Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.04.1976, Blaðsíða 1
UOBVIUINN Föstudagur 9. aprfl 1976—41. árg.—80. tbl. Saltfiskhækkun og rnikil eftirspurn Verð á saltfiski er nú mun hærra heldur en það var i haust. Sölusamtök islenskra fiskfram- leiðenda hafa gert samning um sölu á saltfiski til Spánar og Portúgals fyrir um 7 miljarða króna. betta er stærsti samn- ingur um saltfisksölu sem gerður hefur verið til þessa. Sölu- samtökin eru nú búin að selja megnið af þeim saltfiski sem til fellur á þessari vertið. Undir- búningur er þegar hafinn að sölu saltfisks til Grikklands og Italiu. 7 % liækkuii almenns verðlags Það hefur hvarflað að mörg- um manninum i þeirri verð- hækkanaskriðu sem skollið hef- ur á landsmenn að undanförnu livort ekki væri þegar búið að gera kauphækkunina sem fékkst 1. mars sl. að engu. Þjóðviljinn hafði tal af As- mundi Stefánssyni hagfræðingi Aiþýðusambands Islands og spurði hann þessarar spurning- ar. Hann svaraði þvi til að það væri mjög misjafnt eftir hópum þvi sumir fengju meiri kaup- hækkun en 6%, en aðrir fengju eingöngu það. — En þær verðhækkanir sem orðnar eru hafa valdið rúmlega 7% hækkun á almennu verðlagi. beir sem fengu slétt 6% i kaup- hækkun hafa þvi misst hana alla en þeir sem fengu meira eru enn i plús, sagði Ásmundur. bá spurðum við hann hversu nálægt verðlagið væri rauða strikinu sem sett var við 557 stig 1. júni nk. — Það er ekki gott að gefa einhlitt svar við þvi. Til dæmis var samið um að búvöru- frádráttur og hækkanir á áfengi og tóbaki kæmu ekki inn i dæm- Kauphækkun 1. mars upp- étin hjá stórum hópum launafólks ið. bessar hækkanir nema sex visitölustigum svo i raun hefur rauða strikið hækkað i 563 stig. — bær verðhækkanir sem orðið hafa á búvöru og opinberri þjónustu eru mun meiri en gert var ráð fyrir þegar samning- arnir voru gerðir og það sem skiptir ekki minna máli er að þær eru mun fyrr á ferðinni en við var búist. Grundvöllur samninganna er þvi allur meira og minna snúinn. Eins og er virðist kaupmáttur launa næstu 3 mánuði eða þangað til visitölu- hækkunin fer að verka á kaupið ætla að verða um 3% lakari en ráð var fyrir gert við samnings- gerðina, sagði Asmundur. Að lokum kvaðst Ásmundur vilja leggja á það áherslu að af þessari 7% almennu verðlags- hækkun er aðeins óverulegur hluti, u.þ.b. 1%, sem rökstyðja má með kauphækkununum 1. mars sl. Hin 6 prósentin er ekki hægt að rekja til þeirra. —ÞII Beitarþols- r annsóknirnar: F r amhald tryggt Þróunarstofnun SÞ hefur greitt Islandi meira en því ber I frétt frá utanrikisráðuneytinu segir að bróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og FAO, og lándbúnaðarstofnun SÞ, hafi samþykkt að halda áfram fjár- veitingum til ýmissa yfirstand- andi verkefna á Isiandi. bað þýðir að sérfræðingar, sem samið hefur verið við i sambandi við isl. verkefni, halda áfram að starfa að þeim út samningstimabiiið. bannig virðist vandamálið vegna ákvörðunar FAO um að hætta stuðningi við beitarþoisrann- sóknir hér úr sögunni. Hinsvegar kemur það fram i fréttinni að Þróunarstofnun Sam- einuðu þjóðanna hefur þegar greitt tslandi meira en sam- kvæmt samkomulaginu um 1 miljón doliara framlag til til- raunaverkefna hér á árunum 1972 tilársloka ’76. Um