Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 14
14 SÍÐA — ÞJÓOVILJINN Sunnudagur 4. april 1976. Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson OLGA GÚÐRUN Ný plata í uppsiglingu Olga Guftrún iiofur nú sungiö sig rækilega inn í hjörtu tands- m a n n a, a m k. y n g r i h 1 u ta þeirra, meft plötu sinni Eniga meniga. Klásúlur heyrðu það utan af sér að Olga væri i þeim hugleiðingum að gefa út aðra plötu og þvi þótti tilvalið að heyra i henni hljóðið. Þegar Klásúlur náðu tali af Olgu i vikunni var hún i þann veginn að leggja upp i ferðalag til Norðurlands þar sem hún ætlaði að koma fram á þremur dansleikjum með hljóm- sveitinni Cabarett. Átti hún að troða upp sem skemmtiatriði og syngja lög af plötunni Eniga meniga við undirleik Cabaret. Ekki kvaðst hún þó ætla að leggja þetta fyrir sig en ef sér litist vel á gæti verið að hún gerði eitthvað meira af þessu. En það er vist meiningin að segja frá væntanlegri plötu. Olga kvaðst vera með tilbúið efni á heila plötu, allt eftir Ólaf Hauk Simonarson. Að þessu sinni er þó ekki höfðað til barna lyrst og fremst heldur verður hér poppplata á fer^ðinni. — En vonandi hlusta börnin lika á hana, sagði Olga. Hún sagði að efni plötunnar yrði sambland af Ijóðrænum textum og lögum annars vegar og svo pólitiskum textum i anda Ólafs Hauks. Menn gætu samt ekki átt von á krepptum hnefa þvi slikt væri ekki hans aðferð. Gunnar Þórðarson verður eins og á Eniga meniga bak- hjarl Olgu. Hann mun útsetja lögin og annast töluvert af undirleiknum. Einnig verða fengnir til „sessjón” hljóðfæra- leikara og er ætlunin að nota hljóðfæri sem ekki er algengt að popparar beiti, svo sem selló og ýmis blásturshljóðfæri. Til stóð að taka plötuna upp i London en nýlega gerðist það að Gunnar hóf samstarf við eig- endur Hljóðrita hf. i Hafnarfirði Varð þvi að ráði að taka plötuna upp þar en beðið verður með það fram i júni þegar 24 rása rækin eiga vera komin. Platan kemur sennilega á markað með haustinu. -þh Djammaö í Sesari Siðastliðinn sunnudag tók veitingahúsið Sesar upp á þeirri nvbreytni að halda djammkvöld þar sem hljóðfæraleikarar geta komið saman og reynt með sér hæfileikana og áheyrendur geta mætt og notiö gæðanna. Hefur Kæru Klásúlur. Um daginn var ég i rútuferða- lagi. Undir tónlist Rikisútvarps- ins i rútubilahátalara stundi einn félagi minn: — Ekkert er minna spennandi en sænsk dæg- urlagatónlist (reyndar sagði hann ekki ..minna spennandi” húsið i hyggju að gera slfk kvöld að föstum lið i starfsemi sinni. Er þetta lofsverð nýbreytni i okkar fátæklega popplifi þar sem brennivinstónlistin hefur öll völd og allt virðist miðað við það eitt að koma sem flestum en ég ætla ekki að vera of per- sónulegur ef þið skiljið hvað ég er að fara). Þá sagði rödd i næsta sæti fyr- ir aftan (reyndar ekki rödd heldur fullorðinn maður sem hafði búið um árabil i Vestur- Þýskalandi á sinum yngri ár- um); — Jú, þýsk dægurlagatón- list. (Ég segi nú eins og Steinar Berg, ég veit að forstöðumenn tónlistardeildar Rikisútvarps- ins virða þetta ekki svars, en ég hef þó altént gert skyldu mina). Ykkar Gæi. Gæi minn. Viö sendum þér nokkrar plöt- ur sem okkur hafa verið sendar til að skrifa um. Þú mátt eiga þær. Klásúlur. drykkjum ofan i gestina á sem skemmstum tima. Hálfgerður byrjendabragur var á pvi sem fram fór þetta kvöld. Stundvisi islenskra tón- listarmanna er alræmd og enn sönnuðu þeir orðstir sinn á þessusviði. Tilkynnt hafði verið að djammið ætti að byrja klukkan 10 en klukkan var orðin 11 er byrjað var. Á meðan nutu menn plötusnúðshæfileika Óttars Felix Haukssonar sem virðist hafa betri smekk en flestir hans starfsbræður. Jakob Magnússon, Þórður Árnason, Sigurður Karlsson, Asgeir Oskarsson, Þorsteinn og Halli i Eik hófu fyrstir leik. Buðu þeir upp á djassrokktil- brigði sem slikir öndvegismenn geta hrist fram úr erminni án minnstu erfiðleika og i lokin brugðu þeir sér yfir i blús með góðum tilþrifum. Þá höfðu þeir leikið i rúmar tuttugu minútur og voru búnir að hita sig vel upp, en sjá, þá hættu þeir leik og tilkynnt var að Birgir Hrafnsson og félagar myndu hefja samspil innan stundar. Eftir hálfrar klukkustundar