Þjóðviljinn - 11.04.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur XI. aprH 1976. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15
Um mynd-
byggingu í
kvikmynd
Skapandi starfi við kvikmynda-
töku er hægt að skipta i tvo höfuð-
þætti, lýsingu og myndbyggingu.
Lýsingin gegnir þvi hlutverki að
móta myndefnið, persónur, hluti
og umhverfi, með samspili ljóss
og skugga. (Um lýsingu hefur
áður verið fjallað sérstaklega i
kvikmyndakompu). Myndbygg-
ing er fólgin i þvi að skipa niður
einstökum hlutum myndefnisins
fyrir framan tökuvélina og
staðsetja þá með þvi á mynd-
fletinum, þannig að tilætluðum
áhrifum verði náð.
Ljósmynd er gjarnan bæði nær-
mynd og viðmynd samtimis. Til
þess að lýsa atviki þarf ljós-
myndin að sýna hvorutveggja
yfirborð þess utan frá og eitthvert
innra samhengi. I kvikmyndinni
er þetta gert með klippingu eða
tökuhreyfingum.
Tökum sem dæmi myndefnið
persóna i landslagi. Ljósmyndar-
inn hefur persónuna svo nálægt
að hún sjáist greinilega, en hún
má' ekki vera svo nálægt, að
iandslagið verði óskýrt eða hverfi
á bak við hana. I kvikmyndinni er
auðvelt að skipta þessu myndefni
i tvo hluta, persónu og landslag,
og sýna hvað á eftir öðru með þvi
að hreyfa tökuvélina, aka henni
eða láta persónuna hreyfa sig.
Annar möguleiki er að taka tvö
myndskeið, nærmynd og viðmynd
og klippa saman. I fyrri myndinni
er persónan nálæg og greinileg og
i hinni siðari leikur landslagið
aðalhlutverkið en persónan er
fjárlæg Jg ógreinileg.Sú kvöð, sem
er á ljósmynd (og málverki) að
sjáist hluti likama eða hluti ein-
hverrar stærri heildar.
Hvað varðar myndbyggingu
hefur kvikmyndin sérstöðu
annarsvegar vegna þess að innan
hvers myndskeiðs er hreyfing og
hins vegar vegna þess að mynd
áhorfandans af sviðinu er byggð
upp með röð myndskeiða. Það er
samspil allra myndskeiða og
ailra myndramma innan hvers
myndskeiðs, sem mótar heildar-
mynd áhorfandans. Hver ein-
asta hreyfing tökuvélar eða
myndefnis veldur breytingu á
myndbyggingu. Þvi er ekki hægt
að gera þær kröfur til kvik-
myndar, að þar riki ávallt jafn-
vægi og samræmi eins og i ljós-
mynd. Jafnvægisleysi i mynd-
byggingu eða spenna af linum og
formum jafnast upp i næsta
myndskeiði sem á eftir kemur. f
rauninni eru myndskeið sem
byggð eru upp á svipaðan hátt og
ljósmynd heldur leiðinleg i kvik-
mynd. Slik myndskeið kalla ekki
á framhald.
Kvikmyndin er ekki leikhús á
filmu og hún er ekki heldur ljós-
mynd á hreyfingu. Hluti af spenn-
unni i kvikmyndafrásögn er ein-
mitt fólgin i þvi, sem er utan við
myndgeirann og áhorfandinn get-
ur sér til um út frá myndfrásögn-
inni.
