Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. april 1976. þjóÐVILJINN — SÍÐA 11 FH gegn Partizan á morgun Einu“sinni sigraði Partizan FH 27:8 í Evrópukeppninni Stór- sigur ítala ttalir unnu stúrsigur yfir portúgölum i iandsleik i knatt- spyrnu i fyrrakvöid, unnu 3:1. Lcikurinn fór fram á ítaliu. í ieikhléi höföu italir yfir 1:0. Mörk itala skoruðu Antognoni, Graziani, Pulici, en mark portúgala skoraöi Fraguito. Skotar mörðu sigur Skotar möröu sigur yfir svisslendingum i vináttuleik i knattspyrnu, 1:0, i Glasgow i fyrrakvöld. Þeir voru mjög heppnir aö vinna leikinn, en þess ber að geta að átta af fastamönnum skoska lands- liösins vantaði aö þcssu sinni. Mark Skotiands skoraöi Willie Pettigrew i upphafi leiksins. Ahorfendur voru aðeins 16.000. Aðalfundur Hauka Aöalfundur Knattspyrnuféiags- ins Iiauka i Iiafnarfiröi veröur haldinn i Haukahúsinu 12. april nk. Vcnjuleg aðalfundarstörf. Fysti leikur júgósla vneska handknattleiksliðsins Partizan Bjelovar hér á iandi að þessu sinni fer fram á morgun i Laugar- dalshöll og hefst kl. 15. Mæta júgóslavarnir þá tslandsmeistur- um FH, og er þetta ekki i fyrsta sinn semþessi lið mætast, þvi að fyrir nokkrum árum léku þau saman i Evrópukeppninni og þá fékk FH einn mesta skeii semþað hefur nokkru sinni fengið, er það tapaði 8:27 úti i Júgóslaviu. A sunnudag leikur Partizan siðan gegn S-Vesturlands úrvali, og fer sá leikur einnig fram i Laugardalshöll og hefst kl. 20.30. Valsmenn, gestgjafar Partisan- liðsins, ætla sjálfir að velja þetta úrvalslið, og segja þeir að val þess muni koma á óvart, en það verður tilkynnt á morgun. Siðasta leikinn við Partizan að þessu sinni leika Valsmenn sjálf- Erlcndur Markússon fyrirliöi isl. liösins er „aðeins” 185 sm á hæð, sem virðist ekki mikiö miðaö við Pétur Guðmundsson, sem er 217 sm. ir, og fer hann fram uppi á Akranesi á mánudagskvöldið, og finnst mörgum Valsmenn harðir af sér aö leika svo erfiðan leik á mánudag, en fara svo i úrslitaleik bikarkeppninnar gegn FH á þriðjudag. Partizan-liðið er með 565 lands- leiki að baki Lcikmcnn júgóslavneska liðsins Partizan Bjelovar, sem leikur hér á landi um helgina eru allir þrautreyndir handknattleiksmenn og hafa að baki samtals 565 landsleiki. Þeirra reyndastur er fyrir- liöinn Horvat, sem leikiö hefur 188 landsleiki og gert y.fir 500 mörk I þcim. Pripanic er cinnig gamalrcyndur leikmaður með 128 lands- leiki fyrir Júgóslaviu að baki og var eins og Ilorvat og Vidovic (44 landsleikir) i sigurliði Júgóslava á Olympluleikunum I Munchen 1972. Markvörður liðsins er einnig i júgóslavneska tandsliðinu (41 landsleikur) og þykireínn efnilegasti markviiröur Júgóslava I dag. Þá eru I liðinu minna þekktir landsliösmenn en allir hafa leikmenn liösins þó landsleiki að baki og scgir það sina sögu um styrkleika Partizan. Verður fróðlegt að sjá okkar sterkustu handknattleiks- menn i slag við þetla frækna lið. Fyrsta á EM í Þá cr fyrsta heimsmetiö fallið á Evrópumeistaramótinu i lyfting- um sem fram fer I Berlin i A- Þýskalandi. Keppni i léttari þyngdarflokkunum hefur staöið yfir undanfarna daga, en þar hef- ur ekkcrt markvcrt gerst, en i fyrrakvöld var keppt i millivigt og þá fauk fyrsta mctið. Það var sovétmaðurinn Vartan Militosyn, sem setti nýtt heims- met i jafnhöttun, lyfti 191 kg. og samanlagt lyfti hann 340 kg, sem einnig er heimsmet. Úrslit i milli vigtarkeppninni urðu annars þessi: heimsmetið lyftingum 1. Vartan Militosyn, Sovétr. 340 kg. (150/190) 2. Peter Wensel. A-Þýskal. 335 kg. (150/185) 3. Jordan Mitkov, Búlgar. 330 kg. (147,5/182,5) 4. Andras Stark, Ungverjal. 322,5 kg. (142,5/180) 5. Wolfgang Huebner A-Þýskal. 315 kg. (142,5/172,5) t gær var svo keppt i milli- þungavigt, og þar er Guðmundur Sigurðsson meðal keppenda, en úrslit höfðu ekki borist þegar blaðið fór i prentun. Unglingalandsliðið á förum til Tyrkl. Unglingalandsliðið i körfubolta er senn á förum til Tyrklands til að taka þátt i Evrópukeppni ung- linga. i riðli með islendingum eru Tyrkland, Finnland, England, Tékkóslóvakia og lsrael. Liðið er þannig skipað: ómar Þráinsson Fram, óskar Baldursson l'BK, Sigurjón Ingvarsson Fram, Þórir Einarsson Fram, Rikharöur llrafnkelssson Val. Birgir Thorlacius Fram. Pétur Guðmundssou Val, Erlendur Markússon iR, Þorvaldur Geirs- son Fram. Örn Þórisson Fram og Þorsteinn Bjarnason UMFN. Þjálfarar liðsins eru Kristinn Stefánson og Gunnar Gunnars- son.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.