Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. april 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
í i
Togarar viö bryggju. Þeir sækja afla á miðin, og til þessa hefur ekki verift greitt fyrir nvtjum þeirra.
Ilins vegar liafa komiö upp raddir um af) leggja ætti á sérstakan auftlindaskatt. Sá skattur verftur tekinn
til umræftu i kastljósi sjónvarpsins i kvöld.
Að loknum fréttum
sjónvarpsins i kvöld mun
Eiður Guðnason fá Einar
Karl Haraldsson sér til
aðstoðar við að bregða
Kastljósi á nokkur mál.
Fyrst mun Eiftur taka fyrir
breytingar á skráningu bifreifta,
sem fyrirhugaftar voru. en
munu nú vera aft gefa upp
önuina i meftförum alþingis. Til
viftræftna vift sig fær hann
Guftna Karlsson, forstöftumann
Bifreiftaeftirlitsins, og Ellert
Schram, formann allsherjar-
nefndar neftri deildar alþingis,
en sú nefnd lagftist gegn bila-
númerabreytingunum.
Þá mun Einar Karl taka íyrir
auftlindaskatt. Bjarni Bragi
Jónsson mun skvra hugtakift og
framkvæmd þess i stuttu spjalli
og aft þvi loknu mun Einar ræða
vift tvo forvigismenn atvinnu-
rekenda um skattinn. Það eru
þeir Davift Scheving Thor-
steinsson og Kristján
Ilagnarsson.
Aft siftustu munu þeir Eiður
og Einar beina kastljósinu aft
tilurft Arnarflugs hins nýja.
Verftur rætt vift einhvern af for-
vigismönnum félagsins og Vil-
hjálm Jónsson forstjóra Oliu-
félagsins, sem var einn af
stærstu kröfuhöfum i bú Air
Viking, en hann er jafnframt i
bankaráfti Samvinnubankans.
•~“ÍÉ#
IV'c.
Bróðir minn Húni
11
11
í bókmennta-
þœttinum
Dvöl í kvöld
Bókmenntaþátturinn Dvöl er
á útvarpsdagskránni kl. 22.25 i
kvöld. Þaft er Gylfi Gröndal'
sem er umsjónarmaftur
þáttanna, og i kvöld ræftir hann
vift Guftmund Danielsson i
tilefni af útkomu fyrstu bókar
ársins. Hún er eftir Guðmund,
sem hefur verið að skrifa hana
öðru hverju allt frá 1942. Nefnist
hún Bróðir minn Húni, en sú
sögupersóna hefur áður skotið
upp kollinum i verkum
Guðmundar.
I spjallinu kemur Guðmundur
viða við, segir frá bernsku sinni
og uppvexti, en bókin mun
byggð á bernskuminningum
hans að verulegu leyti. bá segir
hann frá upphafi ritferlis sins,
og ræðir auk þess um hina nýju
bók.
i þættinum kemur
Guðmundur nokkuð inn á kjara-
mál rithöfunda, og getur þess
t.d. að fyrir skömmu hafi hann
tekið við greiðslu fyrir útlán
bókasafna á bókum sinum. Voru
það samtals 20 þús. kr., en
Guftnuindiir Danielsson
Guðmundur hefur sent frá sér
skáldsögur.
I þættinum munu tveir menn
segja álitsittá Húna dreng. Það
eru þeir Erlendur Jónsson og
Indriði G. Þorsteinsson. Þess
má að lokum geta að bókin er
tileinkuð Erik Sönderholm,
nýskipuðum forstjóra Norræna
hússins, en hann hvatti
Guðmund til skriftanna
- erl.
UPPRISA
finnskt
sjónvarps-
leikrit
Upprisa heitir finnskt
sjónvarpsleikrit, sem er á
daqskrá sjónvarpsins kl.
22.10 i kvöld. Segir þar
frá óreglumanni sem
vinnur stórt i happdrætti.
Það vekur honum ágirnd
og hann tekur að safna fé
af mikilli ákefð.
Fjórða
skákin
Friðrik og Guðmundur
tefla fjórðu einvigisskák
sina kl. 21.40 i kvöld.
Friðrik hefur nú unniö
tvær skákir en Guð-
mundur eina.
■V
útvarp
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (óg
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: EyvindurEiriksson les
enn söguna „Safnarana”
eftir Mary Norton (15). Til-
kynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli atr. Spjallað vib bænd-
ur kl. 10.05. <Jr handraftan-
umkl. 10.25: Sverrir Kjart-
ansson sér um þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Rena Kyriakou leikur á
pianó Sex prelúdiur og fúg-
ur op. 35 eftir Felix
Mendelssohn/ Janacek-
kvartettinn leikur Strengja-
kvartett i a-moll eftir Franz
Schubert.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miftdegissagan: „Þess
bera mcnn sár” eftir Guft-
rúnu Lárusdúttur. Olga Sig-
urðardóttir les (9).
15.00 Miödcgistónlcikar.
Régine Crespin syngur þrjá
söngva úr lagaflokknum
„Schéhérazade” eftir
Maurice Ravel. Suisse
Romande hljómsveitin leik-
ur með. Stjórnandi: Ernest
Ansermet. Filharmoniu-
sveitin i Brno leikur hljóm-
sveitarsvituna „Frá Bæ-
heimi” eftir Vitezslav
Novák; Jaroslav Vogel
stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
Spjall um indiána. Bryndis
Viglundsdóttir heldur á-
fram frásögn sinni (16).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál.Guðni Kol-
beinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i Há-
skólabiói 18. f.m. Hljúm-
sveitarstjóri: Páil P. Páls-
son. Einlcikari á pianú:
Halldúr Haraldsson. a.
Fornir dansar fyrir hljóm-
sveit eftir Jón Ásgeirsson.
b. Pianókonsert nr. 2 i G-dúr
op. 44 eftir Pjotr Ilijits
Tsjaikovský . c.
„Petrúshka”, belletttónlist
eftir IgorStravinský. — Jón
Múli Árnason kynnir tón-
leikana.
21.30 Útvarpssagan: „Siftasta
freistingin” eftir Nikos
Kazant/.akis. Sigurður A.
Magnússon les þýðingu
Kristins Björnssonar (15).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passlusálma (45).
22.25 Dvöl. Þáttur um bók-
menntir. Umsjón: Gylfi
Gröndal.
22.55 Afangar. Tónlistarþátt-
ur i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
20.00 Fréttir og veftur.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljús.
21.40 Skákeinvigi I sjónvarps-
sal.Fjórða skák Guðmund-
ar Sigurjónssonar og
Friftriks Ólafssonar. Skýr-
ingar Guðmundur Arn-
laugsson.
22.10 l’pprisa. Finnskt sjón-
varpsleikrit, byggt á gam-
ansögu eftir rithöfundinn
Maiju Lassila (1868—1918).
Oreglumafturinn Jönni
Lumperi vinnur háa fjár-
upphæð á happdrættismiða.
sem honum var gefinn.
Hann verður ágjarn og tek-
ur aft safna fé. Þýðandi
Kristin Mantyla. tNordvisi-
on—Finnska sjónvarpið)
23.45 Dagskrárlok.
Bílnúmer, Auðlinda-
skattur og Arnarflug
í Kastljósi í kvöld