Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. april 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
''' v >
Glatt á hjalla
m .ólík börnin leika best’ 1
I;
Aldursmunurinn skipti heldur ekki mali
Þeir sem vinna að málefnum
lamaðra, fatlaðra og vangef-
inna hafa æ meir beint starfi
sinu að þvi að rjúfa einangrun
þessara hópa. 1 fyrrakvöld var
haldin skemmtun og dansleikur
i Tónabæ, sem er gott dæmi um
það hvaða árangur þessi við-
leitni getur borið. Þar skemmtu
sér saman um þrjúhundruð
manns, og bar ekki á öðru en vel
færi á með samkomugestum,
þótt misjafnir væru að andlegu
og likamlegu atgervi.
Ómar Einarsson, forstöðu-
maður Tónabæjar, tjáði blaðinu
að fyrir nokkru hefði áhugafólk
um málefni lamaðra og fatlaðra
komið til máls við forráðamenn
Tónabæjar og hreyft þeirri hug-
mynd að efna til skemmtunar
með vistmönnum á heimilum
lamaðra og fatlaðra og
„heilbrigðum”. Frumkvæði að
þessu átti m.a. Andrea Þórðar-
dóttir. Þessi hugmynd þróaðist
siðan áfram, og ákveðið var að
gefa vangefnum einnig kost á að
sækja skemmtunina. Hún var
auglýst á Reykjalundi, að
Hátúni 12, Skálatúni og á
Kleppsspitalanum, svo eitthvað
sé nefnt.Einnig voru sett upp
plaköt i framhaldsskólum
borgarinnar.
,,Ég var sérstaklega ánægður
með það”, sagði Ómar Einars-
son, ,,að verulegur hluti af sam-
komugestunum voru yngri en ég
gerði ráð fyrir fyrirfram.
Þannig kom talsvert af krökk-
um sem eru vön að koma á aðr-
ar skemmtanir tjá okkur.”
Allt starfsfólk Tónabæjar gaf
vinnu sina i sambandi við þessa
skemmtun. Það sama gerðu
þjóöalagaflokkarnir Randver
og Tónskrattar og hljómsveitin
Dynamik. Aðgangseyrir var
enginn.
,,Þetta tókst alveg framúr-
skarandi vel, og allir voru mjög
ánægðir. Það verður áreiðan-
lega reynt að halda áfram á
þessari braut. Við höfum verið
með opið hús fyrir vistmenn á
Bjarkarási, Lyngási og
nemendur i öskjuhliðarskóla
hálfsmánðarlega, og á laugar-
daginn er ætlunin að 30 manna
hópur „heilbrigðra” taki þátt i
skemmtuninni. Við höfum einn-
ig á annan hátt reynt að koma til
móts við vangefna með þvi að
halda árshátiðir, t.d. fyrir
öskjuhliðarskólann og vist-
heimilin. Samband okkar við
Styrktarfélag vangefinna og
Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra er mjög gott, og ég held
að reynslan frá þvi i fyrrakvöld
sýni að blandaðar samkomur af
þessu tagi geti átt drjúgan þátt i
þvi að brjóta niður fordóma-
múra allskonar”, sagði Ómar
Einarsson forstöðumaður Tóna-
bæjar að endingu.
— ekh.
s* —r-sr