Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 21
Sunnudagur 4. aprd 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Sköpun vatnanna UPPHAF KRANAVANPAMALSINS INNIIÖF — það þarf ennþá að taka utan af öllum þessum pökkum af sjó.... ÁTTRÆÐ Á MORGUN Attræð er mánudaginn 5. april Júliana Einarsdóttir húsfreyja i Fremri-Langey á Breiðafirði. Hún er stödd i Reykjavik og tekui' á móti gestum frá kl. 7.30 s.d. £i afmælisdaginn i félagsheimil i múrara að Freyjugötu 27. Líkt eftir bark-skipi Péturs mikla Þrjátiu unglingar i Leningrad hafa smiðað þrimastrað barkskip sem Neva heitir og sést hér á myndinni. Það er átján metrar á lengd og fimm á breidd. Fyrir- myndin er skip sem Pétur mikli smiðaði sjálfur, að þvi er sagan hermir. Unglingarnir eru sagðir mjög hrifnir af þessari smið sinni og hafa oft viðrað skipið á Finnska flóanum. Þeir hafa haft upp i kostnað með þvi að leigja skipið sjónvarpsmönnum sem voru að gera kvikmynd um sögu rússneska flotans. Ást á listum í verki ADOLF J. /C3Í|\ PETERSEN: W VÍSNAMÁL °S(7í VERTU NÚ RÓLEG, VILBORG MÍN Bréf hafa borist til Visnamála sem ber að þakka og sjálfsagt er að gera nokkurskil. Þessber þó að geta að bréf sem eru ekki undirrituð, er eftirleiðis ekki hægt að taka til meðferðar, þvi heimildir verða að vera fyrir þessu sem öðru. Meðal annarra fékk ég eitt smábréf hjá ritstjóra Sunnu- dags, öundirritað að visu, en það er svo almenns eðlis að vel erhægtaðbirta það. Þaðer svo- hljóðandi: „Viljið þið leyfa Adolf J. Petersen að sjá þessa visu svo hann geti borið hana saman við þá sem hann lét prenta 7. mars”. Ofan gefur snjó á snjó snjóa vefur flóa tó. Tófa grefur móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Jú, með mikilli ánægju skal ég bera þær saman þessa visu og visu Stefáns Ólafssonar er ég birti 7. mars sl. Sú visa er i ljóð- mælum Stefáns einsog þau voru gefin út árið 1823 og i hvert sinn siðan og siðast er Menningar- sjóður gaf þau út 1948 og Andrés Björnsson sá um þá útgáfu. Ofanrituð visa sem ég á að bera saman við visu Stefáns er birt i ljóðmælum Hjálmars Jónssonar i Bólu, er á blaðsiðu 418 i útgáfu ljoðmælanna er Finnur Sigmundsson sá um 1965 og Isafold gaf út. Það er augljóst að Hjálmar hefur kunnað visu Stefáns og leikið sér að þvi að setja i hana miðrim, til litilla bóta. Þar með tel ég samanburðinum lokið. Menn hafa komið að máli við mig út af visunni „Forlög koma opin að”,og talið sig vita að hún sé eftir Pál Vidalin, en svo er ekki. Visan er i rimum af Per- seus Jovissyni (4. v. i 16 r.) og kveðin er af Guðmundi Andrés- syni sem áður er getið. Hér er bréf frá Guðrúnu Hallgrimsdóttur með kærri kveðju: „Þegar umræður um fóstur- eyðingarfrumvarpið stóðu sem hæst fyrir um það bil tveimur árum, laumaði Egill hagyrðing- ur Jónasson eftirfarandi visum að grannkonu sinni á Húsavik, er þau hittust i fiskbúðinni, en Vilborg Harðardóttir hafði kvöldið áður komið fram i sjón- varpi.” Vertu nú rólcg, Vilborg mín góða, við erum fremstir menntaðra þjóða. Frjálsar ástir ci þarftu að hræðast, unglingarnir lesa og fræðast. Bráðum verður engu að eyða, ekkert fóstur til þess að deyða. V'ið rekum svo með reisn og með stolti reiðskóla i Geidingaholti. Þeirgeta talað hraustlega þar við Skjálfandaflóann, en: Þrýtur orku þingeying, þungum dróma sleginn, gagnar litið getan ring geltur öðru megin. AJP. Þegar fóstureyðingalögin voru sanvþykkt kom þessi visa fyrir eyru manna: Eytt er fóstri, aftur nett orðin frú með brima, svo eðlið fær sér annan sprett eftir viku tima. AJP. Meðal annarra bréfa hefur borist bréf með sjö visum með yfirskrift, „Um sjötiu ára reis- um o.s.frv.” undir er skamm- stöfun B.K. Visurnar get ég ekki birt nema ég viti hver höfundur- inn er. Látum ekki lækka fiug, liður ört á stundaglasið, þvi skal lyfta hærra hug og hefj’ann yfir dægurþrasið. AJP. Mætti góðviljans lýsir Snæ- björn Jónsson með þessari visu : Guil þó skorti góðan þegn, góðu má hann valda, jafnvel þvi, sem mannlegt megn má ei endurgjalda. Að brosa gegnum tárin, er ekki á allra færi, en Torfi Sveinsson á Sauðárkrók kann lag á þvi: Flest i leynum fellir mann, fátt vill meinum hægja, lifsins eina ánægjan er að reyna að hlæja. Eitthvað þessu likt hefur Páll Vatnsdal á Akureyri hugsað: Þar sem gleði er hafin hátt <hugans myrkur vikur. Við skulum hlæja, — hlæja dátt hlæja uns yfir lýkur. Þegar þjóðarhéilinn var orð- inn eitthvað miður sin, þá kvað Sigurður Z: Það er veila veilanna i voru fósturlandi að nú er heili heilanna i hörmulegu standi. Gæfuveginum lýsir Páll Vatnsdal: Framtið björtust búin er og blessun flestra manna þeim sem hæst að hreykja sér á herðum öreiganna. Arðseminamáfinna á ýmsum stöðum. Um það kveður Bjarni M. Gíslason: Þó löngum bæri litinn arð leit að fögrum vonum, á ég fagran aldingarð i endurminningonum. Um ellina kveður Bjarni: Ellin horfir oft á það, æskan framhjá sneiðir, hlynnir þvi af alúð að sem engann veginn greiðir. Rannveig Guðnadóttir i Keflavik kveður gamla bæinn sinn fyrir norðan og saknar hans: Bráðum verður bærinn minn byggðum öðrum mönnum. hingað mun þó hugurinn hvarfla lifs i önnum. Sárabætur seint ég fæ, saknaðs væta tárin, þegar ég lit á þennan bæ, þó að fjölgi árin. Og um hringinn kveður hún: Hann er brot af grænni grein, gömul vinakynning, þaö er bara aðeins ein ofurlitil minning. Ekki er Ragnhildur Lýðsdótt- ir frá Brattholti i Biskupstung- um bjartsýn á að ljóð sin lifi sig: Læt ég ungu Ijóðin smá létta þungum nauðum, þau eru sungin eftir á elds af tungum rauðum. Enginn hefir af þvi not undir svefn á kveldin, þó ég yrki baugabrot bara fyrir eldinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.