stillingu hófu þeir leik. Var þetta betri hluti djammsins. Sérstaklega fór Birgir á kostum á gitarnum og naut góðrar að- stoðar Pálma Gunnarssonar, Sigurðar Karlssonar og fleiri. Þótt kvöld þetta hefði mátt vera ánægjulegra ber að fagna þessu frumkvæði forráðamanna Sesars. Ýmislegt má lagfæra, þá sérstaklega skiptingar þótt hljóðfæraleikurum sé vorkunn vegna þrengsla á hinu örlitla sviði hússins. Og töluverður áhugi virðist vera fyrir þessu ef marka má aðsóknina þetta kvöld. —Eó LOKSINS kom eitt lesendabréf! Þórbergur á vinyl i augum flestra sem eitthvað umgangast hljómplötur eru þær tónlistarmiðill. Það kæmi fáum á óvart þótt 90% þcss efnis sem þrykkt er i vinyl reyndist bundið við áttundaskala i dúr og moll. Þessi staðreynd verður varla skýrö útfrá möguleikum hljóm- plötunnar þvi á hana má þrykkja flest það sem mannlegt eyra greinir. Eitt af þvf er talað mál. Það verður hinsvegar að teljast til undantekninga að einhver ráðist i að bera á borð fyrir plötukaupendur annaö en tónlist. Þó hefur borið við aö hér á landi væri gefinn út upp- lestur, einkum hafa þá verið fengin skáld til að lesa úr eigin verkum. Stundum virðist til- viljun ráða þvi að til er slikur upplestur. Ég minnist ágætrar 45 snúninga plötu sem slæddist á markað fyrir nokkrum árum og hvarf þaðan fljótlega aftur. Þar var um að ræöa hljóðritanir sem höfðu fundist (!) i Rikisút- varpinu með upplestri Steins Steinarrs á eigin kvæðum. Það getur vart talist eyðsla á plasti að dreifa slikum heimildum. Fyrir jólin gaf Demant út plötu sem hefur mjög áþekkt gildi. En i þetta sinn er ekki um upplestur að ræða heldur viðtöl Gylfa Gislasonar við þá bræður Þórberg og Steinþór Þórðar- syni. Ætlunin mun vera að hafa þessar plötur fleiri, þessi ber titilinn Æskuminningar og frá- sögnin er i fjórum hlutum. Fyrst segir af bernskuleikjum á Hala, þá af Steini afa, af erlendum sjómönnum og viðskiptum við þá, og loks af kynnum af elskunni i Bergshúsi. Inn i frá- sagnir bræðranna hefur Gylfi fellt upplestrarkafla sem Baldvin Halldórsson, Karl Guðmundsson og Guðrún Alfreðsdóttir, flytja. Gildi plötu sem þessar liggur fyrst og fremst i þvi að Þórbergur Þórðarson er ekki minni listamaður hvað varðar meðferð talaðs máls en ritaðs, og það er ekki minni ástæða til að varðveita dæmi þess en hins. Þessi plata er heiðarlega unnin og i rauninni er það einasta krafan sem hægt er að gera til þess sem spyr og gengur frá efninu. Um frásagnarlist Þórbergs er óþarfi að fjölyrða en mér þykir vænt um að geta nú brugðið Sósuvisunum á fóninn og sannfærst enn betur um að Þórbergur átti erindi á fleiri útgáfuform en hið prentaða. Það er engin ástæða til að hafa hljótt um þessa plötu, hún stendur fyrir sinu. Og það er full ástæða til að benda mönnum á að það efni er margþætt sem mætti varðveita á þennan hátt. Ég þakka guði fyrir að þessi viðtöl liggja ekki og rykfalla niðri útvarpi sem notað efni. M.RÚ Sjónvarpið sýnir Sextónlistar- þætti eftir páskana Það hefur ekki beinlinis verið ástæöa til að hrósa islenska sjónvarpinu fyrir gott atlæti við áhugamenn um popptónlist að undanförnu. Frá og með öðrum degi páska mega menn þó eiga von á röð sex sjónvarpsþátta með popptónlist og djassi. Egill Eðvarðsson skýrði Þjóð- viljanum svo frá að á 2. i páskum myndi sjónvarpið sýna fyrsta þáttinn og verður hann meö hljómsveitinni Diaboleus in Musica og Bergþóru Arnad-ur söngkonu. Siðan verða þættirnir sýndir vikulega, ekki þó endilega alltaf sömu kvöld vikunnar. Aðrir þættir sem búið er að taka upp eru með nokkrum gömlum jöxlum úr djassinum, ma. þeim Guðmundi Stein- grimssyni, Arna Scheving og Karli Möller, og svo söngsveit- inni Þokkabót. Ákveðið hefur verið að taka upp þátt með söngkonunni Janis Carol sem syngja mun við undirleik hljóm- sveitar sem i verða Vignir Bergmann, Rúnar Georgsson ofl. Sennilega verður einnig gerður þáttur með hljóm- sveitinni Mexikó og Einari Vilberg en einum þætti er óráðstafað. Samheiti þáttanna verður i kjallaranum en það nafn kemur til af sviðsbúnaöi sem komið var upp i sjónvarpssal og verður notaður i öllum Jiáttunum með ýmsum tilbrigðum þó. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.