst fast á að leyfa slikt á ein- hverjum hluta eyjarinnar, enda myndu lóðir þar sjálfsagt gefa eigendum landsins mikið i aðra hönd. En þar sem það er sam- dóma álit ráðamanna að verja eyjuna fvrir allri keyrsluumferð kemur það vart til greina að reisa þar einbýlishús og er það vel. Mjög sennilegt er, að hugmvndin um að gera Viðey að almennu úti- vistarsvæði og að koma þar upp safni eða söfnum verði ofan á. enda virðist sú hugmynd eiga l'lesta fylgjendur og vera skynsamlegust. Hugmyndin um að reisa þar menntasetur, hvort heldur er menntaskóla eða háskóla virðist ekki raunhæf, enda myndi l'ylgja slikum skólum heimavist, sem þýðir fleiri og fleiri hyggingar sem ba'ði mvndu þrengjá að útivistarsvæðínu á eyjunni og skemma útsýni þangað mikið. En hver sem niðurstaðan verður er ljóst, að það styttist óðum i að endanleg ákvörðun verði tekin um fram- tiðarskipulag Viðeyjar og þá er sjálfsagt hinna evjanna á sundunum bláu einnig. S.dór Viðeyjarstofa og kirkjan. ENGEY VIÐEY Káðar eyjarnar, Engcy og Viðey, eiga sér langa og merka sögu. Engey var liér fyrr á öldum niikii verstöð, þar bjuggu frægir sjósóknarar og þar voru smiðuð fræg fiskiskip, með Engeyjar- laginu og þóttu þau mjög góð og voru eftirsótt. Bvggð var i Engey fram á miðja þessa öld en hefur verið i eyði siðan. Ljóst er að bvggð hefur verið i Engey allar götur frá 14. öld, þvi að þar var um aldir kirkja og er fyrst gctið um kirkju i Engey 1379, en kirkjE var lögð niður 1765. Nafn sitt er talið að eyja dragi af engi all góðu sem þar er og eins er talið að akuryrkja hafi verið stunduð i Engev að fornu. Skúli fljótlega frá Bessastöðum og út i Viðey. þar sem hann hafðist við i tjöldum meðan á byggingu hússins stóð. Bygging Viðeyjarstofu og kirkjunnar hófst 1752 og það tók þrjú ár að ljúka framkvæmdum. Húsið var 36 álnir að lengd. 18 álnir að breidri og 6 álnir undir þak. Og þess má geta. að nú stendur yfir upp- bvgging og endurreisn Viðeyjar- stofu eftir að húsið var komið i fá- dæma niðurniðslu. Eftir Skúla bjuggu mörg " stórmenni.. landsins i Viðev. stiftamtmenn og dómsstjórar. svo dæmi séu nefnd. Kirkjan i Viðev er nú eign þjóð- kirkjunnar og það er einmitt bletturinn í kringum liana og Viðevjarstofu sem rikið á i Viðey Hjátrúin lét ekki Viðeyjarkirkju i friði frekar en svo margt annað á Islandi. Það var trú manna að aldrei mætti læsa kirkiudvrunum ;i Viðey, þá myndi verða sjóslys á ,Viðeyjarsundi. Eitt sinn var prentsmiðja starfrækt k Viðey. Viðeyjarprentsmiðja og enn bér prentsmiðja i Reykjavik nafn eyjarinnar. 1 byrjun þessarar aldar. árið 1907 tók frægt felag sér bólfestu i Viðey. Miljónafélagið sem svo var kallað. Var það eign Thors Jensens og Péturs Thorsteinsson frá Bildudal. auk nokkurra danskra manna. Þetta var út- gerðarfélag. sem reisti fisk- verkunarhús i eynni og gerði þaðan út skip Fékk það nafn sitt af þvi að ráð var fvrir gert að hlutafé þess yrði ein miljón. sem þótti óskaplegt fé i þá daga. og sem dæmi má nefna að tekjur landssjóðs voru þá ekki nema um miljón á ári. Þetta útgerðarfélag starfaði i 7 ár. áður en það fór á hausinn. Það reisti mikil mann- virki á austurenda Viðevjar. m.a. tvær bryggjur, hafskipabryggjur. á sama tima og ekki voru til bryggjur i Reykjavik. Viðey á sér öllu merkilegri sögu en Engey. Þar var stofnað klaustur 1226, sem jafnframt var menntasetur. Með árunum varð þetta klaustur mjög auðugt, og eignaðist fyrr en varði allan þorra jarða á Suðurnesjum. Þetta klaustur var talið eitt stærsta og merkasta klaustur landsins allt til siðaskipta. Siðasti ábóti þar er lalið að verið hafi Ogmundur Pálsson siðar Skálholtsbiskup. Arið 1539 gerði ribbaldi nokkur útlendur, Diðrik af Mynden aðför að munkuriúm T Viðey, rændi þar og rupplaði og rak munkana þaðan burtu. Jón biskup Arason gerði ásamt sonum sinum aðför að dönum sem i eyjunni bjuggu og rak þá þaðan burt. vigöi kirkjuna og Klaustrið og kom á sömu skipan óg þar hafði áður verið. Svo furðulegt sem það er. þá varð Viðey fyrst kunn fyrir óhemju mikinn músagang og þaö svo að korn og akrar spilltust og varð að fá Þorlák biskup helga til að ganga i málið og koma áf músaganginum. En svo var það um miðja 18. öld, eða árið 1749, að Skúli Magnússon fékk landfógeta- embættið fyrstur islendinga. Var búist við að Skúli myndi. eins og lörverar hans danskir. setjast að á Bessastöðum. og búa þar ásamt amtmanni. Skúli varð hinsvegar ósáttur við Pingel amtmann fljót- leua eftir embættisveitinguna og bað leyfis að mega byggja og setjast að i Viðey, en þar hafði þá um nokkurn tima verið aðsetur sjúklinga og sveitarlima. Þetta leyfi var veitt. og fluttist Siðan Miljónafélagið leið hefur litið verið um að vera i Viðey Og það er ekki fyrr en nú siðari arin sem farið hefur verið aö tala um framtið eyjarinnar. Stutt er siðan endurreisn Viðeyjarstofu hofst og er það verk komið nokkuð á veg Undanfarin sumur hafa manna- lerðir til eyjarinnar aukist nokkuð. enda hefur verið haldið uppi bátsferðum milli eýjar og lands. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.