Hvert svo sem myndefnið er, er
nauðsynlegt að hafa i huga
ákveðið heildarsjónarhorn til
þess að áhorfandanum sé Ijós af-
staða persóna og hluta. Þegar
tvær persónur talast við eru bær
Auða svæðið hægra megin i myndskeiði 1. kallar á framhald. Þegar
skipið birtist hægra megin i myndskeiði 2., er það svar við spurn-
ingunni i myndskeiði 1.: Ahvaðermaðurinnaðhorfa?
hafa i sér alla hugsun verksins,
gildir ekki um einstakt mynd-
skeið i kvikmynd. Þess vegna er i
kvikmynd hægt að leyfa sér að
skera mynd þannig, að aðeins
myndaðar sömu megin linu, sem
dregin væri á milli þeirra. Þessa
linu mætti kalla myndunarás. A
fundi er hann milli ræðumanns og
áhorfenda. Þegar persóna horfir
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45^7, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali
MYNDUNARRÁSIN
4 0 c
f-~>i ) o o
o o
d
t>
Fundur. Tökuvélin þarf ávallt að vera sömu megin i salnum svo ræðu-
maður og áheyrendur séu andspænis i öllum myndskeiðum.
-o-o—
Tveir menn talast við. Til þess að A og B séu sömu megin i öilum mynd-
skeiðum er tökuvélin ávallt staðsett sömu megin myndunarássins.
á hiut, er hann milli persónunnar
og hlutarins. Ef sviðið er svo flók-
ið, að ekki liggur i augum uppi
hvar ásinn liggur, verður töku-
maðurinn að hugsa sér hann ein-
hvers staðar. Sé ás þessi ekki
hafði i liuga, verður afleiðingin
sú, að erfitt er fyrir áhorfand-
ann að fylgjast með þvi, hver er
hvar, hver horfir á hvern o.s.frv.
En það er nauðsynlegt til þess að
áhorfandinn skilji myndfrásögn-
ina. Persóna sem i einu mynd-
skeiði horfir til hægri má ekki
horfa til vinstri i næsta mynd-
skeiði án þess að hafa snúið sér. I
samræðum tveggja manna á
áhorfandinn ekki að þurfa að
velta þvi fyrir sér hvor sé A og
hvor B. Sé ásinn haiöur i huga er
A vinstra megin og B hægra
megin hvernig sem sjónarhomið
er valið.
Þegar nauðsyn krefur, að farið
sé yfir ásinn, er það gert með þvi
að setja innskotsmyndskeið á
milli (t.d. nærmynd af einhverri
persónu og siðan hennar sjónar-
horn i framhaldi af þvi).
Um leið og tökumaðurinn
ákvarðar sjónhorn þarf hann að
hafa myndbygginguna i huga.
Persóna horfir á einhvern hlut
(t.d. skip).Það er sýnt með tveim
myndskeiðum, öðru af persón-
unni og hinu af hlutnum. Persón-
an er vinstra megin i myndfletin-
um og horfir til hægri. Áhorf-
andinn biður eftir þvi að sjá, hvað
persónan horfir á. Auða svæðið
hægramegin eykur eftirvænting-
una. Þegar myndskeiðið af hlutn-
um birtist siðan.þarf myndbygg-
ing þess að taka mið af spennunni
i myndskeiðinu á undan.
Hreyfingu til hægri er svarað með
hreyfingu til vinstri o.s.frv.
Sama gildir þegar tökuvélin
fylgir eftir persónu á hreyfingu.
Svæðið fyrir framan persónuna er
haft stærra en svæðið fyrir aftan.
I lok myndskeiðsins eða i næsta
myndskæiði kemur mótvægi við
spennuna, sem þarna myndast.
Hér hafa verið nefnd nokkur
dæmi um sérstök vandamál kvik-
myndarinnar hvað varðar mynd-
byggingu. Að sjálfsögðu gilda að
öðru leyti sömu reglur um mynd-
byggingu og i annarri myndlist.
En tilgangurinn hlýtur ávallt að
vera sá, að gera myndfrásögnina
annarsvegar eins áhrifamikla og
hins vegar eins auðskilda fyrir
áhorfandann og kostur er.
ODYR OG GÓÐUR
brauði, enda gerður úr
Gouda og Óðalsosti.
Skerið hann helst með
strengskera.
Bráðnar vel og því
hentugur til matargerðar.
Byggjum upp borðum
ostur
eykurorku
léttir hmcl