Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 9. april 1976. Skrifiö eða hringið. Sími: 17500 Börnin sem héldu hlutavcltuna i Æsufelli 2. Sitjandi eru Guftbjörg Erlendsdóttir og Kristjana Guftbergs- dóttir, en að baki þeim standa Jóhann Kristinn Hjálmarsson, Ingimundur ólafsson, Stefán Þormar Úlfarsson og Ólöf Sigurftardóttir. Afhentu Blindrafélaginu 10,000 krónur að gjöf 1 fyrradag kom hópur barna úr Breiðholti inn á ritstjórn Þjóðviljans, og hafði meðferðis nær 10.000 krónur, sem þau báðu að afhentar yrðu Blindra- félaginu. Fjárins öfluðu þau með þvi að halda hlutaveltu að Æsufelli 2. Um 250 númer voru á hluta- veltunni og auk þess voru lukkupokar til sölu. Vinningana fengu þau I búðum, og öfluðu þeirra að öllu leyti sjálf. Voru •* þar margir ágætir munir falir fyrir 50 krónur. Börnin sögðust hafa auglýst hlutaveltuna i bakarii i ná- grenninu og auk þess i lyftum i blokkum. Þau hefðu óttast að aðsóknin yrði ekki góð, en reyndin hefði orðið sú að öll númer voru seld upp á fyrsta hálftimanum. 011 eru börnin i lOára bekk I Fellaskóla.Nöfn þeirra fylgja með myndinnihér að ofan. Peningunum sem þau söfnuðu hefur verið komið á framfæri og færir Blindrafélagið þeim inni- legar þakkirfyrir gjöfina. Þjóð- viljinn vill ekki siður þakka þeim framtakið sem er til fyrir- myndar og þeim til sóma. -erl 1 ^mnRGFniDnR f mnRKRD VÐRR MIOVIKUDAGUR 16. JANÍiAR 1974 Hvernig væri aft VLingar yrftu fyrstir til aft gefa sig fram sem sjálfboðaliða á VARÐskipin? Þaft er þó ekki siftra framlag til landvarna en undirskriftasöfnun,eða hvaft? Tilvera í veði Allir islendingar gera sér grein fyrir þvi geysilega álagi, sem á varðskipsmönnum hvilir. Þvi finnst mér að þeir aðilar, sem stjórna landhelgismálum islendinga ættu að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til afleysinga á varðskipunum i störf undir- þjóðarinnar manna. Gera þarf áhöfnum varðskipanna kleift að njóta hvildar frá störfum, sem öðrum landsmönnum. Ef auglýst væri eftir sjálf- boðaliðum þýrfti Gæslan að koma á námskeiöum fyrir þessa menn. Ég vil hvetja unga raenn, sem skrifuðu undir lista „Varins-lands”, að sýna hug sinn og gefa sig fram til sjálf- boðaliðsstarfa. Varðskipsmenn okkar eiga i striði. Ég sigldi sjálfur i striði og veit þvi af reynslu hvað þess- ir menn búa við. Fyrir réttlæti og sjálfstæði íslands er barist. Tilvera þjóðar er i veði. Markús B. Þorgeirsson Hafnarfirfti Hver ber ábyrgð á þakskemmdunum á Hafnarbúðum? Maður hafði samband við bæjarpóstinn og vildi fá að vita hver bæri ábyrgð á þvi að þak Hafnarbúða væri ónýtt, eða a.m.k. mjög illa farið. Væri þetta byggingargalli frá arkitektsins hendi hlyti hann að bera ábyrgð, en hverjir væru ábyrgir ef þetta stafaði allt frá slæmri meðferð á húsinu. Maðurinn bað einnig um upp- lýsingar um hvort þessi veila i þakinu hefði verið þekkt þegar ákveðið var að gera Hafnar- búðir að legustað fyrir lang- legusjúklinga, og hvort ráð hefði verið fyrir henni gert þegar kostnaður við endurbætur á húsinu var ráðgerður. Bæjarpósturinn mun standa opinn öllum þeim sem kynnu að vilja svara þessum spurningum um þakskemmdir á Hafnar- búðum. Vonandi senda þeir sem skýringar