Þjóðviljinn - 04.04.1976, Page 16
16
S1ÐA _ þJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. aprfl 1976.
ÞORSTEINN JONSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR
Næturvöröurinn: öfgafullur söguþráður
Úr The Conversation
Klute
KLUTE heitir kvikmynd, sem
verið er að endursýna i Austur-
bæjarbiói. Þar er verið að leita
að manni, sem horfið hefur spor-
laust. Hann finnst ekki og ekkert
kemurframum hvarfhans. Hins
vegar kemur i ljós, að dularfullt
atferli, sem sett hefur verið i
samband við hann, er stundað af
yfirmanni einkalögreglufyrir-
tækisins, sem tekur að sér leitina.
Hvað þetta á að segja áhorf-
andanum er mér ekki ljóst, en hitt
er vi'st að leitin sjálf og persónur,
semkoma við sögu, eru aðalatriði
verksins. Myndin er nokkurs-
konar æfing fyrir tvo leikara og
kvikmyndastjóra. Spennaer búin
til og slakað á henni án þess að á-
horfandinn sé nokkru nær.
Maðurinn var geðveikur, er engin
lausn.
Næturvörðurinn
1 Hafnarbiói er verið að sýna
kvikmynd, sem heitir
NÆTURVÖRÐURINN. Fyrrver-
andi SS-foringi hittir fyrrverandi
fanga sinn. I fangelsinu hafði
tekist með þeim kvalagleðisam-
band, sem þau taka upp að nýju
við endurfundi. Konan er eina
eftirlifandi vitnið gegn SS for-
ingjanum og félagar hans vilja
þvi gjarnan koma i veg fyrir
Þrjár kvikmyndir
varidræði með þvi aö gera hana o-
skaðlega. 1 eindrægni, sem
kvalalostasérfræðing þarf til að
skilja, loka þau sig inni i ibúð
hans og eftir nokkurt hungur og
ást yfirgefa þau ibúðina og gefa
sig dauðanum á vald.
Fyrir höfundinum virðist
ekkert hafa vakað með þessum
öfgafulla söguþræði annað en að
búa til hentugan ramma fyrir
kvalalostafullt kynlif. Þarna eru
hvorki skapaðar eftirminnilegar
persónur né birtný eða markverð
tiðindi um fasisma. Myndin
kemur fyrir sjónir eins og þynnt
blanda af HINIR FORDÆMDU
eftir Visconti og TANGO í PARÍS
eftir Bertolucci.
önnur þessara kvikmynda er
æsikvikmynd, sem höfðar til
lægstu hvata og veltir sér á ó-
smekklegan hátt upp úr þeirri
smán sem nasisminn var (og er).
Hin er sálfræðileg glæpasaga,
sem höfðar til kröfuharðari
áhorfenda. Hún hefur sér til
ágætis góða frammistöðu leikara
og leikstjóra en lætur áhorf-
andann ósnortinn af efninu. t
báðum kvikmyndunum eru at-
Jane Fonda I hlutverki Bree I mynd Alan Pakula, „KLUTE”.
fróað við tvær mismunandi teg-
undir af afþreyingu eina kvöld-
stund.
burðir notaðir til þess að vekja
ákveðnar tilfinningar hjá á-
horfendum og i rauninni skiptir
efnið ekki höfuðmáli. Auðvelt er
að hugsa sér aðra viðburði og . ■
annað ef ni, sem hefði m jög svipuð Cv0nV6rS3ll0n
áhrif. Tveim mismunandi kröfu-
hörðum hópum áhorfenda er CONVERSATION eftir Coppola
uppfyllir samviskusamlega
kröfuna um afþreyingargildi.
Sem sálfræðileg æsikvikmynd
stendur hún KLUTE slst að baki.
Munurinn er hins vegar sá, að I
CONVERSATION er spennan
notuð til þess að fleyta hugsunum
og efni til áhorfandans en er ekki
takmark I sjálfu sér.
Myndin fjallar um hlerunarsér-
fræðinginn Harry (Gene Hack-
man). 1 atvinnu sinni fæst hann
við að koma upp um leyndarmál
annarra með þvi að hlusta á sam-
töl. Hann hefur tæki til að hlera
allt, hvort sem það er i sima,
innanhúss eða utanhúss. Þegar
hávaði truflar siar hann samtölin
úr. Aðalatriðið er að fá góða upp-
töku. Efni samtalsins kemur
honum ekki við. Hann hefur sjúk-
legan áhuga á að halda einkalifi
sinu leyndu. Á dyrum hans eru
þrjár læsingar og hann lokar
simann i kommóðuskúffu. Hann
segir engum frá tilfinningum
sinumog heldurfólkiifjarlægð.
Þetta mótsagnakennda líf
gengur prýðilega þangað til hann
sér fram á að ein upptaka hans
kunni að valda morði. Sem fag-
manni kemur það honum
náttúrulega ekkert við, en eftir að
kollegar hans gera honum grikk
með þvi að taka upp hans eigin
eirikasamtal þótt i gamni sé,
hættir honum að vera sama.
Morðið er framið og Harry stenst
ekki freistinguna að athuga
vegsummerkin. Það er hringt til
hans i leynisimann og hann er
varaður við að segja frá vitneskju
sinni, hann sé hleraður. Harry
leggur einkaibúð sina i rúst i
hamslausri leit að hljóðnema.
Kvikmynd Coppola er rannsókn
á tveimur hugtökum, friðhelgi
einkalifs og blindri fagmennsku.
Hún fjallar einnig um samvisku
ogsektarkennd.oghún fjallar um
tjáskipti. En hún er fyrst og
fremst frábær persónulýsing á
þessum lokaða, einmana leigu-
sérfræðingi. (Samsvaranir eru
viða, einnig i sama starfi og
Coppola stundar). Vakin er virð-
ing fyrir honum sem sérfræðingi
og um leið fyrirlitning á starfi
hans og hugarheimi. Skemmti-
legt hliðarstef er hljóðfæraleikur-
inn þar sem hann leikur einmana
samleik með hljómplötu i Ibúð
sinni.
SKIPSTJORAR
ÚTGERÐARMENN
VIÐ FRAMLEIÐUM Á ÞORSKANET
Teinatóg (PEP, staple fibre og filmukaðall)
Færatóg (grænir PE - kaðlar)
Kúluhankaefni (blár 5,5 mm filmukaðall)
Steinahankaefni (blár 6,5 mm filmukaðall)
Kynnið ykkur verð og gæði
hjá dreifiaðilum okkar.
ÞVÍ SKYLDUM VIÐ EKKI KAUPA ÍSLENZKU
VÖRUNA ÞEGAR HÚN ER BETRI ?
HAMPIÐJAN HF