siðustu áramót haföi stofnunin þegar greitt þessa 1 miljón dollara og i janúar- mánuði sl. var framlagið komið 98 þúsund dollurum fram úr umsaminni upphæð. Þá var sagt stopp vegna þess að Þróunarstofnunin vinnur að þvi að skera niður verkefni i aðildar- rikjunum til þess að vega upp á móti áætluðum 35 miljón dollara halla á yfirstandandi ári. Niður- skurðurinn á sér aðeins stað hjá þeim þjóðum, sem ekki hafa notað framlag sitt að fullu fyrir timabiliö 1972 til ’76. Enginn niðurskurður hefur þvi átt sér stað gagnvart tslandi, og nú hafa FAO og UNIDO ákveðið að standa straum af sérfræðinga- kostnaði til ársloka, enda þótt isl. hafi fengið sitt framlag og vel það. 308 íbúðir í verkamanna- bústöðum afhentar bráðlega Stjórnarmenn skoða likan af verkamannabústaðahverfinu. — Sjá baksiðu. Loðnumjöl hefur stór- hækkað í verði Enn berast fréttir af umtals- verðri hækkun á helstu út- fiutningsafurðum okkar isiend- inga. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá hækkun sem orðið hefur á fiski á Bandarikjantarkaði og skrcið i Nigeriu, cn þar er unt stór stökk uppá við að ræða. Sala á loðnumjöli hefur einnig gengið mjög vel, allt loðnumjölið sem framleitt var á þessari vertið er selt og var verðið frá 4.30 doll- urunt og uppi 4,70 dollara prótein- einingin og langmestur hiuti þess var seldur á verðinu 4,50 til 4,70 dollarar prt.-einingin. t fyrra fór verðið á loðnumjöli niður i 3,20 dollara prt.-einingin og meðalverð þá var undir fjórum dollurum, þannig að hér er um verulega hækkun að ræða, eða sem svarar meira en 100 kr. isl. á prt.-eininguna. Heildarloðnumjölsframleiðslan á þessari vertið er um 50 þúsund tonn og hefur allt mjölið verið selt. Heildarverðmæti þessa magns er 2,5 miljarðar króna. á núverandi gengi. Þá hafa verið seld 10.800 tonn af loðnulýsi og er verðmæti þess 605 miljónir kr. þannig að heildar- verðmæti þess loðnuafla sem fór i bræðslu er yfir 3 miljarðar króna. Jón H. Bergs á aðalfundi atvinnurekenda: Miðstjórnarvald ASI verði aukið með lagaboði Gils skrifar Matthíasi svarbréf SJA OPNU I ræðu, sem Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasarnbandsins, flutti á aðalfundi atvinnu- rekenda í gær, kvað hann það vera eindregna ósk þeirra að rniðstjórnarvald Alþýðusarnbands íslands yrði aukið. Hann taldi ólík- legt að verkalýðsfélögin næðu innbyrðis sarnkornu- lagi urn slika tilfærslu Stjórnin hundsaði sameiginlegar tillögur VSÍ og ASÍ valda og stuðla ætti að því rneð breytingum á vinnu- löggjöfinni. Taldi hann að ef horf ið væri að þessu ráði rnætti betur koma í veg fyrir verkföll, og greiða fyrir gerð heildarkjara- samninga. I ræðunni gat Jón H. Bergs þess, að hann teldi furðulega lit- inn árangur hafa orðiö að þeirri viðleitni atvinnurekenda og ASI að taka i byrjun kjarasamninga upp 15 sameiginleg atriöi við rik- issQórnina um ýmsar stjórn- málalegar aðgerðir sem greitt gætu fyrir kjarasamningum. Svar rikisstjórnarinnar við þess- um fimmtán atriöum var á þann veg, að ekki var um annað að ræða, en fara hefðbundnar leiöir við lausn kjaradeilunnar. Það er semsa gt skoðun Jóns H. Berg^s, að rikisstjórnin hafi áll sinn stóra þátt i þvi að til verkfallsátaka þurfti að koma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.