Þjóðviljinn - 04.04.1976, Qupperneq 24
DJÚÐV/Um
Sunnudagur 4. apríl 1976.
Rætt viö
Jón
Helgason,
formann
Verkalýðs-
félagsins
Einingar,
Akureyri
Þaö hefur veriö ólíkt
hugnanlegra að búa á
mölinni á Akureyri í
vetur heldur en mæla
göturnar i Reykjavík.
Þegar við Jón Helgason,
formaöur Verkalýös-
félagsins Einingar, setj-
umst niður til þess að
ræöa saman á skrifstofu
verkalýösfélaganna aö
Strandgötu 7 er því eðli-
legt að veðrið berist í tal.
Innfæddur akureyringur,
sem fengið hefur meira
en nóg af umhleypingun-
um í Reykjavík í vetur og
votviðrinu i fyrrasumar
ræðir mikið og gjarnan
um stillurnar og sólfarið
nyrðra. En þegar veður-
farið á Akureyri hefur
verið blessað nægilega og
þakkað-biðjum við Jón að
segja okkur af stærð og
skipulagi Einingar.
— Ég held ég megi fullyrða að
nú þegar Verkalýðsfélag Grýtu-
bakkahrepps og Bilstjórafélag
Akureyrar hafa verið tekin inni
Einingu sé hún næststærsta
verkalýðsfélag á landinu.
Félagarnir eru eitthvað um
2300. Félagssvæðið nær yfir
allar byggðir Eyjafjarðar.
Akureyri. Dalvik, Hrisey,
Ólafsvik og Grenivik. Byggðirn-
ar utan Akureyrar hafa verið að
ganga til liðs við Einingu
smámsaman, fyrst Dalvik og
Hrisey og siðar Ólafsfjörður,
eftir að félagið þar hafi nánast
legið niðri um hrið.
Félagið starfar i einni heild,
og hefur ekki sérstaka kvenna-
deild, nema hvað konurnar hafa
með sér samtök til þess að ræða
einstök sérmál sin. Alit ófaglært
verkafólk á félagssvæðinu er i
Einingu, og starfsstúlkur á
sjúkrahúsum og elliheimilum er
innan okkar ráða. Allir sjóðir á
félagssvæðinu eru sameigin-
legir, nema hvað ólafsfirðingar
kusu að vera sér. Þetta er gert
til þess að hægt sé aö jafna
greiðslur úr sjóðunum yfir allt
svæðið. bar sem sjóðsmyndunin
fór seint af stað i Ólafsfirði hefur
t.d. ekki verið hægt að fylgja
eftir dagpeningsgreiðslum eins
og gert er annarsstaðar á svæð-
inu.
— En hvernig er þá atvinnu-
ástandið meðál félagsmanna?
— Það má segja að fyrir
verkafólk gjörbreyttu skut-
togarakaupin atvinnuástand-
inu. Viðvarandi atvinnuleysi i
Ólafsfirði er t.d. algjörlega
horfið, en á Dalvik, þar sem að-
eins er einn skuttogari sem
stendur, er ekki samfelld vinna.
Skuttogarinn hefur einnig fært
hriseyingum fulla atvínnu. Svo
er þess að gæta að mörg af þeim
iðnfyrirtækjum, sem verið hafa
i notkun á Akureyri eru nú orðin
mjög föst i sessi og örugg. Ég vil
til dæmis nefna i þessu sam-
bandi Slippstöðina, Útgerðar-
félag Akureyringa og Niður-
suðuverksmiðju Kristjáns Jóns-
sonar og Co.
Jón Helgason, formaður Einingar, fyrir utan skrifstofur Verkalýðsfélaganna á Akureyri.
EINING UM
ALLAN
EYJAFJÖRÐ
— Einhver vandamál eigið þið
þó við að glima?
— Já ekki skortir þau. Fyrir
utan allt það daglega amstur
sem fylgir starfsemi stórs
verkalýðsfélags er stærsta
vandamálið hjá okkur að koma
á betra skipulagi á vinnuna við
höfnina. Þar er fyrst og fremst
um að ræða að skapa þeim
mönnum, sem eingöngu eiga af-
komu sina undir hafnarvinnu,
meira atvinnuöryggi. Ennþá er
skipaafgreiðslan hér á hendi
margra, og oft átök og svipting-
ar um það hverjir eiga að fá
vinnuna. Dæmi eru um það að
skipaafgreiðslurnar sjái sér
hag af því að kveðja út varalið i
stað þess að nota fastaliðið við
höfnina. Við höfum sett sem
markmið eina sameiginlega
skipaafgreiðslu sem hefði fast-
ráðið starfslið. Ennþá hafa
Kaupfélagið og Eimskip ekki
talið grundvöll fyrir þessu, en
við reynum að þoka málinu
áfram.
— Fjöldi af ykkar starfsfólki
vinnur i frystihúsum á félags-
svæðinu. Hver hefur ykkar
rcynsla orðið af tilraunum með
launakerfi?
Við reyndum bónus
kerfi áður fyrr. en hættum svo
við það. Siðar var samþykkt
með mjög naumum meirihluta
að reyna endurbætt bónuskerfi
aftur i vissan tima. Þegar
reynslutiminn var liðinn i fyrra
voru atkvæði greidd aftur i fé-
laainu oí> sambvkkt að halda
áfram að vinna i bónus með 116
atkvæöum gegn 21. A þessum
hörmungartimum sem við lifum
vill l'ólk ógjarnan sjá á eftirum-
talsverðum kaupauka. Ýmsir
kostir fylgja lika bónuskerfinu,
nýtingarprósentan batnar og
gefur fyrirtækjunum möguleika
á að standa undir meiri greiðsl-
um. Um leið fer meira hráefni i
gegn og tækjanýting verður
betri.
