Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 6
6 SlftA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 9. april 1976. Breytingar á bretastjórn: Anthony Crosland utanríkisráðherra LUNPÚNUM 8/4 — Anthony Crosland var i dag skipaður utan- rikisráðherra Bretlands i stað James Cailaghan, sem nú tekur við cmbætti forsætisráðherra og formennsku i Verkamanna- flokknum. Michael Foot, helsti leiðtogi vinstriarms flokksins og skæðasti keppinautur Callaghans um forsætisráðherrastdlinn, lætur nú af embætti atvinnumála- ráðherra og verður leiðtogi þing- flokksins. Crosiand var áður umhverfismálaráðherra. Af öðrum breytingum á bresku stjórninni má nefna að við atvinnumálaráðherraembættinu af Foot tekur lítt þekktur maður, Albert Booth. Peter Shore, áður viðskiptamálaráðherra, tekur við af Crosland sem umhverfismála- ráðherra, David Ennals, fyrrum aðstoðarutanrikisráðherra, verð- ur nú félagsmálaráðherra og Bruce Millan, nýr maður i stjórn, verður skotlandsmálaráðherra. En sagt er að það komi i hlut Foots að stjórna þeirri þróun til sjálfstjórnar til handa Skotlandi og Vels, er nú stendur til. Hinn nýi utanríkis- ráðherra Bretlands: Háskólaður yfirstéttar- maður Anthony Crosland Hinum nýja utanrikisráð- herra Bretlands, Anthony Cros- land, er lýst sem fremur kuida- legum, rólegum og kyrrlátleg- um menntamanni. Hann hefur ýmist verið kailaður miðju- maður i Verkamannaflokknum eða i hægri arminum. Hugsjónir kváðu ckki iiggja honum ýkja þungt á hjarta, en þar á móti ' hefur hann orð á sér fyrir skarpa greind og er snjall i kappræðum. Crosland er 57 ára. Hann var kosinn á þing 1950, varð aðstoðarefnahagsmálaráðherra 1964, kennslumálaráðherra 1965 og forseti verslunaráðsins 1967. t siðustu stjórn Wiisons var hann umhverfismálaráðherra. Hann gegndi herþjónustu i fallhlifaliðinu og varð þar höfuðsmaður. Menntun hlaut hann i Trinity College i Oxford, sem þykir ákaflega fint i Bret- landi, og var um skeið háskóla- fyrirlesari um hagfræðileg efni. Jafnframt hefur hann verið einn af leiðandi hugmynda- fræðingum Verkamanna- flokksins. í lifsháttum er hann dæmigerður yfirstéttarmaður og vinsældir hans meðal hins harða kjarna almennra flokks- manna, sem einkum eru af efnaminni stéttunum, að þvi skapi takmarkaðar. Umdeildur hefur hann þó ekki orðið i flokknum, þar eö hann hefur tamið sér fremur væga afstöðu til mála, sem deilur hafa risið út af. Til dæmis tók hann ekki ákveðna afstöðu i deilunum út af aðild Bretlands að Efnahags- bandalagi Evrópu. Hann studdi James Callaghan 1963, þegar hann sótti um formennsku flokksins á móti Wilson. Þar áður var hann náinn fylgis- maður Hughs Gaitskell, fyrrum flokksleiðtoga. Baskneskir kommúnistar Fordæma manndráp MADRID 8/4 — Spænska rikis- stjórnin hefur hótað sjálfstæðis- hreyfingu baska, ETA, hörðu vegna drápsins á iðnrekanda að nafni Angel Berazadi, sem fannst i skurði skammt frá San Sebastian, skotinn gegnum höfuðið. Berazadi var numinn á brott 18. mars s.l. og lausnar- gjalds krafist fyrir hann, en yfir- völdin bönnuðu venslamönnum iðnrekandans að semja við brott- námsmennina. ETA er sakað um brottnámið og drápið. Ýmis vinstrisamtök i Baska- landi, þar á meðal kommúnistar og sósiaiistar, hafa einnig for- dæmt drápið. t yfirlýsingu frá Kommúnistaflokki baska er drápið kallað „villimannlegur glæpur, sem baskneska þjóðin hefur andstyggð á.” Þá segir i yfrirlýsingunni að aðgeröir af þessu tagi séu ekki rétta leiðin til að tryggja böskum lýðræði og frelsi, og er heitið á sérhvern baska að sýna andstyggð á þessu drápi á saklausum manni. Finnar sækja takmarkað t í utanferðir HELSINKI 8/4 - Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið á vegum ferðaskrifstofu finnska rikisins, vilja flestir finnar fremur verja friinu i eigin landi en erlendis. Þeir, sem erlendis ferðast, fara flestir til annarra Noröurlanda. Af öörum löndum eru Spánn og ttalia vinsælust hjá finnskum ferða- mönnum. Spinola rekinn frá Sviss BERN 8/4 — Antonio de Spinola fyrrum Portúgalsforseta hefur verið visað úr landi i Sviss. Til- kynnti svissneska stjórnin i dag að hann hefði ekki virt þau skil- yrði, sem sett voru fyrir þvi að hann fengi dvalarleyfi i landinu. Eins og kunnugt er Ijóstraði hinn kunni þýski vinstrisinni og biaða- maður Giinter Wallraff fyrir fáum dögum upp um leiðangur Spinola til Vestur-Þýskalands, en þangað fór hann þeirra erinda að afla vopna og fjármagns til valdaráns i Portúgal. Spinola hefur dvalist i Sviss siðan 