geta gefið okkur linu. Veðurfarið stofnar geð- heilsunni í voða Norðlendingur skrifar: Enn eru engar horfur á þvi að vorið fari að koma hingað á þetta guðsvolaða Suðvestur- horn. Aldrei hefur mér þótt skemmtilegt tiðarfarið hér á veturna, en þessi vetur slær þó öll met hvað veðurlag snertir. Eg ætla ekki að fara að rekja hér veðurfarið, það hafa allir fundift, og nú hefur þessi bölvun verið tekin saman á töflum Veðurstofunnar. Hvað eru það margir dagar, sem hefur verið stillt veður i vetur? Varla meira en 10 dagpartar þvi oftast hefur skiptum a.m.k. þrisvar á sólar- hring. Snjórinn sem hér var i vetur var vissulega mikill á sunnlenska visu, en ekki mikill á landsmælikvarða, þvi að ef að var gáð var hann nær allur á götunum og rutt þaðan upp á gangstéttirnar. Blikkbeljan skal jú hafa algeran forgang næst á eftir landhelgismálinu. Ég hef engar úrbótatillögur I þessu máli aðrar "ten þær að leggja landshornið niður. Kanavinina mætti senda til Ameriku i sólina á Florida, en aðrir gætu farið þangað sem skárra er veðurfarið á íslandi. t.d. norður eða austur. ( Þó ekki i Austfjarðaþokuna ) Við skulum vona að þurrkarnir og sólskins- stundirnar þar gætu gert þá sem nú eru hættir að lita glaðan dag sökum fúlviðra að nýjum og betri mönnum. Kannski það myndi öðru hvoru læðast bros yfir andlitið og jafnvel heyrast hlátur. Veðurfarið hefur ábyggilega meiri sálræn áhrif en flesta grunar. Þvi var það i meira lagi slæmt fyrir geðheilsu þjóðarinnar að velja höfuö- borginni stað þar sem hún nú stendur. Haldi fólksflutningar áfram hingað á suðvesturhornið i jafnmiklum mæli og verið hefur endar það með þvi aö veðurfarið rekur alla lands- menn i inn á geðdeildir. Það er þvi vissara að hraða byggingu þeirra eða snúa að öðrum kosti þróuninni við. Athugasemd við frásögn af sagu Viðeyjar I Þjóðviljanum sunnudaginn 4. april 1976, er rakin að nokkru saga Viðeyjar. Þar segir m.a. aö litið hafi veriö um að vera I Viðey siðan Miljónafélagiö leið undir lok I byrjun þessarar aldar. Þetta er ekki rétt. Nokkrum árum eftir fyrri heimsstyrjöldina hófst einn merkasti kaflinn I atvinnusögu Viðeyjar. Þá hófst þaðan togaraútgerð á vegum Kára- félagsins svonefnda, sem gerði út tvo togara,Austra og Kára. Þessi útgerð stóð um nokkurt árabil, með miklum umsvifum i saltfiskverkun i Viöey. Þá gekk bátur fastar ferðir milli Reykjavikur og eyjarinnar dag- lega. Vegna atvinnurekstrar Kára- félagsins flutti á þeim árum fjöldi fólks Ut i Viðey. Myndaðist þá þorp á austurhluta eyjar- innar,og var það uppi standandi i byrjun siöari heimsstyrjcildar, löngu eftir að Kárafélagið var liðið undir lok. Timburhúsin á austurhluta Viðeyjar voru rifin og flutt til lands i siðasta striði vegna þess að fólkið skorti at- vinnu þar úti. Barnaskóli þorps- ins var hins vegar steinsteypt hús, og þvi ekki hægt að flytja hann til lands, en siöasti eigandi hans, sem ég veit um, var hið þekkta skáld, Steinn Steinarr. Þegar komið er inn i sögu Við- eyjar á þessari öld, þá tel ég ó- fært að sleppa þessum kafla úr atvinnusögu eyjarinnar, sem á ýmsan hátt er hinn merkasti. Jóhann J. E. Kúld

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.