ókostirnir eru fyrst og fremst
þeir að bónusnum fylgir of mik-
ið álag. Forsenda hans þyrfti að
vera styttri vinnutimi. En þvi
miður er of mikið um nætur- og
helgidagavinnu. Þegar frá liður
er þó vonandi að spennan
minnki og fólk almennt fari að
vinna skynsamlegar.
Eitt helsta baráttumál Einingar er aðkoma bættu skipulagi og atvinnuöryggi á i hafnarvinnunni
— bið i Einingu náðuð merki-
legum árangri i sambandi við
fræöslumálin hér heima i héraði
i siðustu samningum, ekki satt?
— Jú, það verður ekki annað
sagt. Krafan um sérstakt
fræðslusjóðsgjald náði ekki
l'ram að ganga i almennu kjara-
samningunum, en við náðum
samkomulagi um það við
bæjarfélagið og sjúkrahúsin að
þessir aðilar greiddu sérstakt
fræðslusjóðsgjald. Ég held að
þarna sé kominn visir að merki-
legum áfanga i sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Það er mjög brýnt að koma á
fullkomnu fræðslustarfi á veg-
um verkalýðssamtakanna.
Samningamál eru orðin mjög
flókin, sifellt eru að koma ný og
breytt launakerfi og trúnaðar-
störf i félögunum verða æ viða-
meiri.
Og siðast en ekki sist þarf
markvissa fræðslu til þess að
auka tengsl og samstöðu verka-
fólks. Ég held einnig að útvarp
og sjónvarp ættu að geta haft
með höndum fræðslu fyrir
verkafólk og að mörgu leyti
myndi fólk eins og nú stendur á
með vinnuálag geta notfært sér
hana best i þvi formi.
Annars er nauðsynlegt að fólk
þurfi ekki að missa vinnutekjur
ef það fer á námskeið eða reynir
á annan hátt að bæta við sig
menntun i starfi. Þetta er aðal-
vandamálið fyrir okkur, i sam-
bandi við að senda fólk suður á
annirhjá Félagsmálaskólanum.
Við höfum hug á þvi að efla
fræðslustarf hjá deildunum hér
heima við og koma á kvöld- og
helgarnámskeiðum. Starfs-
kraftur hefur dálitið aukist hjá
okkur, i ölafsfirði og á Dalvik er
starfsmaður i hálfu starfi, og
vonandi gefst okkur tóm til þess
að koma þessu i kring.
— Hver eru viðbrögð félags-
manna hjá þér við þeim
hækkunum sem nú dynja yfir?
— Ég tel þetta svivirðilega
árás af hendi rikisvaldsins. Og
ekki siður fordæmi ég þann
áróður sem rikisstjórnin hefur i
frammi. Það er reynt að læða
þvi inn hjá fólkinu að kaup-
hækkanirnar séu forystu ASl að
kenna, og hún hafi rekið það út i
óraunhæfa kröfupólitik sem það
nú fái að súpa seyðið af. Þetta
fær engan veginn staðist. 1
fyrsta lagi vegna þess að ASl
hafði lagt fram tillögur um að
leysa málin með ýmsum póli-
tiskum aðgerðum, sem stjórnin
hafnaði. og i öðru lagi vegna
þess að einungis litið brot af
verðhækkununum má rekja til
kjarasamninganna. Rikisvaldið
er núna að fara ofan i hverja
smugu til þess að ná aftur sinu
og vel það með þvi að hækka
alla opinbera þjónustu. Með þvi
fer hún langt út fyrir þann
ramma sem gengið var út frá i
kjarasamningunum, og þjóð-
hagsspám. Bara sem litið dæmi
má nefna að fólk sem fær lán úr
Lifeyrissjóðnum hérna þarf nú
að borga kr. 500 fyrir veðbókar-
vottorð i stað kr. 50 áður og 23%
meira fyrir þinglýsingu á láni,
eða 1425 kr. á fimm hundruð
þúsundum. Ég held að fólk al-
mennt átti sig á svindlinu ef það
ber saman spár um verðl.þró-
un og hækkanirnar sem brenna
á þvi sjálfu.
Verkalýðshreyfingin og hin
pólitisku öfl, sem styðja hana
verða að sameinast um að
hnekkja áróðri og árásum rikis-
valdsins.
— Þú talar þarna um sam-
vinnu verkalýðshreyfingarinn-
ar og pólitiskra afla. llvernig
finnst þér að þau mál ættu að
þróast?
— Ég er ekki i nokkrum vafa
um, að það er nauðsynlegt að
vinstri menn hætti innbyrðis
átökum og sameinist um að
finna lausn á raunverulegum
vandamálum. Aðeins á þann
hátt er hægt að verja verkalýðs-
hreyfinguna gegn siendurtekn-
um árásum óvinveitts rikis-
valds.
Við látum þetta verða siðustu
orð þessa viðtals og kveðjum
Jón Hclgason fyrir utan dyrnar
á Strandgötu 7 með þvi að taka
mynd af honum við höfuð-
stöðvarnar. Það er aldrei að
vita nema hún heppnist þótt
ljósmyndarinn tilheyri ,,Næst-
um-i-fókus-félaginu” á bjóðvilj-
anum. _ —ekh