7. febrúar s.l. 1 tilkynningu svissnesku stjórnarinnar segir, aö rannsóknir hafi leitt i ljós að Spinola hafi starfað á vegum Lýðræðishreyfingarinnar til frelsunar Portúgal (MDLP), sem Spinola er hægri sinnuö öfgahreyfing. Það fylgir með fréttinni að Spinoia ætli nú til Brasiliu ásamt ritara sinum, sem einnig hefur verið gerður landrækur i Sviss. Erlendar fréttir í stuttu máli Nató háfnar tillögu um minnkun herja Vin 8/4- Nató-rikin hafa hafnað tillögu frá Varsjárbandalags- rikjum um jafna minnkun á herstyrk bandalaganna tveggja i Mið- Evrópu. Litur Nató svo á að eftir þá minnkun herja yrðu Nató-rikin eftir sem áður veikari hernaðarlega á þessu svæði. Samningaum- leitanirnar um minnkun herbúnaðar i Mið-Evrópu hafa staðið yfir i Vin i meira en 30mánuði og hafa yfir 100 fundir verið haldnir. Báðir aðilar eru sammála um að viðræðurnar hafi verið gagnlegar, enda þótt enginn beinn árangur hafi náðst. Fulltrúar á ráðstefnunni munu mú taka sér páskafri til 20. mai. Pundið sigur enn LUNDUNUM 8/4 - Sterlingspundið er farið að hrapa á ný eftir að hafa risið smávegis i nokkra daga. A gjaldeyrismarkaðnum i Lundúnum seig pundið niður i tæplega 1.85 dollara og hefur aldrei komist lægra gagnvart þeim gjaldmiðli. Sama er að segja um stöðu pundsins gagnvart vestur-þýska markinu. Ástæðan til þessa nýja sigs pundsins kvað vera uggur um það að bresku verkalýðssam- tökin taki ekki tilboði rikisstjórnarinnar um lækkaðan tekjuskatt i skiptum fyrir að verkalýðssamtökin heiti þvi, að sætta sig við að laun hækki i mesta lagi um þrjú prósent. Reuter. Ekki búist við breytingum á utanrikisstefnu Kína PEKING 8/4 — Hundruð þúsunda manna fóru i dag um götur Pek- ing til að fagna þvi að Teng Hsiaó-ping hefur verið vikið úr embætt- um og skipun Húa Kúó-fengs i embætti forsætisráðherra. Vestrænir fréttamenn segja að enn gæti beskju eftir deilurnar milli róttækra og hægfara i kinverska kommúnistaflokknum undanfarið og kemur það fram i nýjum veggáletrunum, þar sem Teng er harðlega gagn- rýndur. Ekki er búist við neinni breytingu á utanrikisstefnu Kina i sambandi við nýorðnar breytingar á æðstu stjórn, en sumum frétta- skýrendum er spurn hvernig Húa, sem hefur ekki mikla reynslu i utanrikismálum svo vitað sé, gangi að fara með þau mál sem arf- taki þeirra Sjú En-lais og Tengs, sem báðir höfðu mikla reynslu á þeira vettvangi. Sósialistaflokkurinn setur kristilegum úrslitakosti ROM 8/4 — Sósialistaflokkur Italiu lýsti þvi yfir i dag, að ef flokkur kristilegra demókrata féllist ekki á sameiginlegar aðgeröir allra stjórnmálaflokka i þeim tilgangi að ráða fram úr þeirri efnahags- legu og stjórnmálalegu kreppu, sem Italia nú er stödd i, væri ekki um annað að ræða en efna til nýrra þingkosninga. Er litið á þetta sem úrslitakosti af hálfu Sósialistaflokksins. öeirðasamt er nú i Róm eftir að lögregla skaut ungan vinstrisinna til bana i átökum i nótt. Reuter. Líbanskir assýringar flýja til Svíþjóðar STOKKHÓLMI 8/4 — Sænska stjórnin hefur ógilt allar vegabréfsá- ritanir, sem ræðismaður hennar i Beirút hefur gefið, vegna mikils straums flóttamanna til Sviþjóðar frá Libanon og orðróms um að fleiri séu á leiðinni. Siöan i janúar hafa komið til Sviþjóðar um 800 assýringar — en þeir eru kristinn trúflokkur i Vestur-Asiu — auk 1500 frá Tyrklandi siðan á siðastliðnu ári. Þá hefur heyrst að von sé á 1500 libönskum assýringum i viðbót til Sviþjóðar, og verði þeim flogið þangað með sovéska flugfélaginu Aeroflot með millilendingu i Moskvu. Reuter. Höll Laoskonungs þj óðminjasafn VIENTIANE 8/4 — Sisavang Vatthana, fyrrum konungur i Laos, hefur gefið lýðveldinu Laos höll sina i Luang Prabang, sem áður var aðsetursborg konungs. Höllin verður nú tekin undir þjóðminjasafn landsins. Sisavang Vatthana iét af konungdómi i desember s.l. og var þá útnefndur æösti ráðunautur lýðveldisins, sem þá var stofnað. Reuter. Stúdentar drepnir i Ankara ANKARA 8/4 — Þrir vinstrisinnaðir stúdentar voru dreDnir i Ankara i dag i bardögum við lögreglu og hægrisinnaða stúdenta. óeirðasamt hefur verið milli hægri- og vinstrisinnaðra stúdenta i Tyrklandi um langt skeið.og siðustu fimm mánuðina hafa 37 manns verið drepnir I þeim átökum i Ankara. I þinginu fékk varaforsætis- ráðherrann, Turhan Feyzioglu, blóðnasir er nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðunni veittust að honum. Astæðan var sú að ráð- herrann neitaði að taka þátt i umræðum um eftirlaunamál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.